Morgunblaðið - 19.01.2006, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.01.2006, Qupperneq 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn SÆL ELLA, ÉG ER BÚINN AÐ SKIPULEGGJA HIÐ FULLKOMNA KVÖLD ÞURFUM VIÐ HVAÐ? JÁ ELLA, VIÐ ÞURFUM AÐ VERA SAMAN SVO ÞETTA VIRKI ÞAR FÓR ÞAÐ BYRJAR SKÓLINN Á MORGUN? NEI, EFTIR VIKU ÚFF, ÞAÐ VAR EINS GOTT. ÉG ER EKKI ALVEG TILBÚIN... ÉG VEIT EKKI HVAR NESTIS- BOXIÐ MITT ER...HVORT SKÓRNIR MÍNIR ERU HREINIR... NÆSTI ÞRIÐJUDAGUR VERÐUR ROSALEGUR BANG! ÚFFF! NÚ NÆ ÉG ÞÉR, KALLINN ÉG SKIL EKKI AF HVERJU LÆKNIRINN ER SVONA HRÆDDUR VIÐ ÞIG, KRÚTTIÐ MITT VERTU NÚ ALVEG RÓLEGUR Á MEÐAN ÉG NÆ Í TANNBURSTANN ÞINN HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR HERRA MINN? ÉG ÆTLA AÐ FÁ HJÁ ÞÉR SEX SKAMMTA AF KJÚKLINGI, TVO SKAMTA AF LAMBAKJÖTI, EINA NAUTASTEIK OG STÓRAN SKAMMT AF KARTÖFLUM FLOTT ER. MÁ NOKKUÐ BJÓÐA ÞÉR FORRÉTT? ÞETTA VAR FORRÉTTURINN Í AÐALRÉTT ÆTLA ÉG SVO AÐ FÁ... Í SÍÐASTA SKIPTI... HVAR ER MAÐURINN ÞINN? ÉG ÞORI EKKI AÐ SEGJA HENNI... ... HÚN GÆTI KOMIST AÐ ÞVÍ AÐ HANN ER KÓNGULÓARMAÐURINN ÉF MIG HEFÐI LANGAÐ Í RAKSTUR ÞÁ HEFÐI ÉG FARIÐ TIL RAKARA 100 KERRY FYLGISMENN Í MÍNU HÚSI! HELD NÚ SÍÐUR! HVAÐ MEÐ AÐ PABBI FÁI AÐ HALDA VEISLU TIL STUÐNINGS BUSH, SVONA TIL AÐ JAFNA ÞETTA ÚT ÉG SPURÐI HANN OG HANN VILL ÞAÐ EKKI HÚN VEIT AÐ ÉG ÞOLI EKKI VEISLUR PABBI ÞINN ER BARA REIÐUR AF ÞVÍ AÐ ÉG ÆTLA AÐ HALDA VEISLU TIL STUÐNINGS KERRY MJÖG PÓLITÍSKT MAMMA! Dagbók Í dag er fimmtudagur 19. janúar, 19. dagur ársins 2006 Það er eins og margtharðfullorðið fólk hafi aldrei séð snjó fyrr miðað við hvernig ökutækjum er beitt í fannferginu og hálk- unni um þessar mund- ir. Víkverji staðnæm- ist aðallega við aðferðir fólks við að ná fólksbílum út úr snjó- ugum bílastæðum. Það er ekki nema von að annar hver maður sitji kolfastur þegar skoðað er hvernig fólk hagar sér undir stýr- inu. Hvað eftir annað verða á vegi Víkverja harðákveðnir ökumenn sem halda að bensínið í botni leysi vandann. Nú virðast þetta ekki vera nein unglömb, svona þegar hinn gangandi Víkverji reynir að njósna inn um bílgluggana. Vík- verji spyr sig hvort þessir ökumenn haldi að spólaðferðin dugi eitthvað betur nú en annað, leiðandi hugann að þeirri staðreynd að þetta fólk hlýtur að hafa tekist á við vetr- arfærð um sína daga. Þetta er ein- kennilegt. Skilur fólk ekki að það á að koma bílnum upp í rugg og forð- ast allt spól? Jugga bílnum fram og til baka án þess að spóla og fyrr en varir er hann kominn út á breiðu brautina. Varið ykkur líka þar, ökumenn. Góða ferð. x x x Víkverji ætlar svosannarlega að fylgjast með karldúkk- unum í sjónvarpsþætt- inum Kallarnir á sjón- varpsstöðinni Sirkus. Gaman er að geta þess í framhjáhlaupi að um þessar mundir eru níu ár síðan Víkverji fór í sinn síðasta ljósatíma enda var hann orðinn hundleiður á því að vera alltaf eins og gamla brúna frænkan í myndinni There is Somet- hing About Mary. Ógleymanleg mynd að mati Víkverja. En kallarnir fíla brúnkuna í botn og verði þeim að góðu. Eitt af því sem Víkverja líst sérstaklega vel á er að Geir Ólafs- son, söngvari og lífskúnstner, ætlar að kenna köllunum kurteisi og róm- antík. Spurning hvort þeir verði þá búnir að venja sig af því að kalla konur mellur fyrir vorið! Hvað hefur eiginlega gengið á hjá köllum sem kalla konur mellur og búa til sitt eig- ið tungumál? Ef þetta er ekki óska- verkefni fyrir barnasálfræðinga veit Víkverji ekki hvað. Víkverji skrifar...       Hallgrímskirkja | Hádegistónleikar verða í Hallgrímskirkju kl. 12 á hádegi á laugardag. Þar leikur Guðmundur Sigurðsson, organisti Bústaðakirkju og formaður Félags íslenskra organleikara, orgeltónlist eftir Pachelbel, Charles Ives og útsetningar á sálmalögum eftir djassleikarann George Shearing. Ókeypis er fyrir börn og skólafólk undir 26 ára aldri. Að tónleikunum loknum verða nýbakaðar vöfflur og kaffihressing seld í suðursal kirkjunnar. Morgunblaðið/Þorkell Klais-orgelið hljómar MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Orð viturra manna, sem hlustað er á í ró, eru betri en óp valdhafans meðal heimskingjanna. (Préd. 9, 17.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.