Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRIÐ er 1958, umhverfið afskekkt
munaðarleysingjahæli í Frönsku
Ölpunum. Í myndarbyrjun er Anna
(Ledoyen), að hefja störf við ræst-
ingar en hælið hefur verið tæmt að
undanskildri matseljunni Helenku
(Lazar) og vistmanninum Judith
(Doillon).
Ekki líður á löngu uns Anna
kemst að því að hælið býr yfir
myrkum leyndarmálum og ýmsu
fleiru sem augað ekki sér. Hún
heyrir yfirnáttúrleg hljóð og óút-
skýranlegir atburðir eru sífellt að
gerast í návist hennar. Judith, sem
hefur dvalið á hælinu frá barnæsku
og er andlega vanheil, deilir reynsl-
unni að einhverju leyti með Önnu
en Helenka lætur sem ekkert sé, að
því er virðist gegn betri vitund.
Anna fer að rannsaka hælið upp
á eigin spýtur og hefur ekki leitað
lengi er hún kemst að því að þessi
stóra og skuggalega bygging býr
yfir óþægilegum leyndarmálum
sem tengjast börnum sem voru
vistuð á stofnuninni á stríðs-
árunum, eins býr hún sjálf yfir
leyndarmáli sem getur ekki dulist
til lengdar fyrir öðrum.
Upphafið minnir á The Shining,
því miður nær samanburðurinn
ekki lengra. Saint Ange fer bæri-
lega af stað sem hefðbundin
draugasaga og heldur þokkalegum
dampi uns líða tekur á sýningartím-
ann og handritshöfundurinn fer að
flækja málin með uppgötvunum
Önnu á leyndum afkimum hælisins
þar sem framvindann minnir meira
á uppvakningamyndir Romeros.
Þar með er botninum kippt úr
nokkuð spennandi hrollvekju og
Saint Ange dalar niður í fráhrind-
andi moðsuðu sem skilur við mann
óánægðan með fráleita niðurstöð-
una. Sem er leitt því myndin er
gerð af talsverðum metnaði þrátt
fyrir allt og leikurinn óaðfinn-
anlegur hjá konunum þrem. Laug-
ier hefði betur haldið sig við svipina
og gæpi fortíðarinnar.
Losaraleg leyndarmál
KVIKMYNDIR
Háskólabíó – Frönsk
kvikmyndahátíð
Leikstjóri Pascal Laugier. Aðalleikarar:
Virginie Ledoyen, Lou Doillon, Catriona
MacColl, Dorina Lazar. 98 mín. Frakk-
land 2004.
Saint Ange Sæbjörn Valdimarsson
„Upphafið minnir á The Shining, því miður nær samanburðurinn ekki
lengra. Saint Ange fer bærilega af stað sem hefðbundin draugasaga.“
Bandaríski sálarsöngvarinn Wil-son Pickett, sem er þekktur
fyrir að hafa sungið slagara eins og
„Mustang Sally“, lést úr hjartaáfalli
í Virginíu 64 ára að aldri.
Pickett, sem var þekktur fyrir
kraftmikinn söngstíl og litríka bún-
inga, lék og söng fyrir áhorfendur í
áratugi þar til fyrir um ári síðan
þegar heilsan var farin að gefa sig.
Pickett var einn af helstu tals-
mönnum hins svokallaða Memphis
hljóms.
Pickett sló í gegn árið 1965 með
laginu „In the Midnight Hour“, en
það gerði hann nánast að stjörnu í
einni svipan.
Fólk folk@mbl.is
SAMBÍÓ AKUREYRISAMBÍÓ KEFLAVÍK
RUMOR HAS IT kl. 8 - 10
THE CHRONICLES OF NARNIA
kl. 2 - 5
BORTHERS GRIMM B.i. 12
kl. 3.45 - 8 - 10:20
DRAUMALANDIÐ kl. 2
LITLE TRIP TO HEAVEN kl. 6
DOMINO kl. 8 - 10:15 B.i. 16
JARHEAD kl. 8 - 10:15 B.i. 16
CHRONICLES
OF NARNIA kl. 2 - 5
KING KONG kl. 4:50 B.i. 12
HARRY POTTER OG ELDBIKARINN
kl. 2 B.i. 10
*****
V.J.V. / topp5.is
****
S.V. / Mbl.
E.P.Ó. / kvikmyndir.com
****
Byggð á sígildri skáldsögu Jane Austin
sem hefur komið út í íslenskri þýðingu.
2TILNEFNINGAR TIL GOLDEN GLOBEBesta myndin. Fyrir besta leik: Keira Knightley
Frönsk Kvikmyndahátíð
Pride & Prejudice kl. 5:30 - 8:05 og 10:40
Oliver Twist kl. 5:30 - 8 og 10:30 b.i. 12 ára
Rumor Has It kl. 8:15 og 10:15
The Chronicles of Narnia kl. 2:45 og 5:30
Harry Potter og Eldbikarinn kl. 2:45 og 6:30 b.i. 10 ára
KING KONG kl. 3 og 9:15 b.i. 12 ára
The March of the Penguins kl. 3
Babúska - Le Poupées Russes B.i. 12 ára kl. 3:30
Talað fyrir daufum eyrum - Cause toujours kl. 6
Sain Ange kl. 8
Síðan Otar Fór - Depois qu´Otar est parti kl. 10:10
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ
UPPLIFÐU STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
Byggð á sönnum orðrómi...
Frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“
Byggð á sígildri skáldsögu Jane Austin sem hefur komið út í íslenskri þýðingu.
2TILNEFNINGAR TIL GOLDEN GLOBEBesta myndin. Fyrir besta leik: Keira Knightley
Saint Ange Babúska Síðan Otar Fór
3 BÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 3 UM HELGAR Í HÁSKÓLABÍÓI.Laugardag & Sunnudag
eee
M.M.J. kvikmyndir.com
Frá framleiðendum
„Bridget Jones Diary“
eee
M.M.J. kvikmyndir.com