Réttur - 01.01.1989, Qupperneq 32
þaö sem meira var: Á þeim tólf árum sem
við vorum saman í stjórn MFA man ég
aðeins eftir einu tilviki þar sem við vorum
bornir atkvæðum, samþykktir stjórnar-
innar voru í flestum tilfellum gerðar sam-
hljóða.
Enda þótt skoðanir Stefáns á þjóðfé-
laginu mótuðust af sósíalistískum skiln-
ingi á stéttaþjóðfélaginu og þeirri sann-
færingu að þjóðfélaginu yrði ekki breytt
nema með tilstyrk öflugra verkalýðssam-
taka, skildi hann vel þær breytingar sem
orðið höfðu í þjóðfélaginu, og á sam-
tökunum er hann sjálfur hafði tekið þátt í
að móta. Verkefni MFA áttu að hans
mati að beinast að tvennu: Veita leið-
beiningar um réttindi og skyldur verka-
fólks og því að koma á framfæri nýjum
skilningi á menningarstarfi þar sem vinn-
an og vinnustaðurinn skipaði sérstakan
sess. Á þessum árum réðst MFA í nokkur
stór viðfangsefni á sviði menningarmála.
Má í því efni nefna verkefnið Maðurinn
og hafið menningardaga fiskvinnslufólks
og sjómanna í Vestmannaeyjum, lista- og
menningarhátíð með þátttöku margra
félaga, stofnana og einstaklinga þar sem
allur bærinn var meira og minna undir-
lagður, Vinna, umhverfi og frístundir
ráðstefna um vinnuumhverfi, vinnutíma
og gildi frístunda í samvinnu við verka-
lýðsfélögin og Slippstöðina á Akureyri.
Jafnframt var komið upp sýningu er sýndi
fjölþætt frístundastarf starfsmanna stöðv-
arinnar. Sú sýning sló öll aðsóknarmet en
hana sáu nokkuð á fjórða þúsund manns.
Og síðast en ekki síst kom leikþátturinn
Vals eftir Jón Hjartarson sem sýndur var
á fjölda vinnustaða með nokkur þúsund
áhorfendum. Fleira mætti nefna.
Menn geta deilt um þaö hvort starf af
þessu tagi leiðir til einhvers sem skiptir
máli. Sjálfur er ég sannfærður um að eftir
því sem fólk veit meira um rétt sinn, eða
eftir atvikum réttleysi, og á fleiri og betri
kosti til að velja um í frístundum sínum,
þeim mun meiri líkur eru á að það vilji
leggja breytingum til batnaðar lið. Það
hefur eitthvað að sækja, eitthvað að
verja.
Undir forystu Stefáns tók starfsemi
MFA stöðugum breytingum, ekki í stór-
fenglegum stökkum, heldur skref fyrir
skref. Hann skildi nauðsyn þess að
tryggja starfinu stuðning og skilning hins
almenna félaga í verkalýðsfélögunum,
áhugafólksins sem haldið hefur starfi
þeirra uppi, gefur því félagslegt gildi.
MFA eignaðist stóran hóp stuðnings-
manna um allt land. Þetta fólk hefur ver-
ið ómetanlegur styrkur í starfi sambands-
ins, því það er ekki síst fyrir tilstuðlan
þess sem áhugi á fræðslustarfi hefur farið
vaxandi í stjórnum verkalýðsfélaganna.
Enda þótt við Stefán værum í flestum
efnum sammála um starf MFA vorum við
það ekki um stofnun og starf Alþýðu-
bandalagsins. Hann taldi hreyfingu okkar
sósíalista betur borgið með því að Sósíal-
istaflokkurinn héldi áfram starfi sínu, en
ég var meðal stofnenda Alþýðubanda-
lagsins 1968. Við áttum til að kýta um
starf Alþýðubandalagsins og höfðum
gaman af. Hann nefndi stundum við mig
á sinn skondna máta að ekki væri allt eins
og það ætti að vera í fari hins nýja flokks,
eða gerðir forystumanna hans hafnar yfir
gagnrýni. En við deildum aldrei alvar-
lega, einfaldlega vegna þess að samstarf
um önnur málefni var mikilvægara.
Eitt mun sitja lengi í minni mínu. Um
það leyti sem MFA var að hefja starfsemi
höfðum við talsvert samband við forystu-
menn sambærilegra samtaka á Norður-
löndum. Meðal annars kom Bjartmar
Gjerde þáverandi framkvæmdastjóri
32