Réttur


Réttur - 01.01.1989, Síða 20

Réttur - 01.01.1989, Síða 20
SVAVAR GESTSSON: íslensk alþýða á margt sameiginlegt með kúguðum í Afríku og öðrum löndum Góðir fundarmenn Ég vil byrja á því að þakka aðstandendum þessarar samkomu fyrir það að kalla í mig hingað. Ég hef tekið eftir því starfi sem þau hafa verið að vinna á undanförnum árum og í raun og veru er það þannig að þeir eru færri og færri sem í þessu hraðfleyga neyslukapphlaupi nútímans gefa sig að hugsjónamálum eins og þeim að fylgjast með því sem er að gerast í kringum okkur, fylgjast með því sem er að gerast í Afríku, Suður-Ameríku, Asíu, í baráttu alþýðunnar þar fyrir því að fá að ganga upprétt, fyrir skárri lífskjörum en hún hefur. Og ég tel að starfsemi þess hóps, sem fyrir þessum fundi stendur hér í kvöld, hún sé okkur í raun og veru mjög dýrmæt í þessu landi. Hún heldur okkur við efnið, sem erum partur af þessu hraðfleyga kapphlaupi augnabliksins í okkar samfélagi. Það er sérstaklega ánægjulegt að taka eftir því að það er jafnan svo þó að samkomur okkar séu stundum ekki ákaflega fjölmennar að það er jafnan eitthvað af ungu fólki sem er að gefa sig að þeim málefnum sem við erum að fjalla um og rædd eru á þessum sam- komum. Mér finnst, þegar ég hugsa um það stundum, að ég hafi bara einu sinni á æv- inni komið til útlanda. í rauninni þá hafi öll lönd sem ég hafi heimsótt verið í meg- inatriðum eins. Við höfum komið til Bandaríkjanna og Danmerkur og Vestur- Þýskalands og Frakklands, jafnvel Moskvu og Austur-Þýskalands. I raun og veru er það þannig að þegar maður horfir á lífs- kjör fólksins í þessum löndum og virðir þau fyrir sér þá eru þau í grundvallar- atriðum fjarska lík. Kröfurnar sem verið er að gera í þessum löndum eru oft fjarska líkar til daglegra lífsgæða. Ég var liins vegar svo heppinn einu sinni að fá tækifæri til þess að heimsækja land sem liggur að Burkina Faso fyrir nokkrum árum og dvaldist þar í tvær vikur, bjó þar á auðkýfingahóteli innan 20

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.