Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 3

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 3
STEFANÍA TRAUSTADÓTTIR FORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS í REYKJAVÍK: Að bíða eftir þróuninni Erindi fíutt á Vorfundi Kjördæmisráðs Ælþýðu- bandalagsins á Æustur- landi sunnudaginn 19. júní Ágætu félagar og til hamingju með daginn, 19. júní. Eg hef valið að reyna að fara yfir yfirgripsmikið efni hérna í dag . Þ.e.a.s. ég ætla að reyna, í mjög svo stuttu máli, að gera grein fyrir hvernig ég sé þróun ís- lenskra kvennahreyfinga. Einnig kem ég inn á þróun löggjafar um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Öll kvennabarátta — bæði í fortíð og nútíð, byggir á þeirri staðreynd að konur eru kúgaðar vegna kynferðis síns, þ.e. vegna þess að þær eru konur. Þess vegna hlýtur öll kvennabarátta alltaf að vera kvenl'relsisbarátta — krafa um breyting- ar, krafa um byltingu, sem á að frelsa konur undan þessari kúgun. Ég hef aldrei getað áttað mig á hvers vegna sumir karlar og konur líka eiga svo erfitt með að skrifa undir hugtakið kvenfrelsi en geta auð- veldlega fylkt sér undir merki kvennabar- áttunnar. Það má heldur ekki gleyma því að kvennabaráttan er ekki ný, hún hófst ekki 1981, heldur ekki 1968, ekki um síð- ustu aldamót. Stundum er stoppað við frönsku byltinguna, sumir halda því fram að hún hafi fylgt mannkyninu alla tíð. Því má heldur ekki gleyma að barátta kvenna

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.