Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 31 TVÆR nýjar heilsugæslustöðvar hafa verið teknar í notkun á höf- uðborgarsvæðinu í mánuðinum, fyrst Fjörður, hin glæsilega stöð í miðbæ Hafnarfjarðar, og nú í dag heilsugæslustöðin Glæsibæ, sem þjónar Heima- og Vogahverfunum. Þjónusta stöðvanna tveggja er mikið ánægjuefni fyrir þann sem þetta ritar, enda heilsugæslan önnur meginstoðin í heil- brigðisþjónustu við al- menning. Á síðustu árum hafa fjórar stöðvar verið teknar í notkun á höfuðborg- arsvæðinu, Salastöðin, Fjörður og Glæsibær, og bylting hefur orðið í aðstöðu heilsugæsl- unnar yfir Gjánni í Kópavogi með nýju húsnæði, þar sem heilsugæslan tók til starfa í desember sl. Allt er þetta gert til að skjóta styrkari stoðum undir heilsu- gæsluna ásamt því að halda komu- gjöldum óbreyttum um langa hríð til að tryggja öllum jafnt aðgengi og gera þessa þjónustu enn fýsilegri fyrir almenning. Framlögin tvöfölduð Fjárveitingar til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa rúm- lega tvöfaldast í krónum og aurum frá árinu 2000. Það ár runnu rúmar 1.900 milljónir til heilsugæslunnar og í ár verjum við 4,2 milljörðum til grunnþjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á verðlagi hvers árs. Mælt sem framlag á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu þá var framlagið á íbúa um 13.400 krónur á árinu 2000, en verður tæp- lega 23.000 krónur á árinu sem nú er hafið og er þá miðað við verðlag ársins 2005. Í þessum staðreyndum kemur fram áherslan sem lögð hefur verið á þennan þátt í samfélagsþjónust- unni og í nærþjónustunni við íbúa höfuðborgarsvæðisins á sviði heil- brigðismála. Í þessu felst einnig að Grettistaki hefur verið lyft í upp- byggingu heilsugæslunnar á höf- uðborgarsvæðinu á síðustu tíu ár- um, enda var þörfin brýn. Auk uppbyggingar sjálfra heilsu- gæslustöðvanna hefur þjónusta þeirra við íbúa á svæðinu breyst mjög til hins betra á undanförnum árum. Þjónustan hefur verið góð en það sem hefur batnað og tekið stakkaskiptum er aðgengið og þar með þjónustan við borgarana. Það er nánast óþekkt aðgengið og möguleikarnir sem almenningur hér á landi hefur á að komast strax að í heilsugæslunni. Full- yrða má að sá sem þarf að leita til heilsu- gæslunnar kemst að samdægurs þurfi hann á því að halda. Ann- aðhvort á dagtíma, á síðdegisvaktinni eða leita til Læknavakt- arinnar. Síðdegisvakt er rekin á flestum stöðvunum á höf- uðborgarsvæðinu, sem er mikil og góð breyt- ing og Læknavaktin býður upp á þjónustu sem er mjög vinsæl eftir klukkan fimm á daginn. Þannig eru það ekki eingöngu framlögin sem lýsa hinni miklu breytingu sem orð- ið hefur á þjónustu heilsugæslunnar heldur líka sá sveigjanleiki sem tek- inn hefur verið upp í heilsugæslunni með hagmuni almennings að leið- arljósi. Framsókn í heilsugæslunni Góð þjónusta og gott aðgengi er aðalsmerki góðrar heilsugæslu. Uppbyggingin sem orðin er á höf- uðborgarsvæðinu, sameining stjórnsýslunnar og öll ytri skilyrði eru til þess að heilsugæslan eflist enn frekar á næstu misserum. Hún á að vera framsækin faglega og ég sé alls ekki að sameining stjórn- sýsluþáttarins hamli, eða dragi úr því að menn bryddi upp á nýj- ungum í þjónustu við almenning á starfssvæðum heilsugæslunnar. Menn eiga áfram að þróa þá hugsun sem felst í nærþjónustu heilsugæslunnar og hún getur látið meira til sín taka á ýmsum sviðum en almennt hefur verið. Ég sé til dæmis ekkert sem mælir gegn því að heilsugæslan leggi enn frekari áherslu á það að fylgjast með háum blóðþrýstingi skjólstæðinga sinna, fylgist með og taki hjartalínurit meðal áhættuhópa í auknum mæli, eða beiti sér enn frekar á sviðum sem samkvæmt hefðbundnum skilningi teljast til lýðheilsu og for- varna. Það eru ýmsir möguleikar af þessu tagi sem ég sé fyrir að gætu blómstrað innan vébanda Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Sam- eining stjórnsýslunnar þarf ekki og á ekki að vera letjandi fyrir þá sem sinna lækningum og hjúkrun á stöðvunum. Ef það yrði nið- urstaðan, ef sameiningin skilar sér ekki í betri og hagkvæmari þjón- ustu fyrir einstaklingana og fyrir samfélagið allt, nú þá verður að hugsa dæmið upp á nýtt. Svo einfalt er það. Fjölbreyttari þjónusta – hagkvæmur kostur Heilsugæslan á höfuðborg- arsvæðinu hefur að undanförnu lát- ið meira að sér kveða á sviði geð- heilbrigðismála svo dæmi sé tekið. Á hennar vegum hefur verið boðið upp á aukna geðheilbrigðisþjón- ustu, meðferðateymi er starfrækt í Grafarvogi til að koma til móts við ungmenni með geðraskanir og fyrir skemmstu var hleypt af stokkunum þjónustu í Bolholti á vegum heilsu- gæslunnar og Hugarafls á vettvangi geðheilbrigðisþjónustu sem ástæða er til að binda miklar vonir við. Hlutverk heilsugæslunnar í heima- hjúkrun er ört vaxandi og verður það á næstu árum og þannig mætti lengi telja. Sú uppbygging heilsugæslunnar sem við blasir er skynsamleg fyrir okkur sem skattgreiðendur vegna þess að þjónusta heilsugæslunnar er í mjög mörgum tilvikum ódýrasti kosturinn fyrir einstaklinginn og samfélagið, þegar öllu er til skila haldið. Í heilsugæslunni, eins og við höfum skipulagt hana, felst sú mik- ilvæga hugsun og stefna, að byggja upp þjónustuna í grennd við þá sem þurfa á henni að halda úti í hverfum borgar og bæja. Heilsugæslan sinnir afar mik- ilvægum þremur grundvallarmark- miðum:  að veita íbúunum góða og persónulega læknisþjónustu  að vera fyrsti valkostur þeirra sem þurfa á almennri heilbrigðisþjónustu að halda og  að stuðla að bættu heilbrigði almennings með forvörnum og fræðslu. Í sjálfu hugtakinu heilsugæsla felst, að hagsmunir sjúklinganna eru settir í öndvegi og þannig á það að vera. Þetta á að vera rauði þráð- urinn í starfseminni þar sem öll heilbrigðisþjónusta ætti að byggjast á grunnþjónustu heilsugæslunnar. Heilsugæsla – meginstoð heilbrigðisþjónustunnar Eftir Jón Kristjánsson ’Í sjálfu hugtakinuheilsugæsla felst, að hagsmunir sjúkling- anna eru settir í önd- vegi og þannig á það að vera. Þetta á að vera rauði þráðurinn í starf- seminni þar sem öll heilbrigðisþjónusta ætti að byggjast á grunn- þjónustu heilsugæsl- unnar.‘ Jón Kristjánsson Höfundur er heilbrigðisráðherra. Fjárveitingar til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu á fjárlögum frá árinu 2000 Verðlag 2005 Íbúafjöldi Framlag Framlög Vísitala pr íbúa á fjárlögum neysluverðs m.kr. í kr. Fjárlög 2000 1.926,6 199,1 2.357,5 175 13.472 Fjárlög 2001 2.169,9 212,4 2.489,0 178.03 13.981 Fjárlög 2002 2.441,8 222,6 2.672,5 179.781 14.865 Fjárlög 2003 2.797,2 227,3 2.998,2 181.888 16.484 Fjárlög 2004 3.425,8 234,6 3.557,7 183.99 19.336 Fjárlög 2005 3.741,3 243,6 3.741,3 187.105 19.996 Fjárlög 2006 4.278,4 22.866 NÚ ER rétt í þann mund að hefjast á Alþingi umræða um breytt rekstrarform Rík- isútvarpsins á grundvelli frum- varps menntamálaráðherra þar að lútandi. Ein- hverjum kann í fljótu bragði að þykja sem þetta skipti ekki miklu máli, – formið sé aukaatriði en inni- haldið aðalatriði. Ekkert er fjær lagi. Þvert á móti má færa fyrir því gild rök að óbreytt rekstrarfyr- irkomulag beri í sér dauðann sjálfan fyrir þessa merku stofnun. Og það sem helst geld- ur þessa úrelta fyrirkomulags er einmitt innihaldið – sjálf dagskrá Ríkisútvarpsins – sem er jú þegar allt kemur til alls eini lífstilgangur stofnunar- innar. Núverandi rekstrarform kem- ur beinlínis í veg fyrir að Rík- isútvarpið verði rekið með skil- virkum og árangursríkum hætti. Það leiðir til verri nýtingar á fjármunum en ella væri, sem aft- ur þýðir að minna fé verður til ráðstöfunar í sjálfa dagskrána – útvarp og sjónvarp. Gagnvart notendum og eigendum – þjóð- inni – er þetta helsta meinsemdin í núver- andi fyrirkomulagi og sú afdrifaríkasta þegar til lengri tíma er litið: minni og verri dagskrá fyrir sama eða meiri pen- ing. Aðrar birting- armyndir þessa úr- elta forms lúta svo að stjórnskipulaginu, – t.d. sérkennilegu ferli þegar kemur að ráðningum í ýmsar lykilstöður. Man ein- hver eftir „fréttastjóramálinu“? Því ber að fagna fyrirhuguðum breytingum á rekstrarformi Rík- isútvarpsins – og ég tel mig tala þar fyrir munn alls þorra starfs- manna og stjórnenda stofnunar- innar. Í því sambandi má minna á bréf sem stjórn Starfsmanna- samtaka RÚV sendi öllum þing- mönnum fyrir skemmstu, þar sem skorað var á þá að breyta rekstrarforminu. Sumir hafa lagst gegn hluta- félagsforminu, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, og jafnvel talið það vera fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu eða sölu RÚV. Það er ekkert samhengi þarna á milli. Ekki verður betur séð en að það sé fullkomin og þver- pólitísk samstaða allra flokka um að Ríkisútvarpið skuli áfram vera til. Það kann að vera hægt að finna einn eða tvo þingmenn sem eru annarrar skoðunar, en það breytir ekki ríkjandi viðhorfum – innan þings og utan. Ef að því kæmi að það skapaðist pólitískur meirihluti fyrir því að selja RÚV, eða leggja það niður, yrði það gert hvort sem RÚV væri á þeirri stundu sjálfseignarstofnun, sameignarfélag, ríkisstofnun eða hlutafélag. Rekstrarformið hefur einfaldlega ekkert með þá ákvörð- un að gera. Norðmenn breyttu sínu rík- isútvarpi – NRK – í hlutafélag fyrir tæpum áratug. Þá hvarflaði ekki að neinum að það væri fyrsta skrefið í átt að sölu, enda hefur ekkert slíkt komið á daginn. Þar – eins og hér – er yfirgnæfandi póli- tískur og almennur vilji til að við- halda þessari starfsemi í almanna- þágu. Breytingin úr stofnun yfir í hlutafélag varð hins vegar til þess að NRK reis hreinlega úr ösku- stónni, – beygði af vegi stöðnunar og hrörnunar á lítt slitna sig- urgöngu sem stendur enn. Þar – eins og hér – var formið að bera innihaldið ofurliði. Utan við efni frumvarpsins – en engu að síður óaðskiljanlegur hluti af formbreytingu Ríkisútvarpsins – er lausn á fjárhagsvanda þess. Stofnunin hefur verið rekin með miklu tapi mörg undanfarin ár og er nú svo komið að allt eigið fé hennar er upp urið og eiginfjár- staðan orðin neikvæð. Við eðlileg- ar aðstæður ætti eiginfjárhlutfallið að vera 20–40%. Til samanburðar má geta þess að eiginfjárhlutfall NRK er um 50%. Það verður að treysta því að ríkisstjórn – og Al- þingi – búi þannig um hnútana við formbreytinguna að hinu nýja fé- lagi verði gert kleift að sinna þeim skyldum og gegna því mikilvæga hlutverki sem því er ætlað. Ríkisútvarpið: Form- breyting til framfara Eftir Pál Magnússon ’Núverandi rekstr-arform kemur beinlínis í veg fyrir að Rík- isútvarpið verði rekið með skilvirkum og ár- angursríkum hætti.‘ Höfundur er útvarpsstjóri. Páll Magnússon ingur hefði gríðarmikla þýðingu fyrir félagið: „Þarna er verið að gera rannsókn sem er sú fyrsta sinnar tegundar og vonumst við til þess að þessi rannsókn muni leiða ýmislegt nýtt í ljós hvað varðar okkar hagi. Einnig er það viss við- urkenning fyrir okkar starf að Sparisjóðirnir hafi lagt fram þessa fjárhæð til rannsóknarinnar. Við bindum miklar vonir við að nýjar upplýsingar komi fram í þessari rannsókn.“ Aðspurð hvort hún vonaðist til að þessi rannsókn myndi breyta umræðunni um eldri borgara sagði Margrét að hún teldi það mjög líklegt: „Einnig tel ég líklegt að það verði farið að líta allt öðru- vísi á þeirra stöðu í samfélaginu og þeirra hlutverk. Það er sannarlega tími til kominn að það verði gert, en umræðan hingað til hefur markast af baráttumálum okkar eldri borgara því að staða okkar er ekki nógu góð hvað varðar fjárhag og ekki síst þjónustu við eldri borgara sem má vera meiri. Hún er mikið notuð og við höfum bent á að öldrunarheimili eru miklu fleiri hér en á Norðurlöndunum. Við teljum að betra sé að veita góða þjónustu heima fyrir en að vista fólk á stofnunum. Mörgum finnst eins og þeim sé ýtt út á jaðar sam- félagsins og settir í geymslu.“ Margrét sagði jafnframt að fólk sem væri hætt að vinna fyndi oft fyrir því að það ætti að láta lítið fyrir sér fara. Þrátt fyrir þetta sagði Margrét að þátttaka eldri borgara í sam- félaginu væri mikil og virk og rannsóknin væri liður í að koma almenningi í skilning um að svo væri. Hún benti á að hugtakið „að setjast í helgan stein“ þýddi ekki að draga sig úr samfélaginu. Möguleg útflutningsvara Fram kom við undirskriftina að rannsókn sem þessi hefði ekki ver- ið framkvæmd áður svo vitað væri. Aðspurð hvort rannsóknin gæti mögulega orðið útflutningsvara sagði Ingibjörg Harðardóttir að svo væri:„Niðurstöður úr rann- sókn sem þessari geta nýst í lönd- um sem eru með svipaðan laga- ramma og menningarheim og við. Og ef við sjáum til dæmis á nið- urstöðunum að eldra fólk leggi meira til samfélagsins en búist var við, þá er full ástæða til þess að kynna rannsóknina og niðurstöður hennar annarsstaðar en á Ís- landi.“ gara fn- kið að verk- a kn ll á töðu n 67 inni nan n- ur. t á em borg- i verið hluti taldi á mál - lína á or- í mn- m vera neikvætt ekki laginu Morgunblaðið/Þorkell ðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands gs eldri borgara í Reykjavík. ið/Ómar dri a með erið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.