Morgunblaðið - 24.01.2006, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
* Netsmellur til Glasgow.
Innifali›: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum.
www.icelandair.is
Evrópa
Verð frá
20.900 kr.*
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
30
92
7
01
/2
00
6
Þetta flug gefur 3.000 Vildarpunkta
MEIRA en 50% af hinum 6.000 tungumálum sem
töluð eru í heiminum í dag eru í útrýmingarhættu
og hefur UNESCO tekið saman lista um hver þau
séu. Íslenska er ekki á listanum. Morgunblaðið
fjallaði í gær um ráðstefnu um stöðu íslenskunnar
sem haldin var í Norræna húsinu á sunnudaginn,
þar sem þeir svartsýnustu spáðu endalokum ís-
lenskunnar innan hundrað ára að öllu óbreyttu.
„Ég held að það sé alltaf næg ástæða til að vera
á verði gagnvart málinu og breytingum á því en ég
veit ekki hvort það séu þáttaskil núna,“ segir Ei-
ríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði
við Háskóla Íslands. „Mér finnst oft verið að bera
saman ósambærilega hluti, eins og nemendur í
framhaldsskólum nú og fyrir þrjátíu árum. Nú fer
mun hærra hlutfall í framhaldsnám. Menn eiga
líka mun auðveldara með að koma sér á framfæri
og á bloggsíðum er að skrifa fólk sem fyrir nokkr-
um áratugum hefði ekki skrifað texta sem kæmi
fyrir almenningssjónir. Mér finnst varhugavert að
taka slíkt sem dæmi um breytingar til hins verra.“
Skapa þarf góð skilyrði málnotkunar
Háskóli Íslands hefur markað sér málstefnu.
„Hún felst í aðalatriðum í að meginkennslumál
skólans sé íslenska og það þurfi að vera góðar
ástæður fyrir að kenna á öðrum mlum. Það er að-
allega gert í framhaldsnámi, t.d. ef það koma er-
lendir kennarar eða mikið af skiptinemum,“ segir
hann. „Svo er lögð áhersla á að kennarar leitist við
að vanda málfar sitt og svo framvegis.“
Eiríkur býst við að tilhneiging sé til að auka
kennslu á ensku og telur það að mörgu leyti eðli-
legt og óhjákvæmilegt þar sem Íslendingar vilji
taka þátt í alþjóðlegu fræðasamfélagi.
„Ég er ekkert hræddur við enskuna og finnst
æskilegt að Íslendingar kunni ensku sem best, en
ef við venjumst því að hún sé notuð á sífellt fleiri
sviðum án þess að ástæða sé til þess verður þetta
sífellt eðlilegra og að því kemur að menn fara að
hugsa hvers vegna við séum að burðast með ís-
lenskuna,“ segir hann, en kveður útilokað að segja
fyrir um hvernig íslenskunni muni farnast. Erfitt
sé að sjá fyrir áhrif netsins og fleiri fyrirbæra.
„Ég er sammála því að ekki eigi að eltast við
smáatriði eins og þágufallssýki og slíkt heldur
beina kröftunum að stærri atriðum eins og beyg-
ingarkerfinu. Ég skrifaði reyndar grein í Skímu
um þetta fyrir tuttugu árum en fékk heldur bágt
fyrir,“ segir hann. „Það hefst ekkert upp úr því að
jagast sífellt í einstökum atriðum. Það sem skiptir
máli er að nota megi málið á sem flestum sviðum.“
Eiríkur bendir einnig á að ala þurfi börn upp við
virka málnotkun, lestur og skrif.
„Menn munu líka tala meira við tölvur í framtíð-
inni og þá er mikilvægt að þær tali íslensku. Það
þarf að skapa skilyrði fyrir mikla og góða mál-
notkun,“ segir hann en verður hugsi þegar hann er
spurður hvort hann hafi áhyggjur af þróuninni.
„Nei, ég hef það ekki. Að minnsta kosti ekkert
meiri en allan þann tíma sem ég hef fylgst með
þessum málum. Það skiptir samt máli að fylgjast
vandlega með þróuninni, beina henni í réttan far-
veg og gera málinu kleift að dafna.“
Engin merki um hnignun málsins
Þórunn Blöndal, lektor í íslensku nútímamáli
við Kennaraháskóla Íslands, er hluti hóps sem
rannsakar tilbrigði í setningagerð í íslensku og sér
hann ekki merki um að málið sé að sigla sinn veg.
„Í textum nemenda eru auðvitað stöku málvillur
en við því er ekkert að gera. Það hefur alltaf verið
þannig og það eru ekki bara nemendur sem gera
málvillur,“ segir hún. „Ég sé engin merki þess að
málinu sé að hnigna. En við skoðum breytingar á
því og reynum að skilja af hverju þær verða.“
Þórunn segir að oft bjóði málið sjálft upp á
breytingar, með óreglu, undantekningum og slíku.
Þannig taki til dæmis sagnir sem séu viðriðnar
þágufallssýkina svokölluðu frumlag í aukafalli.
„Það er ekkert skrítið að það sé ruglingur á
þessu því þetta er undantekning frá reglunni og
þannig er þetta oft,“ segir Þórunn. „Málbreyting-
ar hafa alltaf orðið og meira að segja íslenskt forn-
mál, gullaldarmálið okkar, er afsprengi enda-
lausra málbreytinga, hljóðvarpa, klofnings og guð
má vita hvers. Þetta er ekkert nútímafyrirbæri.
Breytingar eru oft lengi að naga sig í gegnum mál-
ið, en hér hefur verið gert meira af því en víða ann-
ars staðar að hægja á málbreytingum.“
Þórunn tekur, eins og Eiríkur, undir að ekki sé
endilega besta vörnin að hamast í leiðréttingum á
smáatriðum en bendir á að margt gagnlegt og
skemmtilegt fari fram í íslenskum skólastofum.
Hún telur að breytingar eigi hugsanlega greiðari
leið en áður með nýjum miðlum.
„Besti mælikvarðinn á hvort tungan sé lasburða
hlýtur samt að vera að hlusta á börn tala,“ segir
hún og er sátt við málfar barna. „Það er mikilvægt
að tala við þau og kenna þeim að eiga samræður.“
Þórunn segir sms-málið svokallaða ekki vera að
troða sér inn í hefðbundið ritmál.
„Við erum með svo margar textategundir í ís-
lensku og við erum ekkert í vandræðum með að
halda þeim aðgreindum,“ segir hún. „Skólarnir
mættu hins vegar vekja meiri athygli á þessum
textategundum og sérkennum þeirra.“
Þórunn segir að ungu fólki sé annt um tunguna
og telur ekki að allt sé að fara til fjandans.
„Fólk hefur alltaf verið misjafnlega fært í beit-
ingu málsins og það þarf ávallt að rækta það.“
Áhersla lögð á íslenskukennslu
Anna Kristín Þórðardóttir, íslenskukennari í
Ölduselsskóla, kveðst óviss um hvort íslensku-
áhugi hafi almennt minnkað meðal barna.
„Þau lesa færri bækur en lesa mikinn texta á
netinu og í öðrum nýjum miðlum. Þar kemur allt
annar orðaforði fram,“ segir hún. „Börn hafa
minni orðaforða en áður, meðal annars vegna þess
að það er minna talað við þau, en mér finnst þau
líka fljótari að gefast upp og hafa minni áhuga á að
reyna, þegar kemur að íslenskunáminu. Ég hef
hins vegar ekki á tilfinningunni að íslenskan sé að
deyja út og hef enga trú á að það gerist.“
Anna Kristín segir að mikil áhersla sé lögð á ís-
lenskukennslu, í það minnsta á unglinga- og mið-
stigi. Hún telur jafnframt að kennarar í öðrum
fögum séu sér meðvitandi um íslenskuna og bendi
nemendum á villur sem þeir geri í texta.
„Ég held að fullorðið fólk hafi alltaf haft áhyggj-
ur af því að krakkar séu að týna niður móðurmál-
inu. Við þurfum bara að vera vakandi og auka jafn-
vel kennslu, en ég hef ekki áhyggjur af því að
íslenskan deyi út.“
Málbreytingar ekki
sérstakt nútímafyrirbæri
Umræða hefur skapast und-
anfarna daga um stöðu íslenskr-
ar tungu og sumir boða hnignun
hennar eða jafnvel endalok í ná-
inni framtíð. Hrund Þórsdóttir
komst að því að ekki eru allir
jafnsvartsýnir.
hrund@mbl.is
Þórunn BlöndalEiríkur Rögnvaldsson
Í KRINGUM árið 1920 spunnust
miklar umræður um kunnáttu stúd-
enta í íslenskum fræðum og meðal
aðgerða menntamálanefndar var
að leggja spurningar fyrir kennara
við allar deildir Háskóla Íslands.
Þeir voru meðal annars spurðir: „Í
hvaða námsgreinum Mentaskólans
finst yður þeim [nemendum: inn-
skot blm.] helst ábótavant frá sjón-
armiði háskólanámsins?“ Hér má
sjá glefsur úr svörunum:
Guðfræðideildin: „Sjerstaklega
finst oss, að stúdentunum sje ábóta-
vant í þekkingu á íslenskri tungu.
Við allar skriflegar æfingar kemur
það í ljós, að ýmsa þeirra skortir
mjög þekking í íslenskri rjettritun
og hafa litla hugmynd um notkun
aðgreiningarmerkja. Rjettrit-
unarvillur lýta stórlega ritgerðir
sumra við prófið, og margir hafa
lært svo illa að skrifa, að þraut er
að komast fram úr ritgerðunum.“
Lagadeildin: „Skal þess þá fyrst
og fremst getið, að deildinni hefir
reynst þekking stúdenta á íslenskri
tungu ærið ábótavant, bæði um
vöndun máls, setningaskipun og
jafnvel rjettritun.“
Prófessor Guðm. Hannesson:
„Langaugljósast í íslensku. Ef
dæma má eftir prófritgerðum stúd-
enta, þá geta fáir ritað íslensku
stórlýtalaust.“
Prófessor Sigurður Nordal:
„… get ég fullyrt, að kunnáttu stúd-
enta í móðurmálinu er stórra ábóta
vant …“
Áhyggjur
ekki nýjar
af nálinni
Baldur Jónsson: „Mályrkja Guðmundar
Finnbogasonar“, Bókaútgáfa Menning-
arsjóðs, Reykjavík, 1976.
„ÉG sé enga ástæðu til þess að nota
ensku við kennslu á neðri skólastig-
um,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson,
prófessor í íslenskri málfræði við
Háskóla Íslands, spurður um við-
horf sitt til þess. „Við hljótum að
vilja halda okkur við íslenskuna þar
sem það er mögulegt og ekki fara
yfir í önnur tungumál nema það séu
virkilega knýjandi ástæður fyrir
því.“
Kennsla á ensku er mismikil eftir
skólum en sem dæmi má nefna að í
Menntaskólanum við Hamrahlíð er
boðið upp á IB-nám, þar sem ein-
göngu er kennt á ensku. Það er al-
þjóðleg braut og stunda nú milli 80
og 90 nemendur nám sitt á henni.
Íslenska er eitt þeirra mála sem
taka má sem sitt móðurmál en þá
þreyta nemendur alþjóðleg próf í
málinu.
Í Háskólanum í Reykjavík er boð-
ið upp á námskeið á ensku, bæði í
BS- og MA-námi, bæði til að auka
þekkingu nemenda og til að geta
tekið á móti erlendum stúdentum.
Það eru þó aðallega íslenskir nem-
endur sem sækja námskeiðin.
Í Kennaraháskóla Íslands fá
skiptinemar námskeið um íslenska
tungu og menningu á ensku, en
ekki er kennt á ensku fyrir Íslend-
inga.
„Lesefni er auðvitað mikið á
ensku og ég held að þekking í
ensku vinni ekki gegn því að ís-
lenskan haldi velli heldur jafnvel
þvert á móti,“ segir Þórunn Blön-
dal, lektor í íslensku nútímamáli við
KHÍ.
Kennsla sé
helst á
íslensku
BJÖRN Þorleifsson,
sautján ára, er á öðru ári
á félagsfræðibraut í
Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Hann telur að
íslenskukunnáttu barna og
unglinga sé alls ekki að
hraka.
„Áhrifin frá enskunni
eru kannski að aukast en
íslenskan verður alltaf til staðar,“
segir hann og telur heldur ekki að
málið breytist hraðar en áður,
nema kannski varðandi tækniorð.
Hann kveðst hlynntur nýyrðasmíði
en aðeins ef ný orð séu kynnt vel.
Birni er annt um tungumálið
sitt.
„Við erum auðvitað hálf-
gerð örþjóð og þurfum að
viðhalda einkennum okk-
ar,“ segir hann og brosir
þegar hann er spurður
hvort hann telji börn sletta
meira en áður. „Nei nei, ég
gerði þetta líka þegar ég
var yngri.“
Spurður hvort hann telji
að ungu fólki sé sama þótt málið
breytist segir hann það eðli allra
tungumála og eðlilega þróun.
Hann er hins vegar sannfærður
um að íslenskan verði ekki horfin
eftir hundrað ár.
„Nei. Ég hef engar áhyggjur af
því.“
Kunnáttu ekki að hraka
TELMA Huld Ragn-
arsdóttir er sautján ára og
stundar nám við nátt-
úrufræðideild Mennta-
skólans við Hamrahlíð.
Hún er sannfærð um að ís-
lenskukunnáttu barna og
unglinga sé að hraka.
„Maður sér það í barna-
bókum og víðar að það eru
komnar slettur út um allt,“ segir
hún. „Svo sést þetta á sjónvarpsefni
fyrir börn, þótt líklega sé reynt að
gera eitthvað í þessu.“
Telma segist ekki beint hafa
áhyggjur af þróun mála en að þó
velti hún henni fyrir sér. Henni er
annt um að viðhalda íslenskunni.
„Já, auðvitað. Þetta er
kannski ekki það fyrsta
sem minn aldurshópur
hugsar um en það er að
aukast,“ segir hún og
kveðst sjálf alltaf vanda sig
meira og meira við að tala
rétt mál.
Telma telur að breyt-
ingar á málinu gerist hrað-
ar nú en áður en finnst allt of djúpt
í árinni tekið að segja að íslenskan
verði horfin eftir hundrað ár.
„Ég efast um að það gerist í bráð
en ég held að íslenskan muni breyt-
ast stórlega,“ segir hún og hvetur
að lokum fólk til að nota gömlu
góðu íslenskuna.
Vill viðhalda íslenskunni