Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 34
F
rost og stilla, grenitré í
vetrarbúningi og upp-
lýstar skíðabrekkur
taka á móti ferðalöng-
um í Högfjället í Sälen í
sænsku Dölunum í byrjun janúar.
Þetta er kaldasti tími ársins og dúð-
aðir skíðamenn svífa niður brekk-
urnar gervisnævi þaktar.
En það er líka nægur alvörusnjór
á þessu stærsta skíðasvæði Norður-
landanna. Högfjället er eitt af fjór-
um svæðum Skistar sem öll eru í Sä-
len, hin eru Lindvallen, Hundfjället
og Tandådalen. Hægt er að kaupa
sér skíðakort sem gildir á öllum fjór-
um svæðunum eða kort sem gildir á
tvö þau síðastnefndu annars vegar
og tvö þau fyrstnefndu hins vegar.
Til Sälen teljast reyndar einnig
sjálfstæðu skíðasvæðin Kläppen og
Stöten þar sem önnur kort gilda.
Nokkurra daga skíðaferð er fast-
ur liður hjá mörgum sænskum fjöl-
skyldum einhvern tíma að vetrinum.
Gisting er af ýmsu tagi, allt frá fá-
brotnum gistiheimilum til lúxushót-
ela og alls kyns kofar og íbúðir þar á
milli. Kofar og íbúðir eru margir í
einkaeigu en er oft leigt út þegar
fjölskyldan eða fjölskyldurnar sem
eiga híbýlin eru ekki að nota þau.
Verð á gistingu er mismunandi eftir
fjarlægð frá brekku, stærð, aðstöðu
og síðast en ekki síst árstíma. Á
Netinu er hægt að fá allar upplýs-
ingar um verð og aðbúnað.
Vika 2 ódýrust
Svíarnir miða allt út frá vikum
ársins og vikunúmer þarf að hafa á
hreinu þegar panta á gistingu í Sví-
þjóð. Vika 2 er t.d. ódýrust á flestum
skíðasvæðum, í ár var það tímabilið
8.–15. janúar, en tímabilið er yfirleitt
frá sunnudegi til sunnudags. Einnig
er hægt að panta frá sunnudegi til
fimmtudags eða frá fimmtudegi til
sunnudags. Þetta er kaldasti tíminn,
skólarnir nýbyrjaðir og jólafríið
nýbúið. Átta manna íbúð á nýja hót-
elinu Ski Lodge í Lindvallen kostaði
t.d. um 6.000 sænskar krónur í heila
viku 2, þ.e. um 48 þúsund íslenskar
krónur. Til samanburðar kostar
sama íbúð í viku 7 sem er samræmt
vetrarleyfi grunnskólanna í hluta
Svíþjóðar, um 18.000 sænskar krón-
ur, þ.e. 144 þúsund íslenskar krónur,
eða þrisvar sinnum meira. Að sjálf-
sögðu er einnig hægt að fá mun
ódýrari gistingu í Sälen.
Stutt frá Ósló
Þrátt fyrir að Sälen sé í Svíþjóð
getur borgað sig fyrir Íslendinga
sem vilja prófa sænsku skíðasvæðin
að fljúga beint til Ósló. Þaðan er að-
eins tveggja til þriggja tíma akstur í
sænsku fjöllin en frá Stokkhólmi
getur tekið fimm til sex tíma að
keyra. Eigendur að skíðasvæðinu í
Sälen eru m.a.s. þeir sömu og eiga
skíðasvæðin í Trysil og Hemsedal í
Noregi, þ.e. fyrirtækið Skistar. Það
á einnig á sænsku skíðasvæðin í
Vemdalen og Åre, enn norðar í Sví-
þjóð. Þetta eru þekktustu skíða-
svæðin á Norðurlöndunum og Åre
hefur m.a. verið kallað sænsku Alp-
arnir. Mörg minni svæði eru þó í
Svíþjóð líka, t.d. Branäs, Idre og
Hovfjället.
Hugsað fyrir þörfum barna
Barnafjölskyldur eiga sérstaklega
vel heima í Sälen. Þar er hugsað fyr-
ir þörfum þeirra minnstu, bæði hvað
varðar brekkur og afþreyingu. Börn
á öllum aldri finna brekkur við sitt
hæfi og skíðaskólar, fjallaleikskóli,
barnamatseðlar og klósett í barna-
stærð, bera m.a. vott um að hugsað
er fyrir þörfum barnanna.
Hólabrekka ein í Högfjället hlaut
t.d. góða einkunn krakka á aldrinum
6–10 ára. Barnvæn diskalyfta bar
þau upp stuttan spotta og svo var
brunað niður aflíðandi brekku sem
var skorin sundur og saman af
litlum hólum og stökkbrettum. Þeg-
ar þreyta og kuldi sóttu að var sest
inn í afdrep í hótelinu í Högfjället
þar sem tekið var til við kofabygg-
ingar úr risakubbum af miklum móð.
Eftir hádegismat og hvíld er
stefnan svo tekin á Lindvallen sem
er stærra svæði og með nokkrum
stólalyftum ólíkt Högfjället þar sem
einungis eru T-lyftur og diskalyftur.
Þægileg stærð
Skíðasvæði á Norðurlöndunum
jafnast kannski ekki á við Alpana að
umfangi en stærðin er þægileg og
auðvelt er að rata. Lyfturnar í Sälen
eru alls 92 og brekkurnar 112. Á
einni helgi kemst maður bara yfir
lítið brot af því. Högfjället og Lind-
vallen liggja saman og hentugt var
að skipta dögunum í fyrir og eftir
hádegismat í íbúðinni í Högfjället
þar sem morgunninn fór í Lindval-
len-brekkur en skíðað í Högfjället
eftir hádegi eða öfugt. Mat-
vöruverslanir eru á öllum svæðum
og auðvelt að kaupa í matinn til að
elda í íbúðunum þar sem öll aðstaða
og áhöld eru fyrir hendi. Veitinga-
staðir eru líka á öllum svæðum, allt
frá hamborgarastöðum upp í fyrsta
flokks veitingahús. „After-ski barir
eru líka margir, sem og kaffihús. Á
miðjum degi er ómótstæðilegt að
taka hlé og hlýja sér inni í einu af
mörgum vöfflukaffihúsum með heitu
kakói og vöfflu.
Gammelgården í Högfjället á sér
t.d. langa sögu. Húsið er frá
sautjándu öld en var flutt á þann
stað sem það er nú þegar skíðagestir
tóku að streyma til Högfjället í Säl-
en á fjórða áratug síðustu aldar.
Gestir Högfjällshotellet gengu þá
iðulega á skíðum til Gammelgården
til að fá sér stökka, nýbakaða vöfflu
með rjóma og moltuberjasultu (gul,
villt hindber sem vaxa á fjöllum í
Noregi og Svíþjóð). Þetta er líka
hægt að gera sjötíu árum seinna og
sú reynsla svíkur ekki, uppskriftin
hefur verið sú sama allan tímann og
er haldið vel leyndri. Í Gammelg-
ården er nú einnig hótel og veitinga-
staður. Högfjällshotellet markaði
upphafið að Sälen sem vinsælasta
skíðasvæði Svíþjóðar en uppbygg-
ingin hófst svo fyrir alvöru á sjöunda
áratugnum.
Skíðalyftur í Sälen eru að jafnaði
opnar frá kl. 9 á morgnana til 15.30.
FERÐALÖG | Fjölskylduvæn aðstaða á stærsta skíðasvæði Norðurlandanna
Á skíðum í Sälen
Ein af stólalyftunum í Lindvallen þar sem aðsóknin er mikil.
Morgunblaðið/Steingerður
Eftir Steingerði Ólafsdóttur
steingerdur@telia.com
34 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í JANÚAR
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Fugla- og náttúruskoðun í
Búlgaríu og Rúmeníu
Fuglaáhugamennirnir Jóhann Óli
Hilmarsson og Jón Örn Kristleifsson
standa fyrir tveggja vikna fugla- og
náttúruskoðunarferð með menning-
arlegu ívafi til Búlgaríu og óshólma
Dónár í Rúmeníu í vor í samstarfi við
Fuglavernd og Fuglaverndarfélag
Búlgaríu.
Jóhann Óli verður fararstjóri, en ís-
lenski hópurinn kemur síðan til með
að njóta leiðsagnar heimamanna í
báðum löndum. Ferðin er ráðgerð
22. apríl til 6. maí og verður flogið til
Sofíu í gegnum Kaupmannahöfn.
Einkar
fjölbreytt
fuglalíf
Að sögn Jóhanns
Óla er stefnt að
því að fara um
sem fjölbreyttust
kjörlendi í Búlg-
aríu og mega
leiðangursmenn
búast við að sjá
allt að tvö hundr-
uð tegundir í ferðinni. „Óspillt nátt-
úra er stærsti kostur landsins og líf-
ríkið er fjölbreytt. Þar vaxa um
3.500 plöntutegundir og yfir fjögur
hundruð fuglategundir hafa fundist
þar. Verðmætustu svæðin eru varð-
veitt í þremur þjóðgörðum og fjölda
friðlanda. Fjölbreytni fuglalífsins er
rómuð og þar má finna margar af
einkennistegundum Austur- og Suð-
austur-Evrópu. Meðal þeirra eru kufl-,
gæsa- og skarngammur, gammörn,
arnvákur, stúfhaukur, kvöldfálki,
dvergskarfur, roðakani, hrokkinkani,
hvít- og kolstorkur, fjallgæs, fag-
urgæs, jarpönd, drumbspæta, her-
fugl, býsvelgur, bláhrani, dvalsöngvari,
ólívusöngvari, mánagrípur, nunnudep-
ill, grímusvarri, bjargfeti og margir
fleiri. Má búast við að rekast á ýmis
hjartardýr, villisvín, birni, rauðrefi,
sjakala og jafnvel úlfa.“
Dónárdeltan í Rúmeníu er stærsta
óshólmasvæði Evrópu ásasmt Doñ-
ana á Spáni og Camarque í Frakk-
landi. „Fuglalíf er fjölbreytt og þar
eru stærstu vetrarstöðvar fag-
urgæsar í heiminum, varpstöðvar
bognefs, sefþvara, rindilþvara og
fleiri hegrategunda, flatnefs, jarp-
andar, gnýarnar, margra þernuteg-
unda, úfs, balkanaspætu, náttfara,
laufglóa, pungmeisu og fjölmargra
annarra spörfugla. Gaupa, rádýr og
villisvín eru meðal spendýra delt-
unnar. Yfir 1.600 skordýrategundir
hafa fundist þar og gróðurfarið er
einstakt,“ segir Jóhann Óli.
Herfugl
www.ferdaklubbur.is
Opið í Kerlingarfjöllum
Fannborg ehf., sem rekið hefur ferða-
mannaþjónustu í Kerlingarfjöllum
samfellt síðan félagið var stofnað árið
1964, hefur frá árinu 2000 einbeitt
sér að reka gistiþjónustu, en fram til
þess tíma var megináherslan rekstur
Skíðaskóla og þjónustu tengdri henni.
Í fréttatilkynningu frá Fannborg ehf.
segir að Kerlingarfjallasvæðið sé
meðal áhugaverðustu útivistarsvæða
landsins hvort sem litið er til lands-
lags, jarðfræði eða víðsýni, enda er í
Kerlingarfjöllum, einn fárra staða þar
sem hægt er að sjá til sjávar bæði
fyrir norðan og sunnan land. Með
merkingu gönguleiða og útgáfu
göngukorta hefur Fannborg lagt sitt
af mörkum til að gera landið aðgengi-
legra. Sívaxandi fjöldi innlendra og er-
lendra ferðamanna leggja nú leið sína
í Kerlingarfjöll, sumar sem vetur, til
að njóta einstakrar náttúru svæð-
isins. Ákveðið hefur verið að hafa op-
ið aðra hvora helgi í vetur til að
mæta eftirspurn frá vélsleða- og
jeppamönnum. Þetta hefur mælst vel
fyrir og nú þegar liggja fyrir margar
bókanir.
Ný heimasíða hefur jafnframt litið
dagsins ljós og er þar að finna ýmsan
fróðleik og myndir frá svæðinu.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Slóðin hjá ferðaþjónustunni í Kerl-
ingarfjöllum er www.kerling-
arfjoll.is