Réttur


Réttur - 01.04.1988, Side 38

Réttur - 01.04.1988, Side 38
JÓN KJARTANSSON: Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi f. 28. des. 1921, d. 26. júní 1987 Þótt nokkuð sé um liðið síðan Magnús frá Hafnarnesi lést þykir mér rétt að rita fáein orð í minningu hans sem lítinn þakk- lætisvott fyrir störf hans í þágu Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja. Magnús var fæddur í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð 12. desember 1921, sonur hjónanna Guðríðar Lúðvíksdóttur og Jóhanns Magnússonar. Hann byrjaði snemma að stunda sjó og fjórtán ára gamall var hann farinn að stunda sjóinn frá Vestmannaeyjum. Þeg- ar kraftar og þrek fóru að þverra með aldrinum lá það fyrir honum eins og flest- um sjómönnum að þurfa að fara í land og stundaði hann ýmis verkamannastörf þar til heilsa hans bilaði. Magnús dró engan dul á róttækar skoðanir sínar og hafði áhuga á starfi þeirra stéttarfélaga, sem hann átti aðild að. Árið 1971 gengur hann í Verkalýðs- félag Vestmannaeyja og sama ár er hann kosinn ritari félagsins á aðalfundi þess og gegndi því starfi í tvö ár. Árið 1962 kvæntist Magnús eftirlifandi konu sinni Guðlaugu Þorbergsdóttur. Þeim var ekki barna auðið, en ólu upp kjördóttur, Dagnýu Björt Magnúsdóttur. Það lá fyrir þeim hjónum, eins og mörgum Eyjamanninum að missa eigur sínar undir hraun í eldgosinu á Heimaey 1973 og hefur það eflaust átt sinn þátt í að heilsu Magnúsar fór hrakandi upp úr því. En það sem átti hug Magnúsar allan voru þó ritstörfin og liggur margt eftir hann af skáldsögum, smásögum, frásögn- um og ljóðum. Alls komu út eftir Magnús 11 bækur: 1955 Vegamót (smásögur) 1966 Heimur í fingurbjörg (skáldsaga) 1970 Svikinn draumur (skáldsaga) 1978 Silungurinn í lindinni (Ijóð) 1978 Blómið í brjósti mér (Ijóð) 1979 Ferðin til stjörnulandsins (skáld- saga) 1980 Augu borgarinnar (skáldsaga) 1981 Jónsmessunæturdraumur (skáld- saga) 1982 Nokkur ljóð (Ijóð) 1984 Ferðalok (skáldsaga) 1985 Svona er lífið (smásögur og frásagnir) Ekki ætla ég mér þá dul að gerast rit- dómari yfir verkum Magnúsar að honum gengnum. En verk Magnúsar eru merki- leg í sjálfu sér þegar tekið er tillit til þess að þau eru rituö af fátækum erfiðismanni, á einföldu alþýðumáli og af manni sem studdist við barnaskólamenntunina eina. Vestmannaeyjum 27. júní 1988 86

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.