Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR norður og ávallt var Gísli upplýsinga- bankinn og var með í ráðum við skipulag og tilhögun. Enda hefur hann skrifað einstaklega góðar og ná- kvæmar leiðarlýsingar um Horn- strandir og Jökulfjörðu. Það var varla að maður hugsaði svo þarna norður að ekki væri hugsað til Gísla í leiðinni, enda er það fyrsta sem fer í bakpokann er haldið er norður á strandir leiðarlýsingar hans. Það er með miklum trega að ég kveð vin minn Gísla Hjartarson, nátt- úruunnanda, veiðimann, og náttúru- barn, og bið góðan Guð að hugga og styrkja hans nánustu aðstandendur. Finnbogi Björnsson. Bóndi nokkur austur á fjörðum hringdi hingað vestur um daginn. Taldi hann brýna nauðsyn bera til að hann eignaðist allar vestfirsku þjóð- sögurnar hans Gísla Hjartar. Sagði hann frá því að hann hefði dvalið á sjúkrahúsi nýlega. Í næsta rúmi við hann lá maður þungt haldinn. Datt bóndanum þá í hug að lesa upphátt fyrir hann úr fyrstu bókinni hans Gísla. Þá varð það að maðurinn lifn- aði allur við, fór að gera að gamni sínu og lék við hvern sinn fingur. Sagði hann bóndanum að austan að hann hefði bjargað lífi sínu með upp- lestrinum! Þessi stutta frásögn undirstrikar þau sannindi að oft er skammt á milli hláturs og gráts. Einnig að þeir sam- ferðamenn sem geta haldið uppi húmornum eru ómetanlegir, hver í sinni sveit. Svo var um Gísla Hjart- arson. Hann lífgaði upp á umhverfi sitt með frásögnum sínum um Vest- firðinga. Ekki svo að skilja að þær séu eitthvert menningarlegt afrek. Þær eru auðvitað misjafnar eins og lífið sjálft. En ótrúlega marga hafa þær glatt og þarf ekki Vestfirðinga til, eins og dæmin sanna. Vestfirðir verða fátækari eftir en áður við brottför þjóðsagnasafnar- ans. Bækurnar hans verða ekki fleiri hérna megin, hvað sem hinum megin gerist. En hver veit nema menn skemmti sér einnig þar yfir græsku- lausum gamansögum um náungann. Vestfirska forlagið og undirritaður þakka Gísla Hjartarsyni samfylgd- ina. Megi hann hvíla í friði. Hallgrímur Sveinsson. Fátt hefur snortið mig dýpra, en þegar ég frétti, að Gísli Hjartarson á Ísafirði hefði kvatt jarðlífið með svip- legum hætti, enn maður á miðjum aldri. Ævi Gísla Hjartarsonar var ekki nein rósabraut. Ungur að árum varð hann fyrir al- varlegu slysi, er hann missti hægri handlegginn. Furða var, hversu Gísli vann ýmis störf, þar sem reyndi á lík- amlega færni. Hann ók bifreið eins og maður, sem hefur báðar hendur heilar. Því komst ég að, er ég hitti hann á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þangað er yfir erfiðan fjallveg að fara, eins og kunnugt er. En Gísli fór þetta eins og ekkert væri. Slíkur var dugnaður hans og áræði. En hvers vegna minnist ég Gísla Hjartarsonar? Jú, hann réðst sem kennari að Súðavíkurskóla haustið 1975, er ég var ráðinn þangað sem skólastjóri. Þar komum við að stofn- un, þar sem margt var í ólagi. Hús- næði skólans þarfnaðist mikilla við- gerða og viðhalds, sem fyrst var sinnt eftir að ég var horfinn á braut. Var oft erfitt að ráða fram úr þessum vanda. Síðan eru liðin þrjátíu ár. Mikil saga hefur gerst í Súðavík síðan þá, og margt breyst, eins og kunnugt er. Gísli Hjartarson skrifaði talsvert á seinni árum. Mun það lifa höfund sinn lengi, eins og öll bitastæð ritverk gera. Um kennslu Gísla get ég verið fáorður. Sjálfsagt hefur hún ekki ver- ið fullkomin hjá honum né neinu okk- ar, sem við skólann störfuðum. En börnin hafa víst eitthvað lært, og eru nú miðaldra fólk. Ætli við höfum ekki reynt að gera okkar besta? Gísla kveð ég með þökk fyrir gamla samvinnu og kynni. Ættmennum votta ég samúð við brottför hans. Blessuð sé minning hans. Auðunn Bragi Sveinsson, fyrrv. skólastjóri. Vinur er horfinn á braut, hefur lagt upp í ferðina eilífu. Eftir standa vinir og vandamenn í þögulli sorg. Vinur minn og æskufélagi er allur. Verk hans og framlag til samfélags- ins og einstaklinga verða ekki fleiri. Ekki verða næturseturnar yfir ómældri kaffidrykkju með vangavelt- um um lífsgátuna fleiri. Eldur hans hefur slokknað. Nú koma ekki lengur hnyttnar og oft hvatvísar athuga- semdir frá hans munni. Nú fær eng- inn lengur notið hinna leiftrandi og líflegu frásagna af mönnum og mál- efnum sem hann hafði svo gott vald á og fáir stóðu honum þar á sporði. En umfram allt er horfinn á braut einn tryggasti félagi sem ég hef átt að vini frá barnæsku. Ég votta systkinum og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Bjarni. Þessir undanfarnir dagar hafa ver- ið okkur erfiðir eftir þær fregnir að Gísli væri látinn. Á svona stundum er gott að setjast niður og líta yfir farinn veg. Það var fyrir 7 árum að við í gegnum son okk- ar Gísla Svein kynntumst Gísla heitn- um og mynduðust við það fljótlega sterk vinabönd við alla fjölskylduna. Þær voru ófáar ferðirnar sem karl- arnir fóru í, oftast á skytterí inní Djúp, þar sem Gísli þekkti allt og alla og gat sagt sögur af öllum sem þar bjuggu og höfðu búið. Þegar svo draumur Gísla um bátakaup urðu að veruleika, þá var oft farið á Stapan- um í slíkar ferðir eða bara skroppið yfir í Jökulfirði þar sem Gísli kunni annað eins af sögum um landið og fólkið sem þar hafði búið. Ógleym- anleg er sú gönguferð sem Alli fór með Gísla um Hornstrandir fyrir nokkrum árum, en þar sá hann hversu vel Gísli þekkti þessar slóðir. Þá eru ónefnd skiptin sem hann sat við kvöldverðarborðið með okkur í fjölskyldunni og sagði sögur mis- sannar eins og honum var lagið. Þeir nafnar náðu vel saman og fóru víða saman á hinum Stapanum og veit Gísli Sveinn mun meira um land og þjóð eftir þessar ferðir þeirra. Fjölskyldan vill með þessum fáu orðum kveðja Gísla og þakka honum góð kynni, einnig viljum við votta öll- um aðstandendum hans okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur og styðja. Aðalsteinn, Margrét, Gísli Sveinn og Alberta Runný. Það hvarflaði ekki að mér þegar við Gísli Hjartarson kvöddumst á Laugabóli síðastliðinn jóladag, eftir að hann hafði dvalið hjá okkur frá því á aðfangadagskvöld, að við ættum ekki eftir að hittast aftur augliti til auglitis. Ennfremur kom mér ekki til hugar að símtal sem við áttum saman að kvöldi dags 5. janúar sl. væri hið síðasta á milli okkar. Þar kom fram að leiðir okkar lægju ekki saman að sinni – við Dórótea á leið til dvalar suður í Borgarnesi og næsta ferð hans suður yrði ekki landveg heldur með flugi til að mæta að venju í Sólar- kaffi Ísfirðingafélagsins í Reykjavík. Allra síst óraði mig fyrir því að sjá Gísla borinn sökum á forsíðu DV hinn 10. janúar síðastliðinn, hafði aldrei heyrt hann orðaðan við slíkt atferli sem blaðið greindi frá og þóttist hafa heimildir fyrir. Mér varð strax ljóst að þessi frétt blaðsins yrði Gísla þung- bær því eins og ég þekkti hann, þá var hann viðkvæmur í lund og vildi hvergi vamm sitt vita í umgengni eða sam- skiptum við fólk. Framkoma hans var alltaf yfirlætislaus og notaleg, blandin glaðværð og umfram allt vildi hann ávallt vera fremur gefandi en þiggj- andi í samskiptum við fólk og þá ekki síst gagnvart þeim sem minna máttu sín í samfélaginu. Gísla var mjög annt um sína heima- byggð og kom víða að málefnum hennar ásamt aðkomu að landsmálum yfirleitt, m.a. í gegnum störf sín sem sjómaður, grunnskólakennari, skrif- stofustjóri, ritstjóri og fararstjóri um tugi ára um norðanverða Vestfirði ýmist í göngu- eða hestaferðum. Gísli lætur eftir sig allmikið af rituðu máli, enda stílfær vel og sögufróður ágæt- lega. Eftir hann liggja margar ferða- sögur og leiðalýsingar í blöðum og bókum tengdar óbyggðum nyrsta hluta Vestfjarða. Allt frá 1998 hefur hann árlega gefið út ritið „101 Ný vestfirsk þjóðsaga“, sem er samsafn skemmti- og grínsagna, allar af Vest- fjörðum. Hvort þessar sögur eru allar græskulausar metur hver fyrir sig, en ég veit að höfundurinn, Gísli, ætlaði sér ekki að meiða neinn og varaði jafnframt við að taka sögurnar of al- varlega, þær væru engin sagnfræði, sumar sannar, aðrar verulega færðar í stílinn og í þriðja lagi skáldskapur. Af fjölbreyttum starfsvettvangi var Gísli vel þekktur um Vestfirði og jafn- vel á landsvísu og ekki er mér kunn- ugt um annað en hann hafi notið virð- ingar almennt. Gísli var alltaf vinstri sinnaður í þjóðmálum, nokkuð rót- tækur framan af árum og um nokkurt skeið ritstjóri Vestfirðings, málgagns Alþýðubandalagsins. Síðar gekk hann til liðs við Alþýðuflokkinn og ritstýrði til fjölda ára Skutli, málgagni Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum. Hann batt vonir við Samfylkinguna og ekki síst meðan hún naut forystu Össurar Skarphéðinssonar sem hann bar mik- ið traust til sem foringja. Gísli byrjaði snemma að stunda sjó- inn, en um fimmtán ára aldur slasaðist hann um borð á bát með föður sínum, lenti í dráttarspili bátsins og missti við það hægri hönd um axlarlið. Þessi mikla fötlun sem Gísli varð þarna fyr- ir á unglingsárum hlýtur að hafa haft afgerandi áhrif á allt hans lífshlaup. Það er aðdáunarvert hversu vel hann bjargaði sér í lífinu og vildi nánast ekki viðurkenna að hann væri ekki fær í flestan sjó til jafns við ófatlaða. Hann vildi helst ekki vera upp á sam- félagið kominn umfram þá sem heilir gengu til skógar – og honum tókst það hreint ótrúlega og má þar þakka dóm- greind hans á eigin aðstæðum. Gísli var kærkominn heimilisvinur okkar á Laugabóli, kom t.d. í göngur um ára- bil og reyndist vel liðtækur. Hann kom einnig á stundum til rjúpnaveiða m.a. síðastliðið haust og þótt einhent- ur væri, þá var hann oft fengsælli en ófatlaðir sem gengu með honum til veiða. Með Gísla Hjartarsyni er genginn góður vinur okkar allra hér á Lauga- bóli í Ísafirði. Hann lést um aldur fram, en hafði eigi að síður markað þau spor, sem notalegt er að rekja í minningu um góðan dreng. Aðstand- endum vottum við okkar dýpstu sam- úð. Jón Guðjónsson. Þegar þú labbar niður Hafnar- stræti á Ísafirði á horninu þar sem Kaupfélagið var á móts við Hamra- borg sérðu há hús til beggja handa og tignarlegt bratt fjall er í baksýn sem lokar götumyndinni í norðaustri. Ým- ist er fjallið grátt í miðjar hlíðar, klakaklambrað, snævi þakið eða tign- arlega blátt með skuggum sólar í klettanefjum og syllum með fagur- grænum gróðri á milli. Á góðum dög- um iðar gatan af mannlífi, af kunn- uglegum og ókunnuglegum, glaðlegum andlitum. Menn heilsast, gantast og taka tal saman. Spyrja frétta, um gæftir eða hvort það hafið verið flogið í dag. Hvaðan það sé að koma eða fara. Einn af þessum mönn- um var Gísli Hjartason. Frá því að ég var á Ísafirði fyrir um tveimur átatugum eða svo, var Gísli Hjartar þar manna á meðal sem settu svip sinn á götumyndina með hverjum öðrum góðborgurum. Á þeim tíma tók hann virkan þátt í pólitík, var kennari og fararstjóri á sumrin. Hann var lengi ritstjóri eins bæjar- blaðs á Ísafirði, skrifaði um menn og málefni. Þar rekst ég fyrst á hann þar sem ég vann fyrir blaðið Ísfirðing og sem fréttaritari fyrir landsmálablaðið Tímann og síðar NT, þegar það var og hét. Við tókum því oft tal saman um fréttir og fréttatengt efni. Hann var næmur á það og hafði gott frétta- nef. Fékk hjá honum fróðleik og leið- arlýsingu um Hornstrandir og Jök- ulfirði sem ég á enn til á prenti. Um Hornstrandir átti ég leið síðar með fólki. Þar mætti ég fyrir Gísla aftur, þá sem fararstjóra. Þar var einn hópur af svokölluðum ,,vanda- málaunglingum“ að sunnan. Gísli hafði einstakt lag á þeim til að af- stressa þá. Skildi hann þá betur en hver annar og gat talað tungumál þeirra. Hópurinn var því afslappaður í höndum Gísla. Hann kunni líka ógrynni af sögum af horfnu fólki. Kunni að segja frá leiðum, atvinnu- háttum og mannvistum á þessu svæði. Hann sagði þannig frá að mað- ur sá fyrir sér fólkið ljóslifandi við störf sín á túni, niðri við sjó eða við leik í lautu á þessu horfna sviði. Stað- urinn var því leiksviðið en Gísli leik- stjórinn. Bæði gamlir húsgangar og nýlognar sögur urðu að lifandi leik- ritum í hendi Gísla. Þetta voru Gísla sögur Hjartarsonar. Margt af þessum sögum komu síð- ar út í bók sem hann skrifaði 101 vestfirsk þjóðsaga. Sumar af þessum sögum voru frá þeim tíma sem hann drakk inn þegar hann var unglingur við það að hlusta athugull á eldri menn segja frá horfnu mannlífi þess- ara vestfirska staða. Faðir hans, Hjörtur Stapi, var trillusjómaður, skytta og náttúrumaður. Gísli ferðað- ist mikið með honum um Strandir og Djúp við veiðar. Hittu þeir þá marga sérkennilega menn og náttúruperlur sem urðu sögubrunnur Gísla. Hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla og hlusta á fólk. Maður fann hann oft niður við Kaupfélag, bryggju eða annars staðar sem menn áttu erindi sitt um. Ávallt var hann snyrtilega klæddur, með bindi og í fínum jakka þegar við átti. Eða í anórakk, lopa- sokkum upp að hné og í gönguskóm. Andlitið þvegið seltu eða sól eftir því hvaða árstíð var. Hann missti aðra hönd sína í slysi þegar hann var unglingur til sjós. Hann sagði mér einu sinni frá því. Það var því mikil líkamleg raun og ekki síst andleg fyrir ungan mann að lifa við. Það var því einkenni hans að önnur ermin var innhverf í anórakk- inn eða niður í vasa jakkans. Manni finnst nóg um að hafa snúna tönn eða skrítin eyru þegar maður var ung- lingur. En ekki sá maður það á Gísla, hann bar sig vel og gerði grín að sjálf- um sér með eina höndina og kom fólki á óvart. Gísli bjó einu sinni með þýskri konu sem hafði mikinn áhuga á úti- vist. Það heillaði hana vestfirsk nátt- úra og íslenskt landslag. Gísli var eig- inlega partur af því ef þannig má að orði komast. Hann bjó líka einn og einmanaleikinn getur oft verið erfið- ur fyrir heilbrigðan mann. Við gerum alltof lítið af því að vitja manna og spyrja hvernig þeim líði eða hafi það almennt andlega. Það getur alltaf eitthvað bjátað á en við spáum ekki alltaf í það. Það hefur verið mikil áraun að fá yfir sig þungt högg og níðskrif sem eitt af okkar dagblaða hefur mikla ár- áttu til að gera, sem Íslendingar eiga. Það hefur lagt nokkra þegna þessa þjófélags í einelti og dregið þá suma til andlegs dauða. Erfitt er að lifa við slíkt ofbeldi af. Margur þekkir þetta af eigin reynslu af ýmsum forsend- um. Gísli sem var strengur í mann- legu samfélagi okkar sem var slitinn í sundur af níðingum. Það litla sam- félag sem norðanverðir Vestfirðir eru, mynda eina mannlega hljómsveit sem skortir nú eitt hljóðfærið. Vest- firðingar þjappa sér saman en það verður alltaf eitt sæti autt, til að byrja með, sætið hans Gísla. Finnbogi Kristjánsson. GÍSLI AÐALSTEINN HJARTARSON  Fleiri minningargreinar um Gísla Aðalstein Hjartarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ari Sig- urjónsson og Sigmar B. Hauksson. Okkar innilegasta þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls og útfarar DANÍELS EINARSSONAR frá Dunk, Borgarholtsbraut 55. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna á deild 13D, Landspítala við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Margrét Sigtryggsdóttir, Jóhanna Anna Einarsdóttir, Erna Jóna Gestsdóttir, Heiðar Jónsson, Hjördís Jóhannesdóttir, Jón Kristján Jónsson og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA ÞORSTEINSSONAR frá Hurðabaki, Reykholtsdal. Gunnar Bjarnason, Ásthildur Thorsteinsson, Þóra Bjarnadóttir, Einar Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR, Víðilundi 25, Akureyri. Sérstakar þakkir til heimahlynningar á Akureyri. Erla I. Hólmsteinsdóttir, Svanur Eiríksson, Hugrún Hólmsteinsdóttir, Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, Rut Ófeigsdóttir, Margrét G. Hólmsteinsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.