Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 34. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is AR G U S 06 -0 05 2 Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. SPH – fyrir þig og fyrirtækið! Vildarþjónusta fyrirtækja Hvorki skór né álfkona Raunsæisleg uppsetning Íslensku óperunnar á Öskubusku | 28 Lesbók | Bjarni Jónsson horfir yfir sviðið  Fjárfestum í fegurð Börn | Syngur fyrir Sollu stirðu  Íþróttir | Topp- uðum á réttum tíma  Hörður Helgason styður Chelsea Lesbók, Börn og Íþróttir HÓPAR múslíma í Lahore í Pak- istan brenna fána Dana, Norð- manna og Frakka vegna um- deildra teikninga sem birst hafa af Múhameð spámanni, fyrst í dönsku blaði. Efnt var til mót- mæla víða í múslímalöndum vegna myndanna, í London söfn- uðust hundruð manna saman við sendiráð Dana og brenndu fán- ann. „Útrýmið þeim sem móðga íslam“ stóð á einu af skiltum mót- mælendanna, „Fari tjáningar- frelsið til fjandans“ á öðru. Abu Laban, íman í Kaupmanna- höfn, sagði við föstudagsbænir í gær að myndirnar hefðu sært sig og aðra. Vandinn væri að í lönd- um íslams teldu menn trúna heil- aga en á Vesturlöndum tjáning- arfrelsið. Hann hvatti til að menn hefðu taumhald á sér og bað múslímaþjóðir að hætta að snið- ganga danskar vörur. „Við verð- um að leggja hart að okkur við að slökkva þessa elda,“ sagði Laban. Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, for- dæmdi myndirnar en sagði að menn yrðu að muna að sýna still- ingu, miskunnsemi og vinsemd. „Það er nóg að fletta upp í Kór- aninum,“ sagði hann. Hörð mótmæli en hvatt til stillingar Reuters Ósáttir við viðbrögð | 20 ÓLJÓST var í gærkvöld hve margir hefðu látið lífið í ferjuslysinu á Rauðahafi aðfara- nótt föstudags en talið nær öruggt að um mörg hundruð manns væri að ræða. Um 1.300 farþegar, flestir egypskir verkamenn sem voru að snúa heim frá vinnu í Sádi- Arabíu en einnig pílagrímar, voru í ferjunni auk um 100 manna í skipshöfn. Egypsk yfirvöld sögðu að 263 hefðu þegar fundist á lífi og búið væri að finna 185 lík. Ferjan, Al- Salam Boccaccio 98, var 35 ára gömul, 118 metr- ar að lengd og ítölsk smíð. Hún var í eigu fyrirtækis í Egyptalandi. Auk fólksins voru um 220 bílar um borð en ferjan var á leið frá Duba í Sádi-Arabíu til Safaga í Egyptalandi, um 200 km leið, og var gert ráð fyrir að hún kæmi í höfn um hálf-þrjúleytið um nóttina. Skipið sökk um 80 km frá egypsku hafn- arborginni Hurghada, rétt eftir miðnætti í fyrrinótt. Flestir farþeganna voru sofandi. Ekki er vitað hvað olli slysinu en afar hvasst var við vesturströnd Sádi-Arabíu í nótt og mikið sandfok. Miklir straumar eru einnig á þessum slóðum og var því erfitt um vik við björgun eftir að myrkur skall á í gærkvöldi en beitt var bæði skipum og þyrl- um við leitina. Kvartað yfir skorti á upplýsingum Aðstandendur sem biðu frétta af sínu fólki í hafnarborginni Safaga í Egyptalandi, kvörtuðu beisklega yfir því að fá ekkert að vita. „Enginn er hérna … til að segja okkur hvað sé að gerast,“ sagði einn þeirra, Ahmed Abdul Hamid, kennari frá Assuit. „Við fáum engar upplýsingar. Hvernig gátu menn látið svona marga farþega um borð í skip sem var ekki haffært?“ spurði hann. Rannsókn var boðuð á orsökum slyssins. „Skipið sökk mjög hratt, það voru ekki nógu margir björgunarbátar um borð og það staðfestir að öryggi var ábótavant. En við getum ekki spáð fyrir um niðurstöður rann- sóknarinnar,“ sagði talsmaður forseta Egyptalands, Hosni Mubaraks. Hundruð fórust í ferjuslysi Aðstandandi milli von- ar og ótta í egypsku hafnarborginni Safaga. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is  Óttast um afdrif mörg hundruð | 18 VIÐRÆÐUR Bandaríkjamanna og Íslendinga um framtíð varnar- samstarfsins hafa verið árangurs- ríkar og færst í áttina að sam- komulagi, að sögn Robert G. Loftis, formanns bandarísku samninganefndarinnar, í gær- kvöldi. Fundi samninganefndanna sem hófst í gærmorgun lauk síð- degis í gær en gert er ráð fyrir að viðræðum verði fram haldið fljót- lega og þá hugsanlega á Íslandi, að sögn Ragnheiðar Árnadóttur, að- stoðarmanns utanríkisráðherra. ,,Við áttum mjög góðar viðræð- ur, að mínu mati skiluðu þær miklu og voru gagnlegar fyrir báða að- ila,“ sagði Loftis. Hann vildi ekki tjá sig um einstök efnisatriði þar sem viðræður væru enn í gangi en sagði að farið hefði verið mjög ít- arlega yfir fjölmörg atriði á fund- unum. Nefndirnar hefðu skipst á fjölda tillagna, sem verði nú til skoðunar hjá báðum aðilum. Öryggiskröfur 21. aldar „Viðræðunum lauk í mikilli vin- semd og það hefur þokast í rétta átt varðandi kostnaðarskipt- inguna,“ sagði Ragnheiður. Um 20 manns tóku þátt í viðræð- unum af hálfu Bandaríkjastjórnar, þ.á m. voru fulltrúar úr bæði utan- ríkisráðuneyti og varnarmálaráðu- neyti, frá varnarstöðinni í Keflavík og sendiherra Bandaríkjanna á Ís- landi. Haft var eftir Sean McCormack, talsmanni utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, í AP-frétt í gær, að Bandaríkjastjórn vænti þess að viðræður við íslensk stjórnvöld um framtíð varnarviðbúnaðarins á Ís- landi muni leiða af sér varnarfyr- irkomulag sem verði „í samræmi við öryggiskröfur 21. aldarinnar“. Sagði McCormack að það væri afstaða Bandaríkjanna að þau væru skuldbundin til að annast sameiginlegar varnir samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Samningafundum um varnarsamstarfið lauk í gær Viðræðurnar sagðar vera árangursríkar  Lofar mjög góðu | 6 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Wellington. AFP. | Áhugamenn um fornbíla á Nýja-Sjálandi hafa ráðið 40 karatemenn til að reyna að hafa hemil á villtum fjallapáfagaukum sem talið er að muni ráðast á bílana á væntanlegri sýn- ingu í bænum Mount Cook. Um 140 bílar verða á staðnum. Skínandi króm- skreytingar þeirra vekja oft geysilegan áhuga fuglanna. Einnig eru þeir taldir líkleg- ir til að ráðast á blæjur gam- alla sportbíla. Fuglarnir eru búnir öfl- ugum goggi og hefur verið líkt við „fjaðraða hermd- arverkamenn“. En Ray Bellringer, sem þekkir vel til fuglanna, telur þá geta skák- að vörðunum. „Þeir munu fljúga um og hlæja að þeim,“ segir hann og telur meira gagn að því að hrekja fuglana burt með vatni úr þrýstislöngum. Gaukar með beitt- an gogg VIGGÓ Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sagði upp samningi sínum sem landsliðsþjálfari við Handknatt- leikssamband Íslands, HSÍ, fyrir áramót og hættir að óbreyttu sem landsliðsþjálfari hinn 1. apríl. „Ég er óánægð- ur með þann samning sem ég gerði við HSÍ og einnig það vinnuumhverfi sem ég hef unnið í og ákvað því að nýta mér gagnkvæman þriggja mánaða uppsagnarfrest. Að óbreyttu er ég því að hætta með liðið,“ sagði Viggó í samtali við Morgunblaðið. Viggó sagði starfi sínu lausu eftir æfingamót í Póllandi síðasta haust: „Við ákváðum að leyfa liðinu og mér að hafa frið yfir Evrópumótið, nóg hefur samt gengið á,“ sagði Viggó. Hann er einnig mjög ósáttur við gagnrýni á störf hans í fjöl- miðlum og gagnrýni manna sem hafa sinnt þjálfun en ekki náð merkilegum ár- angri sjálfir sem þjálfarar. | Íþróttir Viggó sagði upp hjá HSÍ Viggó Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.