Morgunblaðið - 19.01.2006, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Eyjafjöll | „Þetta er eitt skemmti-
legasta verkefni sem ég hef tekið
þátt í,“ segir Sigurður Jónsson vél-
virki í Varmahlíð undir Eyjafjöllum.
Tekin hefur verið í notkun heim-
arafstöð í Varmahlíð sem knúin er
með vatni úr bæjarlæknum. Fjöldi
gesta var viðstaddur gangsetningu
virkjunarinnar um helgina.
Ekki er búskapur í Varmahlíð en
Sigurður sem er ættaður frá bæn-
um og kona hans, Anna Birna Þrá-
insdóttir nýskipaður sýslumaður í
Vík, eru landeigendur. Sigurður
segir að bæjarlækurinn hafi verið
virkjaður 1928 og sú virkjum gengið
fram undir 1980. „Guðmundur Ein-
arsson frá Sólheimum byggði þá
virkjun. Fyrst gömlu mennirnir
gátu verið að dunda við þetta 1928,
verkfæralitlir, fannst mér skömm
að því koma ekki upp virkjun hér,
með allri þeirri verkþekkingu sem
er í dag. Í mínum huga er þessi
framkvæmd stór hluti af því að við-
halda þessari menningu,“ segir Sig-
urður.
Skapar möguleika
Sigurður gat notað hluta af inn-
taksmannvirkjum gömlu virkjunar-
innar. Byggja þurfti nýtt stöðv-
arhús og kaupa hverfil og leggja
plastleiðslur upp í fjallið. Er þetta
um 20 kW stöð. Viðar Bjarnason
trésmíðameistari annaðist meg-
inhluta framkvæmda sem kostuðu
alls um fimm milljónir, að sögn Sig-
urðar.
Virkjunin fékk formlega heitið
Gullkvörn um helgina og hún er
þegar farin að mala gull. Sigurður
kveðst spara 400 þúsund kr. á ári í
raforkukaup auk þess sem virkj-
unin skapi ýmsa þróunarmöguleika.
Hugsanlega sé hægt að nota um-
framorkuna til að skapa atvinnu á
staðnum en hann eigi eftir að skoða
það nánar.
Gullkvörn farin að mala gull
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Gullkvörn Þeir komu að framkvæmdinni, Kolbeinn Gissurarson smiður, Sigurður Jónsson bóndi, Magnús Bjarna-
son rafvirki, Viðar Bjarnason yfirsmiður og Ásgeir Mikkaelsson frá Orkuveri.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Keflavík | Stjórn Lífeyrissjóðs
Suðurlands hefur samþykkt að
ráða Gylfa Jónasson í starf fram-
kvæmdastjóra. Tekur hann til
starfa í apríl 2006.
Lífeyrissjóður Suðurlands varð
til á síðasta ári með sameiningu
Lífeyrissjóðs Suðurnesja og Líf-
eyrissjóðs Suðurlands. Höfuð-
stöðvar hans eru í Keflavík. Frið-
jón Einarsson, framkvæmdastjóri
sjóðsins og áður framkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóðs Suðurnesja, til-
kynnti nýlega uppsögn sína.
Gylfi Jónasson hefur gegnt
stöðu framkvæmdastjóra Lífeyris-
sjóðs Vesturlands undanfarin
fimm og hálft ár. Hann starfaði áð-
ur sem deildarstjóri hjá Lífeyr-
issjóði stofnana Sameinuðu þjóð-
anna í New York og sem
deildarstjóri í fjármáladeild aðal-
skrifstofu Sameinuðu þjóðanna, að
því er fram kemur í frétt á vef líf-
eyrissjóðsins. Gylfi er viðskipta-
fræðingur frá Háskóla Íslands,
með framhaldsmenntun frá Banda-
ríkjunum. Hann hefur einnig hlot-
ið löggildingu í verðbréfamiðlun.
Gylfi, sem er 45 ára, er giftur Ás-
dísi Kristmundsdóttir, sérfræðingi
hjá Einkaleyfisstofu, og eiga þau
tvær dætur.
Ráðinn fram-
kvæmda-
stjóri Líf-
eyrissjóðs
Suðurlands
Breiðdalsvík | Guðrún Þorleifsdóttir
hefur búið á Breiðdalsvík síðustu ár-
in, eftir að hún, ásamt manni sínum
heitnum, Einari Árnasyni, brá búi á
Felli í Breiðdal. Guðrún er frá Borg-
arfirði eystri.
„Ég átti þar heima til þrítugs og
flutti hingað árið 1960 og hef verið
síðan,“ segir Guðrún. „Þá var staðan
þannig á Borgarfirði að hvergi var
þar pláss fyrir fólk sem vildi stofna
heimili og reka búskap. Við Einar
fórum því að leita að jörð og fluttum
hingað blindandi, höfðum aldrei
komið í þessa sveit fyrr en við flutt-
um í hana með okkar litla haf-
urtask.“
Það var jörðin Fell sem varð fyrir
valinu, en hún liggur um 5 km innan
við Breiðdalsvík, skammt utan Hey-
dalaprestseturs. „Sjálfsagt var
mesta byltingin í tilverunni þegar
maður flutti hingað án þess að hafa
séð byggðarlagið eða þekkja nokk-
urn mann. Þetta voru hörð ár og oft
lítið milli handa. Við áttum eitthvað
þrjátíu kindur þegar við byrjuðum
búskap í Felli, enda bar jörðin sjálf-
sagt ekki meira því þetta var rík-
isjörð og hafði ekkert verið fyrir
hana gert. Hafði verið í eyði í tvö ár
þegar við fluttum og stóð varla
steinn yfir steini. Húsakostur væg-
ast sagt lítill og lélegur. Svo hófst
bara þrotlaus vinna, bæði á búinu og
utan heimilis til að hafa í sig og á.“
Strit búandans
Guðrún og Einar fóru að rækta
upp og sóttu til að byrja með handa
skepnum sínum heyskap um alla
sveit, en þá var setin hver þúfa og
enginn aflögufær. „Neyðin kennir
naktri konu að spinna,“ heldur Guð-
rún áfram. „Við fórum svo að þurrka
landið því allt var þarna rennandi
blautt og brutum svo tún, fjölguðum
skepnum og reyndum að byggja.“
Mest höfðu þau um 500 fjár og var
um þær mundir fjölskyldubúskapur
á jörðinni. Þá dundi sú ógæfa yfir að
skera þurfti allt féð vegna riðu. „Þá
var ekki farið að veita einstökum
bændum bætur. Hjá okkur var því
ekki um áframhald á sauðfjárbúskap
að ræða. Það er sárt að þurfa að
skera fé sitt, þegar maður er búinn
að reyna að rækta sér góðan stofn og
leggja mikla vinnu í það. Svo fórum
við að reyna að kaupa kálfa og ala
upp, en það voru svo margir sem
höfðu lent í því sama viðvíkjandi
sauðfénu og farið að gera þetta líka,
að það var offramboð á markaðnum
af nautakjöti og gekk ekki upp hjá
okkur. Þá vorum við í hópi þeirra
heimsku sem prófuðu refabúskap.
Kannski var það versta við að hefja
refabúskapinn að verð á hvolpum
miðaðist við skinnaverð árið áður og
akkúrat þegar við vorum að byrja
hafði skinnaverð verið í sögulegu há-
marki og hvolparnir þar af leiðandi
dýrir. Svo hrundi sá markaður líka.“
Viðmótið skiptir svo miklu
Þegar refaræktunardraumurinn
var úti segir Guðrún að næst hafi
þau prófað bændagistingu. Þau hafi
nánast verið komin í þrot eftir barn-
inginn með féfelli, kálfaeldi og refa-
ræktun. „Við byrjuðum heima í okk-
ar íbúðarhúsi og byggðum seinna
lítið sumarhús með. Við vorum þau
fyrstu hér á svæðinu sem prófuðum
bændagistingu, það var árið 1985
sem við byrjum og vorum með þetta
í fimmtán ár.“ Guðrún segir hafa
gengið ótrúlega vel. „Það er eins og
með alla nýja starfsemi, að þetta
þarf einhver ár til að ná fótfestu og
komast inn á kortið.“ Megnið af
gestunum var erlendis frá, einkum
Þjóðverjar. Guðrún segist hafa lagt
mikið upp úr viðmóti við gestina og
segir ferðaþjónustuna yfir höfuð
þurfa að leggja mun meiri áherslu á
það. Skepnuhald einskorðaðist á
þessum tíma við hesta og endur.
„Það lítur enginn við hænueggjum
sem hefur vanist andareggjum, þau
eru bragðsterkari og miklu betri, t.d.
í bakstur.“ Guðrún og Einar voru
meðal frumkvöðla að stofnun hesta-
mannfélags sem enn er til, Geisla. Í
Felli var á seinni árum búskaparins
talsvert umleikis með hesta, enda
voru þeir líf og yndi Einars. Segir
Guðrún Breiðdalinn geysigott reið-
land, hvort sem menn vilji fara milli
byggðarlaga eða dagsferð innan
sveitar. Á Leirunni við Breiðdalsána
sé sérstaklega gott svæði fyrir þá
sem temji og þjálfi hesta. Þá séu
skemmtilegar leiðirnar yfir Beru-
fjarðarskarðið, inn úr Norðurdal til
Héraðs og frá Gilsá niður í Fá-
skrúðsfjörð, svo fátt eitt sé nefnt.
Árið 2001 hættu Guðrún og Einar
búskap og keyptu sér hús úti á
Breiðdalsvík. Einar féll svo frá fyrir
1½ ári.
Talinu víkur að lífinu í þorpinu og
afkomu sveitarfélagsins. Guðrún
segir aldurssamsetninguna ekki
hagstæða og hátt hlutfall eldra fólks.
„Það vantar ungt fólk með börn
hingað og stendur það ýmsu fyrir
þrifum. Byggðarlagið er afskaplega
gott og býður upp á mikla mögu-
leika. En Breiðdalur, eins og önnur
jaðarbyggðarlög, gleymist í allri
þenslunni umhverfis. Við missum
fólk burt í vinnu og sárlega vantar
hér svokallað þolinmótt fjármagn til
að hjálpa fólki sem vill hefja ein-
hverslags rekstur. Ný starfsemi
skilar litlu fyrstu tvö til þrjú árin og
þá vantar einstaklinga fjármagn til
að geta byrjað á einhverju sem á sér
möguleika. Ættu menn kost á þol-
inmóðu fjármagni til að koma undir
sig fótunum væri hægt að gera alla
skapað hluti hérna. En auðvitað
byggist framtíð byggðarlagsins á
fólkinu sem í því býr. Og heldur
hljótt finnst mér fara það stórvirki
sem þetta litla byggðarlag, fámennt
og fátækt sem það er, hefur unnið
með forkunnargóðu íþróttahúsi og
sundlaug sem byggð voru hér fyrir
nokkrum árum. Geysilega jákvætt
er og lítt talað um að það er alger
fyrirmynd hvernig sveitarfélagið
býr að öldruðum. Ég hef gert mér
far um að fregna af slíku í nágranna-
byggðum okkar, sem stærri eru og
fjársterkari og veit hvergi um jafn-
góða þjónustu og hér.
Guðrún á fjögur börn og býr eitt
þeirra í Breiðdalsvík en þrjú á höf-
uðborgarsvæðinu. Um eins árs skeið
hefur Vita Mogylaite frá Litháen bú-
ið hjá henni, en Vita vinnur í frysti-
húsinu. „Við deilum kjörum saman
og það er ósköp notalegt að hafa fé-
lagsskapinn,“ segir Guðrún að end-
ingu.
Sögur úr
sveitinni
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hjálpað upp á íslenskulærdóminn Þær Guðrún Þorleifsdóttir og Vita
Mogylaite frá Litháen búa saman á Breiðdalsvík.
Guðrún Þorleifsdóttir hefur búið í Breiðdal í
fjörutíu og fimm ár. Hún skyggnist um í tíma
og samfélagi með Steinunni Ásmundsdóttur. Góð hafnarskilyrði eru á Breiðdalsvík. Í sveitarfélaginu búa nú um 260 manns.
AUSTURLAND