Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.01.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 27 MINNSTAÐUR SUÐURNES Grindavík | Sett hefur verið upp skilti í Grindavík sem sýnir göngu- leiðir á hluta Reykjanesskagans. Er þetta fyrsta skiltið af nokkrum sem Ferðamálasamtök Suðurnesja eru að koma upp á Suðurnesjum. Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, seg- ir að unnið hafi verið að stikun gönguleiða um Reykjanesskagann og á árinu 2004 hafi félagið staðið að útgáfu gönguleiðakorts. Skiltið sem sett hefur verið upp í Grindavík er stækkuð mynd af suðvesturhluta þess korts. Fyrirhugað er að koma upp fleiri slíkum skiltum. Þannig verður sett upp gönguleiðaskilti á Fitjum í Njarðvík og annað í Keflavík. Fjórða skiltið verður sett upp á Vatnsleysu- strönd og það fimmta í Krýsuvík. Fjöldi áhugaverðra gönguleiða er á Suðurnesjum og Kristján bætir því við að þar sé víða að finna æv- intýralönd með hellum og ýmsum menningarminjum. Nokkrar fornar lestaleiðir liggja yfir Reykjanes- skagann og á milli stærstu staðanna. Búið er að stika Skipsstíg og Árna- stíg sem liggja þvert yfir skagann, á milli Grindavíkur og Njarðvíkur. Þá er byrjað að stika Prestastíg sem liggur frá Grindavík til Hafna. Stikurnar eru merktar heiti leiðar og númeri og gps-leiðsögupunktar hafa verið teknir og afhentir Neyð- arlínunni. Segir Kristján að í því fel- ist ákveðið öryggi, ef fólk lendi í vandræðum á þessum leiðum. Kristján segir að sumar leiðanna liggi um varnarsvæði og hafi það valdið vandræðum. Sums staðar þurfi að krækja fyrir girðingar. Þá liggi þær sums staðar um gömul æf- ingasvæði þar sem hætta sé á að sprengjur geti leynst. Hefur verið óskað eftir því við utanríkisráðu- neytið að leiðirnar verði hreinsaðar. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Gönguleiðir Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtakanna, og Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri stilltu sér upp við gönguleiðaskiltið í Grindavík. Helstu gönguleiðir sýndar á skilti Reykjanesbær | Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur (VSFK) og nágrennis hafa gengið frá þjónustusamningi fyrir árið 2006. Í maí 2005 hófst samstarf Ráð- gjafarstofu um fjármál heimilanna og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis með und- irritun þjónustusamnings. Um var að ræða tilraun til nýliðinna ára- móta. Samkvæmt samningnum fóru ráðgjafar Ráðgjafarstofu einu sinni í mánuði á fyrirfram ákveðnum dögum til Keflavíkur og tóku viðtöl á skrifstofu VSFK. Á þessu tímabili kom berlega í ljós, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu, að þessi aukna þjón- usta við Suðurnesjamenn féll í góð- an jarðveg og var hún vel nýtt. Af þeim sökum var ákveðið að halda samstarfinu áfram og undirrita nýj- an þjónustusamning milli sömu að- ila. Ásta S. Helgadóttir forstöðu- maður og Ingi Valur Jóhannsson, formaður framkvæmdastjórnar Ráðgjafarstofu um fjármál heim- ilanna, og Kristján G. Gunnarsson formaður og Guðjón Arngrímsson, varaformaður VSFK, undirrituðu samninginn. Ráðgjöfinni er einkum ætlað að veita einstaklingum og fjölskyldum í greiðsluerfiðleikum yfirsýn yfir stöðu fjármála sinna og leita leiða til lausnar á greiðsluerfiðleikum. Þeir sem telja sig hafa þörf fyrir ráðgjöf þurfa að panta ákveðinn viðtalstíma við ráðgjafa og eru bók- anir þegar hafnar á skrifstofu VSFK. Fyrsti viðtalstími ráðgjafa á árinu 2006 verður fimmtudaginn 2. febrúar nk. Þeim sem ekki komast í viðtal er boðið upp á símaviðtal sama dag og ráðgjafinn verður í Keflavík. Unnt er að nálgast um- sóknir um ráðgjöf á skrifstofu VSFK og á heimasíðu Ráðgjafar- stofu www.rad.is. Endurnýja samning um fjármála- ráðgjöf við einstaklinga Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.