Morgunblaðið - 04.02.2006, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hljómur
hofklukkunnar
á morgun
FRÉTTIR
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur, að tillögu Hafrannsóknastofn-
unar, gefið út reglugerð um að auka
loðnukvótann á vetrarvertíðinni 2006
í 210.000 tonn eða um 110.000 tonn.
Þar af koma 103.000 tonn í hlut ís-
lenskra skipa. Kvóti þeirra verður því
samtals 150.000 tonn af 210.000.
Áfram verður fylgzt með göngu loðn-
unnar og kvótinn aukinn síðar ef
ástæða þykir til.
Þetta verður minnsti loðnuafli á
vetrarvertíð síðan árið 1983, en þá var
engin veiði leyfð. Mestur hefur loðnu-
afli á einu ári orðið 1.561.000 tonn, en
heildarafli hefur alloft farið yfir eina
milljón tonna. Heildarafli á síðustu
vetrarvertíð varð 692.000 tonn og
hlutur Íslands af því 594.000 tonn.
Gera má ráð fyrir að útgerðir nýti
þennan litla kvóta að langmestu leyti
til frystingar og áfram verði því lítið
um verkefni fyrir fiskimjölsverk-
smiðjurnar.
Á tímabilinu 26. janúar–1. febrúar
2006 var rannsóknaskipið Árni Frið-
riksson við loðnumælingar út af Aust-
urlandi þar sem leitarskip og fyrri
leiðangur stofnunarinnar höfðu stað-
sett loðnugöngur. Alls mældust á
svæðinu 614 þúsund tonn af kyn-
þroska loðnu. Að frátöldum 400 þús-
und tonnum til hrygningar í lok ver-
tíðar og að gefnum náttúrulegum
afföllum svarar mælingin til 210 þús-
und tonna hámarksafla frá 1. febrúar
til vertíðarloka í mars 2006.
Áfram fylgzt með loðnunni
Árni Friðriksson verður í höfn um
helgina, en fer aftur á leitarsvæðið í
næstu viku. Bjarni Sæmundsson fór
vestur fyrir nú í vikunni og var í gær
úti af Vestfjörðum. Mælingar hans
hafa ekki gefið tilefni til aukningar
kvótans. Jóhann Sigurjónsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunarinnar,
segir að fylgzt verði með stöðunni
næstu vikurnar. „Mælingin fyrir
austan og norðan tókst mjög vel og af
þeim sökum ekki ástæða til frekari
mælinga þar. Hins vegar útilokum við
að sjálfsögðu ekki frekari göngur.
Það er jákvætt að það er loðna að
ganga inn að landinu til hrygningar,
þó kvótinn sé með minnsta móti,“ seg-
ir Jóhann. Einar K. Guðfinnsson sjáv-
arútvegsráðherra segir að vissulega
hefði verið betra að meira hefði fund-
izt en ekki væri öll nótt úti enn, því
rannsóknaskipin myndu halda áfram
að vakta miðin. Þetta væru í senn
bæði góð og slæm tíðindi. Kvóti væri í
allra minnsta lagi, en á hinn bóginn
væri stofninn nógu stór til eigin við-
halds og gæti staðið undir nægilegri
hrygningu. Auk þess væru veiðar í
flottroll takmarkaðar til að draga úr
hættunni á neikvæðum afleiðingum
þeirra á loðnuna og göngur hennar.
Hann sagðist gera ráð fyrir því að út-
gerðirnar einbeittu sér að því að gera
sem mest verðmæti úr þessum tak-
markaða kvóta með vinnslu til mann-
eldis um borð í skipunum og í landi.
Í gær höfðu tvö erlend skip tilkynnt
komu sína á miðin, annað norsk og
hitt grænlenzkt. Hvorugt þeirra hafði
tilkynnt um afla.
Minnsti loðnu-
kvóti í tvo áratugi
Heildarkvóti á vetrarvertíð 210.000 tonn,
hlutur íslenzkra skipa 150.000 tonn
' ()*+,"##$
"(#
Leitarsvæði og dreifing loðnunnar.
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
FIMM gefa kost á sér í
efsta sæti á lista Fram-
sóknarflokksins fyrir
bæjarstjórnarkosning-
arnar á Akureyri í vor,
þar af tveir sitjandi bæj-
arfulltrúar. Prófkjörið fer
fram 18. þessa mánaðar.
Þeir sem stefna á topp-
sæti listans eru eft-
irtaldir: Elvar Árni Lund,
sveitarstjóri Öxarfjarð-
arhrepps (sem gefur bara kost á
sér í 1. sæti), bæjarfulltrúarnir
Gerður Jónsdóttir og Jóhannes
Gunnar Bjarnason, sem bæði gefa
kost á sér í 1.–2. sæti, og þau Erla
Þrándardóttir verkefnisstjóri og
Sigfús Ólafur Helgason, varafor-
maður Íþróttabandalags Akureyr-
ar, sem gefa kost á sér í 1.–3. sæti
listans.
Aðrir sem gefa kost á sér í próf-
kjörinu eru þessir: Stefán Jónsson í
2.–3. sæti, Guðlaug Kristinsdóttir
(2.–4.), Geir Hólmarsson (3.–5.),
Þorsteinn Pétursson (3.–5.), Örlyg-
ur Þór Helgason (3.–6.), Jón Vigfús
Guðjónsson (4.–6.), Páll Gauti Páls-
son (4.–6.), María Ingadóttir (4.–6.),
Erlingur Kristjánsson (4.–6.), Ingi-
mar Eydal (5.–6.), Sóley Magn-
úsdóttir (5.–6.), Eiður Stefánsson
(5.–6.), Petrea Ósk Sigurðardóttir
(6.) og Alex Björn Stefánsson (6.
sæti).
Fimm stefna á efsta sætið
Elvar Árni
Lund
Gerður
Jónsdóttir
Jóhannes Gunnar
Bjarnason
Erla
Þrándardóttir
Sigfús Ólafur
Helgason
ÞRÁTT fyrir að evrópskir iPod-
glymskrattar séu með innbyggða
vörn gegn hávaða yfir 100 dB geta
eigendur þeirra nú halað niður af
netinu hugbúnaði sem slekkur á
þeirri vörn og gerir þá jafnhættulega
og bandaríska iPod-spilara, sem geta
skilað af sér allt að 140 dB hávaða, en
það getur stórskaðað heyrn fólks á
nokkrum sekúndum. Þetta segir
Bryndís Guðmundsdóttir, heyrnar-
fræðingur barna á Heyrnar- og tal-
meinastöð Íslands.
Talið er að um 20.000 iPod-glym-
skrattar hafi verið keyptir frá
Bandaríkjunum, en þeir eru á mun
lægra verði en þeir sem koma frá
Evrópu.
Bryndís segir fjölda iPod-spilara
skipta tugum þúsunda hér á landi, en
vissulega skipti máli hvort um sé að
ræða ameríska eða evrópska spilara,
því þeir amerísku geti farið upp í allt
að 140 dB eins og þeir koma upp úr
kassanum. „Evrópsku tækin eru
með innbyggðri vörn þannig að þau
komast ekki hærra en í 100 dB,“ seg-
ir Bryndís, en bætir við að dæmi séu
um að unglingar hlaði niður forriti af
netinu sem geri þeim kleift að opna
evrópsku tækin og hundsa hávaða-
takmörkunina. Hins vegar láti flestir
unglingar það ógert að fikta á þenn-
an hátt í tækjum sínum, svo evrópsk-
ir spilarar séu vissulega öruggari.
„Ef við miðum við Rammstein-
tónleikana, sem margir muna eftir,
þá var hávaðinn þar 110 dB, og þú
mátt vera í hálftíma í slíkum hávaða
áður en þú ferð að eyðileggja heyrn-
ina,“ segir Bryndís og bætir við að ef
farið sé alla leið upp í 140 dB, sem sé
um átta sinnum meiri hávaði en 110
dB, sé viðkomandi löngu kominn yfir
sársaukamörk. „Það er eins og flug-
eldur rétt hjá manni og eyðileggur
heyrnina strax, á nokkrum sekúnd-
um.“
Bryndís segir hátíðnisviðið skað-
ast fyrst í hávaða. „Ef við hugsum
okkur greiningu á töluðu máli, þá
hættir fólk að heyra óraddaða sam-
hljóða í málinu,“ segir Bryndís og
bætir við að fyrst detti út stafir eins
og S, F og Þ og sé þá erfitt að greina í
sundur orð sem byrja á þessum stöf-
um og hljóðum. „Þetta skiptir miklu
máli fyrir krakka og ungt fólk sem er
að læra málið og læra svo margt með
málinu. Fólk missir fljótt hæfileik-
ann til að greina talmál í klið. Þetta
veldur því að fólk verður mjög fljótt
þreytt og pirrað, því það er svo mikið
álag að reyna að ná því sem verið er
að segja. Auðvitað veit fólk á þessu
stigi ekki af því að það heyrir vitlaust
og það er sífellt að reka sig á afleið-
ingarnar af því að hafa heyrt vitlaust,
bæði félagslega og námslega.“
Þáttur foreldranna er gífurlega
mikilvægur. M.a. er mikilvægt að
vera vakandi fyrir því hversu lengi
börnin hafa þetta í eyrunum og í öðru
lagi að fylgjast með því á hvaða styrk
þau eru með þetta. Það þarf að fræða
þau um að nota ekki niðurhal af net-
inu til þess að taka vörnina burtu þar
sem hún er til staðar og leggja mikla
áherslu á það að því hærra sem þú
stillir tækið, því styttri tíma megir
þú hafa það áður en þú skemmir.
Hætta á heyrnarskemmd-
um af amerískum iPod
Morgunblaðið/Árni Torfason
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
Sverrir Guðjónsson tónlistar-
maður og Elín Edda Árnadótt-
ir, leikmynda- og búningahönn-
uður, dansa saman í lífi og list
og eru nýkomin úr ævintýra-
legri ferð til Japans
ÚR VERINU