Morgunblaðið - 19.01.2006, Page 14

Morgunblaðið - 19.01.2006, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bílar á morgun ÚR VERINU Hver er réttur bíl- kaupenda? KYNNING á íslenskum matvælum hófst 9. janúar síðastliðinn í Berlín að undirlagi íslenska sendiráðsins undir heitinu Íslenskar vikur í Berl- ín. Mun kynningin standa til enda mánaðarins og er í beinum tengslum við Grænu vikuna svokölluðu (Grün- en Woche) sem er ein stærsta mat- vælasýning heims og er haldin ár- lega í Berlínarborg. Fjölmörg íslensk fyrirtæki taka þátt í kynn- ingunni með einum eða öðrum hætti. Kynna m.a. sjávarfang, skyr, osta, konfekt og lambakjöt Þau matföng íslensk sem sérstak- lega verða kynnt eru m.a. íslenskt sjávarfang, lambakjöt, skyr, ostar, konfekt og vatn. Kynningin hófst í veitingastað norrænu sendiráðanna í Berlín, sem er matsalur starfsmanna en einnig almennur veitingastaður. Friðrik Sigurðsson, meistarakokkur utan- ríkisráðuneytisins, sá um að elda ís- lenska rétti á tímabilinu 9. til 13. janúar og naut við það fulltingis norsks starfsbróður. Þá fer kynn- ingin einnig fram á veitingastaðnum Sachs, sem er í hjarta fyrrum Vest- ur-Berlínar. Veitingastjóri þar er Ís- lendingurinn Árni Siemsen. Fimmtudaginn 12. janúar bauð Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- ráðherra, til opnunarmóttöku á Sachs í tilefni af Íslensku vikunum en hana sóttu ýmsir hagsmunaaðil- ar, bæði þýskir og íslenskir. Fjöldi þýskra meistarakokka var á staðn- um og sáu Árni Siemsen og Friðrik Sigurðsson um kynningu á matvæl- unum, á borði sem í orði. Tónlist Sigur Rósar ómaði um salinn auk þess sem kynningarmyndband fékk að rúlla. Íslenskar bækur og aðrir munir voru þá til sýnis. Daginn áður hafði sendiráðið staðið fyrir sérstakri sýningarmat- reiðslu á íslensku hráefni en um hana sá Markus Semmler, einn af þekktustu meistarakokkum Þýska- lands. Sendiherrahjónin Ólafur Dav- íðsson og Helga Einarsdóttir buðu völdum aðilum að sitja með sér málsverðinn, m.a. ráðuneytisstjóra þýska utanríkisráðuneytisins, prótó- kollstjóra þýska utanríkisráðuneyt- isins, sendiherra Póllands í Berlín, sendiherra Danmerkur í Berlín og fyrrum framkvæmdastjóra Ka- DeWe, glæsilegustu verslunarmið- stöðvar Berlínar. Annað árið í röð var Ísland svo með upplýsinga- og kynningarbás um sjávarútveg og sjávarfang á Grænu vikunni. Íslensku sjávarút- vegsfyrirtækin Icelandic Germany og Iceland Seafood útveguðu sjáv- arfang til kynningarinnar en Árni Siemsen og starfsfólk hans sáu um kynningu og matreiðslu á básnum. Öll þessi starfsemi er ætluð til þess að byggja brýr og kveikja áhuga, þ.e. koma á samböndum milli þýskra og íslenskra aðila á sviði matvæla. Í því skyni verða samskon- ar Berlínardagar á Nordica hótelinu á Íslandi 3.–4. febrúar, þýskir meist- arakokkar munu taka þátt í Food and Fun hátíðinni á Íslandi sem stendur frá 22.–25. febrúar enn- fremur sem Þýskaland verður kynnt á sýningunni Matur 2006 næsta vor í Reykjavík. Íslensk matarkynning haldin í Berlín Liður í einni af stærstu matvælasýningum heims Morgunblaðið/Arnar Eggert Thoroddsen Árni Siemsen, veitingastjóri á Sachs, Alexander Thiel, eigandi og yf- irkokkur, og Auður Edda Jökulsdóttir sendiráðunautur. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Í ÁRSBYRJUN 2005 voru 11 rækjuverksmiðjur starfandi á Ís- landi en í árslok 2005 voru þær 8. Á sama tíma fækkaði störfum í rækju- vinnslu úr 450 í um 220. Þessi fækk- un starfa skapar mikil vandamál í smærri byggðarlögum sem treysta á þennan iðnað. Erfitt getur verið fyr- ir einstaklinga í smærri byggðum að finna önnur störf innan byggð- arlagsins og geta þeir því neyðst til að flytja úr byggðarlaginu. Mest eru áhrifin í Súðavík, þar sem 30% starfa í byrjun árs 2005 voru í rækjuiðnaði en í lok ársins voru þau engin vegna lokunar rækjuverksmiðja. Í Stykkishólmi voru um 7% starfa í rækjuiðnaði í byrjun árs 2005 en í lok ársins voru þau engin. Þetta leiðir til þess að tekjustofnar viðkomandi sveitarfé- lags minnka verulega. Þetta kemur fram í skýrslu nefnd- ar um stöðu og horfur í rækjuiðnaði, sem Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra skipaði í lok októ- ber í fyrra. Nefndinni var einnig ætl- að að leggja fram tillögur til úrbóta. Í skýrslunni segir meðal annars: „Ástand rækjustofna hefur verið lélegt að undanförnu og er rækju- veiði við Ísland nú sú minnsta í 20 ár. Verulegur aflabrestur hefur orðið í úthafsrækjuveiðum og inn- fjarðarækjuveiði er nú engin. Ómögulegt er að segja til um hve- nær breyting verði til batnaðar í veiðum. Forsenda þess að rækjuiðn- aður eigi sér framtíð á Íslandi er að ræja fari aftur að veiðast á Íslands- miðum. Ef Íslendingar þurfa ein- göngu að treysta á innflutt hráefni mun staða greinarinnar versna enn frekar. Erfiðleikar eru alls staðar í samkeppnislöndum Íslendinga í kaldsjávarrækju. Í samkeppnislönd- unum er aðalvandamálið ekki afla- samdráttur eða slök staða rækju- stofna heldur lágt verð, óhagstæð gengisþróun og mikil samkeppni í kjölfar aukins framboðs á rækju. Á síðustu dögum hefur krónan sveiflast lítið og verið í kringum 104 en erfitt er að segja til um það hve- nær hún muni veikjast á ný. Grein- ingardeildir bankanna gera allar ráð fyrir að gengið veikist þegar líða tekur á árið 2006 og verði geng- isvísitalan að jafnaði 108–116 á árinu 2006. Fjármálaráðuneytið reiknar með að gengisvísitalan verði að með- altali 114. Því má búast við erfiðu rekstrarári framundan.“ Sjávarútvegsráðherra hefur þeg- ar brugðist við tveimur megintil- lögum skýrslunnar með frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi á allra næstu dögum, um breytingar á lög- um 38, 15. maí 1990, um stjórn fisk- veiða með síðari breytingum. Lagt er til að gerðar verði tvær breyt- ingar á lögunum af þessu tilefni, sem gildi fyrir yfirstandandi og næstu tvö fiskveiðiár. Sú breyting verði gerð á 12. gr. laganna að vannýting á úthlutuðum aflaheimildum í úthafs- rækju leiði ekki til þess að skip missi aflahlutdeild sína í úthafsrækju eða öðrum tegundum. Hins vegar nýtist rækjuveiðar til að fullnægja veiði- skyldu gagnvart öðrum tegundum. Tíu milljóna króna veiðigjald fellt niður Veiðigjald fyrir úthafsrækju verði greitt eftir á miðað við landaðan út- hafsrækjuafla í lok fiskveiðiárs næstu þrjú árin, en ekki innheimt í upphafi fiskveiðiárs miðað við út- hlutað aflamark. Þar sem 10 þús. tonnum af úthafsrækju hefur verið úthlutað á yfirstandandi fiskveiðiári hefur álagning veiðigjalds fyrir þær aflaheimildir þegar farið fram. Er gert ráð fyrir að sú álagning, sem nemur um 10 milljónum króna verði felld niður og endurgreidd og síðan greiði útgerðir í lok fiskveiðiárs veiðigjald miðað við úthafsrækjuafla hvers skips í lok þess. Störfum í rækjuvinnslu fækkaði um 230 í fyrra Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fiskvinnsla Störfum í rækjuvinnslu hefur fækkað mikið undanfarin ár. Veiðigjald fyrir úthafsrækju verði innheimt af lönduðum afla, ekki úthlutuðum heimildum FIMM umsækjendur eru um emb- ætti prests í Laugarnesprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sem auglýst var í desember sl. Um- sækjendur eru: Aðalsteinn Þorvalds- son guðfræðingur, Arndís Ósk Hauksdóttir guðfræðingur, sr. Bára Friðriksdóttir, Hildur Eir Bolladóttir guðfræðingur og sr. Ólafur Jens Sig- urðsson. Um er að ræða 50% starf og greið- ist starfið af Laugarnessöfnuði. Í aug- lýsingu vegna þess var lögð áhersla á reynslu til að sinna barna- og æsku- lýðsstarfi kirkjunnar ásamt hefð- bundinni prestsþjónustu. Umsóknar- frestur rann út þann 15. janúar sl. og embættið veitist frá 1. mars n.k. Fimm sóttu um embætti prests í Laugarnesprestakalli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.