Morgunblaðið - 04.02.2006, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Kaíró. AP, AFP. | Óttast er, að mörg
hundruð manna hafi farist er egypsk
farþegaferja sökk á Rauðahafi í
gær. Um borð voru um 1.400 manns
en sumum tókst að komast í björg-
unarbáta og í gærkvöld var búið að
bjarga um borð í önnur skip upp
undir 200 manns. Þá voru björg-
unarmenn búnir að koma auga á lík
tuga manna í sjónum.
Ferjan, Al-Salam Boccaccio 98, 35
ára gamalt skip, var á leið frá Duba í
Sádi-Arabíu til hafnarborgarinnar
Safaga í Egyptalandi. Voru farþegar
með henni 1.310, aðallega Egyptar,
sem unnið hafa í Sádi-Arabíu eða
voru á leið heim úr pílagrímsför. Í
áhöfninni voru um 100 manns. Hið
versta veður var á Rauðahafi í gær,
ölduhæð mikil og mikill straumur,
sem gerði björgunaraðgerðir erf-
iðari en ella.
Reglur kveða á um, að nóg sé af
björgunarvestum í skipum en í
Egyptalandi er eftirlit með því sagt
heldur slakt. Ekki fóru neinar frétt-
ir af því í gær, að fólkið, sem bjarg-
aðist eða fannst látið í sjónum, hafi
verið með slíkan búnað.
Neyðarkall frá ferjunni
heyrðist í Skotlandi
Sagt er, að ferjan hafi sökkið um
40 km út af egypsku hafnarborginni
Hurghada þegar flestir farþeganna
voru í fastasvefni. Var haft eftir yf-
irvöldum í Egyptalandi, að ekki væri
vitað til, að neyðarkall hefði borist
frá skipinu en breska utanríkisráðu-
neytið segir hins vegar, að neyð-
arkall frá því hafi heyrst í björg-
unarmiðstöð flughersins í Skotlandi
tveimur mínútum fyrir miðnætti í
fyrrinótt. Hafi þá strax verið haft
samband við egypsk stjórnvöld.
Ekki er enn ljóst hvað olli því, að
ferjan, sem var 118 metra löng og 24
metra breið, sökk. Veðrið var að
vísu fremur slæmt en alls ekki svo,
að það hefði átt að granda svona
stóru skipi. Um borð var aftur á
móti mikið af bifreiðum af ýmsu
tagi, sumar fréttir segja allt að 220,
og það vekur grunsemdir um, að sá
farmur hafi færst til og hvolft ferj-
unni.
Breytt til að auka
flutningsgetuna
Franski skipafræðingurinn Yvan
Perchoc segir, að Al-Salam Boccacc-
io 98 sé ein af nokkrum gömlum,
ítölskum ferjum, sem hafi verið
breytt til að auka flutningsgetuna.
Hafi hún jafnvel verið þrefölduð eða
meira.
„Það, sem vekur sérstaka athygli
við þessi skip á Rauðahafinu, er
hvað þau eru há. Við þau hefur verið
bætt fjórum þilförum til að þau geti
flutt 1.400 farþega í stað 500,“ sagði
Perchoc og bætti við, að full ástæða
væri til að efast um stöðugleika
þeirra. Allar reglur um hann gjör-
breyttust þegar hverri hæðinni væri
bætt ofan á aðra.
David Osler hjá Lloyds í London
tekur undir þetta og segir, að þessi
skip séu mjög varasöm og þurfi ekki
að taka inn á sig mikinn sjó til að
þeim hvolfi.
Fjögur skip frá egypska sjóhern-
um og strandgæslunni voru á slys-
stað í gær og eitt breskt herskip var
á leið þangað.
Óttast um afdrif mörg hundruð
manna eftir sjóslys á Rauðahafi
Um 1.400 manns voru með egypsku ferjunni sem sökk í
fyrrinótt en búið var að bjarga allt að 200 í gær
AP
Farþegaferjan Al-Salam Boccaccio 98 á sex ára gamalli mynd. Hún var ein
af nokkrum gömlum, ítölskum ferjum, sem voru hækkaðar og breytt mikið
til að auka flutningsgetuna. Var hún meira en þrefölduð frá því sem var.
AP
Sjúkrabifreið fer frá höfninni í Safaga í Egyptalandi en þangað var komið með fólk sem lifði slysið af.
/
%
( "
)#*++
",
-.%
#
.(/012
678932%
'2:;
<;=%
2>2?52
+BM
L-**
;!
)N+
L>,>7
.O#7
. (&-#
&-$-3 '$1
1 2 #% $ 2 1
/ ' .$ /
/1 P 1 B'
B/
4'"###
. 1 32/
1 " *
&-3 M <
2 % $
L-** $ '-
-$
-$<
- /-
-/ "1 1
B .2*0%B
London. AFP. | Kunnur, breskur sér-
fræðingur í alþjóðalögum, Philippe
Sands, segist hafa fyrir því heimildir,
að George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hafi verið ákveðinn í að ráðast
inn í Írak með eða án samþykkis
Sameinuðu þjóðanna. Við það hafi
síðan Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, lýst fullum stuðningi í
janúarlok 2003.
Kemur þetta fram í endurskoðaðri
útgáfu bókarinnar „Heimur án laga“
en Sands segir, að þetta komi fram í
minnisblöðum, trúnaðarskjali, sem
hann hafi komist yfir. Segir hann, að
Blair hafi svarað ákvörðun Bush
með því, að hann stæði „fullkomlega
með forsetanum og tilbúinn til að
gera allt, sem þarf, til að afvopna
Saddam Hussein“. Á þeim tíma hafi
þó eftirlitsmenn SÞ ekki verið búnir
að finna neitt, sem benti til, að Sadd-
am réði yfir gereyðingarvopnum.
Sands segir, að Bush hafi gengið
svo langt að leggja til, að bandarísk
flugvél yrði dulbúin sem SÞ-flugvél í
þeirri von, að Írakar skytu á hana.
Með því fengist ástæða fyrir Sam-
einuðu þjóðirnar til að samþykkja
hernaðaraðgerðir.
Ekki treystandi
„Það, sem minnisblöðin sýna, er,
að það er ekki hægt að treysta
Bandaríkjaforseta eða forsætisráð-
herra Bretlands til að taka mikil-
vægar ákvarðanir með upplýstum og
ábyrgum hætti,“ segir Sands.
Þess má geta, að Sands er hluthafi
í lögfræðistofunni Matrix Chambers,
sem hefur innan sinna vébanda ekki
aðeins aðra gagnrýnendur Íraks-
stríðsins, heldur einnig Cherie
Booth, eiginkonu Tony Blairs.
Íraksinnrásin var
löngu afráðin
Moskva. AFP, AP. | Mannréttinda-
hreyfingar í Rússlandi hafa boðið
leyniþjónustu landsins birginn eft-
ir að hún sakaði þær um að reka
erindi erlendra njósnara.
„Við höfum tekið höndum sam-
an. Við munum alltaf verja hvert
annað,“ sagði Ljúdmila Aleksej-
eva, formaður Helsinki-hópsins í
Moskvu á blaðamannafundi helstu
mannréttindahreyfinga Rússlands.
Helsinki-hópurinn segist ætla að
leita til dómstóla til að verjast
ásökunum leyniþjónustunnar FSB
um að hreyfingin hafi þegið pen-
inga af njósnurum sem störfuðu
fyrir breska sendiráðið í Moskvu.
Rússneska ríkissjónvarpið Rossiya
hafði sýnt myndir sem sagðar voru
sýna að fjórir starfsmenn sendi-
ráðsins hefðu notað njósnatæki,
falið í gervisteini, í því skyni að
koma tölvugögnum til rússneskra
samverkamanna. Hermt er að einn
sendiráðsmannanna, sem sást á
myndunum, hafi gegnt því hlut-
verki í breska sendiráðinu að ann-
ast sjóð sem notaður sé til að
styrkja óháð samtök í Rússlandi.
Aleksejeva neitaði ásökunum
FSB um að mannréttindahreyfing-
in tengdist breskum njósnurum.
Hún sagði að Helsinki-hópurinn
hefði þegið þrjá styrki frá bresku
stjórninni árið 2000 til að þjálfa
eftirlitsmenn og fylgjast með því
hvort konur og fangar nytu fullra
réttinda samkvæmt lögum. Hreyf-
ingin hefði aldrei verið í neinum
tengslum við breska sendiráðs-
manninn sem nefndur var í sjón-
varpinu.
Rætt við fulltrúa samtakanna
Félagar í Helsinki-hópnum
sögðu aðgerðir leyniþjónustunnar
og stjórnvalda í Kreml minna á of-
sóknir sovésku leyniþjónustunnar
á hendur andófsmönnum í Sov-
étríkjunum.
Sergej Lavrov, utanríkisráð-
herra Rússlands, átti í gær fund
með fulltrúum óháðra samtaka, að
því er virðist til að reyna að draga
úr gagnrýninni. Á fundinum lagði
Lavrov til að samtökin tækju þátt
í undirbúningi leiðtogafundar
helstu iðnríkja heims sem haldinn
verður í Rússlandi síðar á árinu.
Ásökun leyniþjónustunnar varð
til þess að Vladímír Pútín Rúss-
landsforseti fordæmdi meint
tengsl óháðra samtaka við erlenda
njósnara. „Við erum hlynnt því að
fjármögnun samtakanna sé
gagnsæ,“ sagði Pútín. „Við erum
hlynnt því að samtökin séu sjálf-
stæð en viljum ekki að erlendir
leikbrúðustjórnendur ráðskist með
þau.“
Bjóða leyni-
þjónustu
Rússlands
birginn