Morgunblaðið - 19.01.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 19.01.2006, Síða 28
„KVEIKJAN að þessu verkefni er Njálssaga – hún er beinagrindin í verkinu,“ segir Einar Falur Ingólfs- son ljósmyndari, sem opnaði sýningu í Safni við Laugaveg um síðustu helgi. Einar Falur sýnir fjórar stórar ljósmyndir á sýningunni, sem teknar eru á Njáluslóðum; Rangárvöllum, Bergþórshvoli og Hlíðarenda, og eru hluti af stóru verkefni sem hann kall- ar Sögustaði og hefur unnið að á síð- ustu árum. „Verkefnið felst í að ég sæki heim bæi sem koma við sögu í Njálssögu. Þar tek ég myndir af ábú- endum 1.000 árum eftir að sagan á að hafa átt sér stað. Síðan mynda ég staðina á minn hátt. Tek sérvisku- legar landslagsmyndir,“ segir hann. Sögustaðir eru ennþá í vinnslu, þó brot af þeim séu sýnd nú og verkefnið í heild hafi verið sýnt í Listasafninu í Bonn fyrir þremur árum. „Þegar ég fékk boð um að sýna í Safni sótti ég í þennan sjóð og valdi fjögur sjálfstæð verk. Ein myndin er tekin á Rang- árvöllum, skammt frá Stóra-Hofi þar sem Mörður Valgarðsson bjó. Hin þrjú verkin á sýningunni finnst mér síðan tengjast mjög sterkt. Þau eru frá lykilstöðum sögunnar – Hlíð- arenda og Bergþórshvoli,“ segir Ein- ar Falur. Þrátt fyrir að notfæra sér Njáls- sögu sem kveikju að myndunum, er markmiðið fyrst og fremst að búa til sjálfstæð myndverk. „En vegna þeirrar tengingar verður verkið marglaga; maður sem þekkir ekkert til Njálssögu getur skoðað mynd- verkið sem sjálfstætt verk og það er auðvitað mikilvægt að myndirnar haldi sem slíkar. En fyrir þá sem þekkja til sögunnar hlaðast þær ann- ari merkingu, og það er mjög gaman að ræða þær við fólk sem þekkir vel til Njálssögu,“ segir Einar Falur. Hann segist hafa haft gaman af Njálu frá unglingsaldri og lesið hana margoft síðan. Eftir að verkefnið hófst hafi áhuginn hins vegar aukist til muna; hún fylgi honum af hljóðbók í bílnum og leiðsagnarspóla um Njáluslóðir sem gerð var fyrir þó nokkrum árum hafi fylgt honum á ferðalögum um Suðurlandið. „Maður fær þessa þráhyggju fólks sem er að sækja Njáluslóðir heim. Reyndar á ég ekkert langt að sækja þetta – tengdamóðir mín hlustar látlaust á Njálu á spólu,“ segir hann og hlær. Sagan lifandi Ferðalögin í tengslum við gerð myndanna hafa ennfremur verið afar eftirminnileg, að sögn Einars Fals, og áhugavert að sækja heim ábúendur á þeim stöðum sem sagan gerðist á, sem hann segir afar meðvitaða um Njálssögu. „Þetta er mikið ferli, og skemmtilegt. Maður fer heim að bæ að skoða staðinn og taka myndir. Maður talar við ábúendur og endar inni í eldhúsi, drekkur marga bolla af kaffi og ræðir Njálu fram og tilbaka. Það er svo gaman að á hverjum stað hefur fólk sínar kenningar – í sumum tilfellum reynir fólk meira að segja að stækka hlut síns staðar í sögunni! Sagan er mjög lifandi hjá fólki sem býr á þessum stöðum, sem er í raun alveg makalaust – 1.000 árum eftir að hún á að hafa gerst,“ segir hann. Einar Falur hefur ennfremur unn- ið svipað verkefni í tengslum við Grettissögu, sem sýnt var á óperuhá- tíðinni í Bayreuth í Þýskalandi á sama tíma og kammerópera Þorkels Sigurbjörnssonar, Grettir, var frum- sýnd þar sumarið 2004. „Það var líka mjög skemmtilegt verkefni. Ég var beðinn um myndir og ætlaði mér ekki að taka mikinn tíma í það. En á end- anum fór sumarfríið allt í það – Grettla tók yfir,“ segir hann. Kortlagning Njáluslóða í ljós- myndum gefur auga leið að er ekki síður viðamikið verkefni, og mætti jafnvel líkja við þráhyggju að takast það á hendur. „En það er heillandi þráhyggja og skemmtilegt að leggj- ast í þetta,“ segir Einar Falur. „Þeg- ar maður byrjaði hlóð verkefnið fljótt utan á sig. Þó er ýmislegt eftir; ég er kominn langt með Ísland, en á eftir að fara til Noregs og halda áfram. Þetta er mín Njálssaga sem ég er að skrá í myndum og ég vonast til að hún birt- ist einn daginn á bók.“ Sérstakt íslenskt ljós Myndbönd, meðhöndluð í tölvu, er sá miðill sem belgíska listakonan Anouk De Clercq vinnur aðallega með. De Clercq, sem er fædd árið 1971, starfar í Brussel og hafa verk hennar verið sýnd á fjölmörgum myndbanda-, myndlistar- og kvik- myndahátíðum. Í Safni sýnir hún nokkur verk en þetta er önnur ferð hennar hingað til lands á skömmum tíma, í apríl dvaldi hún í nokkrar vik- ur í vinnustofu SÍM í Hafnarstræti. „Að þessu sinni hef ég aðallega eytt tímanum við skriftir, kannski vegna þess hve dimmt hefur verið, en í fyrravor vann ég mjög mikið, teiknaði og safnaði myndefni,“ segir hún. „Það er ótrúlegt að upplifa hvað allt breyt- ist hér að vetrarlagi, orkan verður önnur, og allt aðrir litir. En þessi ferð nú á örugglega eftir að nýtast mér í verkum sem ég er að undirbúa.“ Hún segir að verk sín hafi í raun tekið breytingum eftir ferðina í fyrra- vor; fram að því hafi hún unnið í svarthvítu en eftir Íslandsferðina urðu næstu verk blá. „Mér finnst nokkuð greinilegt hvaðan það kem- ur,“ segir hún og hlær. „Ljósið hér er svo sérstakt – stundum er sjórinn grænn og himininn blanda af bleiku og bláu og grænu. Og snjórinn er ekki hvítur – stundum er hann blár. Þetta er allt svo furðulegt.“ Sagt hefur verið að myndbands- verk de Clercq séu ekki frásagnarleg en þó segist hún vera að segja sögu í þeim. „Eitt verkið sem ég sýni hér, Building, byggist á arkitektúrískum formum. Mér finnst það segja ákveðna sögu í því að ég skapa ákveðna byggingu. Verkið byrjar með ljósi, yfirborði og ákveðnu magni, smám saman verður það að rými og loks áttar áhorfandinn sig á því að þetta er ekki abstrakt heldur raunveruleg bygging. En kannski hefur þetta meira að gera með form- ræna uppbyggingu en frásögn.“ Hún segist vera safnari og list- sköpun sín byggist á því að eiga mikið af myndbrotum, kvikmyndum, teikn- ingum og hugmyndum að vinna úr. „Við upphaf hvers verks er ég með eitthvað í líkingu við fullan poka af hlutum, brot úr bókum, textum, hluti sem hafa hreyft við mér á einhvern hátt, eða myndir sem ég hef tekið hér eða annars staðar, og persónulegar upplifanir. Í sköpunarferlinu vinn ég síðan úr öllum þessum þáttum í pok- anum og reyni að höndla einhvern kjarna.“ De Clercq er önnum kafin við sköpunina og sýningahald, á dög- unum var hún með sýningu í Reina Sofia safninu í Madríd og í þessari viku var kvölddagskrá í safni í Amst- erdam helguð verkum hennar. „Ég tek bæði þátt í myndlistarsýningum og kvikmyndahátíðum. Verkin ferðast um og ef ég get þá ferðast ég með þeim. Það gefur mér mikið að vera í sambandi við fólk á ólíkum stöðum og finna hvernig verkin virka á þá sem sjá þau.Ég er mjög ánægð með tækifærið til að sýna hér í Safni. Mér finnst þetta einstakt listasafn, persónulegt og vandað, og eigend- urnir opnir fyrir ólíkum straumum í listinni.“ Myndlist | Einar Falur Ingólfssson og Anouk De Clercq sýna í Safni við Laugaveg Heillandi þráhyggja Morgunblaðið/Árni Sæberg „Verkefnið felst í að ég sæki heim bæi sem koma við sögu í Njálssögu. Þar tek ég myndir af ábúendum 1.000 árum eftir að sagan á að hafa átt sér stað. Síðan mynda ég staðina á minn hátt. Tek sérviskulegar landslagsmyndir,“ segir Einar Falur Ingólfsson, sem opnaði sýningu í Safni um síðustu helgi. „Það er ótrúlegt að upplifa hvað allt breytist hér að vetrarlagi, orkan verður önnur, og allt aðrir litir,“ segir Anouk De Clercq um upplifun sína af Íslandi. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is www.safn.is 28 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞAÐ var þarft verk og tímabært að gefa Blómin í ánni út á ný en sagan kom út hér á landi árið 1963. Bókin er falleg á að líta en kápumyndin sýnir rautt blóm liðast um hvítan bak- grunn. Innihaldið er hins vegar slá- andi óhugnanlegt því fjallað er um einn af hryllilegustu glæpum gegn mannkyni sem sögur fara af. Í bók- inni eru birtir tveir stuttir formálar, annar eftir Halldór Laxness sem einnig birtist þegar bókin kom út fyrst en hinn er fróðlegt ávarp Guð- mundar Georgssonar sem hann flutti á fundi friðarhreyfinga síðastliðið sumar þegar sextíu ár voru liðin frá kjarnorkuárásum Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki í Japan. Undarlegur galli er á útgáfunni og hann nokkuð stór en í bókinni er mik- ið af stafsetningar- og innslátt- arvillum. Halldór Laxness skrifaði meðal annars um það í formála sínum að höfundurinn hafi heimsótt hann að Gljúfrasteini þegar ofsóknir gegn menntafólki og þeim sem höfðu frjálslyndar skoðanir á stjórnmálum stóðu sem hæst í Bandaríkjunum. Bók Editu Morris varð þekkt víða um heim þegar hún kom út en hún gerist árið 1959, fjórtán árum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorku- sprengjunni á Hírósíma, 6. ágúst 1945. Halldór Laxness skrifar um hinar skelfilegu afleiðingar sprengj- unnar í formála sínum en honum er þó efst í huga hvernig Edita Morris birtir ,,kvenmynd eilífðarinnar“ í sögu sinni. Blómin í ánni er frásögn lögð í munn japanskrar konu um þrí- tugt; húsmóður, eiginkonu og móður í Hírósíma en hún tekur ungan banda- ríkjamann inn á heimilið í nokkra daga. Það er einstakt hvernig Edita Morris setur sig í spor sögukon- unnar, hvernig henni tekst að birta hinn hógværa hugsunarhátt Japana um leið og hún birtir heim sem svo frábrugðinn er þeim heimi sem bandaríski gesturinn kemur frá. Það er þó enn merkilegra hvernig höf- undur sýnir virðingu og hjartahlýju heimafólks gagnvart gestinum þó að hann tilheyri þjóðinni sem olli íbúum borgarinnar meiri ógæfu og hörm- ungum en orð fá lýst. Í ávarpi Guð- mundar Georgssonar frá fundinum í sumar segir hann um afleiðingar sprengjunnar í Hiroshima: ,,Nærfellt tveir þriðju af Hiroshima, sem taldi þá um 255 þúsund íbúa, voru lagðir í eyði og 80 þúsund almennra borgara létust strax og innan árs hækkaði tala látinna uppí 140 þúsund manns. Að auki hafa 60 þúsund manns látist af síðbúnum afleiðingum geislunar sem hafa verið að koma fram allt til þessa.“ (Bls. 5) Til viðbótar lýsir Guð- mundur ámóta tölum frá Nagasaki. Það eru einmitt afleiðingar sprengjunnar hroðalegu sem eru kjarni frásagnar japönsku konunnar í skáldsögunni en þeim er lýst í nútíð með afar látlausum stíl. Á einum stað reynir sögukonan til dæmis að leyna því fyrir gestinum hvað blómin í ánni merkja en sorg hennar leynir sér ekki: ,,Hann horfir á mig spyrjandi, en ég þykist ekkert skilja. Nú er bát- ur stúlknanna á móts við okkur; þær taka eftir blómvendinum og sú sem rær lyftir árunum til þess að skemma hann ekki. Á blómin detta smádropar og glitra eins og tár. Stúlkurnar lækka röddina og söngurinn verður enn dapurlegri.“ (37) Í stuttu máli hefur systir sögukonunnar sett blóm- in þar sem móðir þeirra kastaði sér logandi í ána 6. ágúst 1945 eins og fjölmörg fórnarlömb kjarnorku- sprengjunnar gerðu og ættingjar þeirra fleyta blómvöndum enn í dag. Það er til minningar um þessi fórn- arlömb sem kertum er fleytt um allan heim ár hvert, annaðhvort 6. eða 9. ágúst eins og gert er hér á landi. Blómin í ánni segir frá afar sorg- legum atburðum í nánustu fjölskyldu og vinahóp sögukonunnar. Hin lát- lausa og fallega, og stundum fjörlega, frásögn af afleiðingum hroðalegrar grimmdar í skjóli stríðsreksturs og heimsvaldastefnu ætti að vera til á hverju heimili á Vesturlöndum. Því miður er bókin illa prófarkalesin en það breytir ekki því að þeir sem hafa lesið hana áður ættu að gera það aft- ur og koma henni áfram til hinna sem eru að vaxa úr grasi. Því eins og Hall- dór Laxness segir í formálanum er í frásögninni æðruleysi sem kemur ,,… best fram í þeim ángurværum tóni af fjarlægð sem skáldkonunni hefur tekist að ljá umræðuefni sem ekki er einusinni hægt að kalla yrk- isefni, því eðli þess er það að sveia burt frá sér allri list“. Glæpur gegn mannkyniBÆKURSkáldsaga Höfundur: Edita Morris. Þýðing: Þórarinn Guðnason. 128 bls. Tindur bókaútgáfa, 2005. Blómin í ánni saga frá Hírósíma Hrund Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.