Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2006 47 HESTAR H vítárhestar ehf. er heitið á hestamiðstöð Erlings Erlingssonar og Viðju Hrundar Hreggviðsdóttur í Langholti 1 í Hraungerðishreppi í Árnessýslu. Það er mikið um að vera hjá þeim þessa dagana því nú þegar eru þau með 51 hross á járn- um og er stefnt með öll hross sem þau fá eftir áramót í dóm í vor. 15 þessara hrossa hafa nú þegar ein- kunn inn á landsmót og rúmlega það og þau segjast hafa feiknamikið af ungum hrossum á sínum snærum sem ættu að komast léttilega inn á það. Jafnvel gætu einhver þeirra orðið „stjörnur“ en þau verði að sjálfsögðu að klára veturinn fyrst. Fyrirtækið vex sífellt og þau segjast aldrei hafa verið betur mönnuð en í ár, þau hafi mjög gott fólk hjá sér í vinnu. Fimm starfa á tamningastöðinni, auk þeirra eru það Elín Magnúsdóttir í Oddgeirs- hólum, Þórdís Erla Gunnarsdóttir frá Auðsholtshjáleigu, sem er Hóla- nemi, og Bernhard Podlech frá Þýskalandi sem er nýkominn. Hann er sonur Brunos Podlechs, hins kunna hrossaræktanda í Schwarz- wald. Þruma, Sefja og Hátíð toppurinn Lífið hjá þeim skötuhjúum geng- ur út á það að fara með hross í dóm, mestöll þeirra vinna miðast við það. Þau hafa sannað sig við sýningu kynbótahrossa, svo vægt sé til orða tekið, en til þeirra leitar fastur viðskiptamannahópur ár eftir ár og þess vegna ekki svo mikil breyting á honum. „Í fyrra unnum við með um 300 hross og við kom- um 95 hrossum í gegnum kynbóta- sýningu, af þeim fóru tæplega 40 í 1. verðlaun,“ segir Erlingur. Enn var nóg að gera hjá þeim síðsumars og þau ákváðu að sleppa heims- meistaramótinu í Svíþjóð því of stutt var í að þau þyrftu að sýna 30 hesta. Erlingur segir að mikil sam- staða ríki á meðal Íslendinganna á heimsmeistaramótunum og önnur keppnislið öfundi þá af því. Sig- urður Sæmundsson lands- liðseinvaldur eigi heiður skilinn fyr- ir að þjappa fólki saman og hann ásamt Einari Öder Magnússyni sé ómissandi föðurímynd og stuðpúði ef eitthvað bjáti á. Hann segir þennan anda til marks um það ágætissamstarf sem sé á milli tamningamanna, á meðal þeirra sé ekki rígur eins og margir haldi. Þeir hiki ekki við að ráðfæra sig hver við annan. „Við búum t.a.m. vel að nágranna okkar, hinum fyrr- nefnda Einari Öder í Halakoti, sem er alfræðiorðabók um hesta og einn besti reiðkennari landsins. Auðvitað er samkeppni í þessum geira eins og öðrum en einhverra hluta vegna eru dýrin í skóginum vinir þegar upp er staðið.“ Frumtamningatörnin er á haust- in, enda segja þau það langbesta tímann til að temja, þá hlusti hross- in mest á tamningamanninn og séu róleg, en þau temja 50–60 hross á þessum tíma. Þau segja mun meira lagt í tamningar en áður. Hjá þeim eru hrossin tamin inni í húsi fyrstu þrjár vikurnar eða þar til að þau kunna allt sem þarf til að hestur geti talist taminn. „Þú ríður út á tömdum og traustum hesti og það kemur ekkert upp á eins og áður vildi brenna við, allt í rokum kannski,“ segir Viðja. Þau segja það mjög mikilvægt að það verði aldrei árekstur í tamningunni og maður tapi aldrei fyrir hestinum, öll atriði verði að takast því að öll mis- tök fái maður í hausinn aftur og þurfi að laga síðar. Eftir jól kemur ekkert ótamið hross til Viðju og Erlings og þau vinna þá einungis með kynbóta- hross og líkar það vel. „Mér finnst miklu meira gefandi að vinna með hryssur og stóðhesta heldur en geldinga því þeir verða einhvern veginn persónulausir, tapa svo miklu við geldinguna,“ segir Erling- ur. Þau hafa mikið unnið með ung hross, meira en margur, og í fyrra voru flest hrossin á þeirra vegum 4 vetra, næststærsti hópurinn 5 vetra. Þau eru ánægð með árang- urinn og efst í huga þeirra eru þrjár hryssur, Hátíð frá Úlfs- stöðum, sem fékk 9,5 fyrir tölt 4 vetra, Sefja frá Úlfljótsvatni, sem þau segja alveg ævintýralegt hross, enda hæst dæmda 5 vetra hryssan í fyrra, og Þruma frá Hólshúsum, 6.–7. hæst dæmda klárhryssa í heimi, en þau hafa eignast 1⁄3 hlut í henni og segja það standa upp úr. Hún hélt ekki í fyrra og er því komin á ný á hús. Síðan megi nefna fyrstu trippin undan Hágangi frá Narfastöðum. „Þessar þrjár Hágangsdætur [Frá, Hekla og Nánd frá Miðsitju] sitja í manni, þær eru eftirminnilegar fyrir feg- urð og mikinn næmleika, eru skemmtileg hross. Þær eru allar komnar aftur og ein ný 4 vetra,“ segir Erlingur. Spurð um eigin hrossaeign segj- ast þau halda 1–2 hryssum undir hest á ári og hafa þau fengið lán- aðar hryssur. „Það hefur verið mottó hjá mér að eignast ekki of mikið af hrossum,“ segir Erlingur en þau eiga einn taminn hest, eina tamda folaldsmeri og nokkur trippi. Reyndar sé stefnt að því að koma sér upp 1–2 góðum hryssum eins og dæmið um Þrumu sannar. Fá rjómann úr íslenskri hrossarækt Þegar talið berst að hestgerðum segist Erlingur helst vilja klárhest með skeiði, sem hljómar undarlega í eyrum. „Öll þessi bestu hross eru þannig, t.d. með 9 fyrir tölt og brokk og 8,5 fyrir skeið eða öfugt. Þetta eru náttúrlega klárhross með skeiði – ofboðslega flink. Ef um klárhest er að ræða er ekki nóg að hann sé meðalgóður, hann þarf að vera úrvalstöltari með a.m.k. 9 fyrir tölt, ef ekki 9,5. En það er auðvitað svo erfitt að rækta þessa tegund sem er markmið allra,“ segir Er- lingur. „Maður vill úrvalstöltara með fimmta gírinn,“ tekur Viðja undir. Þau segja klárhestavinsældir hafa verið miklar og að við þurfum að fara að hugsa meira um íslenska alhliðahestinn þar sem kannski skeiðið er ríkjandi, reyndar séu mjög klárgeng hross á undanhaldi. „En auðvitað má segja eins og er að hrossin sem koma inn á stærri tamningastöðvar eru rjóminn úr ís- lenskri hrossarækt, þannig að við erum kannski orðin fullgóðu von. Ég held það þyrfti hugarfarsbreyt- ingu hjá mér til að fara að ríða út á miðlungsgóðum geldingi bara mér til ánægju, maður þarf meira en það,“ segir Erlingur. „Við höfum náttúrlega kynnst svo ofsalegum hrossum,“ segir Viðja og segir að ef hún ætti að nefna eitt eftirlætishross væri það Hending frá Úlfsstöðum en hún var alfarið með hana og þjálfaði veturinn fyrir landsmótið á Hellu 2004. „Á bak við hana er mikil vinna, enda mjög vilj- ug og ör, og vinnan skilaði sér líka svona vel. Málið er að maður á svo mikið í þessum hrossum að þau verða nánast eins og börnin manns, verður eigingjarn á þau, og ég verð hálffúl þegar þau fara. Folaldið sem Hending átti í fyrra heitir m.a.s. Hrund í höfuðið á mér, seinna nafn- inu, ég er ægilega montin með þá Orradóttur,“ segir Viðja. Miðsitjuhrossin og Ófeigur „betri“ frá Hvanneyri Í pólitíkinni alræmdu um ættir hrossa segist Erlingur vera alveg sama hvaðan gott kemur og skoðun þeirra Viðju um að alls staðar megi finna gott hross og vont gefur mörgum hestamanninum von, því öll vonumst við jú til að detta í lukkupottinn. Erlingur segist þó alltaf veikur fyrir Miðsitjuhross- unum, ættboganum út af Kröflu frá Sauðárkróki. „Reyndar er ég mikill aðdáandi Ófeigs frá Hvanneyri og margir skilja það ekki, ég kalla hann Ófeig betri [í samanburði við Ófeig frá Flugumýri]. Undan hon- um eru óskapleg vilja- og getuhross en inni á milli auðvitað verri. Þegar þau eru góð eru eiginlega engin hross afkastameiri, krafturinn og einbeitingin alveg með ólíkindum,“ segir Erlingur og nefnir í því sam- bandi Frumu frá Efri-Þverá sem þau voru með. Óþolinmæði hafi hins vegar gætt með Ófeigsafkvæmin því þau hafi ekki verið bráðþroska en þegar viljinn kom hafi verið eins gott að halda sér! Í þessu samhengi minnir Viðja á nauðsyn þolinmæð- innar í hestamennsku: „Það kemur fyrir að maður haldi í tamningunni að trippi sé truflað en svo lagast allt á næsta ári, þau eru sum ekki nægjanlega þroskuð mjög ung og ráða ekki við þetta allt andlega.“ Í þessum umræðum um vilja- hross ber hryssuna Björk frá Litlu- Tungu á góma. Um hana hefur Er- lingur að segja: „Hún hafði svo mikinn kraft og ákveðni, var svo gaman hjá henni, að við tömdum hana fyrstu tvo mánuðina inni. Ekki vegna vandamála heldur fór hún bæði fram úr sér og knapanum og því varð hún að kunna allt áður en hún fór út. Og þá var ekki til í að hún væri reikul í spori eins og flest tamningatrippi í fyrstu, hún brokkaði stefnuföst beint áfram.“ Sá hana í áhorfendabrekkunni En hvernig skyldi þetta sam- henta par hafa kynnst? Svarið ligg- ur í augum uppi; á kynbótasýningu á Hellu. Erlingur verður fyrir svör- um: „Ég var að sýna hryssu sem Jónas bróðir Viðju átti í verðlauna- afhendingu fyrir Þórð Þorgeirsson, sá hana í brekkunni og ákvað fram- haldið – framtíðin var ráðin á tíu dögum eða svo.“ Bæði hafa þau haft hesta- mennsku að atvinnu síðustu tíu ár- in. Viðja er fædd og uppalin í Lang- holti og kynntist þar hrossum föðurbróður síns, tamdi þar ásamt bróður sínum og víðar í Flóanum. Hún lauk prófi frá Hólum og hlaut þar ásetuverðlaun FT. Erlingur er úr Mosfellsdalnum og byrjaði í hestamennsku í gegnum Sigurbjörn Bárðarson sem vantaði einhvern til að hleypa kappreiðarhrossum en Erlingur segist hafa verið tilvalinn í slíkt, léttur og lítill unglingur og ekki hræddur við neitt. Hann stundaði hjólakúnstir og Sigurbjörn veitti því athygli hve hann var lið- ugur á reiðhjólinu og með gott jafn- vægi. Hjá Sigurbirni kynntist Er- lingur öllum hliðum á þjálfun á topphrossum og einnig kenndi Ei- ríkur heitinn Guðmundsson honum mikið, enda miklir vinir. Áður en hann flutti að Langholti var hann í sjö ár hjá Brynjari Vilmundarsyni á Feti og sem kunnugt er með góðum árangri. Í Langholti býr stór fjölskylda og segja Viðja og Erlingur að þau eigi þar góða að, árangur þeirra byggist á því. Þannig sé hægt að leita til foreldra Viðju – galdramanns með hamar og góðrar ömmu fyrir Hjör- dísi Björgu, dóttur Viðju. Að síðustu leikur blaðamanni for- vitni á að vita hvort atvinnumenn í hestamennsku fái aldrei leið á vinnunni og missi jafnvel áhugann á hrossum. „Þetta er eins og með alla aðra vinnu, maður getur fengið nóg,“ segir Viðja. Erlingur segist ekki hafa farið varhluta af því í fyrra en árið hafi verið frekar strembið, enda mörg hross komið við sögu hjá þeim. Viðja og Elín sáu einar um tamningarnar í haust eftir fyrsta mánuðinn en þá fór Erlingur út til Bandaríkjanna og síðan Þýskalands til að kenna og sýna fleiri hross! „Þegar ég kom heim datt mér ekki í hug að líta á hrossin í stíunum heldur fór að smíða hérna í hesthúsinu. Hins vegar er maður ekki marga daga í fríi frá hestunum áður en mann fer að klæja aftur.“ Þeim finnst þetta skemmtilegt starf og gefandi því alltaf sé að koma eitthvað nýtt og betra fram í grein- inni og það haldi þeim gangandi. Hrossaræktin skili miklu og hrossin verði sífellt betri, geðslagið betra, þau séu auðtamdari, betur upp alin og sterkari. „Það spillir heldur ekki fyrir að vera e.k. áskrifandi að hrossum undan ákveðnum hryssum, t.d. Sömbu frá Miðsitju, maður get- ur hreinlega ekki beðið eftir fyrstu afkvæmum hennar.“ Slíkar eru taugarnar til margra góðra hryssna hjá Erlingi. Mikil og góð samskipti við eigendur séu líka mikilvæg í þessu samhengi. Þau hlakka greinilega til kom- andi verka: „Mér finnst þetta mjög skemmtilegur tími þegar hrossin koma núna aftur eftir síðasta vetur og efnileg trippi frá því í haust, að koma þessu öllu heim og saman og hefjast handa. Stundum hefur hvíldin gert þau betri enda hafa þau fengið að hugsa um fyrri lær- dóm,“ segir Viðja að lokum. Sama hvaðan gott kemur Hvers konar vinna fer fram á stórri tamn- ingamiðstöð þar sem á sjötta tug hrossa bíð- ur manns? Þuríður M. Björnsdóttir óð snjó- inn austur í Flóa til hinna kunnu tamn- ingamanna Erlings Erlingssonar og Viðju Hrundar Hreggviðs- dóttur í Langholti og kannaði málið. Morgunblaðið/Þuríður M. Björnsdóttir Í hesthúsinu í Langholti: Viðja Hrund Hreggviðsdóttir, sem heldur í Þrumu frá Hólshúsum, aðstoðarmaðurinn Bern- hard Podlech og Erlingur Erlingsson, en hann heldur í Kvistu frá Syðri-Gegnishólum, sem er á fjórða vetri. Hryss- urnar eru báðar undan Bliku frá Hólshúsum, en Þruma er undan Þorra frá Þúfu og Kvista undan Nagla frá Þúfu. FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár VEGNA MIKILLAR SÖLU Í ÞESSARI VIKU BRÁÐVANTAR RAÐHÚS Í ÁSGARÐI/TUNGUVEGI Við höfum selt þegar í þessari viku tvö raðhús við Ásgarð og okkur bráðvantar fleiri hús, þar sem við höfum nú þegar fjölda kaupenda að slíku húsnæði, sem misstu af þeim tveimur húsum sem við höfðum í boði. Vinsamlegast hafið samband og við munum veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.