Morgunblaðið - 04.02.2006, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Í DAG fer fram prófkjör Sjálf-
stæðisflokksins á Seltjarnarnesi,
þar sem lista flokksins fyrir bæj-
arstjórnarkosningarnar í vor verð-
ur stillt upp. Ég hvet alla sjálf-
stæðismenn til að nýta sér
kosningarétt sinn og stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokksins til að
skrá sig í flokkinn og hafa þannig
bein áhrif á skipan
listans.
Styrk staða
Ég hef verið bæj-
arfulltrúi í átta ár og
bæjarstjóri síðustu
fjögur árin. Á þessum
tíma hefur meirihluti
okkar í bæjarstjórn
staðið þétt saman um
að styrkja stöðu bæj-
arins og efla lífsgæði
Seltirninga. Óhætt er
að segja að árang-
urinn sé góður og hef-
ur ábyrgur og metn-
aðarfullur rekstur
bæjarsjóðs tryggt
grundvöll góðrar þjón-
ustu við bæjarbúa.
Okkur hefur tekist að
lækka skatta á sama
tíma og þjónustan hef-
ur verið bætt sem hef-
ur gert Seltjarnarnes
að fyrirmynd margra
annarra sveitarfélaga.
Verkin tala
Framkvæmdir bæj-
arins á yfirstandandi
kjörtímabili eru með
þeim mestu í langan
tíma. Of langt mál yrði
að rekja þær allar hér
en skal látið nægja að nefna nýtt
bókasafn, stækkun Tónlistarskóla
Seltjarnarness, frágang opinna
svæða meðfram strandlengjunni,
ljósleiðaravæðingu, endurbætur á
sundlaug og skólum, hverfavörslu
til að sporna við innbrotum í bæn-
um og lagningu knattspyrnuvallar
auk minni sparkvalla með gervi-
grasi.
Ánægðir bæjarbúar
Ljóst er að Seltirningar telja
meirihluta Sjálfstæðisflokks standa
vel að verki og sýnir viðamikil
könnun meðal bæjarbúa að um 85%
þeirra eru ánægð með þjónustu
bæjarins í heild. Það er einstakur
árangur á meðal stærri sveitarfé-
laga. Ég vil að haldið verði áfram á
sömu braut og tel meirihluta Sjálf-
stæðisflokksins færan um að gera
enn betur.
Framtíðin er björt
Það er bjart framundan á Sel-
tjarnarnesi og næsta kjörtímabil
verður sannkallaður uppskerutími
fyrir Seltirninga. Þá verður nokkr-
um af stærstu hagsmunamálum
okkar siglt í örugga höfn. Í próf-
kjörinu óska ég eftir áframhaldandi
stuðningi til að leiða lista sjálfstæð-
ismanna og mun á komandi kjör-
tímabili leggja sérstaka áherslu á
eftirfarandi málaflokka.
Lægri álögur á bæjarbúa
Styrk fjármálastjórn hefur gert
okkur kleift að lækka skatta. Ég vil
halda áfram á þeirri braut og
tryggja að áfram verði hagstæðast
að búa á Seltjarnarnesi.
Uppbygging
Lokið verði langþráðri uppbygg-
ingu á Hrólfsskálamel, gerð nýs
miðbæjar og umbreytingu Bygg-
garðasvæðis í íbúðabyggð.
Nýtt hjúkrunarheimili
Næsta stórverkefni okkar er að
byggja nýtt hjúkrunarheimili fyrir
elstu bæjarbúana, sem hafa lagt
grunninn að því velsældarþjóðfélagi
sem við búum við í dag. Ég tel
jafnframt mikilvægt að tryggja
þeim sem vilja búa á eigin heim-
ilum aukna þjónustu og meira ör-
yggi.
Enn öflugri skólar
Skólar á Seltjarnarnesi eru fyr-
irmynd annarra en þó er mikilvægt
að halda áfram og efla enn innra
starf þeirra. Í þessum
málaflokki er alltaf
nauðsynlegt að gera
betur og tryggja að
börnin okkar fái alltaf
bestu mögulegu
menntun
Íþróttir og útivist
fyrir alla
Íþrótta- og útivist-
araðstaða hefur verið
stórbætt og vil ég
halda áfram á þeirri
braut til að allir geti
stundað þá hreyfingu
sem þeir helst kjósa
ásamt því að unga
fólkið hafi greiðan að-
gang að góðri íþrótta-
aðstöðu.
Fegurri og
snyrtilegri bær
Ég vil halda áfram
átaki í að bæta götur
og gangstéttir ásamt
því að gera bæinn enn
snyrtilegri og fallegri.
Fyrsta flokks
þjónusta
Seltjarnarnesbær
kom mjög vel út úr
nýlegri þjón-
ustukönnun IMG Gall-
up. Þjónusta á Seltjarnarnesi á
ávallt að vera fyrsta flokks og
gerðar verða reglulegar þjón-
ustukannanir til að unnt verði að
sníða þjónustuna að þörfum bæj-
arbúa.
Opnar dyr
Frá því ég tók við starfi bæj-
arstjóra hafa dyr mínar ávallt stað-
ið bæjarbúum opnar og nýta fjöl-
margir Seltirningar sér það á
hverjum degi. Með þessu móti hef
ég getað fylgst náið með því sem
brennur á íbúum og oftast getað
leyst mál fljótt og vel. Náin og góð
tengsl við Seltirninga eru einn af
ánægjulegustu og gefandi þáttum
bæjarstjórastarfsins. Á komandi
kjörtímabili mun ég leggja áherslu
á að viðhalda þessari venju.
Enn öflugri Sjálfstæðisflokkur
Ég vil nota þetta tækifæri og
þakka Seltirningum fyrir einstakar
viðtökur í prófkjörsbaráttunni. Ég
hvet jafnframt sem flesta stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins til
þátttöku í prófkjörinu þannig að vel
takist til við að stilla upp sigurliði
fyrir komandi kosningar. Vel
heppnað prófkjör verður upphafið
að glæsilegri kosningabaráttu í vor
og styrkri stjórn sjálfstæðismanna
á Seltjarnarnesi á næsta kjör-
tímabili!
Áfram
styrka stjórn
Eftir Jónmund Guðmarsson
Jónmundur
Guðmarsson
’Vel heppnaðprófkjör verður
upphafið að
glæsilegri kosn-
ingabaráttu í vor
og styrkri stjórn
sjálfstæðis-
manna á Sel-
tjarnarnesi á
næsta kjör-
tímabili!‘
Höfundur er bæjarstjóri og
óskar eftir áframhaldandi stuðningi í
1. sætið á framboðslista Sjálfstæð-
isflokksins á Seltjarnarnesi.
Prófkjör Seltjarnarnesi
INNAN úr litlu húsi nálægt sjónum í
Þórshöfn berst glaðvær söngur og
fótatak. Það er síðla kvölds snemma í
janúar. Hópur íslenskra ferðalanga
gengur inn í húsið og er tafarlaust
mætt með „dúrasnafs“ eða dyra-
snafsi, dönsku ákavíti, sem meðlimir
eins af hinum fjölmörgu færeysku
þjóðdansafélögum skenkja gestum
og dönsurum til skiptis.
Broshýr stúlka tekur yfirhafnir
gesta og hengir upp. Á vinstri hönd
er salur og berst þaðan mikill hiti og
söngur. Okkur er boðið inn, boðið að
taka þátt í og hlýða á sagnastund í
dansi, þar sem allar 254 vísur Högna-
kvæðis eru kveðnar í kór.
Dansinn er einfaldur, tvö skref til
vinstri og eitt til hægri, aftur og aft-
ur, hring eftir hring, í nokkurs konar
leiðslu, en sá er einmitt galdurinn.
Dansarar koma saman í leiðslu og
drekka í sig sögukvæðin. Þetta minn-
ir óneitanlega á sögur af leiðsludöns-
um frá Afríku og S-Ameríku þar sem
einn sagnameistari blæs þátttak-
endum goðsagnir heimsins í brjóst. Í
hringnum ægir saman ólíkasta fólki.
Gamalt og ungt, verkamenn, læknar
og kennarar haldast í hendur og fara
með þær vísur sem þau kunna, en
forsöngvarinn, Niels av Velbastað,
fer með vísurnar af öryggi, kóf-
sveittur af viðstöðulausum söng og
dansi. Á meðan aðrir dansarar
bregða sér út úr hringnum örstutt til
að anda lætur Niels sig ekki muna
um að kyrja stanslaust í þrjá tíma.
Hann léttist um 350 grömm við dans-
inn.
Brýnt var fyrir gestum að þótt
dansinn sé gleðilegur og kát stund er
hann ekkert gamanmál. Illa er séð að
fólk flissi eða gjammi þegar menn-
ingararfur þjóðarinnar er lifandi
leikinn. Þetta er viðkvæm stund þótt
söngurinn hljómi hátt, fæturnir dynji
á trégólfinu og ákavítið renni niður
hálsana.
Blaðamaður tolldi ekki í dansinum
lengi, kannski hálftíma, þangað til
forvitnin og þörfin fyrir súrefni báru
hann yfirliði. Rabbaði við dansara,
sem hvíldu lúin bein, enda sumir
komnir af léttasta skeiði.
Þátttakendur í sögunni
Danshefðin er rík í þjóðinni og
Færeyingar eru stoltir af þessari ein-
földu, taktföstu og skipulegu hlið-
stæðu Íslendingasagnanna, þar sem
sögu og menningu þjóðarinnar er
viðhaldið í meira en 70.000 erindum
danskvæða. Víða um eyjarnar eru
starfandi dansklúbbar þar sem hefð-
in er ræktuð.
„Þar til á átjándu og nítjándu öld
varðveittust kvæðin næstum ein-
ungis í munnlegri geymd,“ segir
Niels, sem lærði hið langa kvæði með
því að lesa það mörgum sinnum. „Ég
man hvert einasta erindi núna eins
og þau voru á pappírnum.“
Niels segir dansinn mikilvægan
hluta af menningarlegri sjálfsmynd
færeysku þjóðarinnar. „Þú ert að
leika hlutverk í sögulegu drama-
verki. Þetta er eins og leikhús. Allir
eru einhvern veginn þátttakendur í
sögunni,“ segir Niels. „Það er mjög
nauðsynlegt að unga fólkið taki þátt í
þessu. Ef við höfum ekki unga fólkið,
þá getum við ekki haldið áfram. Hver
kynslóð verður að taka þátt í þessu
svo við getum varðveitt menningu
okkar. Við áttum okkur ritmál á mið-
öldum en það hvarf. Einu heimildir
okkar um okkar gömlu tungu og sögu
eru kvæðin. Þess vegna er svo mik-
ilvægt að varðveita þau. Dansinn
veitir okkur líka skýrari sjálfsmynd
sem persónur í sífellt stækkandi
heimi, að þekkja eigin menningu ger-
ir okkur öruggari með sjálf okkur.“
FERÐALÖG | Kynslóðirnar mætast í færeyskum hringdansi
Saga og menning
varðveitt í söng
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Niels av Velbastað leiðir kynslóðirnar í dansi og söng og miðlar menning-
ararfinum af miklu öryggi.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
ÞAU Ey Torhallsdóttir og Janus úr
Dímum eru meðal fulltrúa yngri
kynslóðarinnar í dansinum, en fólk
á öllum aldri kemur saman og dans-
ar þjóðdansana.
„Ég hef alltaf haft áhuga á fær-
eyskum dönsum, þessari þjóðmenn-
ingu og svona. Ég flutti hingað til
Þórshafnar þegar ég var fjórtán
ára,“ segir Janus, sem nú er tutt-
ugu og eins. „Hér kynntist ég
nokkrum vinum sem buðu mér að
koma í dansinn og eftir það hef ég
verið í honum næstum stanslaust.
Ef sagan er áhugaverð og lagið
skemmtilegt getur maður verið
mun lengur inni í dansinum, en ef
maður þreytist fer maður bara út
og fær sér drykk eða eitthvað.“
Dansinn er á hverjum föstudegi á
dansvertíðinni, sem er frá sept-
ember og fram í febrúar. Utan
dansvertíðarinnar dansar hópurinn
stundum á uppákomum og hátíðum
og kynnir dansinn fyrir samborg-
urum sínum. „Það er andrúmsloftið
sem höfðar mest til mín,“ segir Ey,
sem dansaði þegar hún var lítil og
er nýkomin aftur inn í dansinn eftir
nokkurra ára hlé. „Allir eru vel-
komnir, ungir og gamlir. Allir eru
saman og sameiginlegur andi sem
ríkir.“
Undir þetta tekur Janus og bætir
við að það sé skemmtilegt að taka
undir með forsöngvaranum með því
að syngja kröftuglega með í viðlag-
inu, á meðan hann segir söguna og
gæðir hana lífi. „Ég held að það sé
einhver vakning í dansinum und-
anfarin ár og ungt fólk er að fá
meiri áhuga á þessu. Fólk vill kynn-
ast sinni eigin menningu betur,“
segir Janus en bætir við að stund-
um grínist félagar hans með dans-
inn og spyrji hvers vegna hann
hangi með þessu gamla fólki. „Ég
segi þeim að þetta sé það sem ég
hef gaman af og svo er þetta ekkert
bara gamalt fólk, þetta er fólk úr
öllum áttum sem hefur gaman af
því að kynnast menningu sinni og
sögu betur. Þetta er stórskemmti-
legt. Ég vil að börnin mín og barna-
börn geti fengið að kynnast þessum
verðmætum.“
Ey tekur undir orð Janusar og
segir að ungt fólk í dag verði að
gera sér grein fyrir að það sé eig-
inlega flott að komast inn í gömlu
menninguna. „Það þarf líka að
kenna börnum einföldustu lögin
strax á leikskólunum, að kynna
menninguna snemma fyrir þeim.“
Létt andrúmsloft og sameiginlegur andi
Þau Ey og Janus taka við menningu og sögu þjóðar sinnar frá eldri kyn-
slóðum í gegnum dansinn.
UMRÆÐAN
Fréttasíminn
904 1100