Morgunblaðið - 04.02.2006, Síða 61
eru nýstárlegar og vandaðar sýningar
auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk
safnsins er að auka og miðla þekkingu á
menningararfi Íslendinga frá landnámi til
nútíma. Opið alla daga nema mánudaga
kl. 11–17.
Skemmtanir
Cafe Catalina | Í kvöld spilar Eurovision-
höfundurinn Hörður G. Ólafsson. Horfum
á Evrovision á stóru tjaldi.
Classic Rock | Hljómsveitin Kvarts spil-
ar á Classic Rock.
Players, Kópavogi | Hljómsveitin Ber-
muda leikur í kvöld.
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Six-
ties leikur föstudag og laugardag. Húsið
opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis.
Mannfagnaður
Kaffi Hljómalind | Dagskrá næsta
Spunakvölds: Amigo, Svimi og Úð. Í hléi
verður opnað fyrir skráningu atriða á
stuttum fundi. Spuni er öllum opinn og
gjaldfrjáls. Nánar á uppl. http://
spuni.org
Fyrirlestrar og fundir
Bókasafn Kópavogs | Dharmendra
Bohra heldur erindi um hindúasið, 8.
febrúar kl. 17.15–18.15. Fyrirspurnir og
umræður. Liður í fyrirlestraröð um
trúarbrögð sem bókasafnið stendur fyrir
næstu vikur.
Eirberg | Málstofa Rannsóknastofnunar í
hjúkrunarfræði við HÍ og LSH verður 6.
febrúar kl. 12.10, stofu 201, annarri hæð.
Jónína Einarsdóttir, lektor við mann-
fræðiskor HÍ, heldur fyrirlestur er nefn-
ist: Barnalán og ólífvænlegar fæðingar,
þar sem kynntar verða kenningar um
viðbrögð mæðra við ólífvænlegum fæð-
ingum.
Kraftur | Kraftur – stuðningsfélag ungs
fólks sem greinist með krabbamein og
aðstandendur heldur félagsfund í húsi
Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, 4.
hæð, 7. febrúar kl. 20. Jóhann Ingi
Gunnarsson sálfræðingur flytur fyr-
irlestur og bókin: Með lífið að láni verð-
ur til sölu á 2.000 kr.
Landssamband lögreglumanna | Aðal-
fundur lífeyrisþegadeildar Lands-
sambands lögreglumanna verður haldinn
5. feb. kl. 10 í Brautarholti 30. Kaffiveit-
ingar í boði LL.
Sögufélag | Nafnfræðifélagið efnir til
fræðslufundar kl. 13.30 í húsi Sögufélags
í Fischersundi. Tryggvi Gíslason, fyrrv.
skólameistari, talar um norsk örnefni á
Íslandi og undarleg örnefni í Eyjafirði,
örnefni sem borist hafa með norskum
landnámsmönnum til Íslands.
Fréttir og tilkynningar
Fjölskylduhjálp Íslands | Tökum á móti
matvælum, fatnaði og leikföngum alla
miðvikudaga frá kl. 13 til 17. Úthlutun
matvæla er alla miðvikudaga frá kl. 15 til
17 í Eskihlíð 2–4 v/Miklatorg. Þeir sem
vilja styðja starfið fjárhagslega vinsam-
legast leggi inn á reikning 101-26-66090
kt. 660903-2590.
GA-fundir | Ef spilafíkn er vandamál hjá
þér eða þínum geturðu hringt í síma GA-
samtakanna (Gamblers Anonymous):
sími 698-3888.
Frístundir og námskeið
Yoga Shala Reykjavík | Ashtanga-jóga-
helgarnámskeið verður með Mark Freeth
frá Englandi dagana 10.–12. febrúar (átta
klst). Allar nánari upplýsingar og skrán-
ing í síma 862-6323 eða á
helgasnjolfs@gmail.com.
Útivist og íþróttir
Félag Snæfellinga og Hnappdæla í
Reykjavík | Félag Snæfellinga og Hnapp-
dæla í Reykjavík efnir til klukkutíma
gönguferðar fyrsta laugardag hvers
mánaðar. Í dag verður farið frá Fella- og
Hólakirkju kl. 10.30. Allir velkomnir.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 61
DAGBÓK
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Í DAG kl. 14 opnar myndlist-
armaðurinn Jónas Viðar sýningu
í Galleríi Sævars Karls.
Jónas Viðar útskrifaðist frá
Myndlistarskólanum á Akureyri
1987, stundaði framhaldsnám á
Ítalíu frá ‘90 til ‘94.
Listamaðurinn hefur haldið
margar einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum bæði hér á
Íslandi og erlendis, ásamt því að
stunda kennslu.
Sýningin stendur til 23. febr-
úar.
Jónas Viðar í Galleríi
Sævars Karls
MENNING
YFIRLITSSÝNINGAR þykja jafn-
an merkur áfangi í ferli myndlist-
armanns. Þá er horft yfir þróun í list-
sköpun hans og listaverkin
endurskoðuð í nýju samhengi. Það
telst því til tíðinda þegar listamaður
lítur um öxl rétt á þrítugasta afmæl-
isdegi sínum og býður áhugasömum
upp á yfirlitssýningu eins og nú er
raunin í Nýlistasafninu, en þar sýnir
Curver Thoroddsen ævistarf sitt.
Curver er annars kunnur úr dæg-
urlagageiranum og er m.a. meðlimur
í hljómsveitunum Dópskuld og
Ghostdigital. Sem myndlistarmaður
hefur Curver fyrst og fremst vakið
athygli fyrir hversdagsgjörninga
sína. Skemmst er að minnast þess
þegar hann auglýsti í fjölmiðlum dag
hvern í eina viku hvar og hvenær
hann mundi borða hamborgara og í
farsælu samstarfi við Listasafn Ís-
lands á sýningunni „Ný íslensk
myndlist“ voru heimilishættir hans
sýndir í beinni. Það er svo sem ekkert
skrýtið að margur maðurinn hafi
fussað og sveiað yfir listrænu gildi
þessara uppákoma. En fyrir mitt
leyti er Curver hvers manns lista-
maður sem gerir hversdagsleikann
hátíðlegan með því að upphefja
venjulega atburði og gera þá að skap-
andi og skemmtilegu viðfangsefni.
Annað sem mér þykir athyglisvert
við list Curvers er hvernig hann not-
ar fjölmiðla sem vettvang fyrir hvers-
dagsgjörninga sína í formi tilkynn-
inga, auglýsinga, umræðna á X-inu
eða reglulegra heimsókna frá Innlit–
útlit genginu. Hefðbundinn sýning-
arsalur er því varasamur fyrir lista-
menn eins og Curver þar sem list-
rýmið er bundið vissri friðhelgi og
nýtur umburðarlyndis sem almennt
rými fær ekki. En Curver spilar mjög
vel úr því sem hann hefur. Á sýning-
unni eru myndverk og skúlptúrar
sem ná aftur til leikskólaáranna. Ég
verð reyndar að viðurkenna að mynd-
verk og áþreifanlegir hlutir eru ekki
hans sterkasta hlið. En verkin gegna
samt veigamiklu hlutverki sem heim-
ildir um lífsskeið listamannsins þegar
hann er nú að kveðja fortíð sína og
byrja upp á nýtt með þeim einfalda
hætti að skipta um nafn, en í 30 ár,
allt til 2. febrúar síðastliðins, hefur
hann borið nafnið Birgir Örn.
Í ýmsum andlegum fræðum er tal-
ið að nafngift sé ákveðin af sál manns
áður en hún tekur sér bólfestu í lík-
ama og nafnið hafi áhrif á þroska sál-
arinnar á meðan hún fylgir lík-
amanum. Breyting á nafni er því
merki um að vissum áfanga sé lokið
og tími til kominn að byrja á nýju
þroskastigi. Þetta er einmitt ein af
ástæðunum fyrir því að andlegir
meistarar, eins og t.d. Jesús Kristur
og Gautama Buddah, hafa gefið læri-
sveinum ný nöfn. Svo vill til að grein-
arhöfundur hefur reynslu af því að
taka við nýju nafni og satt að segja
fylgja því ótrúlegar breytingar.
Einna helst er það að sjálfsímynd
manns hefur verið svo nátengd nafn-
inu sem maður hefur borið frá fæð-
ingu að skilgreining manns á sjálfum
sér nær oft ekki lengra en til nafnsins
og þá til sjálfsímyndarinnar sem
nafninu fylgir. Sé nafnið numið á
brott fellur um leið fyrsta fyrirstaðan
að svarinu við grundvallarspurningu
hvers manns; „Hver er ég?“ Nýju
nafni fylgir þó líka sjálfsímynd og í
tilfelli Curvers er hann að velja hana
sjálfur og er nú þegar búinn að máta
hana í dægurlagageiranum um þó
nokkurt skeið. En nú er skrefið tekið
til fulls. Hann hefur birt auglýsingar í
dagblöðum þar sem hann biður fólk
um að virða ákvörðun sína og sótt um
löglega breytingu til nafnanefndar
dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Í
svarbréfi frá ráðuneytinu sem hangir
við inngang Nýlistasafnsins er bent á
að nafnið lúti ekki reglum um nafna-
giftir á Íslandi. En Curver ætlar ekki
að láta ríkið hafa vit fyrir sér og tekur
sér nafnið engu að síður með því að
líta yfir farinn veg og kveðja Birgi
Örn með fimm daga sýningargjörn-
ingi sem er svo sannarlega áfangi út
af fyrir sig.
Maður að nafni Curver
MYNDLIST
Nýlistasafnið
Opið miðvikudaga til föstudaga 14–17.
Uppákomur í auglýstri dagskrá öll kvöld
á meðan sýningin stendur yfir. Lokið 5.
febrúar.
Curver Thoroddsen
Morgunblaðið/Eggert
Helvar og Heiða innrömmuð í einu verka Curvers, á Nýlistasafninu í vikunni.
Jón B.K. Ransu
Laugarborg, Eyjafirði kl. 13
Opnunartónleikar –
Veglaust haf
Caput leikur verk eftir Atla Heimi
Sveinsson, Snorra Sigfús Birgisson,
Tryggva M. Baldvinsson, Hafliða
Hallgrímsson, Þorkel Sigurbjörnsson
og Huga Guðmundsson.
Þessi dagskrá er tileinkuð hafinu
og var fyrst flutt á Expo í Japan 15.
júlí 2005. Titillinn er sóttur til Matt-
híasar Johannessen.
Atli Heimir samdi Dansa dýrð-
arinnar vestur í Flatey og tengjast
þeir hafinu á nánast áþreifanlegan
hátt. Kalaïs, sonur norðanvindsins,
situr við ströndina og leikur á hljóð-
færi sitt í verki Þorkels Sigurbjörns-
sonar. Tengsl annarra verka við hafið
eru ekki jafn augljós, jafnvel mjög
langsótt, þótt Hafliði yrki reyndar um
öldur hafsins í Tristíu.
En vatnið er vissulega alltaf ná-
lægt. Halldór Ásgeirsson hefur unnið
myndverk út frá þessum fimm tón-
verkum, myndverk sem breytist frá
sýningu til sýningar. Enda eru þessar
síbreytilegu myndir einungis „ristar“
í vatnið.
Tónleikarnir verða endurteknir í
Salnum á mánudagskvöld.
Ýmir, Reykjavík kl. 20
Atón – Stefán Jón Bernharðsson
stjórnar
Atón leikur verk eftir Áka Ásgeirs-
son, Atla Heimi Sveinsson, Charles
Ross, Inga Garðar Erlendsson, Kol-
bein Einarsson, Pál Ívan Pálsson,
Ríkharð H. Friðriksson og Úlfar Inga
Haraldsson.
Atón er tónlistarhópur sem flytur
nýja tónlist. Hópurinn hefur starfað
frá 1998 og hefur frumflutt um 40 ís-
lensk verk. Atón hefur haldið tónleika
í Reykjavík, á landsbyggðinni, Græn-
landi og í Færeyjum. Á döfinni er
m.a. tónleikaferðalag til Kaliforníu í
apríl nk. og þátttaka í Norrænum
tónlistardögum 2006. Atón var til-
nefndur til Íslensku tónlistarverð-
launanna 2004 sem bjartasta vonin.
Myrkir
músíkdagar
Atli Heimir Sveinsson á verk á
hvorum tveggju tónleikum dagsins
á Myrkum músíkdögum; Dansa
dýrðarinnar á tónleikum Caput og
Fluff or Drama á tónleikum Atón.
Morgunblaðið/Þorkell
AKVARELL Ísland kallast hópur
íslenskra listamanna sem um þess-
ar mundir heldur sýningu í Hafn-
arborg, í tilefni af 10 ára afmæli
hópsins. Hópurinn á það sameig-
inlegt að vinna með akvarellu-
litum; litum sem blandast með vatni
og spila saman með pappírnum sem
unnið er á. „Þetta hófst með því að
ég fékk bréf frá Samtökum vatns-
litamálara á Norðurlöndunum, sem
hafa aðsetur í Svíþjóð, en til að
samtökin gætu starfað eðlilega
þótti nauðsynlegt að Ísland yrði
með. Því setti ég mig í samband við
fólk hér á landi sem ég vissi að væri
að vinna með vatnsliti og þannig
varð hópurinn til,“ segir Katrín
Helga Ágústsdóttir, ein úr hópnum.
Meðlimir Akvarell Ísland vinna
sjálfstætt að sinni listsköpun en
hópurinn hefur haldið samsýningar
reglulega allt frá stofnun. „Lista-
maðurinn, og málarar sérstaklega,
er einfari í sinni list: hann vill tjá
það sem hann telur sig þurfa að tjá
og vill kannski ekki vera að blanda
öðrum í það,“ segir Katrín Helga.
Meðlimir hópsins fylgja því ekki
neinni gefinni stefnu í aðdraganda
sýninga en fela utanaðkomandi að-
ilum að velja verk til sýningar
hverju sinni. „Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur stjórnar sýningunni
að þessu sinni ásamt Jóni Axel
Björnssyni og gæta þess að sýn-
ingin hafi fallegan heildarsvip.“
Þótt listamennirnir vinni ekki
saman að sýningunum er sam-
starfsvettvangurinn þó gefandi og
örvandi fyrir listina: „Við troðum
ekki hvert öðru um tær, en mér
þykir ég greina á fólki að það sé
mjög ánægt að fá það tækifæri sem
gefst með sýningum hópsins. Við
höfum einnig boðið öðrum að taka
þátt í þeim, og ekki eru alltaf þeir
sömu sem sýna. Núna gefur að líta
verk eftir 12 listamenn á sýning-
unni, en síðast vorum við 15, og
byrjuðum hópinn níu talsins,“ segir
Katrín. Þeir sem sýna í Hafnarborg
að þessu sinni, auk Katrínar Helgu,
eru Þórður Hall, Gunnlaugur Stefán
Gíslason, Alda Ármanna Sveins-
dóttir, Ásta Árnadóttir, Björg Þor-
steinsdóttir, Eiríkur Smith, Helga
Magnúsdóttir, Jón Reykdal, Kristín
Þorkelsdóttir, Torfi Jónsson og Þór-
unn Guðmundsdóttir.
Sýning Akvarell Ísland stendur til
27. febrúar.
Morgunblaðið/RAXFrá sýningu hópsins Akvarell Ísland í Hafnarborg.
Listamaðurinn er einfari
Myndlist | Hópurinn Akvarell Ísland opnar sýningu í Hafnarborg í dag
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is