Morgunblaðið - 19.01.2006, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EF ÉG bæri upp á einhvern að
taka þátt í samsæri yrði neitun
örugglega svarið þótt viðkomandi
væri þátttakandi og þá jafnvel
ómeðvitað, þá meðvirkur með því
að leiða það hjá sér.
Þolandinn í vanda,
samsæri venjulega
leynd og erfitt að
skilja á milli nauð-
hyggju og veru-
leikans, heilbrigðast
að vita ekki af því ef
ekkert er hægt að
gera, „paranoja“ eða
„ofsóknarbrjálæði“ sú
nauðhyggja sem flest-
ir þurfa að ýta frá sér
einhvern tímann á
lífsleiðinni.
Í áraraðir sá ég
samsæri í íslensku þjóðfélagi gegn
fjölskyldu minni sem mótaði af-
stöðu mína til lífsins. Þegar ég
byrjaði baráttu mína í erfðamáli
afa míns breyttist þessi skoðun og
ég þykist vita í dag að Íslendingar
vilji að börn erfi foreldra sína, vilji
að rétt sé rétt og rangt sagt rangt.
Eingöngu valdið og hækjur þess
sem er sama um slíka smámuni,
fyrir því aðrir og „stærri“ hags-
munir í húfi.
9. janúar síðastliðinn var frávís-
unarkröfu Reykjavíkurborgar í
málsókn erfingja Jóhannesar
Kjarval listmálara á hendur borg-
inni hafnað í Héraðsdómi Reykja-
víkur og þar með eiga réttarhöld
að byrja núna seinni part vetrar.
Fréttir um það í fjölmiðlum en
ekki Morgunblaðinu sem ég þóttist
vita fyrir, nauðhyggja eða ekki.
Ég sannfærður um að Morg-
unblaðið eða þeir sem þar ráða séu
höfuðpaurar í samsæri sem teygi
sig áratugi aftur í síðustu öld.
Ég á því að áætlun hafi verið í
gangi löngu fyrir lát afa míns að
ná af honum eignum hans og þá
sérstaklega listinni, hún talin eign
þjóðarinnar vegna þess að Kjarval
væri hennar og einu erfingjarnir
tvö börn hans fædd og uppalin í
Danmörku. Að faðir minn var ís-
lenskur ríkisborgari, giftur ís-
lenskri konu með íslensk börn,
eyddi mestum hluta ævi sinnar
heima og grafinn í Fossvoginum
aukaatriði, margir héldu að pabbi
væri óskilgetinn, vissu ekki að
Kjarval var giftur sem fór lágt á
Íslandi.
Í mínum huga nær þetta sam-
særi hámarki haustið 1975 þegar
faðir minn hélt blaðamannafund á
veitingastaðnum Naustinu (sem
hann hannaði) og leitaði hjálpar
fjölmiðla í málum föð-
ur síns en afi lést vor-
ið 1972 eftir vist á
geðdeild Borgarspít-
alans frá því í janúar
1969. Vinnustofa hans
var tæmd í nóvember
þann vetur. Lítið sem
ekkert var birt næstu
daga þótt allir fjöl-
miðlar mættu nema
sem afskræming,
pabbi rændur æru
sinni að mínu mati.
Ég alla tíð síðan
talið að þeirri aðför
hafi verið stjórnað frá ritstjórn-
arskrifstofu Morgunblaðsins af
Styrmi Gunnarssyni og Matthíasi
Johannessen, þá ritstjórum blaðs-
ins, og aðrir fjölmiðlar farið að
óskum þeirra um enga umfjöllun,
enda segir Styrmir í nýlegu viðtali
að samstarf ritstjóra hinna ýmsu
fjölmiðla hafi verið gott þessi ár.
Jónas Kristjánsson var þá ritstjóri
Dagblaðsins og eins og í dag barð-
ist hann við sannleikann, ákvað að
lóga honum þá fyrir valdið. Indriði
G. Þorsteinsson var ritstjóri Tím-
ans frá 1961 til 1972 og aftur 1982
til 1992. Indriði var skipaður fram-
kvæmdastjóri þjóðhátíðarnefndar
1974 og Matthías Johannessen
segir í grein um Indriða árið 2000
(árið sem Indriði lést) að samstarf
þeirra hefði verið framúrskarandi
þar. Árið 1976 semur Davíð Odds-
son (Davíð þá í hússtjórn Kjar-
valsstaða) við Indriða um að skrifa
ævisögu Kjarvals. Ég sjálfur
heyrði úr innsta hring Sjálfstæð-
isflokksins í kringum 1973 í boði á
Kjarvalsstöðum að hörð barátta
stæði um hvor ætti að fá þann
„bitling“, Matthías eða Indriði,
auðséð að síðan var samið um það
á æðstu stöðum. Indriði var síðan
á launum við það verk í áraraðir
en kom aldrei í verk að ræða við
börn Kjarvals.
Ævisagan kom út nærri tíu ár-
um síðar á hundrað ára afmæli
afa. Bæði Matthías og Indriði voru
síðan settir á heiðurslista-
mannalaun, í mínum huga pólitísk
ákvörðun þegar ritstjórar eru sett-
ir á þá jötu. Í þessum pælingum er
ég auðvitað að rýna í myrkrið,
aldrei á skrifstofur Morgunblaðs-
ins komið né verið fluga á þeim
veggjum.
Svo þegar Morgunblaðið
ákveður að hafa ekkert um höfnun
Héraðsdóms tek ég því sem stað-
festingu, staðfestingu á að Morg-
unblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn
séu í einni sæng, staðfestingu á að
aðrir vegvísar en góður frétta-
flutningur, réttlætið og sannleik-
urinn leiðbeini ritstjórn Morg-
unblaðsins.
Ég veit að blaðið getur ekki bor-
ið fyrir sig áhugaleysi, ef nafn afa
er slegið inn á netið kemur upp
óteljandi aragrúi greina, Morg-
unblaðið alltaf talið sig eiga sér-
stök ítök í Kjarval; Geir Hall-
grímsson heitinn, fyrrverandi
forsætisráðherra og einn eigenda
blaðsins, borgarstjóri þegar vinnu-
stofa afa var tæmd af borginni
undir umsjá borgarstjóra. Í mín-
um huga var valdið þessi ár ein
„garnaflækja“ og erfitt að sjá hver
var tengdur hvar og í hvorn end-
ann. Eitt víst þó, allir tengdir í
báða og fjölskylda mín máttvana
gegn þeirri subbu.
Ég veit að Sjálfstæðisflokkurinn
er stór og mörg herbergi í því
húsi, ég veit að þar vita flestir lítið
um þetta mál. En ég þykist einnig
vita að þröng valdaklíka haldi
þeim flokki í gíslingu og þeirri
klíku mest málið að réttlætið nái
aldrei fram að ganga í erfðamálum
Jóhannesar Kjarval listmálara. En
það er annarra að dæma hvort
þessi sýn mín er órar eða ekki.
Samsæri hér
og samsæri þar
Ingimundur Kjarval
skrifar um samsæri
’Ég alla tíð síðan taliðað þeirri aðför hafi verið
stjórnað frá ritstjórnar-
skrifstofu Morgunblaðs-
ins af Styrmi Gunnars-
syni og Matthíasi
Johannessen, þá rit-
stjórum blaðsins, og
aðrir fjölmiðlar farið að
óskum þeirra um enga
umfjöllun …‘
Ingimundur Kjarval
Höfundur er sonarsonur
Jóhannesar Kjarval listmálara.
TENGLAR
..............................................
Kjarval.blogspot.com
EG ÓSKA lesendum árs og frið-
ar. Mikið hefur undanfarið verið
rætt um ofurlaun og hermt að
þessi ríkjandi launasmismunur,
sem fer vaxandi, eigi máske eftir
að leiða þjóðina í ógöngur. Má vera
að svo verði.
En það er annað sem engu síður
getur leitt þjóðina í
ógöngur ef svo verður
málum hagað sem
hingað til hefur verið
gjört og þar á eg við
stefnuna í áfengis- og
vímuefnamálum. Eg
eygi ekki annað en
áframhaldandi und-
anlátsstefna stjórn-
valda í þessum málum
leiði þjóðina í hinar
verstu ógöngur. Það
eru margar blikur á
lofti og margir sem
vara við og vilja spyrna við fótum.
Þess vegna var athyglisvert að lesa
Morgunblaðið 2. og 3. jan. sl. þar
sem komið var inn á þessi mál, allt
var það staðfesting þess sem við
bindindismenn höfum haldið fram.
Í samtali við Kristínu Sigurð-
ardóttur lækni nefnir hún það, að á
bráðadeild Landspítalans í Foss-
vogi verði starfsfólkið í vaxandi
mæli fyrir ógnunum af þeirra hálfu
sem þangað leita og einkum þá af
þeim sem koma um helgar. Hún
telur lengri afgreiðslutíma vínveit-
ingastaða ýta undir fíkniefna-
neyzlu og segir orðrétt: „Með því
að framlengja afgreiðslutímann
sendu borgaryfirvöld út þau skila-
boð að það væri bara allt í lagi að
drekka lengur og þ.a.l. meira.“
Ennfremur segir hún:
„að lengingin hafi þó
enn alvarlegri afleið-
ingar, því fólk undir
miklum áhrifum
áfengis sé líklegra en
ella til þess að prófa
örvandi fíkniefni. Fólk
freistast þreytt eftir
langvarandi drykkju
til þess að geta haldið
sér gangandi lengur“.
Hlynur Þorsteinsson
sérfræðilæknir á
slysadeild í nær 20 ár
staðfestir, að starfsfólk á slysa-
deild hafi orðið illþyrmilega vart
við aukna fíkniefnaneyzlu og segir:
„Menn vaka lengur, þeir verða
þreyttir og skapillir, uppstökkir og
laus höndin af litlu eða engu til-
efni. Nú streymi sjúklingar alla
nóttina og langt fram á morgun.
Eftir því sem menn koma seinna,
því viðskotaverri verða þeir.“ Ás-
geir Karlsson, yfirmaður fíkniefna-
deildar lögreglunnar, kveðst sann-
færður um að fíkniefnaneyzla hafi
aukizt á síðustu árum og segir: „Í
dag finnst fólki ekkert tiltökumál
að fá sér örvandi efni af og til. Það
lítur ekki á þetta sem fíkn heldur
sem hluta af skemmtanamynstr-
inu.“ Þá telur hann að harkan í of-
beldinu hafi aukizt, ekki væri hætt
þó menn hefðu fallið í götuna eða í
gólfið. Jafnvel væri ráðist fyrir-
varalaust á fólk af engu tilefni.
Eg tek undir með ritstjóra
Morgunblaðsins sem í leiðara 3.
jan. segir um þessi tilvitnuðu um-
mæli:
„… kemur fram að margir séu
farnir að líta á fíkniefni sem eðli-
legan hluta af skemmtanalífinu.
Það er að sjálfsögðu alveg full-
komlega skelfilegt.“ Ekki væri
vanþörf á því að fara vel ofan í
saumana á þeim augljósu tengslum
sem eru á milli áfengisneyzlu og
neyzlu annarra fíkniefna, þar sem
allar rannsóknir benda til að upp-
haf fíkniefnaneyzlunnar sé í áfeng-
inu og neyzlu þess. Hér má heldur
ekki gleyma áfengisauglýsingunum
sem vaða uppi og ekkert er við
gjört þó kolólöglegar séu. Í útvarp-
inu var fjallað í fregn um áhrif
áfengisauglýsinga. Samkvæmt
rannsókn þ.a.l. kom í ljós að slíkar
auglýsingar höfðu þau áhrif á ung-
linga að þeir leiddust fremur
þeirra vegna til að byrja neyzlu
áfengis og juku neyzlu þess að
sjálfsögðu. Og er það ekki einmitt
ætlan áfengisauðvaldsins að auka
neyzluna – hámarka gróðann?
Eg tek fullkomlega undir með
leiðarahöfundi Morgunblaðsins og
við bindindismenn og eg ætla
hugsandi fólk yfirleitt gjörir, en
hann segir 3. jan.: „Það má hvergi
slaka á í baráttunni við fíkniefna-
djöfulinn.“ Nei, það verður að ráð-
ast að rótum vandans og sann-
arlega hvergi slaka á í baráttunni
við fíkiniefnadjöfulinn – eða djöfl-
ana.
Á ári nýju – Áfram enn
Björn G. Eiríksson fjallar um
vímuefnavandann ’Ekki væri vanþörf áþví að fara vel ofan í
saumana á þeim aug-
ljósu tengslum sem eru
á milli áfengisneyzlu og
neyzlu annarra fíkni-
efna …‘
Björn G. Eiríksson
Höfundur er sérkennari
í fjölmiðlanefnd IOGT.
KARLAR eru frá Mars og konur
eru frá Venus. Ég veit ekki hvort
ég kaupi þessa einföldu skilgrein-
ingu á muninum á
körlum og konum. Í
gegnum árin hef ég
betur og betur gert
mér grein fyrir að eig-
inleikar fólks þ.e. fag-
leg hæfni, hæfni í
stjórnmálum, hæfni í
stjórnun, hæfni til að
leysa mál og hæfni til
hvers konar hluta er
algjörlega óháð kyni.
Það er rétt að við kon-
ur eigum þegar á
heildina er litið erf-
iðara með suma erf-
iðisvinnu, en hvað
toppstykkið varðar
eru kynin jafnhæf.
Sem frambjóðandi í
prófkjöri sjálfstæðim-
anna í Kópavogi stíg
ég fram sem ein-
staklingur með hæfni
og reynslu óháð kyni.
Mikið hefur verið rætt
um niðurstöðu próf-
kjörsins í Garðabæ.
Ég tel að við verðum
að skoða allar breytur
í því máli áður en við
drögum þá ályktun að
konum hafi verið hafn-
að í Garðabæ. Hægt
er að spyrja sig:
Hvernig er samsetn-
ing flokksbundinna einstaklinga í
Garðabæ með tilliti til kyns og ald-
urs? Getur verið að nýliðun hafi
verið lítil og karlarnir hafi verið
betur kynntir meðal flokksbund-
inna sjálfstæðimanna í Garðabæ?
Voru konurnar sambærilegar hvað
varðar hæfni? Jú þær voru það
klárlega. Með þessari síðustu
spurningu er ég ekki að efast um
það, ég veit að þær voru jafnhæfar,
heldur tel ég nauðsynlegt að velta
þessari spurningu upp. Varð nið-
urstaðan kannski óháð kyni? – Við
getum ekki horft fram hjá því að
um var að ræða niðurstöðu úr lýð-
ræðislegri kosningu í lokuðu próf-
kjöri. Spurningin er hins vegar
hvort niðurstaðan endurspegli vilja
Garðbæinga eða hæfni frambjóð-
enda. Mín skoðun er sú að opið
prófkjör endurspegli betur þessa
þætti. Það er staðreynd að það er
þröskuldur fyrir marga að þurfa að
skrá sig í stjórnmálaflokk. Það eru
ekki allir sem kæra sig um að vera
flokksbundnir en vilja samt sem áð-
ur taka afstöðu í próf-
kjöri í sveitarstjórn-
um.
Á hinn bóginn gekk
konum vel í prófkjör-
inu í Reykjavík. Þar
kusu um 20.000
manns. Er samsetning
flokksbundinna í
Reykjavík önnur en í
Garðabæ? – Gefa
20.000 atkvæði réttari
mynd af vilja kjósenda
en rúmlega 1.700 at-
kvæði í Garðabæ?
Samkvæmt reglum
tölfræðinnar á ekki að
vera munur á.
Við skulum minnast
þess að í prófkjöri fyr-
ir síðustu Alþingis-
kosningar biðu konur
í Reykjavík afhroð og
lengi vel var ein kona
fyrir bæði Reykjavík
suður og Reykjavík
norður af níu þing-
mönnum beggja kjör-
dæma, Sólveig Pét-
ursdóttir sem lenti í 5.
sæti í Reykjavík suð-
ur. Ein kona af níu!
Ásta Möller var inni
sem varamaður en fór
í fast sæti eftir að
Davíð Oddsson hætti.
Konurnar í Reykjavík eru sem sagt
tvær af níu þingmönnum. Sjálf-
stæðismenn í Reykjavík hafa því
væntanlega verið meðvitaðir í próf-
kjörinu í haust um að tryggja jafna
skiptingu kynja á lista fyrir næstu
borgarstjórnarkosningar. Garðbæ-
ingar hafa á hinn bóginn ekki kosið
í prófkjöri í 28 ár og sofnuðu á
verðinum. Fyrir síðustu kosningar
var stillt upp í Garðabæ og núna
áttuðu menn sig ekki á mikilvægi
þess að byggja upp lista með
breidd í aldri, þekkingu og reynslu
og síðast en ekki síst lista beggja
kynja.
Sá þáttur sem oft er spurt um:
Voru konurnar nógu harðar í bar-
áttunni, eða við smölun nýrra
skráninga í flokkinn? Það væri
fróðlegt að vita hvaða frambjóðandi
smalaði mest. Ég veit að þær lögðu
jafnhart að sér, en voru konurnar
nægilega ýtnar og harðar í að nýta
sér tengslanetið? Karlar eru jú
frekar í hinum ýmsu klúbbum og
hafa oft öflugt tengslanet og má
vera að það hafi vegið mikið hjá
sumum karlframbjóðendum.
Við konur þurfum að beita sömu
leikaðferðum og karlar til að eiga
möguleika á að vinna leikinn. Það
er ljóst að það eru margar konur
sem það gera, en þær þurfa að vera
fleiri.
Hitt er svo annað mál að við kon-
ur verðum að átta okkur á að við
þurfum ekki að vera betri en karl-
arnir til að standast samanburð, að-
eins jafngóðar.
Ég ber þá von í brjósti að þeir
sem kjósa fólk til að vinna að mál-
efnum í sveitarstjórnum velji það
fólk sem þeir telja best til þess fall-
ið að sinna verkefnum og best til að
ná árangri í kosningum í vor þar
sem valið stendur á milli hópa fólks
sem aðgreinir sig eftir stjórn-
málaflokkum. Ég hvet alla sem rétt
hafa til þátttöku í prófkjörinu í
Kópavogi á laugardaginn til að taka
afstöðu, kynna sér frambjóðendur
vel og velja með opnum huga þá að-
ila sem þeir telja líklegasta til að
leiða flokkinn til sigurs í komandi
kosningum.
Stelpur og strákar
í stjórnmálum
Eftir Ragnheiði Kristínu
Guðmundsdóttur
’Ég hvet allasem rétt hafa til
þátttöku í próf-
kjörinu í Kópa-
vogi á laugar-
daginn til að
taka afstöðu,
kynna sér fram-
bjóðendur vel og
velja með opn-
um huga …‘
Ragnheiður Kristín
Guðmundsdóttir
Höfundur býður sig fram í 4.–5.
sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna
í Kópavogi nk. laugardag.
Prófkjör Kópavogur