Morgunblaðið - 04.02.2006, Qupperneq 30
Daglegtlíf
febrúar
Þó enn sé nokkur bið eftirvori eru tískuspekúlantarfyrir löngu búnir aðleggja línurnar að því
sem klæðast skal á komandi sumri
og sérfræðingar eru þessa stund-
ina í óða önn að kynna strauma og
stefnur sem verða ráðandi í hár-
tískunni næstu mánuði.
Á vegum hársnyrtistofunnar
Kristu komu hingað fyrir
skemmstu sérfræðingar frá þýska
hárvörufyrirtækinu Goldwell til að
kynna línur komandi missera, sem
að sögn þeirra Hönnu Kristínar
Guðmundsdóttur og Jóns Að-
alsteins Sveinssonar, betur þekkt-
ur sem Nonni Quest, einkennist
m.a. af köldum, silfurbrúnum tón-
um og ljósum, allt að því perlu-
kenndum litum.
„Að þessu sinni eru mikil lit-
brigði í hárinu og litatónarnir
náttúrulegir. Skærir litir eru
þannig ekki mjög áberandi þó þeir
eigi efalaust eftir að skjóta upp
kollinum að nýju,“ segir Hanna
Kristín. Það eru hins vegar köldu
litatónarnir sem nú ráða ferðinni,
litir sem henta vel okkar norræna
litarhafti.
„Þessir köldu brúnu litir passa
okkur Íslendingum vel og má í
raun segja að við séum lengi búin
að vera að reyna að ná þessum
litatónum fram með því að blanda
saman ólíkum litum, sem nú eru
loks komnir fullblandaðir. Þeir
henta vel íslensku birtunni, lit-
arhafti okkar og augnlit sem
skiptir óneitanlega máli,“ útskýrir
Nonni. „Og þar er það okkur í hag
að Goldwell er þýskt fyrirtæki og
litirnir þar af leiðandi einkar góðir
fyrir vestur-evrópskt og skandin-
avískt hár.“
Hann bætir við að þessir köldu
litir henti karlmönnum sér-
staklega vel.
Stærðfræðiútreikningar
Þéttir, djúpir litir sem gefa
hárinu heilbrigt yfirbragð ásamt
litatækni sem minnir oft ekki svo
lítið á flatarmálsútreikninga eru
svo notaðir til að ná fram hreyf-
anleika og lifandi lit. Góð eða
slæm litasamsetning getur líka
óneitanlega haft afgerandi áhrif á
heildarútlit hársins. Mikil áhersla
er því lögð á góða samtvinnun lit-
ar og klippingar, segir Hanna
Kristín, en hárlínan er víða í anda
sjöundaáratugarins.
„Líkt og undanfarið eru margar
ólíkar línur í gangi, enda þróunin
hröð og fagfólk því í nær stöðugri
endurmenntun,“ bætir hún við.
„Nú líkt og áður er töluvert um
sítt hár og eins margar útgáfur af
millisíðu hári. Það er þá oft látið
líkja eftir hárlengingum – lengri
lokkar skildir eftir innan um stytt-
ur. Stutt hár er svo að koma aftur
eftir langa fjarveru og er nýjasta
klipping tískuíkonsins Siennu Mill-
er gott dæmi um það,“ segir
Nonni sem telur líklegt að fjöldi
ungra kvenna eigi eftir að óska
eftir Siennu-klippingunni á næst-
unni. „Og þá gildir að sjálfsögðu
að móta klippinguna að hárgerð
og andlitsfalli viðkomandi.“
Sést í andlitið á nýjan leik
Hjá strákum dregur hárið svo
gjarnan dám af metrósexúal
manninum svo nefnda. Þannig eru
lokkar víða síðir, styttur inn á
milli og hárið víða vel rúið, t.d. í
hnakkann. Og eftir að hafa verið
greitt fram á við í nokkurn tíma
er nú farið að greiða hár karl-
manna aftur á ný.
„Rokkabillí-tískan – að greiða í
píku eða hafa síðan topp – er þá
líka að verða vinsælli. Það örlaði á
þessu í París í haust og í Woyzeck
leiksýningunni í Borgarleikhúsinu
má sjá mjög skemmtileg dæmi
þessa,“ segir Nonni og bætir við
að dökkt, eða jafnvel svart, hár sé
sömuleiðis að verða vinsælla hjá
strákunum. „Elvis og nú Johnny
Cash eiga sinn þátt í þessu og allt
helst þetta í hendur við kvikmynd-
ir, poppmenninguna og tískuna í
heild sinni. Þannig er til dæmis
druslutímabilið í fatatísku að víkja
fyrir betur tilhöfðum fatnaði og
það sama gerist í hárlínum, því
góð greiðsla helst alltaf vel í hend-
ur við fínni fatnað.“
TÍSKA
Sjöundi áratugurinn
og rokkabillí-lokkar
Það eru heilmiklar
pælingar sem liggja
hér að baki, enda ein-
ir fimm litatónar not-
aðir til að ná fram
réttu áhrifunum.
Morgunblaðið/Sverrir
Nonni kynnir línuna á meðan annar sérfræðinga Goldwell hefur hendur í hári fyrirsætunnar.
Dökkt hár með löngum
lokkum í bland við stutta
og hnakkinn vel rúinn.
Áhrif sjöunda
áratugarins
ættu ekki að
dyljast nein-
um hér.
Silfurbrúnir tónar með þungri
og munúðarfullri greiðslu.
Kaldir náttúrulegir litir, línur með vísan til sjöunda
áratugarins og jafnvel rokkabillí-greiðsla er meðal
þess sem einkenna skal hárið á komandi vori.
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
BÆKUR bundnar inn í mannshúð
finnst okkur kannski ekki aðlað-
andi en þetta fyrirbæri er ekki
óþekkt. Í bókasafni Brown háskól-
ans í Bandaríkjunum er bók frá
16. öld sem heitir De Humani
Corporis
Fabrica sem
er einmitt
bundin inn í
skinn af
manneskju.
Frá þessu
greinir á vefn-
um forskn-
ing.no.
Þetta er
ekki sú eina í slíku bandi í safni
Brown háskólans. Skinnið virðist
eins og hvert annað fínt leður og
slíkar bækur er að finna við fleiri
háskóla í Bandaríkjunum, t.d. Har-
vard. Upplagið er þó ekki stórt,
vitað er um nokkra tugi í Banda-
ríkjunum. Þessi háttur á bókbandi
var ekkert tiltökumál fyrr á öld-
um, að sögn Lauru Hartman við
bókasafn í Maryland sem hefur
sérhæft sig í sjaldgæfum bókum.
Húðin var af líkum glæpamanna
eða annarra sem áttu enga að-
standendur sem gerðu tilkall til
jarðneskra leifa hins látna.
BÆKUR
Mannshúð í
bókbandið?
HEIMURINN minn er glænýr kennsluvefur um
umhverfismál, sem er einkum ætlaður grunnskóla-
nemendum, en einnig almenningi. Megin markmið
með efninu er að fræða börn og unglinga um um-
hverfismál, en einnig að þjálfa þau í að leita lausna
og vinna verkefni, sem stuðla að bættu umhverfi.
Á vefnum eru yfir tvö hundruð síður af fróðleik
um umhverfismál fyrir börn og unglinga. Þar er
fjöldi ljósmynda, teiknaðra mynda, myndbanda og
verkefna. Efni vefjarins er skipt í þrjú þyngdarstig.
Yngsta stig er einkum fyrir 6 til 9 ára aldur. Mið-
stig fyrir 10 til 12 ára börn og efsta stigið er ætlað
13 til 16 ára unglingum. Allur texti er lesinn upp.
Einnig er á vefnum fróðleiksbanki þar sem útskýrð
eru ýmis hugtök um umhverfismál.
Samskiptatorg og kennarasíður
Á svokölluðu samskiptatorgi eru verkefni, sem
nemendur geta unnið og sent inn gögn sem fara í
sameiginlegan gagnagrunn á samskiptatorginu.
Þeir geta svo borið saman niðurstöður frá hinum
ýmsu skólum sem einnig hafa sent inn gögn. Kenn-
arasíður eru líka á vefnum og er þeim ætlað að vera
til leiðbeiningar um notkun efnisins.
Vefurinn er samstarfsverkefni Umhverfisstofn-
unar og Námsgagnastofnunar sem styrkt var með
framlagi frá Íslenska upplýsingasamfélaginu. Sam-
kvæmt alþjóðlegum samningum er gert ráð fyrir
því að umhverfismennt samþættist öllu skólastarfi
frá upphafi skólagöngu og öllu námsefni.
Í aðalnámskrá grunnskóla má í öllum náms-
greinum finna markmið, sem tengjast umhverf-
ismálum, þó mismörg eftir greinum. „Mörgum
finnst þó íslenska aðalnámskráin veik hvað þetta
varðar. Heimurinn minn er námsefni, sem byggist
á aðalnámskrá grunnskóla, en er í raun líka byggt á
hinum alþjóðlegu samþykktum,“ segir Margrét.
Efnið má nota eitt og sér, sem ítarefni við
ákveðnar námsgreinar eða sem hluta af annarri
vinnu að sögn Margrétar. „Í skólum, sem eru með
umhverfisstefnu eða vinna að umhverfisverk-
efnum, svo sem Grænfánaverkefninu, er vefurinn
leið til að auka þekkingu nemenda og færni til að
vinna að umhverfismálum.“ Auglýsingastofan
Næst ehf. sá um hönnun vefjarins en meginhöf-
undar efnis eru Margrét Júlía Rafnsdóttir, ritstjóri
hjá Námsgagnastofnun, Albert Svan Sigurðsson,
ritstjóri hjá Umhverfisstofnun, Sigrún Helgadóttir
líffræðingur auk Björns Valdimarssonar hjá Næst
ehf.
Nýr kennsluvefur um umhverfismál
Morgunblaðið/ÞÖK
Margrét Júlía Rafnsdóttir
MENNTUN | Heimurinn minn
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
TENGLAR
........................................................................
www.heimurinn.is
að auka þekkingu nemenda á umhverf-
ismálum.
að stuðla að því að nemendur leiti sér
upplýsinga um umhverfismál.
að nemendur þjálfist í að leita lausna.
að nemendur fái jákvætt viðhorf til alls
lífs og umhverfis.
að nemendur vinni verkefni sem stuðla
að bættu umhverfi.
Markmiðin