Morgunblaðið - 04.02.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jón Elías Vagns-son fæddist á
Látrum í Aðalvík 3.
mars 1929. Hann
lést á heimili sínu
26. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Anna Jakobína
Hallvarðsdóttir, f.
19.12. 1896, d. 2.12.
1990 og Vagn Jóns-
son, f. 26.7. 1895, d.
4.7. 1965. Systkini
Jóns eru Sigríður,
Jóhannes, d. 1945,
Brynhildur, d. 1980,
Guðmundur, Rósa, d. 2002, Hin-
rik, Þorgerður og Svanhildur.
Eiginkona Jóns er Jóhanna
Unnur Reimarsdóttir f. 25.5. 1929.
Börn þeirra er 1) Guðrún, maki
Unnsteinn Halldórsson. Börn:
Arna Vigdís, í sambúð með Guðna
Þór, börn þeirra eru
tvö, Arey Rakel og
Darri Þór, Jón Elí-
as, Egill Már og
Unndís Ýr. 2) Erla,
maki Víðir Ólafsson,
börn þeirra eru
Andri, Snævar og
Elena Dís. 3) Jó-
hannes, f. 29.3.
1962, d. 3.8. 1962. 4)
Vagn Jóhannes,
maki Pálína Eyja
Þórðardóttir, börn
þeirra eru Margrét
Unnur, Jón Þór og
Stella Þóra. Fyrir átti Jóhanna
eina dóttur, Vigdísi Petrínu Berg-
mundsdóttir, f. 3.2. 1944, d. 13.8.
1973.
Útför Jóns fer fram frá Hnífs-
dalskapellu í dag og hefst athöfn-
in klukkan 11.
Elsku pabbi, það er erfitt að setjast
niður og skrifa. Maður er svo tómur
þessa stundina. Efst í huga okkar er
þakklæti fyrir allt, þú varst þessi
þögla rólega týpa eða eins og við
systkinin minnumst þín, algjör klett-
ur, alltaf hægt að treysta á þig. En
svo kom fyrsta áfallið 2003 þegar þú
tilkynntir okkur að þú værir með
krabbamein. En það fór betur en á
horfðist, þú fórst í erfiðan uppskurð
en náðir að jafna þig nokkuð vel. Gast
farið í Aðalvíkina sem var þér svo
kær, þú fórst þangað hvenær sem
færi gafst. Af því að fylgjast með ykk-
ur Gerðu og Hinrik þar sást vel hve
ykkur þótti vænt um víkina góðu.
Enda tveir síðustu bátarnir þínir
nefndir eftir örnefnum þaðan, Ritur
og Darri. Í nóvember síðastliðnum
kom svo annað áfall, veikindin höfðu
tekið sig upp aftur en þó verr í þetta
skiptið, af mun meiri alvöru. En fegin
erum við að hafa átt góð jól og áramót
með þér.
Í byrjun janúar fór þér ört hrak-
andi en eina ósk þín var að fá að liggja
heima og fá að enda ævina í húsinu
sem þú byggðir og bjóst í í 39 ár.
Þessi síðasti hálfi mánuður er okkur
systkinum mjög kær þar sem við átt-
um mjög góðar stundir saman og er-
um við þakklát fyrir að hafa getað
uppfyllt síðustu óskina þína. Það er
erfitt að koma á Dalbrautina þessa
dagana og sjá klossana þína í forstof-
unni, þína uppáhaldsskó, og svo tóm-
an stólinn í stofunni en þar sast þú
oftar en ekki með kaffibollann. Þú
varst maður vanans, sast yfirleitt allt-
af á sama stað í eldhúsinu og hoppaðir
yfir girðinguna til að fara á bílastæð-
ið.
Elsku pabbi, takk fyrir allt. Við og
barnabörnin eigum góða minningu í
hjörtum okkar um góðan mann.
Þín börn,
Guðrún, Erla og Jóhannes.
Jón Vagnsson, já, ertu tengdason-
ur hans, voru fyrstu viðbrögðin sem
ég fékk hjá vinnufélögum og fleirum
þegar verið var að spyrja mig út úr
hver ég væri og hverra manna þegar
ég kom til Ísafjarðar fyrir 22 árum.
Jón var vel þekktur á Ísafirði og allir
höfðu sömu sögu af honum að segja;
hann er traustur eins og klettur og
talar ekki af sér. Þetta var sú mynd
sem allir höfðu af honum. Ég hins
vegar hef alltaf verið mjög ólíkur
Jóni, frekar hætt til að tala of mikið
og fleira í þeim dúr. Þrátt fyrir þenn-
an mun á okkur og eins aldursmuninn
þá náðum við strax vel saman. Við
vorum komnir í bátasmíði og útgerð
innan árs frá því að ég kem vestur og
stendur það enn. Jón var nýjunga-
gjarn og tæknisinnaður, meira en
margur yngri maðurinn og kunni
hann hvergi betur við sig en um borð í
Darranum, hvort sem hann var á
handfærum eða að skjóta fugl. Jón
var einn af þessum mönnum sem allt-
af halda ró sinni sama á hverju geng-
ur. Lífið hjá honum var einfalt, hann
þurfti ekki að þeytast til útlanda eða
um landið til að leita að lífsfyllingu.
Honum nægði að vera heima hjá sér
eða þá í Aðalvíkinni með fjölskyldunni
og gömlu æskuvinunum þeim Frigga
og Kristbirni. Það dugði alveg og
meira til. Eftirminnilegt er þegar þeir
félagarnir héldu upp á 60 ára ferm-
ingarafmælið í Aðalvík, þá stóð elda-
mennskan hjá Kristbirni upp úr og
talaði Jón mikið um það hve gaman
hefði verið hjá þeim félögum.
Það var lýsandi fyrir Jón hve stað-
fastur hann var í því að eyða síðustu
dögunum heima hjá sér hjá börnum
sínum og fjölskyldu. Þar sannaðist
hið fornkveðna að heima er best.
Víðir Ólafsson.
Elsku afi, það er erfitt að setjast
niður og skrifa minningargrein um
þig, góðar minningar fylla huga minn
og ég veit ekki hvar ég á að byrja. Það
hefur skapast tómarúm í hjarta mínu,
því þar áttir þú vissulega stórt pláss.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig
sem afa, er þakklát fyrir allar góðu
stundirnar þegar ég var yngri. Það
var alltaf fastur punktur að koma á
Dalbrautina, henda af sér úlpunni og
beint inn í stofu. Þar sast þú oftast
með kaffið þitt og mola. Það er óhætt
að segja að þú hafir dekrað mig svolít-
ið enda var ég ófáar stundirnar hjá
ykkur ömmu. Þegar ég var lítil þá
sóttir þú mig reglulega til að fara á
rúntinn og eftir því sem ég eltist
kenndir þú mér svo margt, þegar ég
var tæplega 5 ára kenndir þú mér að
lesa, Mogginn var kennslubókin,
stuttu seinna kenndir þú mér á
klukku og að tefla og ég fékk að smíða
báta í bílskúrnum. Þú kenndir mér
líka að sjóða fisk, þú varst svo ánægð-
ur með eldamennskuna og sagðir að
svona ætti fiskur að vera. Við gerðum
svo margt bara tvö saman, fórum í
göngutúra upp í fjall, söfnuðum frí-
merkjum og fórum í Aðalvík, horfðum
á sjónvarp eða áttum þöglar stundir í
stofunni. Þú hafðir svo góða nærveru.
Alltaf gat ég treyst á þig, þú varst
alltaf til staðar og boðinn og búinn að
gera allt fyrir mig. Ég sakna þín svo
sárt.
Þú hafðir svo mikið yndi af barna-
börnunum þínum. Þú bjóst til hatta,
báta og skutlur sem vöktu mikla
lukku, þú hændir okkur hljóðlega að
þér. Ég er svo ánægð með að þú hafir
náð að kynnast börnunum mínum.
Darri Þór fékk að kynnast þér stutt
en það var gaman að sjá þig ljóma
gegnum veikindin þegar þú heyrðir
nafnið hans. Þér fannst börnin mín
svo góð og spurðir iðulega hvort Arey
Rakel væri ennþá jafn stillt. Þér og
Guðna kom líka vel saman, áttuð sam-
eiginlegt áhugamál, glænýir bílar
voru oftar en ekki aðalumræðuefnið í
heimsóknunum.
Ég vildi óska að ég hefði fengið
lengri tíma með þér og að börnin mín
fengju að alast upp með þér eins og
ég. En í staðinn lifi ég fyrir góðar
minningar og ég mun segja þeim frá
þér. Ég vildi óska að ég hefði sagt þér
oftar hvað þú skiptir mig miklu máli,
hvað mér þótti rosalega vænt um þig,
en það vissir þú líklega og ég veit
hvað þér þótti vænt um mig. Ég fann
þetta ljóð og mér finnst við hæfi að
kveðja þig með því.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku afi, takk fyrir allt, þín
Arna Vigdís.
Hann afi Jón var alltaf tilbúinn til
að gera hvað sem mig vantaði, hvort
sem það þurfti að skutla mér í bæinn
eða leyfa mér að gista yfir helgi. Á
sumrin fórum við saman á sjó á Darr-
anum og veiddum fisk í soðið. Einnig
vorum við oft saman í Aðalvíkinni.
Þar fór afi með mig um allt og sagði
oft sögur af því þegar hann var að
vinna á fjallinu. Skemmtilegt var líka
að fara í ökuferðir á fjórhjólinu með
afa. Bíltúrarnir í bæinn á sunnudög-
um eru líka eftirminnilegir, þá feng-
um við okkur alltaf kók og pylsu í
Krílinu.
Elsku afi Jón, ég á eftir að sakna
þín mikið.
Þín afastelpa
Elena Dís Víðisdóttir.
Elsku afi, takk fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum. Mér fannst
alltaf mjög gaman að vera útí Hnífs-
dal hjá þér og ömmu, leið alltaf mjög
vel hjá ykkur enda varstu alltaf rosa-
lega góður og þolinmóður við mig, t.d.
þegar þú sást að mér líkaði ekki það
sem var í matinn þá fórstu alltaf með
mig útí sjoppu eftir mat. Þegar ég var
12 ára og þú byrjaðir að leyfa mér að
koma með þér á skak, sama þó ég
væri sjóveikur, bauðstu mér alltaf aft-
ur með nokkra túra í þrjú sumur. Ég
hafði rosalega gaman af því.
Vonandi líður þér betur núna eftir
erfið veikindi.
Gleymi þér aldrei.
Snævar.
Jón vinur minn Vagnsson er látinn.
Hann lést á heimili sínu í Hnífsdal 26.
janúar sl. Jón hafði greinst með ill-
vígan sjúkdóm fyrir um það bil þrem-
ur árum. Kynni okkar urðu fyrst 1938
þegar ég kom að Látrum, frá Sæbóli.
Þau hafa staðið allar götur síðan og
ekki margir skuggar fallið á. Jón var
fæddur og uppalinn að Látrum og var
níu ára er við hittumst. Hann var
rúmum tveimur árum eldri en ég og
hafði oft frumkvæði að gerðum okkar,
meðan við vorum á barnsaldri. Við
lékum okkur eftir því sem tími vannst
til, á skíðum, skautum og sleða. Á
stundum vorum við látnir aðstoða
fullorðna fólkið, eftir getu. Vetur var
oft langur á Hornströndum og ljós-
meti af skornum skammti, þannig að
ekki höfðum við góða aðstöð til lær-
dóms. Jón var meðalmaður að vexti,
þrekinn og fylginn sér við öll störf.
Hann var áræðinn og lét ekki hlut
sinn ef áræðni var þörf. Klettamaður
var hann góður og fór á því sviði það
sem við félagar hans treystum okkur
ekki til að fara. Hann var ekki sérlega
málgefinn en ef hann var í hópi æsku-
félaga sinna var margt skrafað um
menn og málefni liðins tíma.
Á síðustu árum höfum við fjórir
æskuvinir frá Látrum farið þangað
einu sinni til tvisvar á ári og haft yndi
af. (Fjórmenningarnir voru þessir:
Jón, sem sá um farkost, Kristbjörn,
Hinrik og ég.) Við Jón áttum heima í
nábýli að Látrum í 10 ár og að auki
unnum við saman í níu mánuði árið
1956, þegar verið var að byggja
radarstöð á fjallinu fyrir ofan byggð-
ina (Straumnesfjalli). Eftir að aldur
færðist yfir okkur félagana fór ég
margar ferðir með þeim bræðrum,
Jóni og Hinrik, til æskustöðvanna og
ég held að við höfum allir haft ánægju
af.
Þeir bræður áttu saman fiskibát
sem þeir skírðu Rit og réru á honum
til fiskjar, sér og sínum til fram-
færslu. Þeir réru á fiskimið út af Aðal-
vík og fékk maður stundum að fljóta
með ef þannig stóð á. Eftir að þeir
hættu sameigninni um Rit keypti Jón
sér hraðfiskibát sem hann skírði
Darra. Margar ferðir voru farnar á
Darra til Látra.
Fyrir allan vinskapinn og ferðirnar
færi ég mínar bestu þakkir. „Takk
fyrir ánægjustundirnar Nonni minn!“
Mig langar til að segja frá ferð sem
við fórum 1942 út Straumneshlíð.
Þeir sem fóru þessa ferð voru: Jón 13
ára, Halldór 15 ára, Árni 13 ára og ég
11 ára. Ferðin farin til að sækja kind-
ur, sem gengið höfðu á hlíðinni um
sumarið (þetta var í september.)
Kindurnar voru ljónstyggar og gekk
á ýmsu við að koma þeim áleiðis heim.
Ég varð fyrir því óhappi að renna á
lausu grjóti niður eina skriðuna og
munaði ekki miklu að ég færi fram af
hengifluginu. Mér varð svo mikið um
þetta að ég átti í miklum erfiðleikum
með að komast heim. Þá var gott að
eiga góða félaga. Jón var fær kletta-
maður og var hann mér mikið hjálp-
legur. Fyrir svona 5–8 árum vorum
við Jón á leið með Straumneshlíð á
Darra. Þá segir hann við mig og bend-
ir upp í hlíðina: „Manstu þegar þú
varst nærri búinn að drepa þig
hérna?“ Ég mundi það, ekkert meira
um það talað.
Með þessum orðum votta ég Jóni
Elíasi virðingu mína. Aðstandendum
votta ég samúð. Hvíl þú í friði vinur.
Friðrik.
JÓN ELÍAS
VAGNSSON
✝ Bragi Vilhjálms-son fæddist á
Siglufirði, í Eyrar-
götu 12, hinn 4.
febrúar 1938. Hann
andaðist á Heil-
brigðisstofnun
Sauðárkróks hinn
20. janúar síðastlið-
inn. Faðir hans
hann var Vilhjálmur
Guðmundsson, f. á
Þúfu í Skagafirði
30. janúar 1898, d.
18. janúar 1980.
Móðir hans var Elín
Hermannsdóttir, f. á Hofsósi 8.
apríl 1903, d. 3. september 1982.
Systkini Braga eru 7. 1) Aðalheið-
ur Bára, f. 31. október 1922, d. 3.
október 1960, 2) Klara, f. 27. jan-
úar 1924, d. 9. september 2004, 3)
Hermann Skarphéðinn, f. 29. jan-
úar 1927, d. 24. apríl 1990, 4)
Grindavík, Vestmannaeyjum og
Keflavík. Hann var til sjós á
nokkrum bátum sem Hofsósingar
áttu, þar á meðal á Halldóri Sig-
urðssyni, Erninum, Skapta, Haf-
borg og Berghildi. Bragi var til
heimilis að Háaskála þar sem hann
bjó ásamt móður sinni og Her-
manni bróður sínum. Þau ólu upp í
sameiningu Elínu Vilborgu Frið-
vinsdóttur og seinna son Elínar,
Óðin Má, sem Bragi leit á sem afa-
barn sitt. Seinni ár var Bragi til
heimilis að Kárastíg 5, hjá Elínu
og hennar manni, Jóni Sævari Sig-
urðssyni. Hinn 15. maí 1980 var
Hafdís SK 147 sjósett, var hún
seinni Hafdísin þeirra, en hún var
smíðuð fyrir hann og Hermann
bróður hans. Gerðu þeir bátinn
saman út þar til Hermann féll frá
árið 1990. Árið 1997 hætti hann
útgerð og seldi Hafdísi SK 147.
Frá 15. september 1995 hóf hann
störf í Stuðlabergi jafnhliða út-
gerðinni, en hætti allri vinnu hinn
3. febrúar 2005.
Útför Braga verður gerð frá
Hofsóskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Kristín Guðrún, f. 8.
apríl 1930, d. 2. des-
ember 1955, 5) Guð-
mundur Jóhannes, f.
18. desember 1931, 6)
Jón Helgi, f. 19. febr-
úar 1935, og 7) Ingi-
björg, f. 19. febrúar
1939.
Bragi var næst-
yngsta barn Vil-
hjálms og Elínar.
Fjölskyldan bjó fyrst
á Siglufirði en fluttist
svo í Skagafjörðinn,
fyrst að Ingveldar-
stöðum 1951 en færði sig svo til á
ströndinni. 1955 flutti hún svo í
Hofsós. Bragi byrjaði snemma að
vinna og vann hann bæði til sjós og
lands. Hann var meðal annars við
flekaveiðar í Drangey. Eins og
tíðkaðist þá fór Bragi á vertíðir á
veturna í Grundarfirði, Ólafsvík,
Nú kveð ég góðan vin og frænda
sem fallinn er frá eftir skammvin en
erfið veikindi. Það er sárara en tár-
um taki að horfa uppá frænda sinn
og vin veikjast svona, mann sem alla
tíð hafði verið afar heilsuhraustur.
Það er þó ekki spurt um slíkt á
stundum sem þessum. Minningar
um liðna atburði fljúga í gegnum
hugann og er Bragi í stóru hlut-
verki. Hann var góður sjómaður og
ég leit mjög upp til hans, hæglátur
og barst ekki mikið á, góður vinur
og hélt tryggð við ætt sína. Allt til
loka var hann að spyrjast fyrir um
fiskirí og hvað við feðgarnir værum
að gera. Hann gladdist yfir vel-
gengni annarra og öfundaðist aldrei
útí neinn. Ég var svo heppinn að
geta verið með Braga til sjós í nokk-
ur ár og seinna að kaupa af honum
Hafdísi SK 147 sem hann og Her-
mann létu smíða fyrir sig hjá afa
mínum, Þorgrími Hermannssyni.
Aldrei heyrði ég Braga nokkurn
tímann blóta eða hallmæla nokkrum
manni, ekki einu sinni þegar hann
sat í uppvöfðum, rifnum og slitnum
grásleppunetum sem hann hjálpaði
mér við að greiða, skera af og fella.
Mikil verður breytingin nú að sjá þá
bræður ekki, Braga og Jón, rölta
niður á bryggju, eða geta ekki
hringt og spjallað við hann um eitt
og annað.
Kæri Bragi ég hefði viljað hafa
þig svo miklu lengur. Tómarúmið
sem þú skilur eftir þig verður ekki
fyllt. Minningarnar varðveitast þó.
Elsku Ella, Jón og Óðinn Már
missir ykkar er mestur og votta ég
ykkur og öðrum ástvinum innilegrar
samúðar og bið guð að styrkja ykk-
ur í sorginni.
Þorgrímur Ómar Unason.
BRAGI
VILHJÁLMSSON
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd-
ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda
hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar