Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Stefán Bene-diktsson fædd- ist í Hvammi í Fljótum hinn 18. ágúst 1941. Hann lést á heimili sínu, Minni-brekku í Fljótum, hinn 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Stefánsson bóndi í Minni-brekku, f. 27.4. 1915, d. 5.1. 1999, og Kristín Pálsdóttir, f. 26.11. 1921, d. 9.5. 1974. Systir Stefáns er Jóna Ingibjörg, f. 29.12. 1943, maki Bragi Fannbergsson, f. 6.7. 1944. Börn: 1) Kristín Inga Brynjarsdóttir, f. 16.4. 1968. Börn hennar eru Brynja Björg, Kristín Unnur og Sveinn Bragi. 2) Petra Fanney Bragadóttir, f. 8.7. 1976, sambýlismað- ur David Frímann. Sonur hennar Ari Fannar. 3) Stefán Bragason, f. 14.8. 1978. Stefán ólst upp í Fljótum og bjó leng st af í Minni- brekku. Á yngri árum stundaði Stefán ýmis vertíð- arstörf. En lengst af var hann bif- reiðastjóri. Meðal annars hjá Suðurleiðum og á vetrum sá hann um skólaakstur í Fljótum. Útför Stefáns fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður á Barði í Fljótum. Elsku besti Stebbi! Okkur þykir leitt að þú skulir vera farinn frá okk- ur Við erum samt alveg viss um að Guð passar þig vel fyrir okkur. Við munum svo vel eftir þér og hvað þú varst alltaf góður við okkur og hvað þú náðir vel til okkar og þegar þú gafst okkur öllum spilastokkana. Þú stríddir okkur stundum í góðu og okkur fannst gaman að því. Þú varst alltaf tilbúinn að keyra okkur og skammaðir okkur aldrei þó við vær- um stundum of sein í bílinn. Þú varst svo góður og blíður við okkur. Oft hjálpaðir þú okkur að renna upp úlpunum og settir á okkur húf- urnar. Þú passaðir líka upp á að við færum í bílbeltin. Þú talaðir ekki mikið en við fundum alltaf hlýjuna frá þér til okkar og þú gerðir allt sem þú gast fyrir okkur. Við getum mun- að svo margt með þér. Þú fórst oft með okkur í skóla- ferðalög og vettvangsferðir og við sungum fyrir þig. Við munum vel þegar við vorum á ferð í vondum veðrum og lentum þá stundum í basli, en þú komst okkur alltaf heilum á húfi heim og ef við vorum hrædd þá róaðir þú okkur. Við treystum þér og vorum örugg með þér. Þú varst besti skólabílstjóri í heimi, það er ekki hægt að finna betri. Kæri Stebbi! Okkur finnst erfitt að kveðja þig og við söknum þín. Við biðjum góðan Guð að passa þig um alla eilífð á himnum. Við gleymum þér aldrei. Guð blessi þig. Kveðja frá okkur öllum. Skólabörnin í Fljótum. Fregnin flýgur, alla setur hljóða, yngri sem eldri bera harm í hug og sinni. Stefán Benediktsson frá Minni- Brekku er allur. Hann lést frá heimili sínu Minni- Brekku í Fljótum um aldur fram. Hann var skólabílstjóri Sólgarða- skóla í Fljótum um margra ára skeið. Hann kom líka að akstri nem- enda úr Fljótum sem eru og voru í Grunnskóla Hofsóss, eins keyrði hann nemendur úr Fljótum í Varma- hlíðarskóla fyrr á árum. Við í Sólgarðaskóla þökkum af al- hug óeigingjarnt starf hans á liðnum árum og allt samstarf við hann sem einkenndist af góðmennsku, sam- viskusemi og trúmennsku. Sólgarðaskóli sér á eftir traustum og góðum starfsmanni sem vann störf sín af ósérhlífni og hógværð. Hans mun saknað af samstarfs- og samferðafólki. Aðstandendum hans og öðrum ættingjum og vinum sendum við samúðarkveðjur. Við kveðjum Stefán með virðingu og þökk. Starfsfólk Sólgarðaskóla. Kæri vinur. Kallið kom óvænt. Það sést best nú hversu stórt hlut- verk þú spilaðir í lífi okkar Fljóta- manna, bæði barna og fullorðinna. Alltaf varstu samt lítillátur og hóg- vær í þínum daglegu störfum og barst ekki tilfinningar þínar á torg, varst reyndar fremur fámáll á stund- um. Og hljóðlega fórst þú svo í þína hinstu för héðan. Þú varst samt félagslyndur og hafðir gaman af því að taka þátt í hinum ýmsu félagsstörfum bæði fyrr og nú. Bridge-áhugamaður varstu og hafðir gaman af dansi og söng. Sveitin þín var þér hjartfólgin og hér í Fljótum vildir þú helst vera og starfa. Þú varst mikill dýravinur og hafðir gaman af því að hirða um skepnur. Alltaf áttir þú einhverjar kindur og hesta þó að hjá öðrum væri. Þú sagðir líka oft skemmtileg- ar sögur af fénaðinum og varst þá með blik í auga og bros á vör. Fjár- glöggur varst þú og hafðir þann starfa í mörg ár að hirða fé á skila- réttum á haustin. Þá kepptust ung- lingarnir um að fá að fara með þér því þau hændust að þér og sóttu í að vera með þér, sem segir sína sögu. Starfsvettvangur þinn til fjölda ára var í skólaakstrinum við Sól- garðaskóla og í akstri hjá Suðurleið- um. Að auki komst þú mörgum til að- stoðar þegar þurfti hjálparhönd. Okkar samskipti og samstarf voru þannig að aldrei bar skugga á og vil ég þakka af alhug öll þau góðu kynni og öll liðlegheitin þau ár sem við höf- um starfað saman. Já, vissulega er nú skarð fyrir skildi og það sakna þín margir. Kæri Stebbi! Þessi orð lýsa best hvaða hug við berum til þín. Við munum alltaf minnast þín með kærleik og hlýju og með þökk. Við viljum biðja algóðan Guð að taka vel á móti þér í nýju vistina, því við vilj- um trúa því að þú hafir verið kall- aður til starfa á öðrum vettvangi. Einnig trúum við því að þar séu ætt- ingjar og vinir sem taka vel á móti þér. Systur þinni Jónu og hennar fjöl- skyldu vottum við ég og fjölskylda mín af einlægni alla okkar samúð sem og öðrum ættingjum þínum og vinum. Guðrún Halldórsdóttir, Helgustöðum. Það voru hræðilegar fréttir sem bárust af andláti Stebba strax eftir áramótin. Stebbi hafði spilað hjá okkur um árabil hjá Bridgefélagi Siglufjarðar. Alltaf barðist Stebbi til Siglufjarðar á mánudagskvöldum til að spila í öllum veðrum. Jafnvel þeg- ar fólk treysti sér ekki út úr húsi á Siglufirði var Stebbi mættur úr Fljótunum og fengu þá aðrir Fljóta- menn ávallt far með honum. Stebbi var einstakt ljúfmenni og átti sér örugglega enga óvildar- menn. Hann var góður bridgespilari og með þeim betri sem spiluðu hjá félaginu. Hann gat spilað öll bridge- kerfi og gat því spilað við hvern sem er. Hann var klókur, útsjónarsamur og „refur“ við bridgeborðið. Stebbi fór yfirleitt alltaf á kjördæmamót og Íslandsmót. Það voru því ófáar stundirnar sem við áttum á ferðalög- um tengdum bridgemótum. Þá var gjarnan gist saman og eftir erfiðan dag í spilunum var ekkert slegið af, menn höfðu gaman og skemmtu sér fram á morgun og þar var Stebbi fremstur í flokki. Ljóst er að andlát Stefáns er gríð- arlegt áfall fyrir bridgelíf í Fljótum og Siglufirði, hans verður sárt sakn- að. Félagar í Bridgefélagi Siglu- fjarðar þakka Stefáni ánægjulegar stundir á liðnum árum. Systur hans og fjölskyldu er vott- uð dýpsta samúð. Blessuð sé minning Stefáns Bene- diktssonar Ólafur Jónsson. Ég kynntist Stebba Ben fyrir tæp- um tíu árum þegar við hjónin keypt- um jörðina Molastaði í Fljótum. Segja má að Stebbi hafi fylgt jörð- inni, en hann var lengi viðloðandi bú- skapinn hjá fyrri ábúendum. Hann var ómissandi hjálparhella þegar kom að fjárragi og öðrum hefð- bundnum hauststörfum og áttum við margar góðar stundir saman í fjár- húsunum. Fyrir sex árum síðan hóf ég störf við Sólgarðaskóla þar sem Stebbi vann sem skólabílstjóri. Varla var hægt að hugsa sér þægilegri starfsfélaga. Hann var mjög yfirveg- aður og átti auðvelt með að ná til krakka. Ég var farþegi í skólabílnum nánast hvern einasta dag og þá gafst einstækt tækifæri til að kynnast þessum hlédræga manni nánar. Um- ræðurnar snerust gjarnan um póli- tík, búskap eða ferðalög en Stebbi var með víðförlari Fljótamönnum sökum vinnu sinnar sem rútubíl- stjóri á sumrin. Hann var ótrúlega minnugur á ártöl og nánast eins og uppflettirit þegar maður spurði hann um fræga snjóavetur eða ein- staklega hlý vor. Stebbi hafði mikla ánægju af alls konar spilamennsku og einu sinni tefldi ég skák við hann. Ég reyndi það ekki aftur því hann vann mig eftir örfáa leiki. Mér skilst að Stebbi hafi verið frábær bridds- spilari en hann fór oft til Siglufjarðar ásamt öðrum Fljótamönnum til að spila bridds við Siglfirðinga. Við sungum saman í kirkjukór Barðs- kirkju, en Stebbi var prýðis söng- maður og hafði gaman af tónlist. Það var erfitt að útskýra skyndilegt frá- fall hans fyrir yngstu nemendum Sólgarðaskóla og ljóst er að harmur þeirra er mikill. Ég votta fjölskyldu hans samúð okkar, fjölskyldunnar á Molastöð- um. Halldór G. Hálfdansson. Enginn veit hvenær kallið kemur og hver er næstur og þú, Stebbi minn, varst víst sá næsti í röðinni. Er nú stórt skarð höggvið í vinahópinn, er ekki bara komið meira en nóg? Elsku Stebbi, ég ætla ekki að skrifa um lífshlaup þitt en þú varst kær vinur minn og fjölskyldu minnar og langar mig aðeins að minnast þín og þakka þér fyrir alla hjálpina sem þú veittir okkur Krissa við búskap- inn. Einnig keyrðir þú börnin okkar í skólann alla tíð og varst traustur vin- ur þeirra og félagi. Takk fyrir það. Þakka skemmtilegu stundirnar sem við áttum við söng og gleði, allar ferðirnar sem þú fórst með okkur konurnar bæði orlofsferðir, skóla- ferðir og ekki síst spilaferðirnar sem þú fórst með okkur í mörg mörg ár og varst þar alveg ómissandi, oftast eini haninn í hópnum. Öll árin sem við spiluðum saman í Fljótum og á Siglufirði og fórum á ótal mót meira að segja til Belgíu. Já, Stebbi minn, það er margs að minnast og margs að sakna. Eftir að ég flutti suður var það fastur liður ár hvert að gleðjast saman á Íslands- mótinu í parasveitakeppni ásamt Gústu, Laugu og Birki en þar gistir þú ávallt og var þá tíminn nýttur við spil, söng og spjall vel fram yfir háttatíma. Við munum öll sakna þessara stunda. Ég sá þig síðast á Þorláksmessu þegar þú komst í heimsókn í þinni árlegu jólaheimsókn til Jónu systur þinnar og fjölskyldu. Vil ég senda þeim mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð veri með þér, Stebbi minn, í nýjum heimkynnum, ég veit að þú ert þar með góðum vinum. Inga Jóna. Árið 1975 fluttum við hjónin ásamt syni okkar norður í Fljót í Skaga- firði. Við vorum ung að árum og höfðum fest kaup á jörðinni Stóru- Brekku. Búseta okkar í Fljótunum varð 20 ár og börnin okkar urðu þrjú. Næsti bær við Stóru-Brekku er Minni-Brekka en þar bjuggu Stefán Benediktsson, eða Stebbi eins og hann var alltaf kallaður og faðir hans Benedikt Stefánsson eða Benni. Við höfðum fljótlega kynni af þeim feðg- um og urðu þeir góðir fjölskylduvinir þegar í stað. Sú vinátta átti eftir að verða okkur ómetanleg það sem eftir lifið ævi þeirra feðga. Við höfðum litla reynslu af búskap og þeir feðgar voru ætíð tilbúnir að aðstoða okkur og kenna það sem þurfti. Strax fyrsta veturinn okkar í Fljótum tóku þeir Stebbi og Reynir sig saman um að spila bridge. Spilamennska var Stebba í blóð borin hvort sem það var skák eða önnur spil sem kröfðust hugarleikfimi. Bridge-spilamennsk- an var mjög sterkur þáttur í lífi Stebba og það þurfti oftast lítið til að fá hann til að taka upp spilin. Þau urðu ófá bridgemótin sem Stebbi og Reynir fóru á, hvort sem það var far- ið suður á bóginn eða norðan heiða. Stebbi var borinn og barnfæddur Fljótamaður og vildi hvergi annars- staðar búa. Enda þekkti hann allar aðstæður þar betur en flestir aðrir. Stebbi hefur um árabil verið skóla- bílstjóri í Fljótum og sinnt því starfi af kostgæfni. Fljótin eru afskekkt og mjög snjóþung sveit og það segir sig því sjálft að þetta starf getur verið erfitt og oft þarf bæði útsjónarsemi og hugrekki til að sinna því. En með þetta eins og annað sem Stebbi tók sér fyrir hendur leysti hann það af kostgæfni. Á sumrin hefur hann keyrt rútur fyrir vin sinn Jón Sig- urðsson á Sleitustöðum og fór þá ósjaldan í langar ferðir með erlenda ferðamenn hringinn í kringum land- ið. Jón var einu sinni spurður að því hvernig væri að hafa Stebba sem bíl- stjóra hjá sér og svaraði hann því þannig að Stebbi færi á tilsettum tíma og kæmi til baka eins og áform- að væri og það væru aldrei nein vandræði. Þessi orð Jóns lýsa vel þeim eiginleikum Stebba að hann leysti hlutina sjálfur af sínu einstaka æðruleysi. Stebbi var ákaflega greindur maður, hógvær og einstak- lega barngóður og þeim eiginleika kynntust börn okkar þrjú mjög vel. Stebbi var alla tíð fremur dulur og lét ekki mikið fyrir sér fara Hann bar tilfinningar sínar aldrei á torg. Engu að síður var hann mjög fé- lagslyndur og naut sín vel í glaðværð í góðra vina hópi. Það var fátt sem hann hafði jafn gaman af og söngur og hann var söngmaður góður og tók þátt starfi ýmissa kóra og lengst af í kirkjukór Barðskirkju. Eitt af því sem einkenndi Stebba sérstaklega var hversu lipur hann var og hjálpfús við alla sem til hans leituðu en það var mikilvægur eig- inleiki í lítilli og afskekktri sveit. Eft- ir að við hjónin fluttum á höfuðborg- arsvæðið fyrir um 10 árum minnkaði samgangurinn við þá feðga, en það var þó alltaf reynt að halda sam- bandi þegar það var unnt. Þeir komu til dæmis til okkar á jólum nokkrum sinnum enda töldu börnin okkar að jólin væru ekki söm án þeirra. Bene- dikt faðir Stebba lést fyrir nokkrum árum og eftir það bjó Stebbi einn í Minni-Brekku. Hann hefur eflaust átt erfiða daga eftir lát föður síns en kvartaði ekki yfir því fremur en öðru. Við hjónin og börnin okkar erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast mönnum eins og þeim Stefáni og Benedikt. Dauði þeirra með nokk- urra ára millibili hefur verið okkur öllum í fjölskyldunni mikill missir og þeirra er og verður sárt saknað. Elsku Stebbi, við þökkum allar samverustundirnar og megi Guð varðveita þig. Reynir, Sigríður, Bergur, Unnur Birna og Páll Már. Sú harmafregn barst mánudags- morguninn 9. janúar að Stefán Bene- diktsson væri fallinn frá. Bráð- kvaddur, heima að Minni-Brekku. Í hugann koma margar ógleymanleg- ar samverustundir og trygg vinátta, þrátt fyrir nokkurn aldursmun. Til margra ára spiluðum við Stebbi, ásamt ömmu Laugu og Ingu Jónu, saman á Íslandsmótum í para- sveitakeppni. Þar var leikgleðin í fyrirrúmi þó svo að aldrei værum við beinlínis í toppbaráttunni. Þó gat Sveitin verið mjög skeinuhætt og oftar en ekki voru það sveitirnar í toppbaráttunni sem fengu það óþvegið. Hápunktur á ferli Sveitar- innar var ferðalag á Evrópumótið í bridge sem haldið var í Belgíu. Ekki urðum við Evrópumeistarar í þeirri ferð, en sú ferð var okkur öllum ógleymanleg. Í tengslum við hin ýmsu bridge- mót var fleira gert en að spila bridge. Mikið var lagt upp úr kvöld- skemmtunum, þar sem maður var manns gaman. Sérstaklega átti þetta þó við parasveitakeppnirnar. Hinir rómuðu skagfirsku eiginleikar Stebba komu þar vel í ljós. Stebbi var nefnilega hörkusöngvari, með lagvissari mönnum, og hélt oftar en ekki hópnum í réttri tóntegund á góðri stund. Stundum veitti svo sannarlega ekki af því. Svo mikið var sungið í tengslum við síðasta Ís- landsmót að sumum þótti nóg um, þrátt fyrir einstaka innlifun okkar á íslensku ættjarðarlögunum. Haft var þá á orði að nú yrði undirritaður að festa kaup á einbýli til að angra ekki nágranna meir með söng sem þessum. Einstök hógværð, góðmennska og hjálpsemi einkenndu Stebba. Aldrei nein leiðindi og andrúmsloftið þægi- legt, án undantekninga, við óteljandi samverustundir. Aldrei sagði Stebbi styggðaryrði um nokkurn mann, tók ekki þátt í slíkum samræðum nema þá einna helst til að bera blak af við- komandi einstaklingi. Minningin mun lifa um hreinlyndan og góðan mann. Blessuð sé minning Stefáns Bene- diktssonar. Birkir J. Jónsson. STEFÁN BENEDIKTSSON Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR frá Kleifum, andaðist á dvalarheimilinu Silfurtúni, Búðardal, aðfaranótt þriðjudagsins 17. janúar. Útför hennar verður gerð frá Garpsdalskirkju laug- ardaginn 28. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Stefán Jóhannesson, Hermann Jóhannesson, Kolbrún Ingólfsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.