Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 27
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Grindavík | Sett hefur verið upp
skilti í Grindavík sem sýnir göngu-
leiðir á hluta Reykjanesskagans. Er
þetta fyrsta skiltið af nokkrum sem
Ferðamálasamtök Suðurnesja eru
að koma upp á Suðurnesjum.
Kristján Pálsson, formaður
Ferðamálasamtaka Suðurnesja, seg-
ir að unnið hafi verið að stikun
gönguleiða um Reykjanesskagann
og á árinu 2004 hafi félagið staðið að
útgáfu gönguleiðakorts. Skiltið sem
sett hefur verið upp í Grindavík er
stækkuð mynd af suðvesturhluta
þess korts.
Fyrirhugað er að koma upp fleiri
slíkum skiltum. Þannig verður sett
upp gönguleiðaskilti á Fitjum í
Njarðvík og annað í Keflavík. Fjórða
skiltið verður sett upp á Vatnsleysu-
strönd og það fimmta í Krýsuvík.
Fjöldi áhugaverðra gönguleiða er á
Suðurnesjum og Kristján bætir því
við að þar sé víða að finna æv-
intýralönd með hellum og ýmsum
menningarminjum. Nokkrar fornar
lestaleiðir liggja yfir Reykjanes-
skagann og á milli stærstu staðanna.
Búið er að stika Skipsstíg og Árna-
stíg sem liggja þvert yfir skagann, á
milli Grindavíkur og Njarðvíkur. Þá
er byrjað að stika Prestastíg sem
liggur frá Grindavík til Hafna.
Stikurnar eru merktar heiti leiðar
og númeri og gps-leiðsögupunktar
hafa verið teknir og afhentir Neyð-
arlínunni. Segir Kristján að í því fel-
ist ákveðið öryggi, ef fólk lendi í
vandræðum á þessum leiðum.
Kristján segir að sumar leiðanna
liggi um varnarsvæði og hafi það
valdið vandræðum. Sums staðar
þurfi að krækja fyrir girðingar. Þá
liggi þær sums staðar um gömul æf-
ingasvæði þar sem hætta sé á að
sprengjur geti leynst. Hefur verið
óskað eftir því við utanríkisráðu-
neytið að leiðirnar verði hreinsaðar.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Gönguleiðir Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtakanna, og Ólafur
Örn Ólafsson bæjarstjóri stilltu sér upp við gönguleiðaskiltið í Grindavík.
Helstu gönguleiðir sýndar á skilti
Reykjanesbær | Ráðgjafarstofa um
fjármál heimilanna og Verkalýðs-
og sjómannafélag Keflavíkur
(VSFK) og nágrennis hafa gengið
frá þjónustusamningi fyrir árið
2006.
Í maí 2005 hófst samstarf Ráð-
gjafarstofu um fjármál heimilanna
og Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nágrennis með und-
irritun þjónustusamnings. Um var
að ræða tilraun til nýliðinna ára-
móta. Samkvæmt samningnum fóru
ráðgjafar Ráðgjafarstofu einu sinni
í mánuði á fyrirfram ákveðnum
dögum til Keflavíkur og tóku viðtöl
á skrifstofu VSFK.
Á þessu tímabili kom berlega í
ljós, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu, að þessi aukna þjón-
usta við Suðurnesjamenn féll í góð-
an jarðveg og var hún vel nýtt. Af
þeim sökum var ákveðið að halda
samstarfinu áfram og undirrita nýj-
an þjónustusamning milli sömu að-
ila. Ásta S. Helgadóttir forstöðu-
maður og Ingi Valur Jóhannsson,
formaður framkvæmdastjórnar
Ráðgjafarstofu um fjármál heim-
ilanna, og Kristján G. Gunnarsson
formaður og Guðjón Arngrímsson,
varaformaður VSFK, undirrituðu
samninginn.
Ráðgjöfinni er einkum ætlað að
veita einstaklingum og fjölskyldum
í greiðsluerfiðleikum yfirsýn yfir
stöðu fjármála sinna og leita leiða
til lausnar á greiðsluerfiðleikum.
Þeir sem telja sig hafa þörf fyrir
ráðgjöf þurfa að panta ákveðinn
viðtalstíma við ráðgjafa og eru bók-
anir þegar hafnar á skrifstofu
VSFK. Fyrsti viðtalstími ráðgjafa á
árinu 2006 verður fimmtudaginn 2.
febrúar nk. Þeim sem ekki komast í
viðtal er boðið upp á símaviðtal
sama dag og ráðgjafinn verður í
Keflavík. Unnt er að nálgast um-
sóknir um ráðgjöf á skrifstofu
VSFK og á heimasíðu Ráðgjafar-
stofu www.rad.is.
Endurnýja
samning um
fjármála-
ráðgjöf við
einstaklinga
Fréttir á SMS