Morgunblaðið - 24.01.2006, Page 1

Morgunblaðið - 24.01.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 23. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Ráðstefna um gildi ál- og orkuframleiðslu á Íslandi föstudaginn 27. janúar á Hótel Nordica. Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.sa.is Eins og klipptur út úr … Saga af gamalli ljósmynd og skrýtnum tilviljunum | Menning Það sem kýrnar geta Íslandsmet slegið á besta kúabúi landsins | Landið Íþróttir í dag Landsliðið í handbolta með lest til Sviss?  Eriksson hættir eftir HM  Baldur til reynslu hjá Lyn SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra hefur látið hefja und- irbúningsvinnu vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum. Hún lýsti mikilli ánægju í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi með þá ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar í gær, að leggja undirbúning Norð- lingaölduveitu til hliðar. „Ég hef gefið yfirlýsingar um að Norðlingaölduveita sé í raun þegar komin á ís. Þetta staðfestir það mjög afgerandi,“ sagði Sigríður Anna. „Þegar þessi mál voru til umræðu á Alþingi sagði ég einnig að ég teldi koma til greina að stækka friðlandið. Ég er þegar komin af stað með und- irbúning að því.“ Sigríður Anna sagði undirbúnings- vinnuna enn á algjöru frumstigi, en hún hygðist vinna að málinu í fram- haldi af þessu. Enn væri ekki hægt að segja hvernig tillögur um stækkunina kæmu til með að líta út, en málinu hefði verið hrint af stað. „Mér þykir það mjög mikilvægt innlegg í þetta,“ sagði Sigríður Anna Þórðardóttir. Orka ekki flutt milli landshluta Viðræður Alcan og Landsvirkjunar um orkuöflun til stækkunar álversins í Straumsvík og vinna við mat á um- hverfisáhrifum álvers í Helguvík, sem greint var frá á sunnudag, eru eðlileg skref að mati Valgerðar Sverrisdótt- ur iðnaðarráðherra. „En það er ekki mitt að svara því hvort það verður til nægileg orka í þetta allt saman. Ég held að það hljóti að orka tvímælis hvað varðar Suð- vesturlandið. Það er einnig í undir- búningi álver á Norðurlandi, sem er í raun óháð því sem gerist á suðvest- urhorninu hvað orkuöflun varðar, en auðvitað verður að taka til greina áhrif þessara framkvæmda á efna- hagskerfið,“ sagði Valgerður. Hún segir engar líkur á að orka verði flutt milli landshluta vegna þarfa stóriðju. Valgerður segir að áform um bygg- ingu álvers á Norðurlandi séu óháð orkuöflun á suðvesturhorninu. Áður höfðu Alcan og Orkuveita Reykjavíkur undirritað viljayfirlýs- ingu um öflun 40% orkunnar sem stækkunin krefst. Það sem á vantar samsvarar orkuframleiðslu Búðar- hálsvirkjunar og tveggja til þriggja nýrra rennslisvirkjana neðar í Þjórsá. Stækkun friðlands undirbúin Umhverfisráðherra fagnar ákvörðun Landsvirkjunar – Óvíst að næg orka verði til handa áformuðum álverum suðvestanlands, segir iðnaðarráðherra  Norðlingaalda | Miðopna og 10 Sigríður Anna Þórðardóttir Valgerður Sverrisdóttir Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Ósló. AP, AFP. | Norski læknirinn Jon Sudbø hefur játað að hafa ekki að- eins falsað rannsóknaniðurstöður í grein í breska læknaritinu The Lancet, heldur einnig í greinum, sem birtar voru í tveimur öðrum vísindatímaritum. Kom það fram hjá lögfræðingi hans í gær. Fyrr í þessum mánuði vaknaði grunur um, að Sudbø hefði farið með staðlausa stafi í grein sinni í The Lancet og talsmaður rík- issjúkrahússins í Ósló, þar sem Sudbø hefur starfað, sagði eftir að svikin komust upp, að greinin væri augljóslega uppspuni frá rótum. Lögfræðingur Sudbøs, Erling Lyngtveit, skýrði síðan frá því í gær, að skjólstæðingur sinn hefði játað, að tvær aðrar greinar, í The New England Journal of Medicine í apríl 2004 og í US Journal of Clini- cal Oncology í mars í fyrra, væru líka tilbúningur, að minnsta kosti að hluta. „Svo virðist sem svikin hafi farið hægt af stað en loksins keyrt um þverbak í greininni í The Lancet,“ sagði Lyngtveit en þá hélt Sudbø því fram, að sum bólgueyðandi lyf drægju úr líkum á krabbameini í munni en ykju aftur á móti líkur á hjarta- og æða- sjúkdómum. Kvað hann rann- sóknir á 908 sjúklingum sýna það en nú er vitað, að þeir voru bara til- búningur, raunar svo ósvífinn, að hann lét 205 þeirra hafa einn og sama afmælisdaginn. Hundruð millj. kr. í styrki Lyngtveit sagði, að falsanirnar hefðu ekkert haft með peninga að gera en Sudbø hefur fengið mikla styrki innanlands sem utan. „Um var að ræða löngun til að geta sér orð í heimi vísindanna,“ sagði Lyngtveit, sem lagði áherslu á, að Sudbø hefði verið einn að verki, meðhöfundar hans hefðu all- ir verið í góðri trú. Sudbø játar falsanir í öðrum tímaritum Lögfræðingur hans segir að þráin eftir frægð og frama hafi ráðið för Jon Sudbø Teheran. AFP. | Detti inn um bréfa- lúguna póstur frá Íran kann ein- hver að spyrja hvað kjarnorkuver og pílukastsskífa eigi sameiginlegt. Þetta hvort tveggja er nefnilega á nýju írönsku frímerki og ástæðan sú, að eitt helsta áhugamál íranskra pílukastara er að Íranir fái að vinna að kjarnorkurannsóknum í friði, hvað sem líður tortryggni vest- rænna ríkja. Á frímerkinu stendur „Frið- samleg nýting kjarnorkunnar er réttur Írana“ á farsi og ensku og Marjan Jedi, félagi í pílukasts- samtökunum, sagði, að þau hefðu verið iðin við keppnishald í mosk- um til að leggja áherslu á málstað- inn. Á Vesturlöndum er hins vegar óttast, að Íranir stefni að smíði kjarnasprengju en því neita klerk- arnir. Pílukast og kjarnorka ÞÚSUNDIR Kosovobúa létu ekki mikinn kulda á sig fá er þær vottuðu Ibrahim Rugova, forseta landsins, sína hinstu virð- ingu í gær en hann lést á sunnu- dag, 61 árs að aldri. Fólkið safnaðist saman í langa bið- röð fyrir utan þinghúsið í Pristina til að geta kvatt Rugova en margir sakna nú vinar í stað og hafa af því áhyggjur, að viðræðurnar milli Albana, meirihlut- ans í héraðinu, og Serba muni líða fyr- ir fráfall hans. Áttu þær að hefjast í Vín í Austurríki á morgun en Samein- uðu þjóðirnar hafa nú frestað þeim fram í febrúarbyrjun. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamað- ur Morgunblaðsins, rifjar í blaðinu í dag upp samtal sitt við Rugova í mars fyrir þremur árum en þá var Davíð í Pristina í tilefni af því, að Íslenska friðargæslan hafði tekið við stjórn al- þjóðaflugvallarins í borginni. Rugova kvaddur Ibrahim Rugova  Menntamannslegur | 23 Bioce. AFP. | Um 40 manns að minnsta kosti týndu lífi og vel á ann- að hundrað slasaðist þegar lest fór út af sporinu í Svartfjallalandi í gær. Slysið átti sér stað rétt við bæinn Bioce þegar lestin kom út úr jarð- göngum. Steyptist hún þá niður í gil. Jusuf Kalomperovic, innanríkisráð- herra landsins, sagði, að fyrstu frétt- ir bentu til, að hemlabúnaður lest- arinnar hefði brugðist. Talið var, að með lestinni hefðu verið um 300 manns, þar á meðal mörg börn á leið úr skíðafríi. Tugir létust í lestarslysi ♦♦♦ ♦♦♦ VIÐVARANDI þrengsli hafa valdið starfsfólki og sjúklingum á hjarta- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss (LSH) miklum óþægindum og þurfa mjög veikir sjúklingar oft að liggja á göngum. Aðeins fjörutíu rúm eru á deildinni, en þeim hefur fækkað um fimmtán frá sameiningu LSH. Nokkuð er um að sjúklingar sem þurfa bara hjúkrun liggi lengi á bráðadeildinni, en það er mjög óhag- kvæmt að sögn sérfræðings á deild- inni, enda er þjónustan á hjarta- deildinni afar dýr og margir þurfa mun einfaldari og ódýrari þjónustu. Sjúklingar taka þessum óþægindum þó af mesta æðruleysi, enda stærri vandamál sem þarf að glíma við. | 4 Morgunblaðið/Ásdís Þrengsli á hjartadeild

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.