Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR réttu ári, eða hinn 21. jan- úar 2005, birti Þjóðarhreyfingin – með lýðræði heilsíðu yfirlýsingu í bandaríska stórblaðinu The New York Times „Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni“ þar sem mótmælt var harðlega stuðningi íslenskra stjórn- valda (sérstaklega forsætis- og utan- ríkisráðherra) við innrás Bandaríkj- anna – og hinna „viljugu“ bandamanna þeirra – í Írak (sjá ís- lenska þýðingu yfirlýsingarinnar hér að neðan). Yfirlýsingin í The New York Tim- es vakti verðskuldaða athygli, og var hennar getið í yfir 100 fjölmiðlum víða um heim. Þá barst Þjóðarhreyf- ingunni mikill fjöldi bréfa og skeyta erlendis frá þar sem lýst var yfir ein- dregnum stuðningi við yfirlýs- inguna. Í mars á þessu ári verða 3 ár liðin frá innrás BNA í Írak með stuðningi hinna „viljugu“ bandamanna þeirra – þ.m.t. Íslendinga. Stuðningur Halldórs Ásgríms- sonar og Davíðs Oddssonar við inn- rásina í Írak er svartur blettur á nafni Íslands. Engin ein ákvörðun hefur skaðað orðstír Íslands jafn mikið á alþjóðavettvangi. Ákvörðun ráðherranna ber öll merki und- irlægjuháttar og ósjálfstæðis í utan- ríkismálum. Þessi undirlægjuháttur kemur enn og aftur fram þegar íslensk stjórnvöld tóku ekki einarða afstöðu gegn fangaflugi CIA um íslenska lofthelgi – heldur taka gildar skýr- ingar bandarískra yfirvalda án þess að kanna þær sérstaklega. Það er löngu kominn tími til að forsætisráðherra Íslands, Halldór Ásgrímsson, biðji þjóðina og al- þjóðasamfélagið afsökunar á því að hafa látið blekkjast til liðsinnis við stríð, sem háð er á fölskum for- sendum og í bága við samþykktir Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalög. Ísland á að sýna styrk sinn með friðsamlegum aðgerðum í samræmi við alþjóðalög því að á þann hátt ein- an getur herlaust Ísland aflað sér trausts og virðingar í samfélagi þjóðanna. F.h. Þjóðarhreyfingarinnar – með lýðræði Ár frá yfirlýsing- unni í The New York Times ’Stuðningur HalldórsÁsgrímssonar og Davíðs Oddssonar við innrásina í Írak er svartur blettur á nafni Íslands. ‘ Hans Kristján Árnason viðskiptafræðingur, Ólafur Hannibalsson rithöfundur, Valgarður Egilsson prófessor, Valgerður Bjarnadóttir viðskiptafræðingur (ábyrgðarmenn söfnunarinnar). Við, ríkisborgarar Íslands*, mótmælum eindregið yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda um stuðning við innrás Bandaríkjanna og ,,vilj- ugra“ bandamanna þeirra í Írak í mars 2003. Með þeirri yfirlýsingu voru brotin íslensk lög, alþjóðalög – og íslensk lýðræðishefð. Ákvörðun um stuðning við inn- rásina tóku forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands einir án þess að málið fengi fyrst umfjöll- un í utanríkismálanefnd Alþingis Íslendinga. Er það þó skylt sam- kvæmt íslenskum lögum, sem segja að þar skuli fjalla um öll meiriháttar utanríkismál. Ákvörð- un þessi hefur hvorki verið af- greidd formlega frá Alþingi né ríkisstjórn Íslands. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst innrás Bandaríkjanna og banda- manna þeirra brot á Stofnsátt- mála Sameinuðu þjóðanna og þar með brot á alþjóðalögum. Íslendingar hafa aldrei haft eig- in her. Alþingi Íslendinga neitaði að lýsa yfir stríði á hendur Þýska- landi og Japan árið 1945, sem var þá skilyrði fyrir stofnaðild að Sameinuðu þjóðunum. Með stofn- aðild að NATO árið 1949 tóku Ís- lendingar sérstaklega fram að þeir myndu ekki lýsa yfir stríði á hendur annarri þjóð. Ákvörðun íslensku ráðherranna um að styðja innrásina í Írak er til vansæmdar íslenskri stjórnmála- sögu og hnekkir fyrir lýðræðið. Gengið er í berhögg við hefðir Al- þingis Íslendinga, elsta löggjafar- þings heims. Allar skoðanakann- anir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti íslensku þjóðarinnar er mótfallinn stuðningi íslensku ráð- herranna við innrásina í Írak (84% í síðustu skoðanakönnun). Við biðjum írösku þjóðina af- sökunar á stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak. Við krefjumst þess að nafn Ís- lands verði umsvifalaust tekið út af lista hinna ,,viljugu“ innrásar- þjóða. Ísland hefur átt vinsamleg sam- skipti við Bandaríkin um langa hríð. Þau samskipti hafa byggst á gagnkvæmu trausti og hrein- skilni. Því teljum við skyldu okkar að koma þessum skoðunum á fram- færi – bæði við Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir. Þjóðarhreyfingin – með lýðræði Reykjavík, Íslandi www.thjodarhreyfingin.is Yfirlýsing Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni * Yfir 4.000 Íslendingar studdu með fjárframlögum birtingu þessarar yfirlýsingar. Sem íbúahlutfall jafngildir þetta að 4 milljónir Bandaríkjamanna tækju þátt í kostnaðinum. SIGURSTEINN Másson, for- maður Öryrkjabandalagsins, pré- dikaði í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudag- inn 15. janúar og eggjaði þingmenn lög- eggjan að beygja sig ekki fyrir biskupi í þeirri alvarlegu deilu sem nú stendur um eðli hjónabandsins. Fyrir alþingi liggur stjórnarfrumvarp um réttarstöðu samkyn- hneigðra sem tryggir þeim sömu kjör og gagnkynhneigðum varðandi „almanna- tryggingar, lífeyr- isréttindi, skattalega meðferð tekna og eigna, skipti dánarbúa o.fl.“ sem víðtæk sátt er um í sam- félaginu. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að nefnd- in sem vann að gerð þess klofnaði í tvennt í afstöðunni til ættleiðinga barna af erlendum uppruna og tæknifrjóvgana. Andmæli voru ekki tekin til greina en að fullu gengið að kröfum samkynhneigðra. Þau tvö skulu verða eitt hold Annað atriði í athugasemdakafla frumvarpsins sem vekur athygli varðar öll hjón í landinu. Þar er birt, flestum að óvörum, ný skil- greining á hjónabandinu og beðist afsökunar á því að enn sé víða í löggjöfinni „talað um hjón sem vís- ar samkvæmt hefðbundinni orða- notkun eingöngu til karls og konu í hjúskap“. Síðan segir: „Hugtakið hjón í lagatexta ber ætíð að skýra svo að það taki bæði til karls og konu í hjúskap og tveggja ein- staklinga í staðfestri samvist.“ Þetta er hin nýja skilgreining al- þingis á hjónabandinu sem biskup hefur andmælt sem forystumaður þjóðkirkjunnar af því hún gengur í bága við hið fornhelga band sem fram á okkar daga hefur bundið saman karl og konu og lagt þeim þá sameiginlegu skyldu á herðar að viðhalda mannkyninu. Sá hjóna- bandsskilningur er sannarlega ekki bundinn við íslensku þjóð- kirkjuna og biskup hennar, heldur sameiginlegur öllum trúarbrögðum heims í grundvallaratriðum. Hjón sem gengið hafa upp að altarinu í íslenskri kirkju hafa flest hlýtt á eftirfarandi orð höfð eftir Jesú: „Hafið þér eigi lesið, að skaparinn frá upphafi gjörði þau karl og konu, og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og þau tvö skulu verða eitt hold?“ (Matt 19,4-6). Fram hjá þessum fyr- irmælum verður ekki komist. Á þeim er hjónabandið reist í kristnum sið. Innsta eðli hjónabandsins „Það virðist ætla að verða hlutskipti samkynhneigðra á nýrri öld að afhjúpa innsta eðli hinnar íslensku þjóðkirkju líkt og er að gerast víða annars staðar í veröldinni,“ er haft eftir Sig- ursteini Mássyni í Morgunblaðinu í frásögn af sunnudagsprédikun hans. Sigursteinn og félagar eiga marga fyrirrennara í þeirri grein að afhjúpa gamlar valdastofnanir eins og kirkjuna, þ.á m. Lúther, sem afhelgaði hjónabandið að hluta. En þeir sem vilja afhjúpa innsta eðli kirkjunnar geta ekki vikist undan því að afhjúpa innsta eðli hjónabandsins sem grunnein- ingar mannfélagsins. Hjónabandið er hinn ævaforni rammi utan um æxlunarhlutverk mannsins. Til þess að koma hægþroska af- kvæmum sínum á legg þurfti mað- urinn varanlega stofnun. Þegar kristni kom til sögunnar talaði Jes- ús gegn því að karlmenn gætu með auðveldum hætti skilið við konur sínar og látið þær einar eft- ir. Það er í því samhengi sem hann mælti tilvitnuð orð. Til varnar kon- um og börnum. Hjónabandið er elsta tryggingarfélag konunnar sem frá því líf kviknar í kviði hennar gengur í gegnum langa meðgöngu, þjáningarfulla fæðingu, langa brjóstagjöf og langt umönn- unar- og uppeldisskeið afkvæm- isins. Fleyg orð Simone de Beauvoir: „Maður fæðist ekki kona, maður verður kona“, og „fæðing er ekki sköpun, brjósta- gjöf ekki starf,“ hljóma eins og hver önnur öfugmæli í eyrum mik- ils meirihluta kvenna jarðarinnar. Ævistarf genginna kynslóða kvenna hefur snúist um þetta ranglega stimplaða „ekki-starf“, „ekki-sköpun“ sem oftast var unn- ið innan hjónabandsins. Þær marg- háttuðu breytingar sem orðið hafa á samfélaginu og tilhögun barna- uppeldis á rúmlega hálfrar aldar tímabili hafa ekki breytt innsta eðli hjónabandsins sem sáttmála eins karls og einnar konu sem gangast undir „æxlunarlögmálið“. Hjónabandinu bylt? Réttur samkynhneigðra para til þess að gera ástarsambönd sín op- inber og fá þau lögvernduð er að fullu tryggður með umræddu frumvarpi. Óskum þeirra um að fá blessun trúfélags yfir gagnkvæm heit og skuldbindingar hefur verið vel tekið og nokkrir prestar hafa þegar veitt slíka þjónustu þótt formið sé enn í mótun. Krafan um sömu hjónavígslu og gildir fyrir karl og konu er hins vegar krafa um breytta merkingu hjónabands- ins, krafa um að klassískir textar verði máðir út, krafa um að kyn og kynhlutverk skipti ekki máli í hjónabandi. Það jafngildir kröfu um að leggja hjónabandið niður sem hinn forna sáttmála karls og konu. Varla er það markmiðið. Endurskilgreining löggjafans á hjónabandinu hefur ekki hlotið al- menna umræðu í samfélaginu ef síðustu vikur eru frátaldar. Breyt- ing á hugtakinu hefur varla verið rædd nema í þröngum hópum. Engar ráðstefnur hafa verið haldn- ar um hjónabandið, engin könnun gerð á vilja hjóna til að breyta skilgreiningu þess. Hjón eiga kröfu til slíks ef um er að ræða merkingarlega umbyltingu á þús- und ára undirstöðustofnun íslensks samfélags. Um eðli hjónabandsins Steinunn B. Jóhannesdóttir fjallar um frumvarp um rétt- arstöðu samkynhneigðra ’Hjónabandið er hinnævaforni rammi utan um æxlunarhlutverk mannsins.‘ Steinunn B. Jóhannesdóttir Höfundur er rithöfundur. Í DAG verður kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Samhliða því að hvetja allt sjálf- stæðisfólk til að taka þátt í próf- kjörinu minni ég á að mestu skipt- ir að við samein- umst um að velja á listann það fólk sem er líklegast til að skila okkur sigri í sveit- arstjórnarkosn- ingunum á kom- andi vori. Með því getum við haldið áfram að vinna að því und- ir öflugri forystu Sjálfstæðisflokks- ins að gera Kópavog að sveitarfé- lagi sem önnur sveitarfélög hafa að fyrirmynd. Kópavogur í örri uppbyggingu Síðustu tvö kjörtímabil hef ég starfað sem varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Á þessum tíma hef ég setið í skipu- lagsnefnd og umferðarnefnd, auk þess sem ég hef verið formaður umhverfisráðs á líðandi kjör- tímabili. Ég hef haft mikla ánægju af öllum þessum störfum og tel það forréttindi að starfa í þágu Kópavogsbúa. Það er líka eitt af stærstu verkefnunum sem völ er á í sveitarstjórnarmálum á Íslandi, að takast á við uppbyggingu Kópavogs og auka lífsgæði þeirra sem hér búa. Á undanförnum árum hefur uppbygging í bæjarfélaginu verið örari og meiri en hjá öðrum sveitarfélögum. Allir mála- flokkar bæjarfélagsins gegna þar veigamiklu máli, því að við byggjum upp til framtíðar fyrir okkur með hag komandi kynslóða að leiðarljósi. Ég sækist eftir stuðningi ykkar Í þessu prófkjöri leita ég eftir áframhaldandi stuðningi ykkar og umboði til að vinna markvisst að öllum þeim mikilvægu málum sem skila bænum okkar þeim árangri sem við getum verið stolt af. Mig langar að fá tækifæri til að gera góðan bæ enn betri og er sannfærð um að það tekst með áherslum Sjálfstæðisflokksins og trú á vilja og verk bæjarbúa sjálfra. Ég gef kost á mér í 3. sæti framboðslistans og hef fundið fyrir miklum og góðum stuðningi fólks. Ég er innilega þakklát ykkur öll- um sem lagt hafið hönd á plóginn í framboði mínu til að vinna að þessu markmiði. Ég vona að sjálfstæðisfólk veiti mér stuðning til áframhaldandi starfa í þágu Kópavogs með því að greiða mér atkvæði í 3. sætið þeg- ar við göngum til prófkjörs. Ég minni á að markmið okkar er sam- eiginlegt. Það er að stilla upp öfl- ugu sigurliði Sjálfstæðisflokksins sem getur tekist á við þau verkefni sem framundan eru. Saman til sigurs í þágu Kópavogs Eftir Margréti Björnsdóttur ’Ég hef haft miklaánægju af öllum þessum störfum og tel það for- réttindi að starfa í þágu Kópavogsbúa.‘ Margrét Björnsdóttir Höfundur er varabæjarfulltrúi, formaður Umhverfisráðs og gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur TENGLAR .............................................. www.margretb.is Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433 Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.