Morgunblaðið - 04.02.2006, Page 8
8 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Iðnaðarráðherra er búinn að redda Kyoto-kvabbinu. Hún segir að það finnist ekki svo
mikið sem smáskítalykt ef þú notar svona græjur.
Ólíklegt er að for-ysta Bændasam-takanna muni á
næstunni gera aðra til-
raun til að selja húseignir
samtakanna, Hótel Sögu
og Hótel Ísland. Búnaðar-
þing hafnaði á mánudag-
inn að selja fasteignirnar.
Niðurstaðan var mjög af-
gerandi en „nei“ sögðu 36
en „já“ sögðu 13. Tilboðið
kom frá Jóhannesi Sig-
urðssyni athafnamanni sem m.a.
hefur verið mikið í fasteignavið-
skiptum. Jóhannes bauðst til að
kaupa eignirnar á 4.255 milljónir
króna.
Það voru bændur sem um miðja
síðustu öld tóku ákvörðun um að
reisa veglegt hótel í Reykjavík.
Byggingin var m.a. fjármögnuð á
þann hátt að sérstakt gjald, bún-
aðarmálagjald, var lagt á bændur.
Lög voru sett um þessa gjaldtöku
á Alþingi. Nokkur umræða hefur
farið fram um hvort bændur sem
greiddu þetta gjald séu ekki réttir
eigendur hótelsins og að þeir ættu
að fá söluhagnaðinn í sínar hend-
ur. Hafa ber hins vegar í huga að
þetta hefur aldrei verið fært sem
séreign bænda. Búnaðarmála-
gjaldið var í reynd lagt á bændur
eins og hver annar skattur. Þar að
auki er stór hluti þeirra bænda
sem greiddu gjaldið látnir.
Rekstur Hótel Sögu hefur
gengið upp og ofan. Staðan hefur
þó batnað mikið á allra síðustu ár-
um. Hækkun á fasteignamarkaði
hefur einnig aukið verulega verð-
mæti eignarinnar.
Hugsanleg sala á Hótel Sögu
hefur lengi verið til umræðu. Bún-
aðarþing samþykkti árið 2002
ályktun þar sem segir ,,að komi til
flutnings höfuðstöðva Bændasam-
taka Íslands á næstu misserum
verði þeim fundinn staður í
tengslum við aðra starfsemi sem
tengist landbúnaðinum.
Staðsetning samtakanna þarf
jafnframt að vera hentug með til-
liti til samgangna við alla lands-
hluta og stjórnsýsluna í landinu.“
Málið var aftur rætt 2004 og í
fyrra og var stjórn samtakanna þá
falið að vinna áfram að málinu. Á
þinginu 2004 kom fram formleg
tillaga um að metið yrði hvaða
áhrif það hefði ef söluhagnaður af
Bændahöllinni (Hótel Sögu) yrði
látinn renna til Lífeyrissjóðs
bænda.
Ýmsir hafa skoðað hugsanleg
kaup á fasteignum Bændasamtak-
anna. Forysta samtakanna hefur
hins vegar ekki verið sátt við þær
verðhugmyndir sem hafa verið
nefndar fyrr en nú. Búið var að
undirrita kaupsamning við Jó-
hannes Sigurðsson með fyrirvara
um samþykki Búnaðarþings. Jó-
hannes bauðst til að kaupa fast-
eignirnar á 4.255 milljónir. Tilboð-
ið var með bankatryggingu frá
Landsbanka Íslands. Þegar búið
var að greiða skuldir sem hvíla á
hótelunum voru eftir um 2.400
milljónir.
Samkvæmt tillögunni sem lögð
var fyrir Búnaðarþing átti að
verja þeim fjármunum sem kæmu
út úr sölunni til Bændasamtak-
anna og til þess að kaupa nýtt hús-
næði undir samtökin. Hugmyndir
voru uppi um að koma á fót sér-
stökum sjúkrasjóði fyrir bændur.
Ekki var hins vegar gert ráð fyrir
að fjármunirnir yrðu notaðir til að
styrkja Lífeyrissjóð bænda, en
það hefur þó verið rætt á liðnum
árum. Sumir fulltrúar á Búnaðar-
þingi gagnrýndu hvernig verja
ætti söluhagnaðinum og kann það
að hafa ráðið einhverju um nið-
urstöðu atkvæðagreiðslunnar.
Mikil andstaða við söluna
Meiri andstaða var við söluna á
Búnaðarþingi en gert var ráð fyr-
ir. Ýmis rök voru færð gegn söl-
unni. Sumir töldu enga ástæðu til
að selja þessa miklu eign. Sumir
töldu hugsanlegt að fá hærra
verð. Gagnrýni kom einnig fram á
það hvernig gert væri ráð fyrir að
verja söluhagnaðinum. Tveir af
fyrrverandi forystumönnum
bænda, Ari Teitsson og Haukur
Halldórsson, mæltu gegn sölunni.
Ríkissjóður greiðir árlega tals-
vert mikla fjármuni til reksturs
Bændasamtakanna. Samkvæmt
nýjum búnaðarlagasamningi fara
123 milljónir til rekstursins á
þessu ári og 591 milljón samtals á
næstu fimm árum. Á Búnaðar-
þingi var það nefnt hvort það væri
ekki ábyrgðarleysi af bændum að
hafna allgóðu tilboði í hótelin, en
ætlast á sama tíma til þess að rík-
issjóður greiddi hundruð milljóna
króna til reksturs Bændasamtak-
anna.
Veik staða Lífeyrissjóðs
bænda
Staða Lífeyrissjóðs bænda hef-
ur í mörg ár verið mjög veik. Al-
gengt er að bændur fái örfáa tugi
þúsunda í lífeyri úr sjóðnum á
mánuði. Fyrir lá að skerða þyrfti
réttindin vegna veikrar stöðu
sjóðsins. Eftir að söluandvirði
Lánasjóðs landbúnaðarins var lát-
ið renna í sjóðinn er staða hans
komin yfir núllið. Hann getur hins
vegar ekki aukið réttindi miðað
við núverandi stöðu. Hugmyndir
hafa verið uppi um að sameina
sjóðinn öðrum sjóði til að styrkja
hann enn frekar, en talið er að það
sé erfitt nema staða sjóðsins
styrkist enn frekar.
Fréttaskýring | Salan á Hótel Sögu
Bauð 4,3 millj-
arða í hótelin
Um 2,4 milljarðar hefðu staðið eftir þegar
búið væri að greiða áhvílandi skuldir
Búnaðarþing hafnaði tilboði í Hótel Sögu.
Bændur greiddu gjald til að
fjármagna bygginguna
Hótel Saga var byggð á ár-
unum 1956–1962. Hótelið er nú
20 þúsund fermetrar og fjöldi
rúma um 410. Til að fjármagna
bygginguna voru tekin innlend
og erlend bankalán og búnaðar-
samtökin seldu ýmsar eignir sín-
ar og jarðir, auk þess sem sam-
þykkt var á Búnaðarþingi árið
1958 að greitt yrði 0,5% viðbót-
argjald í búnaðarmálasjóð af
sölu búvara. Það átti í fyrstu að
gilda til ársins 1961, en var fram-
lengt og endanlega aflagt 1970.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
fia› ver›ur heitt á könnunni hjá mér og
veitingar me› milli ellefu og eitt á
kosningaskrifstofunni í Borgartúni 6.
Komdu og spjalla›u yfir sí›búnum
morgunver›i e›a mátulegu hádegissnarli.