Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÚR VERINU Hjá Braga  Sumum finnst hann dularfull- ur náungi, hann Bragi Krist- jónsson, og telja til „lifandi goð- sagna“ í bæjarlífinu í Reykjavík á morgun BJÖRG Jónsdóttir ÞH 321 kom í morgun með fyrstu loðnu ársins til Neskaupstaðar í frystingu. Loðnan fékkst á loðnumiðunum norður af Langanesi, en góð veiði hefur verið hjá þeim skipum sem hafa verið á miðunum síðustu daga. Sigurður Bjarnason, skipstjóri á Björginni, segir að þeir hafi verið um 45 sjómílur norðnorðaustur að Langanesinu og þar hafi verið tölu- vert að sjá. „Hún skilar sér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún kem- ur seint. Mér lízt ágætlega á þetta og nú er bara að fá fleiri skip á mið- in til að kanna stöðuna almenni- lega. Við verðum að fá að vita betur hvernig staðan er,“ segir Sigurður. Rannsóknarskipið Árni Frið- riksson var á Seyðisfirði í gær og hélt aftur til loðnurannsókna með kvöldinu og ætti að vera á slóðum veiðiskipanna um helgina. Um þetta var fjallað á heimasíðu síldarvinnslunnar í gær og sagði þar meðal annars: „Það er ekki óal- gengt að þorrinn og loðnan fylgist að og vonum við að óábyrgar hrak- spár einstakra þingmanna um loðnustofninn breyti engu þar um. Það er alveg ljóst að mikið er í húfi hjá þeim fyrirtækjum sem byggja afkomu sína á loðnustofninum. Hundruð starfa eru í uppnámi og eiga mörg byggðarlög mikið und- ir.“ Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Kemur loðnan með þorranum? LAXELDISFYRIRTÆKIÐ Salar Islandica er með töluvert af laxi í kvíum sínum í Berufirði og er gert ráð fyrir að þar verði slátrað 2.000 tonnum af laxi á þessu ári. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, sem er stærsti hluthafinn í fyrirtæk- inu, segir að um tilraunaverkefni sé að ræða og miðað við núverandi að- stæður muni laxeldið verða minnkað en þorskeldi aukið. Eggert segir að settir hafi verið út tveir nokkuð stórir árgangar seiða, eða 400.000 seiði í hvorum árgangi. Auk þess hafi verið byggð upp að- staða til slátrunar á Djúpavogi, keyptur svokallaður brunnbátur til flutnings á lifandi fiski og fóðurbátur til að sjá um fóðrun í kvíarnar. Slátr- un hafi svo hafizt á haust og verið slátrað ríflega 300 tonnum til ára- móta. Hann segir að verð á laxi sé al- mennt gott en á því séu ætíð nokkrar sveiflur og það hafi lækkað lítillega upp á síðkastið. Það sé hins vegar gengið sem sé afar óhagstætt. „Þeg- ar menn fara út í svona rekstur leggst til töluverður kostnaður í nokkurn tíma meðan á uppbyggingu stendur. Slík uppbygging er byggð á rekstrarumhverfi þegar farið er út í hana og þeim hugmyndum sem menn hafa um framvinduna. Þegar svo kemur að því að menn ætla að njóta ávaxtanna af fjárfestingunni eins og núna, hefur gengið gjör- breytt rekstrarumhverfinu og dæm- ið gengur ekki upp,“ segir Eggert. Hann segir að þetta hafi verið til- raunaverkefni og að því loknu sjái menn hvernig útkoman sé. Í ljósi þess verði teknar ákvarðanir um framhaldið, en eins og staðan sé nú, sé það ætlunin að draga úr laxeldinu og auka þorskeldi þess í stað. Mann- virkin verði því notuð áfram og áfram skapist atvinna við eldið þó af öðrum toga sé. Auka eldi á þorski en draga úr laxeldi Salar Islandica á Djúpavogi slátrar um 2.000 tonnum af laxi á þessu ári Morgunblaðið/Andrés Skúlason Fiskeldi Laxi slátrað hjá Salar Islandica á Djúpavogi. 300 tonnum var slátrað þar síðasta haust, en 2.000 tonnum á þessu ári. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÓHÆTT er að segja að mikið hafi gengið á í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands við opnun markaðar í gær. Ástæðan er sú að gærdagurinn var fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf Avion Group en skráning félagsins er stærsta nýskráning í Kauphöllina frá upphafi. Reyndar var búist við miklum látum og hafði Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands, orð á því að vonandi myndi það sama ekki eiga sér stað og gerð- ist í kauphöllinni í Tókýó nýlega þeg- ar tölvukerfi hrundi eins og greint var frá í Viðskiptablaði Morgun- blaðsins í fyrradag. Það sýnir ber- lega hversu mikill lætin voru að á fyrstu 30 mínútum viðskiptadagsins fóru um 300 viðskipti með bréf Avion Group fram. Viðstöddum var ljóst nokkru fyrir opnun að gengi bréfanna væri mun hærra en útboðsgengið enda mátti sjá á tölvuskjám að tilboð sem höfðu borist í bréfin voru mun hærri en út- boðsgengi. Gengi í fyrstu viðskiptum var 49,1 króna/hlut en útboðsgengi var 38,3 krónur/hlut. Þannig hefði sá sem skráði sig fyrir einni milljón hluta í útboðinu getað selt sömu hluti með 10,8 milljón króna hagnaði strax á fyrstu mínútu viðskipta. Gengið hækkaði svo snöggt upp í 50,9 krón- ur/hlut en tók svo að lækka, sem verður að teljast eðlilegt. Í lok við- skipta var gengi bréfa Avion Group 45,4 krónur/hlut og jókst markaðs- virði bankans því um 12,74 milljarða miðað við útboðsgengi. Haldið áfram á sömu braut Þegar blaðamaður ræddi við Magnús Þorsteinsson, stjórnarfor- mann og aðaleiganda Avion Group, var hann skiljanlega glaður í bragði og sagðist mjög ánægður með þær viðtökur sem fjárfestar hefðu veitt félaginu. „Þetta sýnir okkur að við höfum verið að gera eitthvað rétt og við ætlum að halda ótrauð áfram á sömu braut,“ sagði Magnús. Þórður Friðjónsson var einnig af- ar ánægður með þær viðtökur sem markaðurinn veitti félaginu. Hann sagði það hafa mikla þýðingu fyrir Kauphöllina að fá inn svo öflugt félag sem Avion Group en jafnframt hefði það mikla þýðingu fyrir Kauphöllina að viðtökurnar hefðu verið svo góðar sem raun ber vitni. „Það er gríðar- lega gott fyrir okkur að fá svona sterka byrjun. Þetta sýnir að mark- aðurinn er öflugur,“ sagði Þórður og bætti við að þetta hjálpaði Kauphöll- inni í því starfi að reyna að fá erlend fyrirtæki til þess að hafa Kauphöll Íslands í huga þegar leitað væri að nýjum mörkuðum til þess að skrá hlutabréf. Læti við skráningu Avion Group Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is FRONTLINE Holding, sem er í eigu Magnúsar Þorsteinssonar, er langstærsti hluthafi í Avion Group samkvæmt meðfylgjandi hlut- hafalista sem var birtur á vef Kaup- hallar Íslands í gær. Magnús er jafnframt stjórnarformaður Avion Group.             !"! #$! % & ' ()  * * + *!,"-!    './ 01  2& 3 3 243 5 6!) (7 ) 8 !/   9"! :;.   # 3  ! %  .!. 3  "       !"               #   #  Magnús stærsti hluthafinn STRAUMUR-Burðarás Fjárfest- ingarbanki fær lánshæfiseinkunn- ina BBB- á langtímalánum hjá al- þjóðlega matsfyrirtækinu Fitch Ratings. Ennfremur fær bankinn skammtímaeinkunnina F3, óháða einkunn C/D og stuðningseinkunn 3. Horfur lánshæfismatsins eru stöðugar. Þetta kemur fram í til- kynningu til Kauphallar Íslands. Þar er vitnað í tilkynningu frá Fitch sem segir langtíma-, skamm- tíma- og stuðningseinkunnina end- urspegla sterkan eiginfjárgrunn, öran vöxt í nettó vaxta- og þókn- anatekjum og lágt kostnaðarhlut- fall. „Á móti kemur að bankinn hef- ur tiltölulega mikla hluta- bréfaáhættu, einsleitt lánasafn og stutta sögu innan fyrirtækjaráð- gjafar og lánamarkaðarins þar sem bankinn hefur verið að skapa sér sess,“ segir í tilkynningu Fitch. Þórður Már Jóhannesson, for- stjóri Straums-Burðaráss, segir í samtali við Morgunblaðið að láns- hæfismatið hafi afar mikla þýðingu fyrir bankann. „Þetta er mikilvæg- ur áfangi í uppbyggingu bankans og gerir aðgang okkar að fjár- magni mun auðveldari sem er mik- ilvægt fyrir frekari vöxt og sókn bankans.“ Straumur-Burðarás fær BBB-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.