Réttur - 01.01.1989, Síða 18
GYLFI PÁLL HERSIR:
Af kynningarfundi bókarinnar:
Thomas Sankara talar:
Byltingin í Burkina Faso
1983-1987
Hinn 5. aprfl síðastliðinn var haldinn opinber fundur þar sem forlagið Path-
finder kynnti bókina, Thomas Sankara Speaks: The Burkina Faso Revolution
1983-1987 (Thomas Sankara talar: Byltingin í Burkina Faso 1983-1987). Þar
fluttu ávörp Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Sigþrúður Gunnarsdóttir
formaður Suður-Afríkusamtakanna gegn apartheid, Nestor Bidadanure frá Afr-
íkuríkinu Burundi og jafnframt einn ritstjóra tímaritsins Coumbite, sem ungir
Afríkumenn gefa út í París og Doug Cooper er ritaði inngang að bókinni.
í þessu tölublaði Réttar eru birt þrjú ávarpanna, þeirra Svavars, Sigþrúðar og
Doug Cooper.
Thomas Sankara var forseti Vestur-
Afríkuríksins Burkina Faso, sem áður
hét Efri-Volta, á árunum 1983-1987.
Hann var myrtur í valdaráni 15. október
1987.
í bókinni eru þýðingar á tuttugu og
fimm ræðum og viðtölum við hann frá ág-
úst 1983, er aiþýðubyltingin átti sér stað,
til október 1987, aðeins viku fyrir gagn-
byltinguna. Hún tjáir með orðum Sank-
ara sögu byltingar í einu fátækasta landi
heims. Bókin ber einnig vitni persónuleg-
um eiginleikum Sankara og vinsældum
hans um alla Afríku.
Á fundinum kvað Nestor Bidadanure
Thomas Sankara vera sprottinn úr þeim
raunveruleika sem við blasir í Afríku, þar
sem 25% allra barna ná ekki 5 ára aldri. í
Burkina Faso og um alla Afríku vildi
hann leysa grundvallar vandamál sem
hafa í för með sér dauða og eyðileggingu.
Þá lagði Bidadanure sérstaka áherslu á
baráttuna fyrir sjálfstæði Namibíu og
sagði nýja Sankara koma fram meðal
þeirra sem standa andspænis apartheid og
berjast fyrir að halda reisn sinni.
Ricardo Pasos Marciacq sendiherra
Nicaragua á íslandi með aðsetur í Sví-
þjóð sendi fundinum kveðju þar sem m.a.
18
trá kynningu bókarinnar, Thomas Sankara talar. Fremst má sjá frummælendurna Sigþrúði, Doug Cooper og
Nestor Bidadanure ásamt túlkum. (Ijósm. Högni Eyjólfs.)
segir: „Þessi bók sýnir skýrt að þótt hægt
sé að deyða menn er ekki hægt að deyða
hugsjónir þeirra. Þvert á móti er það svo
að dauði hugsjónamanna ber með sér
frækorn nýrra hugsjónamanna.“
Garcia Vaz Contreiras, sendiherra
Angólu á íslandi með aðsetur í Svíþjóð,
lagði áherslu á mikilvægi Sankara sem al-
þjóðlegs byltingarleiðtoga í kveðju sinni
til fundarins með þessum orðum: „Við
skulum vona að hugsanir Thomas Sank-
ara verði skildar um gervalla Afríku, í
Evrópu og öðrum hlutum heims og haldi
áfram að vera skerfur til vináttu, sam-
stöðu og gagnkvæms skilnings þjóða í
milli gegn kúgun, tilraunum til síðnýlendu-
stefnu og sérstaklega gegn hinu skelfilega
apartheid.“
Eugene Makhlouf fulltrúi PLO í Sví-
þjóð og Aaron Mnisi fulltrúi Afríska
þjóðarráðsins í Suður-Afríku (ANC) í
Kaupmannahöfn sendu fundinum kveðju
og sömu sögu er að segja um Mið-Amer-
íkunefndina og Iðnnemasamband íslands.
Þá barst fundinum kveðja frá samstöðu-
félögum á Seyðisfirði, þar sem minnst er
orða Thomas Sankara „... þegar fólkið rís
upp skelfur heimsvaldastefnan.“
19