Réttur


Réttur - 01.04.1988, Qupperneq 46

Réttur - 01.04.1988, Qupperneq 46
Eru máttarvöld himins °g heljar að takast á um örlög jarðarbúa? Mannkyn allt lifír nú örlagaríkustu tíma frá upphafí vega. Hver þjóð þarf að vita að yfír henni vofir tortíming og gera sér grein fyrir því hvort hún geti forðast hana. I. Fáir íslendingar sáu þessa hættu, er öldin tuttugasta hóf göngu sína. En einn af hennar fræknustu og voldugustu sonum sá hver hætta var þjóð hans búin og varaði hana við. Það var Hannes Hafstein í aldamótaljóðum sínum árið 1900. Viðvörunin sí- gilda hljóðaði svo: „íslenskir menn! Hvað öldin ber í skildi enginn fær séð, hve feginn sem hann vildi. En eitt er víst, hún geymir her og hildi. Hlífí þér ættjörð, Guð í sinni mildi. “ Hinn trúaði maður treysti á guð til hjálpar. Hann var óviss í hvað þjóðin megnaði sjálf, enda máske við ofurefli að etja fyrir smáþjóð á tímum voldugra stór- velda, er skipt höfðu allri jörðinni milli sín í nýlendur sínar í krafti ægilegs vopn- avalds. II. Aðvörun Hanncsar Hafsteins um „hel og hildi“ rættist ægilega strax á fyrri hluta aldarinnar. Tvö hcimsstríð urðu yfir 50 milljónum manna að bana og gereyddu mannahyggð hjá mörgum þjóðum. Og auk þess voru háð mörg smærri stríð með ægilegum afleiðingum fyrir þátttakendur. Síðari heimsstyrjöldinni lauk 1945 nokkru eftir að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki og drápu í einu vetfangi fleiri menn, konur og börn en þá byggðu ísland. Hinir skynsömustu menn sáu hættuna. Á síðasta fundi bandarísku ríkisstjórnar- innar er Stimson hermálaráðherra sat, lagði hann til að nú léti stjórnin banda- mönnum sínum, Sovétstjórninni, leynd- ardóma sprengjunnar geigvænlegu í té og semdi við hana um að hvorugt stórveldið framleiddi þesar sprengjur. hað var meiri- hluti á fundinum með þessari tillögu — og með samþykkt hennar hefði mannkyninu verið bjargað l'rá þeirri tortímingu, er nú vofir yfir. 94

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.