Morgunblaðið - 04.02.2006, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 04.02.2006, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 65 ÞÝSKI elektró-rokkarinn Namosh kemur fram á tónleikum á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll í kvöld. Þar mun hann frum- flytja efni af nýjustu breiðskífu sinni sem hlotið hefur nafnið Moccatongue. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Namosh kemur hingað til lands, en hann kom fram á dans- leik á NASA í tengslum við Gay Pride- hátíðina í fyrra, auk þess sem hann hélt minni tónleika á skemmtistaðnum Sirkus, þar sem færri komust að en vildu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hr. Örlygi, sem stendur fyrir tónleikunum, er sviðs- framkoma Þjóðverjans einstök og hefur honum meðal annars verið líkt við þýsku tónlistarkonuna Peaches, sem einnig hefur haldið tónleika hér á landi, en bæði eru þau frá Berlín. Þá hefur tónlist hans verið líkt við einhvers konar sambland af tónlist Prince og Iggy Pop. Auk Namosh koma Hairdoctor, Jack Schmidt & Blake, Margeir og DJ Casanova fram á tónleikunum. Tónleikar | Þýskt elektró-rokk á NASA í kvöld Sambland af Prince, Peaches og Iggy Pop Sviðsframkoma Namosh þykir einstök og hefur honum verið líkt við Peaches hvað það varðar. Tónleikar á NASA í kvöld. Fram koma: Namosh, Hairdoctor, Jack Schmidt & Blake, Margeir og DJ Casanova. Húsið verður opnað kl. 23.00. Aðgangseyrir er 1.000 kr. www.namosh.de. Frásagnir herma að Billy Corg-an sé að endurvekja hljóm- sveitina Smashing Pumpkins en heyrst hefur að hann og trommari sveitarinnar, Jimmy Chamberlin, séu að hefjast handa við upptökur á nýrri plötu. James Iha og D́arcy Wretsky, gít- arleikari og bassaleikari hljómsveit- arinnar, eru ekki að vinna að plötunni með Corgan og Chamberl- in. Að sögn heimildarmanna mun tónlist- armaðurinn Billy Mohler taka þátt í vinnslu plötunnar upp að vissu marki. Mohler lék áður á bassa með rokksveitinni Calling og lék jafnframt á sólóplötu Chamberlins frá því í fyrra. „Svo fremi sem Billy hefur Jimmy, þá getur hann búið til ekta „Pumpkins“ plötu, er ég viss um,“ sagði fyrrum bassaleikari sveitarinnar, Melissa Auf Der Maur, við tónlistarvefinn Billboar- d.com. Hún bætti því við að hún sé ekki að taka þátt í verkefninu en sé þó ávallt til þjónustu reiðubúin ef Corgan vill fá hana. Talsmaður Corgans hefur ekki viljað tjá sig um hvort ný plata sé væntanleg eður ei. Corgan hefur undirritað nýjan samning við útgáfufyrirtækið Front Line Mangament. Hann lagði Graskerin á hilluna við lok ársins 2000 eftir að hljómsveitin gaf út MACHINA/the machines of god.    Fólk folk@mbl.is Leikkonanog grín- istinn Ros- anne Barr hefur heldur betur gefið viðkvæmar upplýsingar um leikarann George Cloo- ney, nefnilega þær að hann hafi líkt eftir einum Marx- bræðranna, Groucho, með kyn- færum sínum. Þessu sagði Barr frá í viðtali við breska tímaritið Attitude. „Kvöld eitt vorum við öll ölvuð eftir kvöldmáltíð og John Good- man (leikari) tók ljósmynd af Clooney nöktum með Groucho Marx gleraugu yfir sínu allra heil- agasta,“ sagði Barr. Myndin hafi verið fest á ísskápinn í sviðsmynd sjónvarpsþáttanna sem hún og Goodman léku saman í og hétu Rosanne Barr Show. Henni hafi verið stolið en þau Goodman at- hugi það reglulega hvort hún sé til sölu á eBay. Barr klykkir út með því að hún hafi haft samfarir við Clooney margoft.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.