Réttur


Réttur - 01.01.1989, Síða 42

Réttur - 01.01.1989, Síða 42
SIGURJÓN PÉTURSSON B ORGARFULLTRÚI: Einn vinstri listi í Reykjavík? Nauðsynlegt að reyna til þrautar að ná samstöðu sem dugir til þess að fella íhaldið. o Sameiginlegt framboð andstæðingaflokka íhaldsins í borgarstjórn Reykjavík- ur, hefur verið lengi til umræðu. Mjög lengi hafa þessir flokkar haft nokkuð samstarf. Þeir hafa staðið sameiginlega að tillögugerð við afgreiðslu fjárhagsáætlunar og oft haft mjög náið samstarf um málatilbúnað. A yíirstandandi kjörtímabili hefur minnihluti borgarstjórnar staðið sameigin- lega að tillögugerð við afgreiðslu fjárhagsáætlunar, og reglulegir fundir hafa ver- ið með borgarfulltrúum þessara flokka til að ræða málefni borgarinnar. Það er því í eðlilegu framhaldi af þessu að nú síðustu mánuðina, hefur verið rætt af meiri alvöru en nokkru sinni fyrr um möguleika þessara flokka á sameig- inlegu framboði. Rökin fyrir því að sameiginlegt fram- boð geti verið vænlegur kostur eru marg- vísleg. 1. Þegar einn stjórnmálaflokkur er jafn afgerandi stór og Sjálfstæðisflokkur- inn er og atkvæði hinna flokkanna dreifast á fjóra lista, þá er mögulegt fyrir stóra flokkinn að fá meirihluta fulltrúa þótt hann hafi aðeins rúm 42% atkvæðanna. Þetta getur gerst ef atkvæðadreifing minni flokkanna verður með óhag- stæðasta móti. Við skulum búa til dæmi þar sem til skipta kæmu 60.500 atkvæði. Einn flokk- ur er lang stærstur og fengi 25.500 at- kvæði. Fjórir aðrir flokkar eru í kjöri. Þrír þeirra jafn stórir, hver með 9.558 atkvæði en sá fjórði fengi 6.226 atkvæði. Samtals eru þetta 60.500 atkvæði. Borgarfulltrúar eru 15 og hlutfallstaln- ing er viðhöfð. Áttundi maður stóra flokksins hefði að baki sér 3.187,5 at- kvæði. Þriðji maður hjá jöfnu flokk- unum þrem væri með 3.186 atkvæði og kæmist því ekki að. Annar maður hjá 42

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.