Morgunblaðið - 04.02.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 41
MINNINGAR
✝ Guðjón Þor-steinsson fædd-
ist í Garðakoti í Mýr-
dal 15. júní 1924.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands 22. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Þorsteinn Bjarna-
son bóndi í Garða-
koti í Mýrdal, f. 17
apríl 1879, d. 9 des-
ember 1970 og Sig-
urlín Erlendsdóttir
húsmóðir, f. 1 sept-
ember 1885, d. 27 nóvember 1967.
Systkini Guðjóns eru: Marta, f.
1910, d. 1998, Jón, f. 1912, d. 1998,
Sigríður, f. 1913, d. 2003, Elísabet,
f. 1915, d. 2001, Gróa, f. 1917, Sig-
ríður Jóna, f. 1919, d. 2004, Óskar,
f. 1920, d. 2003, Kristín Magnea, f.
1925, d. 1926, og Kristján Magnús,
f. 1929, d. 1931.
Guðjón ólst upp í foreldrahúsum
og vann við bú for-
eldra sinna. Hann
fór nokkrum sinnum
á vertíðir í Vest-
mannaeyjum, var í
símavinnu á sumrin,
í byggingarvinnu í
Reykjavík, m.a. við
byggingu Þjóðleik-
hússins og Stýri-
mannaskólans, og
var um tíma í Kassa-
gerð Reykjavíkur.
Guðjón tók við búi í
Garðakoti eftir for-
eldra sína um 1970
ásamt Eyjólfi Óskari bróðir sínum.
Þeir voru með hefðbundinn bland-
aðan búskap, kindur og kýr, fram
á efri ár. Árið 1999 flutti Guðjón
að Litlu-Hólum í Mýrdal, þar sem
hann byggði sér íbúðarhús, og var
þar með nokkrar kindur.
Guðjón verður jarðsunginn frá
Skeiðflatarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Dyrhólaey er eins konar hlið ei-
lífðarinnar fyrir Suðurlandi. Þar
leika vindarnir, aldan, birtan og
fuglarnir eilífðarsinfóníu. Guðjón
Þorsteinsson í Garðakoti, síðar
Litluhólum við Dyrhólaey, var eins
konar vættur þessa magnaða svæð-
is. Þar lifði hann og dó.
Trillan lullaði inn í hvelfingu
Lundaeyjar við Dyrhólaey, náttúru-
lega höfn þar sem siglt er um hellis-
op og himinninn er þak hringlaga
hafnarinnar.
Það var stokkið á steðjann með
band. Við vorum í eggjaleiðangri og
langvían arraði á syllum. Í stafni
trillunnar sem dólaði við flána stóðu
þeir bræður Óskar og Guðjón í
Garðakoti. Þeir höfðu sagt fátt. Gái
gelti annað veifið.
Árni reyndi að vera heimilislegur
og spurði hvort þessi pollur héti
eitthvað. „Þetta heitir nú Atlants-
hafið,“ svaraði Guðjón að bragði og
glotti svo lítið bar á. Þannig var
Guðjón. Þegar maður spurði í vest-
ur svaraði Guðjón í austur, maður
vandist þessu og kunni því vel. Þessi
bráðgreindi maður var svo snöggur
að svara hnitmiðað með sérstæðum
útúrsnúningastíl að maður mátti
hafa sig allan við. Stundum spurði
hann í sama dúr.
Guðjón í Garðakoti virtist styggur
í garð samfélagsins og alls sem var
ókunnugt, en þegar maður hafði
eignast vináttu hans blasti við eitt-
hvert mesta og besta hjartaþel sem
hægt er að hugsa sér og þá rímuðu
augun og brosið saman. Glottbrosið
varð að blíðu brosi, en augun leyndu
aldrei á sér, þessi stjarnbjörtu augu
sem hefðu getað sómt sér sem sjálf-
stæðar stjörnur hvar sem er í sól-
kerfinu.
Guðjón var eins konar barómet
náttúrunnar, skynjaði í botn öll blæ-
brigði þess undurs sem heimavöllur
hans var með fjölskrúðugu lífi fugla,
flóði og fjöru, brimi og bálviðri og
blíðum tóni, blóma og sunnanblæs-
ins og svo var það sauðkindin, bless-
uð sauðkindin.
Við komum oft til þeirra bræðra
Óskars og Guðjóns og það var gott
að eiga vináttu þeirra og hlýju. Það
var ekki búið að staldra lengi þegar
Guðjón bauð upp á glæru og kaffi-
kannan var tekin fram. Þeir bræður
bjuggu lengi saman. Einu sinni vor-
um við í heimsókn og Óskar kvart-
aði mikið yfir því að hann væri gjör-
samlega búinn að missa heyrn.
Stundu síðar er bankað og Guðjón
fer til dyra. Óskar var inni í stofu og
var nokkuð langur gangur að and-
dyri. Gesturinn gekk inn í anddyrið
og spurði hvernig Óskar hefði það.
Guðjón sagði að Óskar væri alveg
hættur að heyra. Þá gellur í Óskari
inni í stofunni: „Hver segir að ég sé
hættur að heyra?“ Oft fórum við
með Guðjóni í bíltúra niður á fjörur
eða vítt um Dyrhólaey. Þá var hann
í essinu sínu, þá var hann glaður.
Hann naut þess líka að vera innan
um fólk þótt margir héldu annað.
Hann var þannig í essinu sínu í Dyr-
hólaeyjarmynd sem Árni gerði,
einnig í kvikmyndinni Barböru sem
Ágúst Guðmundsson tók við Dyr-
hólaey. Þó tók Ragnar fjölmargar
myndir af Guðjóni og urðu margar
þekktar í útlöndum. Einnig lék Guð-
jón í auglýsingamyndum og þannig
skaust þessi útkjálkamaður inn í
veröld nútímans þar sem fjölmiðl-
unin leikur lausum hala.
Það er mikill söknuður að Guðjóni
í Garðakoti. Hann sýndi svo fölskva-
lausa gleði þegar vinir hans komu í
heimsókn og fannst þeir aldrei
staldra nógu lengi. Liggur ykkur
eitthvað á sagði Guðjón þegar búist
var til ferðar.
En nú er hann farinn í ferðina
löngu og getur smalað ótæpt á lend-
um eilífðarinnar ugglaust vænsta fé,
brugðið sér í langvíubjörgin þar
sem hann var allra manna fimastur,
haldið Gáa við efnið, því einhvers
staðar hlýtur að vera reiknað með
minkum í eilífðinni, eða bara svarað
í vestur þegar spurt er í austur.
Megi almættið njóta sérstæðra
töfra Guðjóns í Garðakoti, manns
sem átti svo mikinn fjársjóð í hjarta
sínu, en skartaði varlega. Í Guðjóni í
Garðakoti bjuggu töfrar Dyrhóla-
eyjar.
Árni Johnsen og
Ragnar Axelsson.
Guðjón í Garðakoti, en svo er
hann ætíð í mínum huga, er látinn á
82. aldursári, saddur lífdaga, trúi
ég.
Ekki tel ég það á mínu færi að
rita um Guðjón minningarorð af
nokkru viti, svo sérstæður sem hann
var. Vil aðeins færa honum og Ósk-
ari bróður hans, sem lést fyrir tæp-
um þremur árum, alúðarþakkir fyr-
ir áratuga vináttu og greiðasemi í
minn garð, sem aðrir fengu einnig
að njóta. Allur sá greiði, sem ég
naut hjá þeim bræðrum verður aldr-
ei fullþakkaður.
Blessuð sé minning þeirra beggja.
Vigfús Magnússon.
Einn
undir sólinni
sem nú
er að síga
oní hafið
með minningu þína.
Daginn
þegar geislabaugurinn
dettur af meirihlutanum
komum við aftur
upp með henni
bak við austurfjöllin.
Svo snemma morguns
því það þarf
að bera á túnin
sá í nýræktina
og ganga
til kinda.
Þá bregður
til sunnanáttar
Eyjan
byrjar að grænka
það tekur aftur að reka
kollan kemur upp
og krían
fer að garga.
Vorlangan daginn
sem við áttum alltaf
ólifaðan
við tveir
undir sólinni
með alheimslögmálið
í skegginu
og hárlubbanum.
Stefán Gunnarsson.
Þegar Erla Högnadóttir, systur-
dóttir Guðjóns, hringdi í mig til þess
að tilkynna mér lát hans var ekki
hægt að segja að þau tíðindi hefðu
komið beint á óvart. Frá því í des-
ember, eða þegar Guðjón þurfti á
spítalavist að halda, hafði honum
hrakað með hverjum deginum.
Kynni okkar Guðjóns hófust fyrir
nokkrum áratugum, og reyndar
kynnin af Óskari bróður hans einn-
ig, en í þá daga minntist maður ekki
svo á Guðjón að Óskar kæmi ekki
einnig strax til sögunnar. Þeir
bræður stunduðu blandaðan búskap
og höfðu tekið við búi foreldra
sinna. Þeir störfuðu í ákaflega
sterku og farsælu samstarfi þar sem
samvinna, en einnig skýr skipting
verka, voru í föstum skorðum. Við í
Norðurgarði, sem er næsta jörð við
Garðakot, nutum góðs af nálægð við
þá bræður. Þeir nytjuðu jörðina
okkar, en við vorum sýknt og heil-
agt að biðja þá um eitt og annað. Fá
lánaða dráttarvél, sturtuvagn eða
ámoksturstæki. Allt var sjálfsagt.
Þeir tóku einnig að sér að kenna
viðvaningi rétt handbrögð við girð-
ingarvinnu og svona mætti lengi
telja. Eitt atriði langar mig að
greina frá sem ávallt kemur upp í
hugann og þá með spaugilegum
hætti en það var þegar við vorum að
steypa undirstöður fyrir sumarhús í
Norðurgarði. Það gerði á okkur suð-
austan slagviðri með þessari líka
feiknaúrkomu. Þarna voru bræð-
urnir mættir og ekki við það kom-
andi að hætta við, þótt hlífðarfötin
hefðu getað verið mun betri. Þarna
var bitið á jaxlinn, mér liggur við að
segja á alla þá jaxla sem menn fyr-
irfundu. Þó mönnum hafi ekki verið
hlátur í huga þá, er búið að hlæja að
þessu óspart síðar.
Guðjón var meðalmaður á hæð,
grannur, fríður maður sýnum með
skörp og fallega blá augu sem mað-
ur tók strax eftir. Einnig setti sítt
hárið og mikið skegg ákaflega
sterkan svip á manninn. Sérstak-
lega varð þetta áberandi á sumrin
en þá urðu hár og skegg fallega hvít
við útitekinn hörundslitinn. Var
andlit Guðjóns raunar þjóðþekkt
eftir að RAX ljósmyndari gerði það
að sérstöku myndefni, en andlit
norðursins hefur sérstaklega verið
verðlaunað. Gönguferðir með Guð-
jóni eru mér ógleymanlegar, farið
var t.d. einstigið upp á Dyrhólaey,
Kirkjufjara skoðuð, öll kennileiti
þekkt, allar breytingar á náttúrunni
athugaðar, maðurinn búinn að fara
um öll þessi svæði mörgum sinnum
og gjörþekkti hverja þúfu. Guðjón
tók afar vel eftir öllu í náttúrunni. Í
þessum gönguferðum rifjaði Guðjón
upp ýmsar horfnar starfsvenjur og
siði og var afar raunsær varðandi
hvað honum fannst hafa breyst til
batnaðar og hvað honum fannst
hafa tapast. Þá voru skemmtilegar
ferðirnar í Koltungur, en þangað
var hluti fjárins sendur í sumar-
haga. Á þessum árum taldi ég mig
vera í sæmilegu líkamlegu ástandi
en engu að síður hafði ég ekki roð
við honum, og fannst mér raunar
eins og hann liði um brekkur og
brúnir eins og reykur. Gaman var
að fylgjast með þeim bræðrum þeg-
ar þeir voru að taka ákvörðun um
hvaða ær skyldi senda í Koltungur.
Það var ákvörðun sem kallaði á
verulegar rökræður. Guðjón hafði
yndi af kveðskap og átti gott með að
yrkja sjálfur. Marga vísuna fór
hann með þegar sá gállinn var á
honum. Og nær alltaf þegar við
höfðum farið yfir sviðið í þjóðmálum
og ef til vill málefni sveitarinnar
einnig og töldum rökræðum lokið
lukum við einatt spjalli okkar með
setningu sem við eignuðum okkur
sameiginlega: Jamm, jú og jæja, það
er heila sagan. Þá kom ljúft bros á
varir Guðjóns. Slíkt er dýrmætt að
eiga í endurminningunni. Nú hljóðn-
ar einnig hið velþekkjanlega hljóð
úr bláa Toyota-bílnum. Það greindi
maður oft úr langri fjarlægð, þar
sem sett var í fyrsta gír og ekki ver-
ið að skipta neitt eftir það.
Í kringum 1998 verður veruleg
breyting á högum og jafnframt líðan
Guðjóns. Það er þegar hann flytur
frá Garðakoti á eigin jörð, Litlu-
Hóla, sem hann hafði keypt af bróð-
ur sínum Jóni. Þegar hér er komið
sögu er Óskar orðinn íbúi Hjallat-
úns í Vík og orðinn mjög heyrnar-
sljór. Fljótt fann maður að Guðjón
var ekki sá sami og áður. Bæði
vegna Óskars og eins að þurfa að
flytja frá Garðakoti. Hann þreifst
nú nær einvörðungu á glæru og
þeim hvíta eins og hann kallaði
molasykurinn. En glæran hans var
kaffi, ekki allt of heitt. Óskar hafði
áður séð um matseldina. Síðustu
misserin voru Guðjóni erfið. Hann
þurfti nú orðið aðstoð við sinn smáa
búskap. Sem betur fer átti hann
góða granna, þar sem Ásmundur í
Hryggjum og Þorsteinn á Vatns-
skarðshólum litu til hans nær dag-
lega. Honum þótti mjög vænt um
heimsóknir þeirra og hjálp. Hann
fann að það var gert af góðum hug.
Við hér í Norðurgarði kveðjum
vin með mikilli eftirsjá og söknuði.
Dyrhólahverfið verður mun svip-
minna eftirleiðis. Hafi hann kæra
þökk fyrir vináttuna og samfylgd.
Helgi Númason.
GUÐJÓN
ÞORSTEINSSON
✝ Jóhannes Jóns-son fæddist í
Hrísdal í Miklaholts-
hreppi 15. ágúst
1922. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 26.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jón Lárusson bóndi,
f. 13.10. 1871, d. 2.2.
1959, og Sigríður
Oddrún Jónsdóttir,
f. 9.7. 1887, d 10.11.
1968. Hann var
þriðji í röð níu
systkina en tvö dóu í frum-
bernsku. Systkini Jóhannesar,
þau er upp komust, eru: Kristjana
Elísabet, f. 5.8. 1919, d. 15.5. 1986,
Jónína, f. 9.5. 1921, Guðmundur, f.
12.4. 1924, d. 14.10. 1996, Oddur,
f. 9.3. 1927, og tvíburarnir Björg
og Steingerður, f. 23.9. 1928.
Á fjórða aldursári
fengu foreldrar Jó-
hannesar Húsanes í
Breiðavíkurhreppi
til ábúðar. Þar átti
Jóhannes síðan
heima ef undan eru
skilin fjögur ár er
hann dvaldi sem
barn á Höfða í Eyr-
arsveit.
Í Húsanesi átti Jó-
hannes ævistarfið
sitt að langmestu
leyti utan þess tíma
sem hann ungur
maður var á vetrarvertíðum suð-
ur með sjó, í vinnumennsku eða
við ýmsa verkamannavinnu við
fisk, vikurnám eða vegavinnu
undir Jökli.
Jóhannes verður jarðsunginn
frá Búðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Blessuð sértu sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín,
yndislega sveitin mín,
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
(Sigurður Jónsson.)
Jói frændi er dáinn. Einhvern veg-
in hugsaði maður aldrei til þess að
það bæri svona skjótt að. Ekki getur
maður hugsað þá hugsun til enda að
fara vestur, enginn Jói frændi til að
taka á móti okkur, fara með okkur
niður á tanga, grilla og tala um gömlu
dagana. Það brást ekki, að alltaf
fengum við gott veður, þrátt fyrir að
veðurútlitið hafi ekki verið gott þeg-
ar lagt var af stað út úr bænum.
Ekki var líf Jóa frænda auðvelt,
lífsbaráttan var erfið þegar þau
systkinin voru að alast upp. Þau voru
send um sveitina til að vinna fyrir sér
og auðvelda heimilishaldið á Húsa-
nesi.
Jói frændi eignaðist ekki börn, en
við okkur systkinabörnin lét hann
eins og við værum hans eigin og ekki
gerði hann upp á milli okkar.
Næsta sumar verður Jói frændi
ekki á staðnum til að hella upp á
besta kaffi sem hægt var að fá.
Elsku Jói frændi, þín verður sárt
saknað.
Kæru systkini og frændfólk Jó-
hannesar, við munum geyma í hjört-
um okkar minningar um frænda sem
var okkur öllum kær.
Hulda, Guðbjörg,
Jón og Albert.
Jóhannes Jónsson, frændi minn, er
fallinn frá eftir skammvinn en erfið
veikindi.
Jói eins og hann var alltaf kallaður
stundaði búskap í Húsanesi í Breiðu-
víkurhreppi á Snæfellsnesi, en hann
hafði tekið við búi foreldra sinna
þeirra Jóns og Sigríðar. Í Húsanesi
hafði hann alið allan sinn aldur ef frá
eru talin fyrstu fjögur ár ævinnar.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
fá að vera í sveit á sumrin hjá Jóa allt
frá barnæsku til 15 ára aldurs. Það
var alltaf tilhlökkun þegar skóla lauk
á vorin að komast vestur í Húsanes
og geta eytt þar sumrinu við ýmis bú-
störf. Ekki var nú búið stórt, þrjár
kýr og um eitt hundrað og áttatíu
kindur. En það þurfti að heyja ofan í
bústofninn og oft var líf og fjör þegar
ættingjar og vinir komu saman í sól
og sumaryl úti á túni við heyskap.
Á seinni árum var ekkert sumar
nema farið væri a.m.k. einu sinni á
sumri vestur í Húsanes til Jóa. Í
þeim heimsóknum tók Jói alltaf vel á
móti mér og fjölskyldu minni og allt-
af þótti mér jafn ánægjulegt að hitta
hann. Ég kveð með söknuði Jóa
frænda minn og þakka honum fyrir
allar ánægjustundirnar sem hann
veitti mér. Hans verður sárt saknað.
Guð blessi hann.
Sigurður Oddsson.
Við viljum minnast nágranna okk-
ar, Jóhannes Jónsson, eða Jóa í
Húsanesi í fáum orðum. Jói var tíður
gestur bæði í Miðhúsum, og eins er
við vorum flutt í Tungu. Margs er að
minnast og of langt væri að telja það
allt upp hér. En minning um Jóa ak-
andi á milli bæja á Massanum kemur
fyrst upp í hugan. Og lengi vel köll-
uðu bæði Jóhannes og Heiða Lára
hann „Nafna“, og svaraði hann alltaf,
sama hvort kallaði. Það var líka fast-
ur liður að Jói kæmi í mat á hátíð-
isdögum, þegar hann var fyrir vest-
an. Honum fannst gaman að taka
spil, og mörg kvöld fóru í að spila
Kana og fleirra. Margar fleiri minn-
ingar eigum við systkinin, en of langt
mál væri að telja allar upp hér.
Kveðjum við nú Jóa í Húsanesi, og
Guð geymi minningu hans.
Jóhannes Örn, Heiða Lára,
Georg Kristján og
Sindri Hlífar Guðmundsbörn
Ytri-Knarrartungu.
JÓHANNES
JÓNSSON