Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þóranna Finn-bogadóttir fæddist að Neðri- Presthúsum í Mýr- dal 18. júní 1927. Hún lést á líknar- deild Landakotsspít- ala hinn 14. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Kristín Ein- arsdóttir frá Reyni og Finnbogi Einars- son frá Þórisholti, en þau bjuggu í Neðri-Presthúsum í Mýrdal. Systkini Þórönnu eru: Sig- ríður, f. 1918, d. 1999, Guðrún, f. 1920, Vilborg, f. 1921, Matthildur, f. 1922, Magnús Kristinn, f. 1925, Þorgerður, f. 1930, Hrefna, f. 1932, og Einar Reynir, f. 1934. Hinn 11. september 1948 giftist Þóranna Geir Tryggvasyni, f. 24.6. börn og eitt barnabarn. 5) Kolbrún, f. 29.10. 1954, maki Guðmundur Sigurðsson, hann á þrjú börn og eitt barnabarn. 6) Magnús, f. 4.12. 1955, d. 18.11. 1960. 7) Drengur, f. 13.12. 1957, d. 13.12. 1957. 8) Þór- hildur Ragna, f. 25.11. 1958. 9) Magnús Þór, f. 9.5. 1961, maki Mar- grét Erna Þorgeirsdóttir, þau eiga fimm börn. 10) Jóhann Axel, f. 27.11. 1962, maki Ásgerður Giss- urardóttir, þau eiga tvo syni. Hann á son úr fyrri sambúð. 11) Finn- bogi, f. 10.12. 1963, maki Dalrós Jónasdóttir, þau eiga tvö börn. Dalrós á son úr fyrri sambúð. 12) Guðlaug, f. 12.12. 1965, maki Þór- arinn G. Guðmundsson, þau eiga þrjár dætur. Þóranna og Geir tóku við bú- rekstri á Steinum árið 1951, en jafnframt hafði Geir atvinnu af vörubifreiðaakstri um árabil. Árið 1994 brugðu þau búi og fluttu að Hellu. Síðustu tvö árin bjó Þóranna á Kristnibraut 77 í Reykjavík. Útför Þórönnu verður gerð frá Eyvindarhólakirkju í Austur-Eyja- fjöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. 1917, d. 11.8. 2001, bónda og vörubif- reiðastjóra, frá Stein- um í A-Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Guðlaug Jónasdóttir og Jóhannes Tryggvi Björnsson. Fósturfor- eldrar hans voru Torfhildur Guðna- dóttir og Eyjólfur Halldórsson. Börn Þórönnu og Geirs eru: 1) Eyjólfur Torfi, f. 6.1. 1949, d. 18.1. 1950. 2) Eyjólfur Torfi, f. 22.12. 1949, maki Þóra Sigríður Einarsdóttir, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 3) Kristín Guðrún, f. 26.7. 1951, maki Ólafur Hróbjartsson, þau eiga fjög- ur börn og þrjú barnabörn. 4) Tryggvi Einar, f. 17.11. 1952, maki Dagný Ingólfsdóttir, þau eiga þrjú Mig langar með nokkrum orðum að minnast móður minnar sem lést eftir langa baráttu við erfiðan sjúk- dóm hinn 14. janúar síðastliðinn. Fyrstu minningar mínar eru frá upp- vaxtarárunum á Steinum undir Eyja- fjöllum þar sem ég ólst upp í stórum systkinahópi. Það var ekki að sjá á mömmu að hún hefði átt 12 börn. Það var henni þungbært að missa þrjá stráka á ungum aldri. Þar sem pabbi var mikið að heiman við vörubílaakst- ur sá mamma um búið með okkur krökkunum. Mamma var vanaföst manneskja og duglegasta manneskja sem ég hef þekkt. Svo liðu árin og við systkinin flutt- um að heiman og þar kom að mamma og pabbi brugðu búi og fluttu að Hellu þar sem mamma bjó í tíu ár eða þar til hún flutti til Reykjavíkur. Ári eftir að mamma og pabbi fluttu að Hellu keyptum við bræðurnir jörðina Fornusanda undir Eyjafjöllum og hófum hobbíbúskap. Mamma og pabbi voru mjög dugleg að fylgjast með búrekstrinum hjá okkur og fóru ófáar ferðirnar austur að Forn- usöndum til að kanna hvort allt væri í lagi. Mamma og pabbi voru mjög sam- rýnd hjón var missir mömmu mikill þegar pabbi dó árið 2001. Fljótlega eftir að mamma fluttist til Reykja- víkur þá veiktist hún en kveinkaði sér aldrei né kvartaði. Hún hafði frekar áhyggjur af öðrum en sjálfri sér. Elsku mamma, takk fyrir allar samverustundirnar sem við áttum saman. Þinn sonur Finnbogi. Frá þeim degi þegar tengdamóðir mín greindist með illvígan sjúkdóm kveið maður því að skilnaðarstundin yrði jafnvel ekki langt undan. Sá kvíði reyndist því miður á rökum reistur þrátt fyrir mikinn styrk og þrautseigju sem ætíð einkenndi Þór- önnu. Þóranna var hógvær og viljasterk kona sem bar ekki oft tilfinningar sínar á borð fyrir aðra. Það reyndi á hana sem unga konu að sjá á eftir þremur af börnum sínum, öllum bráðungum. En atorka Þórönnu var með ólíkindum. Sjaldan féll henni verk úr hendi og vinnudagurinn var oft langur. Hún var svo sannarlega mikil húsmóðir og laginn kokkur og sama má segja um allt sem hún gerði. Frá fyrstu tíð áttum við hjónin mikil og góð samskipti við Geir og Þórönnu í Steinum og voru ferðirnar margar þangað. Þegar þau voru orð- in ein, ákváðu þau að flytja sig um set og settust að á Hellu, í næsta ná- grenni við okkur. Varla leið sá dagur að ekki væri litið inn hjá þeim og spjallað yfir kaffibolla. Á Hellu kunni Þóranna vel við sig og naut þess að rækta garðinn sinn og fást við hann- yrðir og taka á móti fjölskyldunni sinni. Þóranna kveið þeirri stund að flytja frá Hellu því þar var hún ánægð og nágrannar og fleiri reynd- ust henni mjög vel og þökkum við þeim fyrir hjálpsemina. Hún flutti til Reykjavíkur fyrir um tveimur árum og í nágrenni við okkur, okkur til mikillar gleði en því miður varð sá tími alltof stuttur. Frá byrjun júní 2005 varð hún að dvelja á líknardeild Landakotsspítala þar til yfir lauk. Hún yfirgaf hið jarðneska líf eins og hún hafði óskað sér, umvafin fjöl- skyldunni, og eftirfarandi vísu geymdi hún í náttborðsskúffunni sinni: Nú renni ég augunum upp til þín, og andvarpa í hljóði. Ég bið þig fyrir börnin mín, blessaður Jesú góði. (Sólveig Árnad.) Við hjónin viljum að leiðarlokum færa Þórönnu alúðarþakkir fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur og börnin okkar, án stuðnings hennar hefði margt orðið erfiðara. Öllum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Ólafur Hróbjartsson. Elsku Þóranna. Ég var svo lánsöm að kynnast þér fyrir 20 árum þegar ég kom sem tengdadóttir inn í fjöl- skylduna. Ég var með hnút í mag- anum þegar Axel bauð mér austur að Steinum í fyrsta skipti – það fylgir oft viss kvíði þegar kynna á mann fyrir væntanlegum tengdaforeldrum. Sá kvíði var nú fljótur að fara þegar ég hitti ykkur hjónin, betri móttökur hefði ég varla getað fengið. Æ síðan hef ég get leitað og komið til þín, það voru ófá skiptin sem hann Haukur minn var í pössun eða fékk að koma í sveitina til hennar ömmu. Þegar þú fluttir á Hellu varð heim- ili þitt eins konar stoppistöð fyrir okkur sem vorum svo mikið á ferðinni austur. Þú dekraðir svo mikið við okkur að við tímdum stundum ekki að fara í bæinn. Elsku Þóranna, nú ertu komin til hans Geirs og barnanna þinna sem þú misstir. Ég bið guð og englana að gæta ykkar um leið og ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt Þó svíði sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ásgerður Gissurardóttir. Mig langar að minnast tengdamóð- ur minnar Þórönnu Finnbogadóttur með nokkrum fátæklegum orðum. Þegar hún Þóranna bjó á Hellu átti hún sitt stóra fallega hús svo ég minnist nú ekki á garðinn kringum húsið sem var svo ofsalega fallegur og svo vel hirtur að hún fékk verð- laun fyrir hann. Já, Þóranna, þú áttir svo sannarlega fallegt heimili og þið hjónin meðan maðurinn þinn hann Geir lifði. Alltaf var svo glatt á hjalla hjá ykkur enda áttuð þið stóra fjöl- skyldu. Það var mikill gestagangur hjá Þórönnu allan ársins hring. Alltaf komum við fjölskyldan við hjá henni Þórönnu ömmu á Hellu þegar við vor- um að fara í sveitina og fengum hina sívinsælu brúntertu og kaffi. Börnin litu alltaf mjög mikið upp til ömmu sinnar enda kunni hún vel á þau og alltaf notalegt hjá henni. Síðan flutt- ist Þóranna eftir að hún varð ein við fráfall Geirs fljótlega til Reykjavíkur og bjó þar síðustu árin sem hún lifði. Elsku Þóranna, ég er viss um að þinn ástkæri eiginmaður hann Geir hefur tekið vel á móti þér ásamt drengjunum ykkar þremur sem þú misstir þegar þú varst ung. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Ég þakka þér fyrir allt. Guð varð- veiti þig. Hinsta kveðja. Dalrós. Hinn 14. janúar síðastliðinn and- aðist á Landspítala, Landakoti, góð vinkona mín og mágkona, Þóranna Finnbogadóttir, eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Í huga mínum er ég þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að heimsækja hana stuttu áður en hún dó. Við gátum rætt sam- an góða stund og hún skildi allt sem ég sagði en gat litlu svarað mér af því að hún var orðin svo veik. Þegar ég gekk út fann ég að það var ekki langt í endalokin. Eins og skáldið M. Joh. sagði: „Allir dagar eiga kvöld um síð- ir“, þá hefði ég óskað þess innilega að kvöldið hennar nálgaðist ekki svona hratt. Þóranna kynntist uppeldisbróður mínum, Geir Tryggvasyni, bónda í Hvoltungu og bílstjóra, þegar Hér- aðsskólinn í Skógum var í byggingu. Þau gengu í hjónaband 11. september 1948 og voru gefin saman af stór- skáldinu séra Sigurði Einarssyni í Holti. Ég var svaramaður og ók þeim að Holti og þar kynntist ég skáldinu fyrst perónulega. Það var mjög lát- laus og falleg athöfn og hafði ég mikl- ar mætur á Sigurði eftir þessa kynn- ingu. Eftir athöfnina lék frú Hanna á orgelið og reiddi fram veitingar á eft- ir. Þetta var athöfn sem ég man alltaf eftir. Hún var svo látlaus og full af vináttu frá þeim hjónum. Eftir giftinguna hófu þau búskap í Hvoltungu í samvinnu við Torfhildi, fóstru Geirs, og Ragnar uppeldis- bróður hans og eiginkonu. Þóranna og Geir áttu saman tólf börn. Þrír drengir dóu í frumbernsku en níu börn komust á legg og hafa öll orðið mætir þjóðfélagsþegnar með fjöl- marga afkomendur. Þóranna var ekki há í loftinu en hún var hörkudugleg og það er mikið afrek að fæða af sér tólf börn og stjórna stóru heimili og verða þó fyrir mikilli sorg á tímabili. Þóranna var mikil húsmóðir, veitti af mikilli rausn, var frábær matreiðslu- kona og var allur matur í hátíðabún- ingi hvernig sem á stóð. Þó að Þór- anna stæði fyrir framkvæmdum innanhúss þá stóð ekki á manninum hennar, Geir, að styðja hana í öllum framkvæmdum því gestrisnara fólk heim að sækja var vandfundið. Þórunn, kona mín, var mikil vin- kona þeirra hjóna. Hennar ánægju- legustu ferðir voru að fara austur að Hvoltungu og dvelja þar um lengri eða skemmri tíma í návist við Þór- önnu vinkonu sína. Milli þeirra var sönn vinátta og ekki voru börnin þeirra síðri vinir. Ekki skemmdi það nú þegar við fórum austur að Hvol- tungu að hafa með okkur uppeldis- systur okkar Geirs, Mörtu og Ragn- heiði. Þær elskuðu æskustöðvar sínar og sögðu alltaf að þegar þær væru komnar austur undir Eyjafjöllin þá væru þær komnar í Paradís. Það var svo gaman og fallegt að sjá hvernig þær umvöfðu umhverfið með því að ÞÓRANNA FINNBOGADÓTTIR Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA VIGGÓSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 19. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Viggó Vilbogason Sesselja Gísladóttir, María Vilbogadóttir, Einar Kr. Friðriksson, Jóhann Vilbogason, Þórdís Gunnarsdóttir, Guðlaug Vilbogadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRGHEIÐUR GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Akursbraut 22, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 12. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Erna Hafnes Magnúsdóttir, Örlaugur Elíasson, Kristrún Guðmundsdóttir, Tómas Runólfsson, Bettý Guðmundsdóttir, Viðar Magnússon, Selma Guðmundsdóttir, Valdimar Björnsson og ömmubörn. Elskuleg systir okkar og mágkona, HULDA ELÍSA EBENEZERSDÓTTIR, áður til heimilis í Hátúni 10B, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 17. janúar. Sigríður Ebenezersdóttir, Valgerður Ebenezersdóttir, Grímur Grímsson, Eygló Ebenezersdóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Magnús Ebenezersson, Brynja Jóhannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.