Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 59 MINNINGAR ✝ Sigþóra Sigurð-ardóttir fæddist á Lambastöðum í Hraungerðishreppi 23. ágúst 1926. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi 10. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Ingimundardóttir húsfreyja, f. 13.4. 1890, d. 27.1. 1985, og Sigurður Björnsson, bóndi á Lambastöðum í Hraungerðis- hreppi, síðar á Svanavatni í Stokkseyrarhreppi, f. 28.11. 1880, d. 10.2. 1954. Systkini Sig- þóru voru Arnheiður Sigurðar- dóttir, f. 1913, d. 1990, og Valdi- mar I. Sigurðsson, f. 1917, d. 1990. Sigþóra giftist Bjarnþóri G. Bjarnasyni bónda í Hoftúni í Stokkseyrarhreppi á sumardag- inn fyrsta árið 1953. Bjarnþór fæddist 17.7. 1918 og lést 29.11. 1992. Foreldrar hans voru Bjarni Sturlaugsson og Þóra Gísladótt- ir. Dætur Sigþóru og Bjarnþórs eru: 1) Unnur Sigrún Bjarnþórs- dóttir, f. 28.8. 1954, maki Þorlák- ur Marteinsson. Börn þeirra eru: a) Bjarnþór, hann á tvö börn, b) Mar- grét Dóra, maki Birgir Örn Hall- dórsson, þau eiga eitt barn, og c) Mar- teinn Guðberg. 2) Guðrún Bjarnþórs- dóttir, f. 2.5. 1957, maki Hilmar Þröst- ur Sturluson. Börn þeirra eru: a) Þóra Valdís og á hún tvö börn. Maki hennar er Davíð Þór Kristjánsson, b) Sturla, hann á eitt barn, c) Hrefna Rún, og d) Halldóra Eir. 3) Birna Bjarnþórsdóttir, f. 24.9. 1958, maki Frans Páll Sigurðs- son. Dóttir þeirra er Þóra María. Birna á tvö börn af fyrra hjóna- bandi, Skúla og Katrínu, og Frans Páll á tvö börn. Sigþóra og Bjarnþór bjuggu lengst af í Hoftúni í Stokkseyr- arhreppi. Þar stunduðu þau blandaðan búskap, með sauðfé, kýr og hesta. Árið 1981 brugðu þau búi og fluttust á Selfoss. Útför Sigþóru verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveð ég hinstu kveðju tengdamóður mína, Sigþóru Sig- urðardóttur, og langar mig að minnast hennar í fáeinum orðum. Ég kynntist Þóru fyrir um það bil tíu árum er ég hóf sambúð með Birnu dóttur hennar. Þóra var ekki opin að eðlisfari og tók fólki með varúð í byrjun. En þegar á leið og við kynntumst betur þá kom fram ljúf kona sem reyndist traust stoð og studdi sitt fjölskyldufólk hvenær sem á þurfti að halda. Það var alltaf gott að leita til Þóru ef aðstoðar var þörf á heim- ilinu, hvort sem var að gæta barnabarnanna eða annars stuðn- ings sem á þurfti að halda. Krafta hennar og stuðnings höfum við notið í miklum mæli undanfarin átta ár eða frá því að dóttir okkar Birnu fæddist. Þá taldi hún aldrei eftir sér að taka rútuna frá Sel- fossi til Reykjavíkur í hvaða veðr- um sem var. Oft gisti hún hjá okk- ur dögum saman, rak heimilið með myndarskap og sá til þess að allt væri eins og það átti að vera þegar hún fór aftur heim á Selfoss. Þannig létti hún undir með okkur og eigum við henni þakkir að gjalda fyrir öll skiptin sem hún var hjá okkur. Ég er viss um að oft hefur gleymst að þakka henni nóg- samlega þegar við komum aftur heim með litlu dömuna. Það var alltaf gott að sækja Þóru heim, hvort sem var á ferð fjölskyldunnar um Suðurland eða bara að skreppa í heimsókn til „ömmu Þóru“. Hún hafði þann eig- inleika að geta töfrað fram ótrú- legustu veitingar án nokkurs fyr- irvara. Oft var því nokkur eftirvænting þegar farið var aust- ur um helgar og stundum sendar pantanir um ákveðnar kökur þegar lagt var af stað úr bænum. Það var eins og við manninn mælt, þegar komið var austur þá beið fjölskyld- unnar veisluborð sem var engu líkt. Ávallt var gaman að heimsækja ömmu Þóru og hún hafði gaman af því að sýna okkur það nýjasta sem hún var að vinna að. Þóru var margt til lista lagt og skipti þá ekki máli hvort hún var að sauma út, vinna í gler eða skera út í við. Ný klukka, nýr lampi eða marglitt glerskraut í glugga. Hún var samt aldrei ánægð, sama hversu falleg- ur hluturinn var eða vel verkið unnið. Alltaf taldi hún að betur mætti gera þrátt fyrir að við sem vorum áhorfendur værum þess viss að verkin væru fullkomin. Í hennar höndum urðu til lítil lista- verk sem fjölskyldan geymir og þegar við lítum á klukkuna í stof- unni eða kveikjum á lampa í ein- hverri hillunni, minnir það okkur á hana. Þóra hafði gaman af útivist og fór næstum daglega í gönguferðir bæði langar og stuttar. Þetta var hennar yndi og með þessu móti hélt hún sér í góðu formi. Ég hef oft sagt að heilsuhraustari konu á hennar aldri hafi ég ekki kynnst og því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti er fréttir bárust af veikindum hennar fyrir rúmu ári. En sjaldan er ein báran stök og aftur fengum við fregnir af áfalli í byrjun september síðastliðnum. Eftir það var ljóst að líkur á bata voru ekki miklar og var Þóra mjög ósátt við hlutskipti sitt þessa síðustu mánuði. Það var erf- itt fyrir sterka konu eins og hana að þurfa að eyða síðustu ævidög- unum á spítala í stað þess að fá að fara strax. En þetta hlutskipti fáum við ekki að velja og nú er baráttunni lokið. Ég vil þakka þér samleiðina, alla hjálpina og allt sem þú hefur fyrir okkur gert. Þín verður sárt saknað og minn- ingin um þig mun lifa með okkur um alla framtíð. Frans Páll Sigurðsson. Elsku Þóra amma. Það eru margar minningar sem leita á mig núna. Ég var svo lánsamur að fá að dveljast oft hjá þér og Bjarnþóri afa í sveitinni í gamla daga, þær stundir líða mér seint úr minni. Alltaf var nóg að gera, hugsa um hænurnar og kindurnar og oft fór- um við afi að veiða og þá tókst þú á móti okkur með heitu kaffi og góðum mat þegar við komum heim. Þú og afi voruð mikið fyrir að ferðast um landið okkar og að vera úti í náttúrunni og ófáar ferðir voru farnar niður í fjöru og að skoða fallega og áhugaverða staði í nágrenninu. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar við fórum og skoðuðum gamla Rjómabúið á Baugsstöðum. Þú varst mikil handavinnukona og lék allt í höndunum á þér. Ef okkur krakkana vantaði sokka eða vettlinga var ekki komið að tóm- um kofunum hjá þér. Seinni árin lagðir þú líka stund á útskurð og glerlist og við eigum marga fal- lega muni sem þú hefur gert og gefið okkur. Elsku amma, þín verður sárt saknað en minningin um þig mun lifa í hjarta mínu. Þinn Bjarnþór Þorláksson. SIGÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Ásta Andersenfæddist í Reykjavík 30. mars 1939. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 15. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jens N.K. And- ersen, f. 3.2. 1906, d. 1.10. 1975, og Ágústa K. Ingi- mundardóttir, f. 22.7. 1906, d. 17.10. 1975. Ásta átti fimm systkini. Þau eru: Adeline Dagmar, f. 1933, Vilhelm Ingvar, f. 1936, Jórunn, f. 1944, Stella, f. 1946, og Edith, f. 1949. Hinn 22. apríl 1962 giftist Ásta Braga Guðjónssyni múrarameist- ander Einar, f. 20.2. 2001, og Heiða Björk, f. 26.6. 2003. 3) Jón Halldór, f. 18.6. 1967, d. 27.11. 1991. 4) Einar Bragi, f. 28.9. 1971. 5) Elísa Dagmar, f. 1.3. 1977, sonur hennar er Jón Stefán, f. 4.10. 2000. Fyrir átti Ásta son, Kristján, f. 11.11. 1960, maki hans er Agneta Eiríksson, f. 5.9. 1952. Eftir hefðbundið barnaskóla- nám í Austurbæjarskóla lá leið Ástu út á vinnumarkaðinn við ýmis störf. Fyrstu tvö árin eftir að Kristján fæðist býr Ásta í foreldra- húsum í Hólmgarði í Reykjavík. Þá kynnist hún Braga Guðjónssyni og þau fella hugi saman. Þau bjuggu á Hlíðarvegi til 1964 er þau flutt- ust á Digranesveg í hús sem þau byggðu þar. Árið 1969 fluttu þau til Innri-Njarðvíkur. Um miðjan áttunda áratuginn fór Ásta að vinna við fiskvinnslu og vann við það í nokkur ár. Útför Ástu verður gerð frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ara, f. á Siglufirði 22. janúar 1936. Foreldr- ar hans voru Guðjón Jónsson, f. 1. sepem- ber 1898, d. 30. nóv- ember 1977, og Magnea Halldórs- dóttir, f. 22. mars 1896, d. 8. maí 1984. Ásta og Bragi eign- uðust fimm börn. Þau eru: 1) Ágústa Krist- ín, f. 11.6. 1962, maki Björn Samúelsson, f. 2.9. 1965, börn þeirra eru Hildur, f. 28.5. 1992, Margrét, f. 30.12. 1994, og Samúel Ingi, f. 13.10. 2004. 2) Mar- grét, f. 8.12. 1963, maki Róbert Williams, börn þeirra eru: Krist- ófer Halldór, f. 16.9. 1996, Alex- Elsku mamma mín. Þessi sjö ára barátta þín er loks á enda. Ég hef haldið í höndina á þér í gegnum þessi ár alveg til hins síðasta. Ég var ekki tilbúin að sleppa þér strax þó að þú værir ef til vill tilbúin og sátt við að fara. Það gerðist of hratt og gátu ekki öll okkar fengið að kveðja þig. Þú ert búin að þrauka öll þessi ár og ég tel það hafi verið bara á þrjósk- unni. Fólk taldi þig oft lifa fyrir barnabörnin sem þú gerðir og fékkst þessi sjö yndislegu barnabörn sem dýrka og dá ömmu sína. Þú þraukaðir þessi ár og hefur þrátt fyrir veikindi þín gert svo margt. Þú hefur stutt mig í gegnum súrt og sætt. Þegar ég varð ófrísk að Nonna bauðstu mér að flytja aftur heim svo að þú gætir hjálpað mér með barnið svo að ég gæti klárað námið. Mér er mjög minnisstætt að- faranótt 4. október 2000 þegar ég vakti þig um fjögur að nóttu til að biðja þig um að keyra mig á fæð- ingadeildina því að ég hafði misst vatnið. Þú varst mjög varkár amma og keyrðir fremur hægt yfir hraða- hindranir en ég sagði þér að barnið kæmi ekki alveg strax. Þú komst okkur heilum á húfi á fæðingadeild- ina og fórst svo heim. Þú gast auðvit- að ekki sofið fyrir spenningi og drakkst mikið kaffi og beiðst við símann. Þú varst ekki viðstödd fæð- inguna því að þú hafðir alveg trölla- trú á, að ég gæti þetta alveg ein. Þú hafðir sagt við mig að þetta yrði ekki mál og ég væri búin að gleyma sárs- aukanum um leið og ég sæi barnið mitt. Það var alveg satt, mamma, þetta tók svo sem ekki of langan tíma og ég gleymdi alveg verkjunum um leið og ég sá þetta yndislega barn mitt. Ég þurfti engin verkjalyf því ég var í sæluvímu. Svo loks hringdi síminn hjá þér og þar var sagt: Til hamingju, amma, þetta var strákur. Það var sama hvað vandamálið var, þú varst alltaf með einhver ráð eða hugmynd fyrir mig til að leysa þau. Þú dæmdir mig aldrei fyrir mín mistök því þú vissir að ég mundi læra af þeim og verða betri mann- eskja fyrir vikið. Þú kenndir mér svo margt sem gerði mig að betri mann- eskju. Margir (allir) sem þig þekktu sögðu að þú værir góð kona og mjög dugleg. Þú varst alltaf að gera eitt- hvað, hvort það var að baka, búa til rabarbarasultu, sauma, smíða, föndra eða skipta um kló. Það má sannarlega segja að þú varst þús- undþjalasmiður. Ég held að ég geti gert hvítu sósuna á eigin spýtur þótt ég hefði þig oftast hjá mér til að gera hana rétt svo hún yrði ekki kekkjótt. Eftir að veikindi þín versnuðu hélstu áfram að gera ýmsa hluti þó það reyndist þér erfitt en þrjóskan þín leyfði þér ekki annað. Mér fannst alltaf gaman að fara með þér og Nonna í bæinn til að versla og bara skoða mig um þótt þú værir ekki hrifin af því í fyrstu vegna þess að þú þyrftir að vera í hjólastól. Ég reyndi að gefast ekki upp á þér svo ég gat oftast talað þig á að fara í minnsta kosti smá bíltúr með mér og Nonna. Það fannst þér skemmtilegt að gera og sérstaklega þegar Nonni var allt- af að syngja í bílnum „You’r beauti- ful, it’s true.“ (J. Blunt). Ég á eftir að sakna mikið þeirra hluta sem við þrjú gerðum saman. Kaupa kjúkling handa þér því það var þitt uppáhald eins og súkku- laðirúsínurnar frá Góu. Við horfðum alltaf saman á Nágranna og búin að gera síðan þeir byrjuðu hér á landi. Við vorum svo miklir Nágranna fíkl- ar þó að við værum ekki alltaf að við- urkenna það. En ég vona að þú kom- ir til mín og horfir með mér. Þú varst þannig manneskja að þú vildir að fólk hefði ekki mikið fyrir þér en við þurftum alltaf að toga upp úr þér hvað þú vildir eða hvað mætti gera fyrir þig. Þegar maður spurði þig hvað þig langaði í í jólagjöf þá sagðir þú bara að við skyldum ekki hafa áhyggjur af þér eða þú sagðir bara „eitthvað“. Loksins síðustu jól sagðir þú mér hvað þú vildir og við Nonni fórum að leita að þessari bók sem þú vildir. Sem betur fer fundum við hana og þú varst mjög glöð þegar þú opnaðir pakkann þinn á aðfanga- dagskvöld. Okkur fannst alltaf gam- an að gefa þér eitthvað, hvað sem það var, hvort sem það var nammi, gos, blöð, tímarit, teikningar eftir Nonna eða blóm (gerviblóm, því þú þoldir ekki lyktina af náttúrulegum blómum út af astmanum). Það fannst þér yndislegt. Sérstaklega litli koddinn sem Nonni gaf þér sem á stóð„Besta amma“. Og það eru öll þín barnabörn sammála um. Heims- ins besta amma. Nú verð ég að sætta mig við að geta ekki kíkt á þig þegar ég er að vinna. Eða farið með þig niður í iðju- þjálfun þar sem þú varst svo dugleg (eins og alltaf). Stundum hringdi gemsinn minn í vinnunni og það varst þú að biðja mig að tala við þig áður en ég færi af vaktinni. Aldrei aftur get ég gert eitthvað fyrir þig en það sem ég get gert nú er að hugsa um barnabörnin þín og haldið því áfram sem þú hefur kennt mér í gegnum ævina. Elsku mamma, þótt það sé mjög erfitt að sleppa þér eftir að ganga í gegnum veikindin þín með þér, get ég ekki haldið í þig að eilífu. Bar- áttan þín er búin að vera löng og erf- ið og þú átt ekki þurfa að þjást leng- ur. Ég elska þig með öllu mínu hjarta og bæði ég og Nonni eigum eftir að sakna þín svo mikið. Elsku mamma, ég þakka þér innilega fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og son minn. Við verðum þér ævinlega þakklát. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, elsku mamma mín. Sérstökum þökkum vil ég koma á framfæri til allra á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja sem hafa hjúkrað mömmu í gegnum árin. Þetta er mitt samstarfsfólk og veit ég þar af leið- andi að móðir mín fékk mjög góða umönnun. Ég þakka ykkur innilega fyrir allt og verð ég ykkur ævinlega þakklát. Elísa. Elsku amma Ásta. Ég man þann dag sem þú varst hjá mér. Það var gaman sem betur fer, og næsta dag þú varst ei hér. Þú fórst til himna, burt frá mér. Þér líður nú betur en ekki mér. Ég segi það satt, eins og það er. Margrét. ÁSTA ANDERSEN Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA BRYNJÓLFSSONAR, Einholti 6e, Akureyri. Bára Magnúsdóttir, Kolbrún Árnadóttir, Björn Gunnlaugur Sigþórsson, Ólöf Árnadóttir, Hersteinn Karl Valgarðsson, Laufey Árnadóttir, Jóhann Haraldur Gíslason, Jón Eggert Árnason, Íris Halla Sigurðardóttir, Magnús Árnason, Guðný Stefánsdóttir, Ásrún Árnadóttir, Sigurður Björgvin Gíslason, Hörður Árnason, Sigurveig Árnadóttir, Brynjólfur Árnason, Guðrún Sigfúsdóttir, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför frænku okkar, ÁSTU GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir góða umönnun. Svava Hjaltadóttir, Oddný Finnbogadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.