Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.02.2006, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÚS SPRAKK Í LOFT UPP Hús sprakk í loft upp í veðurofsa sem gekk yfir Flateyri í gærkvöldi. Náði vindhraðinn tæplega 43,9 m/ sek í sterkustu hviðunum. Engin meiðsl urðu á fólki en skemmdir á húsum og bílum urðu töluverðar bæði vegna braks úr húsinu sem sprakk og einnig vegna vindhraðans. Neitar að eiga sök á ofbeldi Einn af helstu múslímaklerkum Danmerkur, Ahmed Abu Laban, neitaði því í gær að hafa kynt undir ofbeldisverkum í löndum múslíma vegna umdeildra skopmynda af Mú- hameð spámanni. Danskir múslíma- klerkar eru sakaðir um að hafa ýtt undir ofbeldið með því að reka áróð- ur gegn Danmörku í arabískum fjöl- miðlum í desember og janúar. Fundu gröf í Dal konunga Bandarískir fornleifafræðingar hafa fundið nýja gröf í Dal konung- anna í Egyptalandi. Þetta er fyrsta gröfin sem finnst í dalnum síðan gröf Tutankhamon konungs fannst 1922. Steinar úr Steinafjalli Grjót hrundi úr fjallinu Steina- fjalli fyrir ofan bæinn Steina I í gær- dag. Nokkrar skriður féllu og var stærsti hnullungurinn 15–20 tonn. Fór skriðan ekki nálægt bænum og menn og skepnur sakaði ekki. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 40/53 Úr verinu 14 Bréf 54 Viðskipti 16 Kirkjustarf 54/55 Erlent 18/20 Minningar 56/65 Minn staður 22 Myndasögur 70 Akureyri 24 Dagbók 70/73 Suðurnes 28 Víkverji 70 Landið 24 Staður og stund 71 Árborg 28 Velvakandi 70 Daglegt líf 34/38 Bíó 78/81 Ferðalög 38 Ljósvakamiðlar 82 Menning 30/31 Staksteinar 83 Forystugrein 42 Veður 83 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir bæklingurinn Sérferðir 2006 frá Heimsklúbbi Príma Emblu. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %     ! !  ! &         '() * +,,,       !  !! !            ! !!  „VIÐ lítum nánast á það sem lítilsvirðingu við okk- ur að leggja fram svona tilboð,“ segir Vernharður Guðnason, formaður samninganefndar Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), um tilboð það sem launanefnd sveitarfé- laga (LN) lagði fram á samningafundi á fimmtu- dag. Tilboðið hljóðaði upp á um 25% hækkun launa og hafnaði LSS því alfarið. Vernharður bendir hins vegar á að byrjunarlaun slökkviliðsmanna séu tæplega 105 þúsund krónur á mánuði, vinnu- vikan sé 42 tímar og inni í grunnlaunum séu ýmsir þættir sem aðrar stéttir fái greitt sérstaklega fyr- ir. LSS líti svo á að félagsmenn sínir hafi dregist verulega aftur úr í launum. Meðaltalshækkun þeirra kjarasamninga sem LN gerði á síðasta ári hafi verið um 22% og því sé aðeins um 2% hækkun umfram það að ræða í tilboðinu. Þá sé sérstaða starfa slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ekki metin að verðleikum né þær menntunarkröfur sem gerðar eru til þeirra. Útlærður slökkviliðsmaður með 130 þúsund krónur í grunnlaun Gerð er krafa um að slökkviliðsmenn hafi iðn- menntun eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi. „Okkar meginkrafa er að byrjunarlaunin inn í slökkviliðið miðist við þær kröfur sem gerðar eru til okkar. Það hefur aldrei verið gert.“ Vernhaður segir að starfsmenn LSS hækki nokkuð hratt í launum eftir að þeir hefji störf en samt sem áður sé útlærður slökkviliðsmaður, sem kominn er með neyðarbílsréttindi, aðeins með um 130 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði sem sé óviðunandi. „Slökkviliðsmenn eru orðnir langþreyttir á lé- legum launum og við munum láta á þau ráð reyna sem við höfum tiltæk. Okkur er að sjálfsögðu mik- ið í mun að til þess þurfi ekki að koma en við mun- um ekki hika við það.“ Vernharður segist taka undir með ályktun fund- ar LSS á fimmtudag um að dráttur hafi orðið á kjaraviðræðum og að ekki sé rétt sem fram kom hjá formanni samninganefndar LN að viðræðu- áætlun hafi náð til loka janúar heldur hafi hún runnið út um áramót. Þá hafi fundum verið frestað ítrekað. Samninganefnd LSS semur fyrir hönd 300 slökkviliðsmanna í fullu starfi og um 800 til viðbótar sem eru í hlutastarfi. Vernharður segir að enn hafi ekki komið til upp- sagna slökkviliðsmanna en fólk bíði átekta hvað komi út úr samningaviðræðum. Ekki megi gleyma að það kosti 10–12 milljónir að þjálfa hvern slökkviliðsmann svo um gríðarlegt hagsmunamál fyrir sveitarfélögin sé einnig að ræða. Ákveðið hefur verið að funda aftur á mánudag og reyna að finna frekari flöt á viðræðum, segir Vernharður. Slökkviliðsmenn eru lang- þreyttir á lágum launum Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is NOKKUR inflúensutilfelli af A- og B-stofni hafa fundist hér á landi að undanförnu og sagði Haraldur Briem, sóttvarnar- læknir hjá landlæknisembætt- inu, að reynslan hefði sýnt það í gegnum tíðina að stutt væri í faraldur eftir að tilfelli hefðu komið fram. Aðspurður hvenær hann ætti von á að faraldurinn myndi breiða úr sér gat Haraldur ekki svarað til um það en bjóst fast- lega við því að það yrði á næstu vikum, yfirleitt hæfist þetta ró- lega en skylli svo á stuttu eftir það. Einkenni sem fólk má búast við eru hár hiti, vöðvaverkir, lasleikatilfinning, hálssærindi og jafnvel hósti en hraust fólk ætti að geta losað sig við veikindin á 5–7 dögum, en ekki er teljandi munur á milli stofna. Um leiðir til að fyrirbyggja smit sagði Haraldur að tíður handþvottur væri mikilvægur en inflúensan væri mjög smitandi. Einnig væri mikilvægt að halda sig heima við ef veikindin gera vart við sig vegna smithættunnar. Fyrir utan það er hægt að láta bólusetja sig en á milli 50 og 55 þúsund manns láta bólusetja sig á hverju hausti. Haraldur sagði jafnframt að í lagi væri að bólu- setja fólk núna ef bóluefni væri til. Um uppruna inflúensunnar sagði Haraldur nokkur dæmi um hana í Skandinavíu en lík- legra væri að hún kæmi frá meginlandi Evrópu. Inflúensan byrjuð að láta á sér kræla RAGNHILDUR Sigurðardóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavík- ur, var í gær útnefnd íþróttamaður Reykjavíkur árið 2005 við hátíðlega athöfn í Höfða. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri afhenti Ragnhildi tvo bikara, annan frá Reykjavíkurborg til varðveislu en hinn frá Íþróttabandalagi Reykja- víkur til eignar. Þar að auki fékk hún 150 þúsund króna styrk frá ÍBR, sem nýtast mun vel til æfinga á vormánuðum, þegar veðrið á Ís- landi býður ekki upp á iðkun golf- íþróttarinnar. Ragnhildur stóð sig afar vel á síð- asta ári og varð þrefaldur Íslands- meistari, í höggleik í þriðja sinn, í holukeppni í fimmta skipti og í sveitakeppni með félagi sínu en hún varð jafnframt stigameistari Toyota-mótaraðarinnar. „Þetta var alveg meiriháttar og ég var eiginlega í losti þegar verið var að taka myndirnar, gat ekki einu sinni brosað,“ sagði Ragnhildur þeg- ar Morgunblaðið náði af henni tali í gærkvöldi. „Þetta kom mér mikið á óvart enda er svo mikið af frábæru íþróttafólki í Reykjavíkurborg, og það er því ótrúlega mikill heiður að fá þessa viðurkenningu.“ Ragnhildur segir að á síðasta ári hafi hún náð sínum besta árangri frá upphafi en hún muni halda ótrauð áfram. „Á hverju ári set ég mér það markmið að gera betur en á síðasta ári og það er á dagskránni að fara á keppnismót erlendis í sumar,“ segir Ragnhildur og minnist þess þegar hún var stödd í Höfða fyrir 21 ári en þá tók félagi hennar úr Golfklúbbi Reykjavíkur við sömu viðurkenn- ingu. „Þannig að golf er svolítið sniðug íþrótt, það er aldrei of seint að standa sig.“ Ragnhildur Sigurðardóttir valin íþróttamaður Reykjavíkur 2005 Mitt besta ár frá upphafi Morgunblaðið/Kristinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.