Morgunblaðið - 04.02.2006, Page 60
60 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Samræður fara fram um hátt setta vini.
Hugsanlega eru þær ekki sérlega vin-
samlegar, en í þeim býr sannleikur.
Tryggð þín verður sérlega mikils met-
in. Þú lýgur ekki að vini en ýtir heldur
ekki undir söguburð.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Dagur öfganna er í dag. Ef þér finnst
sem allir séu á móti þér er það annað
hvort merki um að þú hafir algerlega
rangt fyrir þér, eða, það sem verra er,
hafir algerlega á réttu að standa.
Leystu úr ágreiningi við bogmann.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Ég geri það bara sjálfur er helsta við-
kvæði tvíburans frá því að hann stígur
fram úr rúminu. En enginn getur gert
allt einn. Það besta sem þú getur gert
er að finna út úr því hvernig þú átt að
fara að því að vinna með þessu (erfiða
og e.t.v. bilaða) fólki í kringum þig.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Hugurinn er á fullu við að mynda sér
skoðanir en munninn ætti krabbinn að
nota til þess að hrósa fólki. Fólk sem er
nærri honum þarf á upplyftingu að
halda. Hreingerning í kringum þig
hreinsar líka hugann.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Einhver dáir ljónið hreinlega. Sú vissa
gerir það létt í bragði og huga. Ljónið
heldur áfram að vera neistinn sem
verður að framkvæmdabáli og ástríðu-
fulla fólkið í kringum þig er merki um
hversu viðhorf þitt er smitandi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan bætir líf sitt með því að skilja
betur það sem fram fer. Það getur átt
við pólitískt skipulag sem hún þarf að
fást við, tiltekinn markað eða góð tök á
verkefni sem blasir við henni.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Of mikið af hverju sem er verður þreyt-
andi til lengdar, jafnvel þótt um sé að
ræða jákvæð fyrirbæri á borð við frí-
tíma, ástríki fjölskyldunnar eða ynd-
islega skemmtun. Fjölbreytni er hress-
andi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Himintunglin hvetja sporðdrekann til
þess að stunda hreyfingu, heilsurækt
og lestur til þess að auka þekkinguna.
Ef þú stækkar þig sýnast yfirþyrmandi
kringumstæður litlar og kjánalegar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Breytingar geta átt við allt, frá því að
færa húsgögn út í það að skipta um
starfsvettvang. En svo mikið er víst,
bogmaðurinn er tilbúinn. Léttu á hjarta
þínu í kvöld, ekki síst við ljón eða fisk.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Galsafengið daður og yfirdrifnar ráð-
stafanir beina athygli umheimsins að
steingeitinni. Hún er í nógu góðu jafn-
vægi til þess að meðtaka það sem öðr-
um þykir mikilvægt. Upprifjun gamalla
minninga með vini færir ykkur nær
hvor öðrum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ástríða og frelsi eru partur af lífi vatns-
berans núna. Æfðu þig í að segja að þú
ætlir ekki að gera a, b eða c. Stundum
er nóg að mæta bara og brosa. Enginn
býst við meiru nema þú lofir einhverju.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ráðleggingar fisksins hafa þýðingu fyr-
ir mjög áhrifagjarnan huga. Gættu þess
að vera ekki of jarðbundinn. Óskir geta
ræst ef þeim fylgja skipulagðar aðgerð-
ir.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Sól og Neptúnus sameinast
og ýta undir bræðralag og
hópefli. Þörfin fyrir að etja
kappi minnkar og sá sem er of ágengur
fær sennilega á baukinn. Merkúr og
Mars eru í spennuafstöðu, sem torveldar
tjáskipti. Besta ráðstöfunin er að gera
ekki ráð fyrir neinu.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Celtic Cross | Laugardaginn 4. febrúar
stendur Háskólalistinn fyrir tónleikum
með rokksveitunum Hostile og Alþingi
kl. 21.30. Ókeypis inn. 20 ára aldurs-
takmark.
Norræna húsið | Nemendur úr Tónlistar-
skólanum í Reykjavík minnast 250 ára
afmæli Mozarts á tónleikum í Norræna
húsinu laugardaginn 4. febúar kl. 14. Að-
gangur ókeypis og allir velkomnir.
Ýmir | Tónleikar Tinnu Þorsteinsdóttur
píanóleikara á Myrkum músíkdögum til-
einkaðir náttúrunni, píanóinu og lista-
manninum Dieter Roth. Hljóðheimur pí-
anósins útvíkkaður á nýjan og
margvíslegan hátt. Verk eftir Greg Dav-
is, George Crumb, Hilmar Þórðarson og
Giacinto Scelsi.
Myndlist
101 gallery | Ásmundur Ásmundsson. Til
25. febrúar.
Artótek Grófarhúsi | Valgerður Hauks-
dóttir myndlistarmaður til 19. febrúar.
Sjá: www.artotek.is
BANANANANAS | Innsetning verður kl.
18 í portinu eftir Finn. Sem og áður
verður þú að vera þar sem það gerðist.
Annars botnar þú ekkert í því sem gerð-
ist.
Café Karólína | Ósk Vilhjálmsdóttir
kynnir verk sitt SCHEIßLAND, sem var
unnið fyrir Íslandskynningu í Köln í
Þýskalandi í nóvember sl. http://this.is/
osk.
Energia | Erla M. Alexandersdóttir sýnir
akrýl- og olíumálverk. Út febrúar.
Gallerí BOX | Arna Valsdóttir sýnir
„Kviku“. Til 11. febrúar. Opið fimmtudaga
og laugardaga kl. 14–17.
Grafíksafn Íslands | Ingiberg Magn-
ússon – Ljós og tími II. Sýningin er opin
fimmtudaga–sunnudaga kl. 14–18.
i8 | Sýningin Fiskidrama samanstendur
af myndbandi, skúlptúr og teikningum.
i8 er opið miðvikudaga til föstudaga frá
kl. 11–17 og laugardaga frá kl. 13–17.
Kaapelin Galleria | Umhleypingar, Sari
M. Cedergren sýnir í Helsinki.
Kaffi Mílanó | Erla Magna Alexand-
ersdóttir sýnir olíu- og akrýlmyndir í
Kaffi Mílanó. Út febrúar.
Karólína Restaurant | Óli G. með sýn-
inguna Týnda fiðrildið til loka apríl.
Listasafn ASÍ | Myndlist vs. hönnun.
Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigríð-
ur Ólafsdóttir, Sigtryggur Bjarni Bald-
vinsson og Tinna Gunnarsdóttir. Til 5.
febrúar.
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn-
ing.
Listasafnið á Akureyri | Sýning á verk-
um Svavars Guðnasonar, Carl-Hennings
Pedersen, Sigurjóns Ólafssonar og Else
Alfelt. Til 25. febrúar.
Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist
II – Um rými og frásögn. Sýning á verk-
um 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12.
febrúar.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Krist-
ín Þorkelsdóttir (hönnun, vatnslitir).
Guðrún Vigfúsdóttir (vefnaður). Til 12.
febrúar.
Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning
Guðrúnar Einarsdóttur á nýjum verkum
unnum með olíu á striga ásamt skúlp-
túrum unnum úr frauðplasti og litarefni
á tré. Til 5. mars.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið, yfirlitssýning.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Gabríela Friðriksdóttir, Feneyjaverkið.
Kristín Eyfells. Til 26. febrúar.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Skotið.
Jóna Þorvaldsdóttir. Til 22. febrúar.
Safn | Sunnudaginn 5. febrúar lýkur
myndlistarsýningum Einars Fals Ingólfs-
sonar, Anouk De Clercq og Gregs Barr-
etts í Safni; nútímalistasafni á Lauga-
vegi 37. De Clercq sýnir
myndbandsverk, m.a. í glugga Safns til
kl. 22 á kvöldin. Einar Falur sýnir ljós-
myndir sem teknar eru á Njáluslóðum.
Barrett sýnir keramikverk.
Skúlatún 4 | Fyrsta sýning ársins. Ólíkir
listamenn úr ýmsum áttum sem reka
vinnustofur og sýningaraðstöðu á þriðju
hæð. Til 12. febrúar.
Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís-
lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí.
Ljósmyndir Marcos Paoluzzos í Mynda-
sal og ljósmyndir Péturs Thomsens í
Myndasal. Til 20. febrúar.
Söfn
Aurum | Þorgeir Frímann Óðinsson fjöl-
listamaður sýnir verk úr myndaröðinni
Vigdís (málverk af Vigdísi Finn-
bogadóttur, fyrrverandi forseta) til 17.
febrúar.
Duushús | Sýning Poppminjasafnsins í
Duushúsum Sagt er frá tímabilinu 1969
til 1979 í máli og myndum. Rifjuð upp
tískan og tíðarandinn. Opið daglega kl.
13–18.30 til 1. apríl.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Myndirnar
á sýningunni Móðir Jörð gefa óhefð-
bundna og nýstárlega sýn á íslenskt
landslag þar sem markmiðið er að fanga
ákveðna stemmningu fremur en ákveðna
staði. Skotið er nýr sýningakostur hjá
Ljósmyndasafni Reykjavíkur og er
myndum varpað á vegg úr myndvarpa.
Minjasafn Austurlands | Endurnýjun á
sýningum stendur yfir. Ný grunnsýning
opnuð 1. maí nk.
Veiðisafnið Stokkseyri | Starfsár Veiði-
safnsins 2006 hefst með árlegri byssu-
sýningu sem haldin verður laugard. 4.
og sunnud. 5. febrúar kl. 11–18. Allar
nánari upplýsingar á www.hunting.is.
Þjóðmenningarhúsið | Fræðist um fjöl-
breytt efni á sýningunum Handritin,
Þjóðminjasafnið – svona var það, Fyr-
irheitna landið og Mozart-óperan á Ís-
landi. Njótið myndlistar og ljúfra veit-
inga í veitingastofunni. Leiðsögn í boði
fyrir hópa.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni
Íslands er boðið upp á fjölbreytta
fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 veirusjúkdóm-
ur, 8 skaprauna, 9 hnugg-
inn, 10 tölustafur, 11 und-
irstöðu, 13 dreg í efa, 15
kuldastraum, 18 kjaftæði,
21 greinir, 22 sjaldgæf, 23
votur, 24 einfeldni.
Lóðrétt | 2 tappa, 3 þreyt-
una, 4 fuglar, 5 þvottaefn-
ið, 6 kvið, 7 þvermóðska,
12 pinni, 14 viðvarandi, 15
fjötur, 16 skeldýr, 17 dáin,
18 neftóbak, 19 áreita, 20
ögn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fúlga, 4 renta, 7 ofboð, 8 seður, 9 alt, 11 keim, 13
firð, 14 askur, 15 flas, 17 Ísak, 20 enn, 22 koddi, 23 eimur,
24 renna, 25 arann.
Lóðrétt: 1 frosk, 2 lubbi, 3 auða, 4 rist, 5 niðji, 6 afræð, 10
lúkan, 12 mas, 13 frí, 15 fákur, 16 aldin, 18 semja, 19 kýrin,
20 eira, 21 nema.
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
HÓPURINN The Grissom Gang
opnar í dag sýningu í Gallerí Gyll-
inhæð. Í Grissom genginu eru fjór-
ar stúlkur, Katrín Inga, Una Björk,
Eva Ísleifs og Rakel McMahon. Þær
stunda allar nám við myndlistar-
deild Listaháskóla Íslands.
Sýningin verður fjölbreytt og
sýna þær meðal annars hljóðverk,
málverk og skúlptúr.
Grissom gengið