Morgunblaðið - 19.01.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 23
Daily Vits
FRÁ
Stanslaus orka
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Nr. 1 í Ameríku
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
Fáskrúðsfjörður | Steypt var botn-
plata undir nýjan leikskóla á Fá-
skrúðsfirði í vikunni. Stærð skólans
er 770 fermetrar, en þetta er fyrsti
áfangi að nýrri skólamiðstöð sem
samtals verður 2000 fermetrar. Sá
áfangi sem nú er ráðist í mun kosta
um 167 milljónir króna. Þegar skóla-
miðstöðin verður fullbúin verða þar
til húsa leikskóli, tónskóli, bókasafn,
auk stækkunar á grunnskólanum
með hátíðarsal.
Áætluð verklok eru 1. ágúst 2008,
en fyrsta áfanga á að vera lokið 1.
apríl 2007. Verktaki er Tré og steypa
ehf. Fáskrúðsfirði. Börn úr leikskól-
anum tóku fyrstu skóflustunguna að
húsinu í haust. Verkið er nokkuð á
undan áætlun.
Skólamiðstöð
á Fáskrúðs-
firði
Neskaupstaður | Töluvert hefur
snjóað í Neskaupstað undanfarna
daga. M.a. kyngdi niður logndrífu
og þegar birti af degi blasti við bæj-
arbúum að trjágróðurinn í bænum
var orðin mjög fallegur og hafði
tekið á sig hinar ýmsu kynjamynd-
ir. Þá var líka spennandi i fyrir
ungviðið að leika sér undir trján-
um, enda má segja að þetta sé fyrsti
snjórinn sem fellur í bænum á þess-
um vetri sem einhverju nemur.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Fyrsti snjór-
inn sem ein-
hverju nemur