Réttur


Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 30

Réttur - 01.04.1975, Blaðsíða 30
haldiÖ áfram að bjóða Verwoerd-stjórninni birginn í dómsölum. Þegar valdhafar hafa gert löggjöfina að skækju sinni, er erfitt að þjóna réttvísinni. Bram tók því hinn sama kost og þúsund'r andfasista, sem risu gegn nazismanum í Evrópu, — kaus að fara huldu höfði til þess að klekkja á harðstjórn, sem ekki var hótinu frýnilegri en blóðveldi nasista. Með því kveikti hann von í brjóstum 8.500 stjórnmálafanga í S.-Afríku og fjöl- skyldna þeirra, og hörundsdökkra olboga- barna landsins miljónum saman. I augum þeirra, sem enn berjast gegn Apartheid, er hann tákn hugrekkis og hugsjónatryggðar. Hann sat dæmdur í lífstíðarfangelsi í Pretoríu. Fyrir fangaklefa hefur hann fórn- að auði, hróðri, þægindum, tignarstöðu, — forréttindalífi í sjálfu forréttindaþjóðfélagi hvítra manna. En anda hans verður ekki blótað á bak við fangelsismúra. Hann er einn þeirra fáu hvítu S.-Afríkumanna, sem kunna að hafa hin fjölbreytilegustu lífsviðhorf og skoðanir í stjórnmálum og trúarefnum, en eiga sam- merkt í því að sætta sig ekki þegjandi við þjóðfélag, sem grundvallað er á mannvonsku, og láta ekki gróm þess á sér festa. En eins og þeim er misboðið er gjörvöllu mannkyni misboðið ásamt þeim af ómennsku stjórn- kerfi, sem afsiðar hvíta og svarta og hefur öll æðri gildi mannlegs félags að háði og spotti. Líf Abrams Fischers er eldskírsla MANNS, — þess lifandi anda sem engin harðstjórn fær grandað. Þorsteinn Valdimarsson þýddi lauslega. SKÝRINGAR: ..Réttur" hefur áður b:rt grein um Bram Fischer 1966, b.'s. 207—215, og er þar og hluti úr varnar- ræðu hans 1966, en hún var gefin út undir he'.tinu ,,What I did was right" (Það sem ég gerði var rétt) 1966, norsk þýðing 1967. 2) Um Nelson Mandela má lesa í „Rétti", 1966, þls. 100—104 og var þar stuðst við bók hans ,,No easy walk to freedom" (Engin auðveld leið til frels- is), er út kom i London 1965 með formála eftir þáverandi forseta Algier, Ben Bella. — Nelson Mandela var eins og Sisulu, Mbeki, Kathreda og Goldberg í Rivonia-réttarhöldunum 1964. Walter Sisulu átti ásamt Mandela höfuðþátt í að gera A.N.C. að þeim róttæka, vigreifa þaráttuflokki, sem hann nú er. Sisulu er fæddur 1912, Mandela 1918. 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.