Morgunblaðið - 04.02.2006, Qupperneq 22
Blönduós | Kraftar duglegra
byggingamanna nýtast vel í
vorveðrinu þessar vikurnar.
Það kemur vel í ljós þegar
fylgst er með byggingu 1.320
fermetra verksmiðju- og verk-
stæðishúss sem Ámundakinn
ehf. er að reisa á Blönduósi.
Byggingin rís á grunni húss
sem hýsti verksmiðju Vilkó,
pakkhús Húnakaupa og Bíla-
þjónustuna áður en það brann
haustið 2004.
Þessir drengir notuðu vor-
blíðuna til að flytja hurð úr
flutningabíl inn í nýbyggingu
Ámundakinnar. Sá sem í hurð-
ina heldur er Haukur Berg
Guðmundsson en lyftaranum
stýrir Óli Aadnegard, báðir
starfsmenn hjá Vörumiðlun.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hurðirnar fluttar inn
Byggingar
Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114.
Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds-
dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Undirbúningur framboða fyrir sveit-
arstjórnarkosningarnar í vor virðist ekki
kominn á mikinn rekspöl hér í Rang-
árþingi ytra. Í síðustu kosningum voru
boðnir fram fjórir listar sem allir fengu
menn í sveitarstjórn, enda níu manna
hreppsnefnd sem þá var kosið til, en það
voru fyrstu kosningarnar eftir sameiningu
þriggja sveitarfélaga í eitt. Nú hefur verið
ákveðið að fækka í sjö sveitarstjórn-
armenn. Af sex efstu sem skipuðu D-lista
sjálfstæðismanna í síðustu kosningum, en
hann fékk hreinan meirihluta þá, hafa
fjórir lýst því yfir að þeir muni ekki sækj-
ast eftir endurkjöri í vor. Meðal þeirra er
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sem hef-
ur verið sveitarstjóri Rangárvallahrepps
og Rangárþings ytra í nærfellt 16 ár í vor.
Að sögn efstu manna listanna frá síðustu
kosningum eru þreifingar og fundahöld í
gangi þessa dagana um framboðin. D-list-
inn var sá eini sem viðhafði prófkjör fyrir
síðustu kosningar og ekki ólíklegt að svo
verði aftur miðað við hvað margir efstu
manna gefa ekki kost á sér nú. Þó gæti
orðið bein uppstilling ef áhugaleysi er
ríkjandi um að bjóða sig fram til starfa í
sveitarstjórn. K-listi almennra íbúa mun
ekki bjóða fram með sama hætti og síðast,
en jafnvel fara í samstarf við aðra, en efsti
maður Ó-lista óháðs framboðs segir fram-
boð verða undir svipuðum formerkjum og
áður. Aðstandendur B-lista framsókn-
armanna og annarra áhugamanna um
sveitarstjórnarmál segja góðar líkur á
framboði af sama toga nú.
Þorrablót eru nú haldin í gríð og erg um
allt land og hér hefur tíðkast fram að
þessu að halda blótin eins og áður fyrr eft-
ir mörkum gömlu sveitarfélaganna, þrátt
fyrir sameiningu. Eitt er á Hellu, tvö blót
eru haldin á Laugalandi og eitt hefur verið
í Þykkvabæ fram undir þetta. En nú
bregður svo við að hætta varð við þorra-
blótið í Þykkvabæ vegna lítillar þátttöku.
Á Hellu hafa blótin undanfarin ár verið
mjög fjölmenn og vel heppnuð, 4-500
manns hafa komið saman í sínu fínasta
pússi og notið upprifjunar og annála liðins
árs á gamansaman hátt.
Úr
bæjarlífinu
HELLA
EFTIR ÓLA MÁ ARONSSON FRÉTTARITARA
finnst betra að „það taki
aðeins í“. Hann bregður
sér því oft til sunds í sjálft
Norður-Atlantshafið.
Dag einn nú fyrir
skömmu brá Eyþór sér í
sjóinn, lofthiti var -3 gráð-
ur og strekkingsvindur og
því mikil loftkæling. Sá
sem hélt á myndavélinni
Eyþór Atli Jónsson,forstöðumaðurÍþróttamiðstöðv-
arinnar á Þórshöfn passar
að hitinn í sundlaug þeirra
Þórshafnarbúa fari ekki
mikið niður fyrir 30 gráð-
ur á Celcíus. Hann er þó
ekki mikið gefinn fyrir að
baða sig í slíkum hita en
var krókloppinn á hönd-
unum og leist miður vel á
þegar sjósundgarpurinn
stefndi til hafs í 2ja gráða
heitum sjónum. Hann skil-
aði sér auðvitað aftur
enda vanur maður en
myndasmiðurinn varð að
leggjast undir sæng með
hitapoka eftir aðfarirnar.
Ljósmynd/Hallgrímur Ingólfsson
Eyþór Atli Jónsson í ísköldu Norður-Atlantshafinu.
Ískalt bað
Hólmfríður Bjart-marsdóttir,Sandi í Aðaldal,
fékk að heyra setningar
úr ritgerðum nemenda
frá íslenskukennara úr
öðru landshorni og setti
þær í vísu, lítið eitt aðlag-
aðar:
Ekki málið er nú mar
að aka þér til Selfossar.
Heldú getir húkkað far
hinn daginn til Borgnessar.
Vilhjálmur Eyjólfsson á
Hnausum hlustaði á
Víðsjá í Útvarpinu. Þar
kom fram að ólíft væri í
íbúð vegna ástarleikja í
íbúðinni fyrir ofan og svo
var líka múrbrot í gangi í
húsinu:
Í höfuðborg er haldið geim
hristist allt í sloti.
Þar eru frygðar væl og vein
sem valda múrabroti.
Það barst vísa frá Tóm-
asi Waage:
Mannsins leið er mörg og örg
mikil stjarna er fallin
Þorsteinn genginn Baugs í
björg
blessaður elsku kallinn.
Ekki málið
pebl@mbl.is
Reykjavík | Reykjavíkurborg og Vega-
gerðin hafa fest kaup á nýju vöktunar-
og stýrikerfi fyrir umferðarljós í
Reykjavík. Kerfið er keypt af Siemens
og verður komið upp í september næst-
komandi.
Í nýja stjórnkerfinu verða allar breyt-
ingar á stillingu umferðarljósa gerðar í
tölvu sem staðsett verður hjá Fram-
kvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Þá
mun kerfið vakta og tilkynna um allar
bilanir. Það býður einnig upp á sveigj-
anlegri stillingu umferðarljósa eftir tíma
dags og umferð. Nú er umferðarljós-
unum stýrt af stjórnkössum við einstök
gatnamót.
Fram kemur í Framkvæmdafréttum
Vegagerðarinnar að gamla kerfið sé
óþjált í rekstri og breytingar tímafrek-
ar. Þá láti það ekki vita um bilanir.
Þegar reynsla hefur fengist af rekstri
kerfisins verður horft til þess að láta
kerfið meta hagkvæmustu stillingar
ljósa á hverjum tíma, að því er fram
kemur í Framkvæmdafréttum. Tekið
verður tillit til umferðarþunga og ljós-
unum stýrt með það að markmiði að
draga úr seinkunum í umferðinni og
nýta umferðarmannvirkin sem best.
Öllum ljós-
um stýrt úr
sömu tölvu
VEGNA metþátttöku í borgaralegri ferm-
ingu á vegum Siðmenntar í ár hefur verið
ákveðið að halda sérstakt undirbúnings-
námsskeið á Akureyri fyrir þá sem þar
búa. Undanfarin ár hefur Siðmennt haldið
helgarnámskeið í Reykjavík fyrir þátttak-
endur úti á landi en nú verður helmingur
helgarnámskeiðsins haldinn á Akureyri.
Þetta þýðir að þátttakendur utan af landi
þurfa að ferðast minna en ella. 130 hafa
skráð sig til þátttöku í borgaralegri ferm-
ingu í ár og er það 40% aukning frá því í
fyrra.
Þetta er í fyrsta sinn sem undirbúnings-
námskeið er haldið bæði í Reykjavík og á
Akureyri. Siðmennt stefnir að því að bjóða
upp á slík námskeið hér eftir á Akureyri og
síðar meir á öðrum stöðum á landinu eftir
því sem þörf og áhugi fyrir slíkan valkost
eykst.
Metþátttaka í
borgaralegri
fermingu
♦♦♦
Fréttir í tölvupósti