Morgunblaðið - 19.01.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 19.01.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 29 MENNING SKRIFSTOFAN Í VASANUM 800 4000 - siminn.is Síminn býður sérhæfð þráðlaus samskiptatæki sem hjálpa þér að nálgast nauðsynlegar upplýsingar og gögn og sinna starfi þínu nánast hvar sem þú ert. Auk farsíma færðu öruggan og auðveldan aðgang að tölvupósti, dagbók, tengiliðaskrá og netþjóni fyrirtækis þíns. Einnig getur þú skoðað og unnið með skjöl í Word, Excel eða Powerpoint svo dæmi sé nefnd. Ráðgjafar Símans hjálpa þér að velja þá lausn sem hentar þér best. Hafðu samband við viðskiptastjóra þinn eða ráðgjafa okkar í 800 4000 og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki. „Ég ferðast mikið og þarf að vera í góðu sambandi hvar sem ég er“ Kristín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjá KB banka E N N E M M / S ÍA / N M 18 6 4 6 The RIM and BlackBerry families of related marks, images and symbols are the exclusive properties of and trademarks of Research In Motion - used by permission. Sérhæft, þráðlaust samskiptatæki sérstaklega hannað til að vinna með gögn auk þess að vera farsími. Tækið hefur einfalt og þægilegt lyklaborð og stóran skjá. Hugbúnaður sem veitir aðgang að tölvupósti, dagbók o.fl. Openhand er hægt að keyra á nokkrum mismunandi gerðum GSM síma. Microsoft sími sem gerir þér kleift að vinna með tölvupóst o.fl í Microsoft umhverfi. BlackBerry 7290™ BlackBerry 7100g™ ÆVISÖGUR geta verið fróðleg lesn- ing einkum ef þær eru vel unnar og vel skrifaðar. Viðar Hreinsson fékk mikið lof fyrir ævisögu Stephans G. sem kom út í tveimur bindum hjá for- laginu Bjarti árin 2002 og 2003. Nú skrifar hann ævisögu merks manns sem braust úr fátækt til mennta í byrjun 20. aldar. Þorsteinn M. Jóns- son var fæddur á Útnyrðingsstöðum á Austur-Völlum á Fljótsdalshéraði árið 1885 og lést rúmlega níræður að aldri 1976. Þorsteinn tilheyrir því hinni frægu aldamótakynslóð sem lifði tímana tvenna í orðsins fyllstu merkingu. Jónas frá Hriflu var jafn- aldri Þorsteins og það er gaman að lesa um hvernig fundum þeirra bar saman á Akurureyri haustið 1903. Þar mættust tveir gáfaðir og námfús- ir bændasynir, annar austfirskur og hinn þingeyskur. Þeir áttu eftir að setja mark sitt á þjóðmálin, voru báð- ir kosnir á þing fyrir Framsókn- arflokkinn. Ævisaga Þorsteins er sannkallaður aldarspegill. Saga hans hefst þegar bændasamfélagið er ríkjandi, fólk þurfti að sýna útsjónarsemi og nægjusemi til að komast af. En hann er svo lánsamur að kynnast bókum og læra að skrifa ungur. Hann var studdur af frænda sínum Sigfúsi Sig- fússyni þjóðsagnasafnara sem hafði trú á þessum unga bókhneigða frænda sínum. Faðir Þorsteins féllst á að senda son sinn í Möðruvallaskóla þar sem fundum þeirra Jónasar bar saman eins og að framan greinir. Þorsteinn lét ekki staðar numið varð- andi menntunina og náði með harð- fylgi að komast inn í III. bekk Kenn- araskólans. Hann hafði ekki ráð á lengra námi og varð að taka víxil til að framfleyta sér. Námið gekk hins vegar afburða vel hjá Þorsteini og hann varð síðan skólastjóri á Borg- arfirði eystra. Viðar rekur skilmerkilega feril Þorsteins og hann er viðburðaríkur. Hann kvænist Sigurjónu Jak- obsdóttur og eignast þau mörg mann- vænleg börn. Sigurjóna reynist vera hæfileikarík leikkona en aðstæður leyfa henni ekki að helga sig leiklist- inni. Þorsteinn er ungur kosinn á þing og er þingmaður Framsókn- arflokks frá 1916–23. Hann var til dæmis í Sambandslaganefndinni 1918 sem þurfti að semja við Dani áð- ur en fullveldislögin tóku gildi 1. des- ember það ár. Mikil breyting verður á högum Þorsteins og Sigurjónu þeg- ar þau flyta búferlum til Akureyrar árið 1921. Þorsteinn fékk kenn- arastöðu við Barnaskóla Akureyrar og Sigurjóna lék með leikfélagi stað- arins. Skyndilega dregur ský fyrir sólu þegar Þorsteinn veikist á miðjum aldri. Hann fer til Kaupmannahafnar og leitar sér lækninga. Hann fær nokkra bót meina sinna en veikindin taka sig upp aftur og nú er komið krabbamein í hálsinn. Þorsteinn fer aftur út og eftir kvalafulla geisla- meðferð nær hann að sigrast á mein- inu. Rödd hans var þó hás uppfrá því en dugði þó svo vel að hann tók við skólastjórastöðu Gagnfræðaskólans á Akureyri árið 1935 og stóð sig með prýði í því starfi í tvo áratugi. Eftir að hann lét af störfum sinnti hann áhugamáli sínu, bókasöfnun, af mik- illi ástríðu og sparaði hvorki fé né fyr- irhöfn þegar um sjaldséðar útgáfur var að ræða. Má þar nefna Guð- brandsbiblíu sem Þorsteinn keypti fyrir stórfé á sínum tíma. Bókasafn hans var frábærlega gott einkum hvað útgáfur á Íslend- ingasögum varðar og það varð að samkomulagi milli Þorsteins og Jón- asar Kristjánssonar forstöðumanns Árnastofnunar að stofnunin keypti safnið. Í dag sómir það sér vel í mál- stofu Árnastofnunar þar sem brjóst- mynd af Þorsteini heldur nafni hans á lofti. Viðar Hreinsson hefur unnið verk- ið af vandvirkni og kannað allar til- tækar heimildir svo sem bréf, minn- isblöð, skjöl og fundargerðir að prentuðum heimildum ógleymdum. Viðar lætur yfirleitt heimildirnar tala og gætir hlutlægni í dómum um menn og málefni. Hann fegrar ekki og forðast allt skrum og skjall um Þorstein. Lesandanum má þó vera ljóst að lestri loknum að hann var mikilhæfur og vel að sér. Andstæð- ingar hans báru virðingu fyrir honum og hann var bæði drenglyndur og heiðarlegur þó fastur væri fyrir. Þor- steinn var til dæmis skipaður sátta- semjari í vinnudeilum vegna þess hve laginn hann var að koma á sáttum. Þá var hann líka merkur bókaútgefandi og gaf út verk Davíðs Stefánssonar, Guðmundar Hagalín og Guðmundar Daníelssonar. Lengst gaf hann út verk Davíðs og er gaman að lesa um samskipti þeirra og hversu örlátur Þorsteinn var við þjóðskáldið, borg- aði alltaf það sem Davíð setti upp og gaf honum fágætar útgáfur. Síðustu verk Davíðs voru gefin út af Ragnari í Smára en þeir héldu þó vináttu sinni þar til Davíð dó árið 1964. Gæfuleit er vel skrifuð ævisaga og einkennist af vönduðum vinnubrögð- um. Hún er um leið aldarspegill og saga 20. aldar. Hún er fróðleg lesning fyrir alla sem láta sig sögu og þjóð- félagsmál einhverju varða. Þorsteinn var af þeirri kynslóð sem braust til mennta þrátt fyrir fátækt og lifði mikla framfaratíma. Bændamenn- ingin var þessari kynslóð ákveðin kjölfesta, bóndasonurinn fór út í heim og forframaðist en gleymdi samt ekki uppruna sínum. Vinnusemi, gestrisni, nýtni, sparsemi og nægjusemi voru þær dyggðir sem gamla bænda- samfélagið hafði í hávegum. Hvað er eiginlega orðið eftir af þessari kjöl- festu bændamenningarinnar í okkar samfélagi sem einkennist af hraða, upplausn, og græðgi? Er ekki með- alhófið farsælast? Góð bók vekur ávallt til umhugsunar og það á svo sannarlega við um ævisögu Þorsteins M. Jónssonar. Bóndasonur freistar gæfunnar BÆKUR Ævisaga Ævisaga Þorsteins M. Jónssonar. Höf- undur: Viðar Hreinsson. 233 bls. Bókaút- gáfan Hólar. 2005. Gæfuleit Guðbjörn Sigurmundsson                  AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.