Morgunblaðið - 19.01.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 17
ERLENT
Jerúsalem. AFP. | Ehud Olmert,
starfandi forsætisráðherra Ísraels,
skipaði í gær Tzipi Livni í embætti
utanríkisráðherra. Verður hún
önnur konan til að gegna því emb-
ætti frá stofnun ríkisins en hún hef-
ur verið náinn bandamaður Ariels
Sharons forsætisráðherra. Studdi
hún hann með ráðum og dáð í brott-
flutningnum frá Gaza og var með
þeim fyrstu til að fylgja honum er
hann sagði sig úr Likudflokknum.
Livni er 47 ára að aldri, lögfræð-
ingur að mennt og mun fara áfram
með dómsmálin auk utanríkismál-
anna. Faðir hennar, Eitan Livni,
var á sínum tíma háttsettur í Irgun,
harðlínusamtökum, sem börðust
gegn yfirráðum Breta í Palestínu á
dögum síðari heimsstyrjaldar, en
þau voru meðal stofnenda Likud-
flokksins.
Livni ólst upp í fjölskyldu þar
sem hamrað var á hugmyndinni um
„Stór-Ísrael“, sem ná ætti til allra
landsvæða Palestínumanna. Samt
sem áður sannfærðist hún um, að
Sharon hefði rétt fyrir sér í því, að
eina leiðin til að standa vörð um Ísr-
ael sem ríki gyðinga væri að láta af
hendi eitthvað af því landi, sem Ísr-
aelar hernámu 1967.
Margir spá Livni miklu gengi í
stjórnmálunum og hún hefur nú
fetað í fótspor Goldu Meir, sem var
utanríkisráðherra frá 1956 til 1969
og síðan forsætisráðherra frá 1969
til 1974. Vonast stuðningsmenn
Livni til, að sagan endurtaki sig að
þessu leyti en aðrir benda á, að hún
hafi ekki nógu breiðan hóp á bak við
sig til að svo geti orðið.
Vill innlima Jerúsalem
og gyðingabyggðir
Þótt Livni hafi stutt brottflutn-
inginn frá Gaza, er hún samt engin
dúfa. Eins og Sharon telur hún, að
Ísraelar eigi sjálfir að ákveða
landamæri ríkisins og innan þeirra
eigi að vera öll Jerúsalem og helstu
gyðingabyggðirnar á Vesturbakk-
anum. Vegna þess hefur hún stutt
lagningu aðskilnaðarmúrsins en
viðurkennir þó, að hann geti orðið
erfitt vandamál þegar að því kemur
að draga endanlega landamæri
milli Ísraels og Palestínu.
Livni beitti sér mjög gegn þátt-
töku Hamas í þingkosningunum í
Palestínu síðar í þessum mánuði og
þá með þeim rökum, að þar sem
Hamas viðurkenndi ekki tilverurétt
Ísraels, bryti þátttaka hreyfingar-
innar í kosningunum gegn Óslóar-
samkomulaginu frá 1993. Lét hún
þó af andstöðu sinni vegna mikils
þrýstings frá Bandaríkjunum.
Frami Livni í ísraelskum stjórn-
málum hefur verið skjótur. Hún var
fyrst kjörin á þing 1999 og varð ráð-
herra 2001. Fór hún þá með sam-
starfsmál héraðanna en í febrúar
2003 varð hún innflytjendaráð-
herra og dómsmálaráðherra í des-
ember 2004. Áður en hún hóf af-
skipti af stjórnmálum vann hún á
lögfræðistofu og þar áður í laga-
deild Mossads, þeirri deild ísr-
aelsku leyniþjónustunnar, sem fæst
við njósnir og aðra starfsemi er-
lendis.
Engin dúfa en vill
láta land af hendi
Tzipi Livni er önnur konan til að gegna embætti utan-
ríkisráðherra Ísraels og sumir spá henni miklum frama
AP
Tzipi Livni, nýr utanríkisráðherra
Ísraels. Tekur hún við embættinu
af Likudmanninum Silvan Shalom.
þess var tveggja erlendra verkfræð-
inga saknað, er talið að mannræn-
ingjar hafi hneppt þá í gíslingu. Voru
mennirnir frá Malawi og Madagasc-
ar en þeir unnu fyrir Iraqna, rétt
eins og Írakarnir sem felldir voru í
fyrirsát í Jamia.
Í fyrrakvöld hafði Al-Jazeera-
sjónvarpsstöðin birt myndband af
bandarísku blaðakonunni Jill Carr-
oll, en henni var rænt í Bagdad 7.
janúar sl. Hafa ræningjar hennar
hótað að drepa hana ef Bandaríkja-
menn sleppa ekki öllum íröskum
kvenföngum úr haldi sínu innan
tveggja sólarhringa.
Bagdad. AFP. | Að
minnsta kosti tíu
Írakar týndu lífi
þegar uppreisnar-
menn sátu fyrir
bílalest þeirra í
Jamia-hverfi í Bag-
dad í gær. Mennirn-
ir voru starfsmenn
egypska farsíma-
fyrirtækisins Iraqna, annaðhvort líf-
verðir eða bílstjórar, en auk þeirra
féllu átta Írakar í árásum annars
staðar í landinu.
Alls féllu því átján manns í árásum
uppreisnarmanna í Írak í gær en auk
Mannrán og morð í Írak
Jill Carroll
HAMSTURINN Gohan (t.h.) og
snákurinn Aochan búa saman í
pappakassa í Mutsugoro Okoku-
dýragarðinum í útjaðri Tókýó.
Sambúðin þykir heldur óvenjuleg:
Gohan er níu sentimetra dverg-
hamstur, Aochan er hins vegar 120
cm langur snákur.
Starfsmenn dýragarðsins munu í
október hafa ætlað Aochan að
borða Gohan, en nafn hans merkir
einmitt „málsverður“ á japönsku;
Aochan hafði þá gefist upp á því að
borða frosnar mýs. En í stað þess að
háma hamsturinn í sig, eins og
reiknað hafði verið með að hann
gerði, vingaðist Aochan við nagdýr-
ið litla. Hefur farið svo vel á með
þeim vinum að þeir hafa deilt vist-
arverum æ síðan.
AP
Óvenjuleg sambúð