Réttur


Réttur - 01.01.1989, Síða 31

Réttur - 01.01.1989, Síða 31
HELGI GUÐMUNDSSON: Skref fyrir skref í minningu um failinn félaga Þegar skipulagi Alþýðusambandsins var breytt haustið 1940 og skilið á milli Alþýðuflokks og sambands verkalýðsfélaga, starfaði Menningar- og fræðslusam- band alþýðu undir hatti Alþýðusambandsins. Helsti hugsuður þess og forystu- maður var Finnbogi Rútur Valdimarsson. Við skipulagsbreytinguna varð MFA líkt og úti, það starfaði að sönnu í nokkur ár sem bókaforlag og kom ýmsum verkum á framfæri við þjóðina, en starfsemin lagðist að lokum niður, enda naut það takmarkaðs styrks af hinni breyttu verkalýðshreyfingu. Það leið meira en aldarfjórðungur frá skipulagsbreytingunni 1940 þar til þráðurinn var tekinn upp að nýju og Menningar- og fræðslusamband alþýðu hið síðara varð til. Ekki svo að skilja að ekkert hafi verið gert í fræðslumálum samtakanna í millitíðinni en allt var það tilviljanakennt og án heildarskipulags. Á sama tíma og undirbúningur að stofnun MFA stóð yfir áttu sér stað miklar breyt- •ngar á vinstri vængnum í pólitík, Sósíal- istaflokkurinn var lagður niður og Alþýðu- bandalagið stofnað. Stefán Ögmundsson var í hópi þeirra manna innan Sósíalistaflokksins sem var andvígur því að flokkurinn yrði lagður niður en flestir aðrir (lokksmenn í forystu- sveit verkalýðshreyfingarinnar voru á annarri skoðun. Þetta hefði auðveldlega geta leitt til þess að Stefán einangraðist í hreyfingunni, þar sem ieiðir skildu með honum og eldri félögum í svo mikilsverðu máli. Stofnun MFA var samþykkt átaka- laust á þingi Alþýðusambandsins árið 1968 en forystusveitin kom ekki úr því liði frægra þungaviktarmanna sem þá setti svip sinn á samtökin. Stefán leiddi þetta starf og honum veittist undra auð- velt að ná góðu samstarfi við nýja kynslóð manna sem sumir hverjir voru að hasla sér völl innan hreyfingarinnar, en aðrir áttu lengri starfsferil að baki. í fyrstu stjórn MFA voru auk Stefáns, sá er þetta ritar, Sigurður E. Guðmundsson núver- andi framkvæmdastjóri Húsnæðisstofn- unar og borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, Óðinn Rögnvaldsson prentari, um tíma í forystusveit framsóknarmanna í Reykja- vík og Magnús L. Sveinsson sem nú er forseti borgarstjórnar í höfuðstaðnum. Hverjum hefði að óreyndu dottið í hug, að gamall baráttumaður úr Kommúnista- flokknum og síðar Sósíalistaflokknum, sem hafði starfað í verkalýðssamtökunum á pólitískasta skeiði þeirra og jafnan í liði hinna róttækustu, myndi geta leitt starf stjórnar er skipuð var mönnum úr svo ólíkum áttum. En honum tókst það og 31

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.