Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 8
Kvennaárið
En svo ég snúi mér aftur að löggjöfinni
þá voru Almenn jafnréttislög samþykkt
með lögum nr. 78/1976. F»á fyrst erum við
komin með svipaða löggjöf og Hannibal
setti fram 1949 — nema að frumvarp
Hannibals var mun róttækara. í lögunum
frá 1976 er komið inn á mun fleiri svið en
Jafnlaunaráð Svövu Jakobsdóttur náði
yfir — í þeim var ekki bara talað um laun,
heldur um menntun, jafnréttisfræðslu,
aukna ábyrgð kvenna og fjölskyldupólitík
o.s.frv. Eg held að engum dyljist hvaða
áhrif kvennaárið eða kvennafrídagurinn
hafði á þessa lagasetningu. Jafnréttisráð
var sett á laggirnar og því ætlað fjármagn
til reksturs skrifstofu og var hlutverk þess
að fylgjast með að farið væri eftir þessum
nýju lögum. Jafnréttisráð hefur sem sagt
starfað í rétt rúm tíu ár. Nú voru komin
lög sem bönnuðu allan mismun eftir kyn-
ferði, við vorum komin með opinbera
stofnun sem átti að fylgja eftir þessum
lögum — þurfti eitthvað meira?? Gátu
ekki konur slappað af og farið að njóta
sín? Jafnréttið var tryggt með lögum —
þurfti eitthvað meira til? Já — því miður
þá var þetta ekki nóg. Lög ein virðast
ekki nægja til að tryggja konum sama rétt
og sömu stöðu og karlar hafa. Og kemur
þar margt til, m.a. áhugaleysi stjórnvalda
og aldagömul viöhorf. Eru það einu
skýringarnar? Geta sósíalistar, jafnt kon-
ur sem karlar, fallist á þetta sem skýr-
ingu? Hljótum við ekki að taka undir
slagorð Klöru Zetkin og Rauðsokkanna
„engin kvennabarátta án stéttabaráttu og
engin stéttabarátta án kvennabaráttu“?
56