Morgunblaðið - 19.01.2006, Side 27

Morgunblaðið - 19.01.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 27 NEYTENDUR Heimsmeistarinn! blandarinn, sá öflugasti og ímynd þess besta! Fæst í ýmsum litum. Verð frá kr. 15.580 stgr. Verðlaunahafar íslenska landsliðsins í matreiðslu nota eingöngu KitchenAid blandara og hrærivélar Gerðu líka kröfur - veldu KitchenAid! 520 7901 og 520 7900 Byrjendur 30 kennslustunda byrjendanámskeið. Engin undirstaða nauðsynleg, hæg yfirferð með regluglegum endurtekn- ingum í umsjá þolinmóðra kennara. Aðalmarkmið nám- skeiðsins er að gera þátttakendur færa að nota tölvuna sjálfstætt, m.a. til að skrifa texta og prenta, nota Inter- netið sér til gagns og taka á móti og senda tölvupóst. Kennsla hefst 23. janúar. Kennt er mánudaga og miðvikudag kl. 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin Framhald I 30 kennslustundir. Hentar þeim sem lokið hafa byrjenda- námskeiðinu eða hafa sambærilega undirstöðu. Byrjað er á upprifjun áður en haldið er lengra í ritvinnslu í Word. Framhaldsæfingar á Internetinu og í allri meðferð tölvupósts. Kennsla hefst 24. janúar. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13 - 16. Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin. ELDRI BORGARAR 60+ Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is þolinmæði og spara. Það borgar sig.“ Erfitt að fá skýr svör Elna Sigrún bendir á að sennilega er búið að reikna inn í verðið allan kostnað þegar boðið er upp á vaxta- lausar „léttgreiðslur“. „Það gefur enginn neinum neitt og einhversstaðar hljóta þeir að fá inn peningana,“ segir hún. „Þess vegna gekk illa að fá skýr svör þegar ég hringdi og leitaði eftir upplýsingum en reyndar var það í mestu jólaösinni. Það vildi nánast enginn tala við mig.“ Elna Sigrún segir ljóst að yfirleitt sé ódýrara að spara og sýna þol- inmæði og bendir á að vextir af yf- irdrætti á bankareikningi séu komnir í um 20%. „Og hæstu vextina greiða náttúrlega þeir, sem eru fátækir og eiga í fjárhagsvanda. Góðu við- skiptavinirnir geta samið um betri kjör,“ segir hún. „Það er alvarlegt hvað margir sem hingað leita eru með háan yfirdrátt hjá bankanum. Sennilega hugsar fólk sem svo: „Það eru allir að kaupa sér svona sjón- varp. Af hverju ekki ég?“ Enginn hugsar um að það þarf að greiða 20% af upphæðinni á ári án þess að hún lækki. Ég sakna þess að fólk hugsi ekki um hvað hluturinn kostar áður en lánin eru tekin og hvort það hefur yfirleitt efni á að borga fyrir það sem keypt er. Okkur Íslendingum hefur því miður ekki verið kennt að spara. Við þurfum alltaf að fá allt og þá helst í gær.“  FJÁRMÁL HEIMILANNA Það borgar sig að spara fyrir flatskjánum Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is ÞAÐ getur verið erfitt að fóta sig þegar kemur að ákvörðun um stærri fjárfestingar eins og hús- búnað og tæki til heimilisins. Verslanir bjóða margar hverjar ýmis kostakjör eins og rað- greiðslur, vaxtalaus lán í skamman tíma og bankalán í formi yfirdráttar en hver er þá raunverulegur kostnaður af um 300.000 króna fjárfestingu? Elna Sigrún Sigurðardóttir, við- skiptafræðingur hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, hefur staðið fyrir námskeiðum um fjármál, þar sem farið var yfir ýmsa möguleika. „Ég velti því upp hvernig það væri ef keyptur væri flatskjár því það brann á fólki fyrir jólin,“ segir hún. „Ég fékk þær upplýsingar hjá einu fyrirtækjanna sem ég leitaði til að hægt væri að fá skjá, sem kostaði 299.000 krónur, en það gekk aftur illa að fá upplýsingar um það hjá fyr- irtækjunum hvað kostnaðurinn væri hár ef teknar væru raðgreiðslur. Samkvæmt reiknivél VISA á heima- síður fyrirtækisins voru fyrstu greiðslur 28.884 krónur á mánuði miðað við 12 mánaða greiðsludreif- ingu og heildarkostnaður eftir árið voru 47.986 krónur sem lögðust ofan á verðið. Ef fólk sparar hins vegar 23.882 krónur á mánuði í eitt ár og með 8% vöxtum eins og voru í boði á nb.is fyrir jól, þá á fólk fyrir þessum útgjöldum. Þetta er munur á að hafa BÖRN ættu ekki að fá að leika sér með gamla farsíma samkvæmt við- vörun sem danska neytendastofn- unin hefur sent frá sér. Þetta kem- ur fram í frétt á heimasíðu Neytendasamtakanna. www.ns.is „Fyrir utan þau kemísku efni og þungmálma sem eru í farsímum er hætta á að batteríið springi,“ segir John Møller verkfræðingur. Batterí í farsímum innihalda bæði sýru og hættulega þungmálma og hætta er á að batterí geti sprungið. Það er þó ekki nóg að fjarlægja batteríið því símarnir sjálfir eru sprautaðir með kemískum efnum og lítil börn ættu ekki að fá að naga og sjúga gamla farsíma. Gömlum farsímum og batteríum á að skila til endurvinnslustöðva en ekki henda í ruslið eða gefa börn- um sem leikfang. Gamlir farsímar eru ekki leikföng  HEILSA  NÝTT Styrkur til íþróttafélaga Í ÍÞRÓTTABÚÐINNI við Grensásveg er viðskiptavinum boðið að styrkja íþróttafélög að eigin vali um 5-10% af andvirði vörunnar sem keypt er í versl- uninni. Að sögn Hermanns Hermannssonar má styrkja hvaða íþróttafélag sem er, hvar sem er á landinu. Sérstök um- sóknareyðublöð liggja frammi í versluninn sem fylla þarf út meðal annars með nafni félags- ins, flokks og/eða íþróttagrein- ar sem styrkja á. „Hægt er að láta 5% renna beint til íþrótta- félagsins eða þá 10%,“ segir Hermann. „Það eru nokkrir íþróttamenn í fjölskyldunni og alltaf einhver að selja klósett- pappír eða eitthvað annað eins og margir kannast við og þess vegna datt okkur í hug að fara þessa leið og styrkja íþrótta- félögin með þessum hætti. Við munum svo sjá um að koma styrkjunum til félaganna og verður haft samband við við- komandi félag og gert upp mánaðarlega. Listinn verður á tölvutæku formi yfir nöfn og aðrar upplýsingar fyrir þá sem vilja kynna sér hverjir eru gef- endur og hvaða félög fá styrki.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.