Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 36

Morgunblaðið - 21.01.2006, Side 36
36 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Listasafn Sigurjóns Ólafssonar býður tónlistarfólki að sækja um þátttöku í þriðjudags- tónleikum sumarið 2006 sem verða haldnir vikulega frá miðjum júlí til ágústloka. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 14. febrúar nk. með drögum að efnisskrá, upplýsingum um flytjendur (CV) og kjörtíma tónleika. Valið verður úr umsóknum og öllum svarað. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Reykjavík www.lso.is – lso@lso.is SUMARTÓNLEIKAR LISTASAFNS SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR 2006 Tónlistarnemar hafa nú stofn-að með sér hagsmunafélag,Félag tónlistarnema (FTN), og í kynningu félagsins á undir- skriftarlista sem gekk á netinu í vikunni kemur fram að fyrsta verk félagsins verði að undirbúa kæru til umboðsmanns alþingis vegna þess sem tónlistarnemarnir kalla ólög- lega skerðingu sveitarfélaganna á niðurgreiðslum með nemendum. Í tilkynningunni segir: „Við teljum að með skerðingunni brjóti sveit- arfélögin gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Við krefjumst þess að sveitarfélögin leysi sínar deilur við ríkið og sín á milli án þess að láta það bitna á tugum eða hundruðum tónlistarnema.“ Forsaga þessa máls hefur verið reifuð á þessum vettvangi áður, og ástæðulaust að endursegja hana í þaula nú, en í grundvallaratriðum snýst hún um það, að tónlist- arskólum er einungis kleift að taka við nemendum úr eigin sveitarfé- lagi, sem ekki lengur greiðir niður kostnað við skólagöngu annarra nemenda en sinna eigin, og aðeins til 25 ára aldurs. Vandamálið hefur bitnað verst á langt komnum tón- listarnemendum, sem eiga lögheim- ili úti á landi, en stunda nám við stærri tónlistarskólana í borginni og á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sækja má víðfeðmari og meiri menntun en smærri sveitarfélög hafa tök á að bjóða uppá. Þessir nemar eiga um það að ræða að biðla til eigin ráðamanna sveitarfélaga um námsstyrki, og eiga þannig vel- ferð sína í námi undir geðþótta, vilja, eða viljaleysi sinna heima- manna hverju sinni; ellegar greiða skólagjöld fullu verði í höfuðborg- inni. Þar með njóta þeir ekki stjórn- arskárvarins jafnréttis til náms á við skólasystkin sem eru svo lánsöm að hafa fæðst innan borgarmark- anna. Ríkið og sveitarfélögin hafa enn ekki getað komist að nið- urstöðu um hvernig haga eigi kostnaði við þetta nám og fyrir það gjalda nemdurnir. Þetta þras hefur nú staðið árum saman, og enn virð- ist engin standandi lausn í sjónmáli. Samstaða hefur virst vera um lausn fyrir þá tónlistarnema sem stunda jafnframt nám í viðurkenndum framhaldsskólum, en þeir tónlist- arnemar, – oftast þeir hæfileikarík- ustu, sem hafa kosið að sinna engu öðru en sínu tónlistarnámi eru úti á freranum.    Ég held að þeir tónlistarnemarsem var „sagt upp“ úr tónlist- arnámi í borginni nýverið og for- ráðamenn þeirra hljóti því að hafa staldrað við þegar kynntar voru styrkveitingar borgarinnar til menningarstarfsemi nú á dögunum. Annar þeirra tónlistarhópa sem stærsta styrk ársins hlýtur, tvær milljónir króna, er Kasa hópurinn, Kammerhópur Salarins, og starf- ræktur er í Kópavogi! Það skal tek- ið skýrt fram að Kasa hópurinn er að sjálfsögðu alls góðs maklegur og á skilið alla þá styrki sem honum hlotnast. Um það snýst ekki málið. Reykjavíkurborg hlýtur hins veg- ar að þurfa að svara tónlistarnem- unum þeirri spurningu hvers vegna þeim er úthýst úr námi í borginni á grundvelli þess að eiga lögheimili annars staðar, á sama tíma og hún kýs að styrkja tónlistarstarfsemi at- vinnumanna í tónlist í öðrum sveit- arfélögum. Það skal tekið fram að Kópavogsbær stendur að tónleikum þeim sem Kasa hópurinn leikur á í Salnum og stendur straum af kostn- aði við þá gegnum rekstur Salarins, sem stendur sig með mikilli prýði og sóma í blómlegu tónleikahaldi.    Á sama hátt gætu þeir spurt semstanda að tónleikahaldi í Reykjavík, hver stefna borgarinnar sé gagnvart þeim; hvaða möguleika þeir eigi á sambærilegum rausn- arskap frá borgaryfirvöldum og Kammerhópur Salarins. Í Reykja- vík hafa verið gerðar tilraunir til sambærilegs tónleikahalds í tónlist- arhúsinu Ými og Salurinn stendur fyrir í Kópavogi. Áhugaleysi borg- aryfirvalda til að styðja við tón- leikahald þar hefur verið algjört, þótt þar hafi verið lagt af stað með miklum faglegum metnaði. Það stefnir í það, að þetta góða tónlist- arhús, eina tónlistarhúsið í höf- uðborginni, fyrir utan Hljómskál- ann, verði selt til annarra nota. Auðvitað ber borgin enga ábyrgð á því, en stuðningur hennar við þann tónlistarhóp sem húsið rekur, og kennir sig við borgina, Karlakór Reykjavíkur, hefði þó hugsanlega gert þeim kleift að afla sér tekna af tónleikahaldi og auðga um leið til muna tónlistarlíf borgarinnar. Því hlýtur maður enn að velta því fyrir sér hvaða stefnu borgaryf- irvöld hafa um tónlistarlíf í borg- inni og hvort hún sé yfir höfuð til. Landamæri peninganna ’Borgin hlýtur að þurfaað svara tónlistarnem- unum hvers vegna þeim er úthýst úr námi í borginni meðan hún kýs að styrkja tónlistar- starfsemi atvinnumanna í tónlist í öðrum sveit- arfélögum. ‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Golli Salurinn í Kópavogi. begga@mbl.is DAGSKRÁ verður haldin í Þjóð- menningarhúsinu í dag, þar sem fjallað verður um þá rithöfunda sem voru samferða Halldóri Lax- ness upp á Nóbelsverðlaunapall á sjötta áratug síðustu aldar. Árni Bergmann rithöfundur hefur tekið dagskrána saman og er flytjandi ásamt honum Arnar Jónsson leik- ari. „Dagskráin fjallar um hina höf- undana níu á áratugnum, og hvernig Halldór kemur inn í þann hóp. Velt verður upp hvort finna má einhvers konar menningar- pólitískt mynstur hjá sænsku aka- demíunni,“ segir Árni í samtali við Morgunblaðið, en rithöfundarnir eru að Halldóri undanskildum Bertrant Russel, Pär Lagerkvist, François Mauriac, Winston Churc- hill, Ernest Hemingway, Juan Ra- món Jimenéz, Albert Camus, Bor- is Pasternak og Salvatore Quasimodo. Og er slíkt menningarpólitískt mynstur að finna, að mati Árna? „Ja, til dæmis lítur sænska aka- demían bersýnilega svo á, að bók- menntirnar verði til hjá hinum grónu og stóru menningarþjóðum Evrópu, og Bandaríkin fá að fljóta með. Þarna eru þrír engilsaxar, tveir Frakkar, einn Spánverji, Ítali og Rússi. Það vantar bara Þjóðverja í þennan hóp, enda er stutt frá síðari heimsstyrjöldinni.“ Árni bendir ennfremur á að lítil athygli hafi verið veitt utan þessa evrópsk-bandaríska heims. „Nób- elsverðlaunin höfðu þá verið veitt í hálfa öld, og einungis tvisvar hafði verið farið út fyrir þennan litla heim. Í rauninni virðast engir smáþjóðahöfundar koma til greina aðrir en Norðurlandamenn. Á þessum áratug eru tveir slíkir; Halldór og Pär Lagerkvist, og fram til þessa höfðu tíu Norð- urlandamenn fengið þessi verð- laun. Halldór verður dálítið merki- legt fordæmi að því að taka höfunda að mjög litlum mál- svæðum, því uppúr verðlaunum hans fer fjölbreytnin að aukast og menn fara að horfa í fleiri áttir.“ Skoðað frá ýmsum hliðum Lesin verða sýnishorn úr ís- lenskum þýðingum á verkum flestra verðlaunaskáldanna og hefur Árni þýtt nokkur ljóð af þessu tilefni. Rætt verður um rit- höfundana sjálfa og hvað þeir höfðu helst til bókmennta að leggja sem og til þeirra mála sem helst brunnu á samtíðarmönnum þeirra. „Að mörgu leyti er heil- mikil bjartsýni í gangi eftir síðari heimsstyrjöldina, og menn eiga von á framförum og öðru slíku. En rithöfundunum kemur þessi tími myrkar fyrir sjónir, enda menn nýkomnir úr styrjöld með útrýmingarbúðum og atóm- sprengjum og öðru slíku. Ég mun koma inn á hvernig hver og einn rithöfundur bregst við þessum heimi, myrkum og vonlausum, og hvort hægt sé að gefa honum ein- hverja merkingu.“ Þá verður rætt um tengsl Hall- dórs við aðra Nóbelsverðlaunahöf- unda 6. áratugarinar, einkum Hemingway sem hann þýddi fyrstur manna á íslensku og Boris Pasternak. Aðspurður hvort þessi umræða um Nóbelsverðlaunahafa 6. ára- tugarins sé þörf, svarar Árni að skoða megi þessi þekktustu bók- menntaverðlaun heims frá ýmsum sjónarhornum. „Það getur verið fróðlegt að skoða hvað menn hafa verið að reyna að gera á hverjum tíma með viðurkenningunum. Og svo má velta fyrir sér hvernig þessi heimsfrægu Nóbelsverðlaun hafi enst hverjum og einum, þeg- ar liðin er hálf öld,“ segir hann að síðustu. Efnt er til dagskrárinnar í tengslum við sýningu sem opnuð var í Þjóðmenningarhúsinu á Nóbelsdaginn 10. desember sl. í tilefni þess að þá voru fimmtíu ár liðin frá því að Nóbelsverðlaunin voru afhent Halldóri Laxness. Um er að ræða síðustu sýningarhelgi því sýningin stendur yfir til 25. janúar. Gljúfrasteinn – hús skáldsins setti sýninguna upp. Ókeypis aðgangur er að dagskránni og eru allir velkomnir. Nóbelsverðlaun | Dagskrá undir yfirskriftinni „Nágrannar Halldórs Laxness í Nóbelsheimi“ í Þjóðmenningarhúsinu Verðlaunahafar 6. áratugarins skoðaðir Frá Nóbelsverðlaunaafhendingu Halldórs Laxness. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is T il móður og systur,Önnu Maríu ogNannerl. Óperan sem Mozart, nefnir, er La finta giardiniera, eða Garðyrkjustúlkan dul- búna. München, 14. janúar 1775 Guði sé lof! Óperan mín var flutt í gær, 13. þ.m., og fékk svo góðar viðtökur, að ég get ekki með nokkru móti lýst fagnaðarlátunum fyrir mömmu. Í fyrsta lagi var leikhúsið svo troðfullt að margir urðu frá að hverfa. Því næst urðu læt- in eftir hverja aríu, lófa- takið og hrópin: „VIVA MAËSTRO“ alveg óskap- leg. Hennar göfgi kjör- furstafrúin og ekkjufrúin (sem sátu andspænis mér) kölluðu „BRAVO“ til mín. Þegar sýningu óperunnar var lokið og komið hlé, – þá sitja gestirnir venju- lega hljóðir og bíða dans- sýningarinnar sem á eftir fer – linnti ekki látum, lófaskellum og bravó- hrópum sem komu í gus- um hvað eftir annað. Á eft- ir fór ég með pabba inn í sal, sem kjörfurstinn og hirð hans verða að ganga um, og fékk að kyssa hendur hans göfgi kjör- furstans og frúar hans og annars tignarfólks sem allt var hið mildilegasta í minn garð … MOZART MOLAR Þinn einlægur Amadé Wolfgang Amadeus Mozart 27. janúar 1756– 5. desember 1791 Íslensk þýðing: Árni Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.