Morgunblaðið - 11.02.2006, Page 1

Morgunblaðið - 11.02.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 41. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Komdu í sirkus Silvíu Nóttar Það er alltaf einhver sem kynnir trúðana inn í hringinn | Af listum Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Er RÚV risavaxinn offitusjúklingur?  Elskar að segja sögur Börn | Hressir krakkar í Melaskóla Íþróttir | Með réttu treyjuna á fæðingardeildina  Egyptar Afríkumeistarar Palo Alto. AP. | Bandarísk kona, sem er 90 sentimetrar á hæð og var tæp 17 kíló- grömm á þyngd áður en hún varð þunguð, hefur alið fyrsta barn sitt – heilbrigðan son. Læknar í Kaliforníu skýrðu frá þessu í gær. Eloysa Vasquez, sem þjáist af alvarlegri beinbrotasýki, notar hjólastól og hafði tvisvar sinnum misst fóstur. Hún þyngdist um níu kílógrömm á meðgöngunni og ól barnið 24. janúar á barnasjúkrahúsi Stan- ford-háskóla. Læknarnir sögðu að barnið hefði verið tekið með keisaraskurði átta vikum fyrir tímann til að vernda Vasquez vegna smæð- ar móðurlífsins. Sonurinn, sem hefur verið skírður Tim- othy, erfði ekki sjúkdóm móðurinnar. „Ég held að hann verði hávaxinn strákur,“ sagði Vasquez. AP Eloysa Vasquez og eiginmaður hennar, Roy, sýna nýfæddan son sinn, Timothy. Nítján kíló- gramma móðir AFTAKAVEÐUR gerði á Flateyri í gærkvöldi með þeim afleiðingum að gamalt trésmíðaverkstæði, áfast slökkvistöð bæjarins, staðsett við Túngötu, hreinlega splundraðist, en vindur fór upp í 43,9 m/s í kröft- ugustu hviðunum. Að sögn lögregl- unnar á Ísafirði urðu engin meiðsl á fólki, en brakið úr byggingunni dreifðist í a.m.k. 100 metra radíus. Veður á borð við þetta nefnist Grundarendaveður og skall síðast á á Flateyri í febrúarmánuði 1991. „Ég get sagt þér að aðkoman að á Flateyri og meðlimur í björgun- arsveitinni, var úti meðan veðrið var sem verst. Segir hann vindhvið- urnar hafa verið rosalegar. „Það fuku meira að segja bílar og ljósa- staur svignaði þannig að hann smurðist ofan í jörðina,“ segir Ön- undur og tekur fram að 60-70 fiski- kör hafi fokið og dreifst um bæinn. Björgunarsveitin fór í gærkvöld um bæinn til að kanna hvort allir væru heilir á húfi. Þegar það lá ljóst fyrir tók við heilmikið hreins- unarstarf og fyrirbyggjandi að- gerðir. verkstæðinu minnti mann óþyrmi- lega á aðkomuna eftir snjóflóðið. Það er hreinlega ekkert eftir af húsinu sem sprakk í loft upp, en brakið úr því dreifðist yfir stórt svæði og allt handónýtt,“ segir Páll Önundarson, íbúi á Flateyri. Að sögn Ívars Kristjánssonar, formanns björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, urðu miklar skemmdir vegna braksins. „Það eru mörg hús illa farin eftir fok og einnig bílar. Rúður eru brotnar og þakplötur hafa losnað. Það eru líka skemmdir á húsunum sjálfum, klæðningar og annað ónýtt.“ Önundur Hafsteinn Pálsson, íbúi Valur Sæþór Valgeirsson úr björgunarsveitinni á Suðureyri var einn þeirra sem lögðu hönd á plóginn við hreinsunarstarf í gærkvöldi. Ekkert eftir af húsinu                            Eftir Silju Björk Huldudóttur og Sunnu Ósk Logadóttur Miklar skemmdir urðu í vonskuveðri á Flateyri í gærkvöldi Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson  Verkstæðið sprakk | 11 EINN af helstu múslímaklerkum Danmerkur, Ahmed Abu Laban, neit- aði því í gær að hafa kynt undir of- beldisverkum í löndum múslíma vegna umdeildra skopmynda af Mú- hameð spámanni. „Við höfum ekki hellt olíu á eldinn,“ sagði Abu Laban, ímam í Kaup- mannahöfn, eftir föstudagsbænir. „Við höfum ekki æst upp alþýðu manna í múslímaheiminum.“ Abu Laban og fleiri danskir músl- ímaklerkar eru sakaðir um að hafa kynt undir reiði múslíma með því að reka áróður gegn Danmörku í arab- ískum fjölmiðlum á ferðum um Mið- Austurlönd í desember og janúar. Skoðanakönnun sem birt var í gær bendir til þess að meirihluti Dana telji að trúarleiðtogarnir í Danmörku eigi mesta sök á ofbeldinu. „Eftir eldgosið kemst á friður“ „Ástandið núna er mjög jákvætt,“ hafði fréttavefur danska ríkisútvarps- ins eftir Abu Laban. „Það knýr okkur til að veita hvert öðru meiri athygli og færir okkur saman.“ Klerkurinn bætti við að það já- kvæða við deiluna væri að hún hefði vakið umræðu um íslömsk gildi á Vesturlöndum. „Eldfjallið bjó í okk- ur,“ sagði hann. „Núna gýs það og eft- ir eldgosið kemst á friður að nýju.“ Neitar því að eiga sök á ofbeldinu Reuters Múslímaklerkurinn Abu Laban prédikar í mosku í Kaupmannahöfn. Beðist afsökunar | 18 New York. AP. | Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, er ekki gef- inn fyrir leiki í vinnunni og var því fljótur að reka borgarstarfsmann þegar hann sá kapal á tölvuskján- um hans. Edward Greenwood IX var að lesa skjöl við skrifborð sitt á einni af skrifstofum borgarinnar þegar Bloomberg kom þangað í fylgd ljós- myndara og heilsaði starfsfólkinu. Greenwood stóð upp þegar borg- arstjórinn nálgaðist skrifborð hans og ljósmyndarinn tók mynd af þeim þegar þeir heilsuðust. Bloomberg sá kapal á tölvuskján- um og rak skrifstofumanninn fyrir að misnota tölvu í eigu borg- arinnar. „Vinnustaðurinn er ekki rétti staðurinn fyrir leiki,“ sagði hann. Rekinn vegna tölvukapals Kúveitborg. AFP. | Mannræningjar sem tóku bandarísku blaðakonuna Jill Carroll í gísl- ingu í Bagdad 7. janúar hafa hótað að myrða hana 26. febrúar verði ekki gengið að kröfum þeirra fyrir þann tíma. Sjónvarpsstöðin Al-Rai í Kúveit hafði þetta í gærkvöldi eftir heimildarmönnum sem eru í sambandi við mannræningjana. Carroll hvatti bandarísk yfirvöld til að verða við kröfu mannræningjanna á myndbands- upptöku sem birt var í fyrradag. Þeir krefj- ast þess að allar konur í íröskum fangelsum verði látnar lausar. Hóta að myrða gísl í Írak ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.