Réttur


Réttur - 01.04.1988, Qupperneq 18

Réttur - 01.04.1988, Qupperneq 18
Voðinn yfir Islandi Nú ríkir á íslandi auðugasta yfirstétt, sem nokkru sinni hefur drottnað hér. Hún er í beinni þjónustu erlends valds og fær gróða sinn beint frá þessu valdi, sem hernumið hefur land vort og hersetið ólöglega í 47 ár. Og hér er komin upp efnuð millistétt, sem hirðir lítt um sjálfstæði lands og þjóðar. En verkalýður lands vors er þrælkaður með lengri vinnutíma en nokkur önnur Evrópuþjóð. Og nú hyggur yfirstétt landsins og þjónar hennar í ríkisstjórn á að fá meira útlent auðvald inn í landið. — Það er tal- að um 3 álverksmiðjur! Hvað þýðir það? Það á að fleygja því rafmagni, sem þjóð vor þarf að nota í framtíðinni til góðrar framleiðslu, í greipar erlendra kúgara, sem ætla að eyðileggja andrúms- loftið hér, — besta loft Evrópu, — af því þjóðir þeirra þola þeim ekki slík skemmd- arverk lengur. Og þeir vilja fá þetta dýr- mæta afl fyrir lítið fé og treysta á ræfil- dóm íslenskra ráðherra. Það er stórhætta á ferðum, íslending- ar. Hingað til höfum við getað verið stoltir af loftinu og lækjavatninu. Nú á að óhreinka þetta allt — erlendu auðvaldi til gróða. Vér höfum einnig búið við hættuna af vígvélum á íslandi í 46 ár. Pétur Péturs- son þulur auglýsir 30. júlí í Morgunblað- inu að 1946 hafi Gylfí Gíslason sagt að Kaninn hafi fjárfest í vígvélum fyrir 80 milljónir króna í landinu eða andvirði 600 íbúða — og bent á hættuna. En nú ætlar bandaríska hervaldið að fjárfesta fyrir alls 46000 milljónir króna, (46 milljarða) eða andvirði 9200 íbúða. — ísland á auðsjá- anlega að verða ein voldugasta vígstöð Kanans — meðan hann talar um frið og „afvopnun“. En meðan Kaninn af ótta við Sovét ekki leggur í stríð, sem dræpi íslendinga, þá á mengun stóriðjunnar að sjá um að eitra okkur. Það er hægt að skapa næga heilbrigða atvinnu á íslandi, ef áhugi er fyrir því hjá þeim, sem völdin hafa. Það þarf ekki að eitra lungu verkamanna í álbræðslum eins og nú er gert eða koma á annarri eitrun. En til þess að afstýra ógæfu, bæði af drápstækjum og stóriðju, þarf alþýðan sjálf, sem er meirihluti þjóðarinnar, að standa saman um að taka völdin og af- stýra ógæfunni. Landráðalýðurinn í ráðherrastólunum veit hins vegar hvernig kúga skal alþýð- una. Hann ætlar að skipuleggja atvinnu- leysi í stórum stíl. — Það dynja yfir upp- sagnir hundruða verkamanna- og kvenna þessa dagana. Það á að svelta þá til undir- gefni við þá háu herra. Hér duga engin vettlingatök. Verka- lýðurinn og launafólkið allt verður að rísa upp saman og reka kúgarana frá völduin. Þeir neyðast hvort sem er til að fara út í kosningar og þá verður alþýðan öll að vera reiðubúin til að reka núverandi óstjórnarflokka frá völdum. 66

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.