Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT KOFI Annan hverfur úr stóli fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í árslok en þá verða liðin tíu ár frá því að hann tók við embættinu. Vanga- veltur eru þegar hafnar um það hver leysi hann af hólmi og raunar er full- yrt að hafin sé keppni á bakvið tjöld- in um það hver hlýtur embættið. Þar eru einkum nefndir til sögunnar ýmsir frammámenn frá Asíu, enda ætti næsti framkvæmdastjóri SÞ að koma þaðan skv. hefðinni. Richard Holbrooke, fyrrverandi fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, líkti þeirri baráttu sem nú væri háð á bakvið tjöldin við forval stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum vegna for- setakosninga þar í landi í grein sem hann skrifaði í The Washington Post 3. febrúar sl. Áhugasamir frambjóðendur væru á ferð og flugi, heimsæktu áhrifa- menn í höfuðstöðvum SÞ í New York, valdaaðila í Washington, Pek- ing, Moskvu, París og London. Nefnir Holbrooke síðasttöldu borgirnar fimm væntanlega vegna þess að ljóst er að enginn getur orðið framkvæmdastjóri SÞ nema hafa til þess stuðning allra þjóðanna fimm sem fast sæti og neitunarvald eiga í öryggisráði SÞ; Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Frakklands og Bretlands. Jose Ramos-Horta líklegur En hverjir eru helst nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eft- irmenn Annan? Holbrooke telur upp nokkur nöfn í áðurnefndri grein í The Washington Post: Surakiart Sathiratahi, aðstoðarforsæt- isráðherra Taí- lands, en Taí- lendingar gerðu áhuga hans ljós- an á síðasta ári og hefur hann opinskátt sóst eftir embættinu, hefur m.a. verið dugleg- ur við að heimsækja stórborgirnar í því skyni að afla framboði sínu stuðnings. Þá skiptir máli að hann hefur tryggt sér formlegan stuðning Sam- taka Suðaustur-Asíuríkja. Holbrooke nefnir einnig Ban Ki Moon, utanríkisráðherra Suður- Kóreu. Ban þykir hafa staðið sig vel í starfi og á sunnudag var hann á ferð í París, var eftir því tekið að hann flutti þar ræðu um frið og hagsæld í Norðaustur-Asíu á frönsku, en svar- aði svo spurningum á ensku. En sem kunnugt er eru bæði franska og enska meðal opinberra tungumála SÞ og áreiðanlega engin tilviljun að Ban lagði sig eftir því að Hver tekur við af Kofi Annan? Jose Ramos-Horta Surakiart Sathirathai Líklegast þykir að næsti framkvæmdastjóri SÞ komi frá Asíu Ban Ki-Moon Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Singapúr. AFP. | Sérfræðingar segja að meint áform al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna um að fljúga far- þegaþotu á hæsta skýjakljúfinn á vesturströnd Bandaríkjanna, Bankaturninn í Los Angeles, árið 2002 hafi varla náð lengra en á um- ræðustigið. Telja þeir að George W. Bush Bandaríkjaforseti kunni að hafa skýrt frá þessum áformum al- Qaeda til þess að reyna að fylkja bandarísku þjóðinni á bakvið sig og efla stuðning á alþjóðavettvangi við hið svonefnda hryðjuverkastríð. Bush greindi frá áformunum á fimmtudag og sagði þá að komið hefði verið í veg fyrir áðurnefnt hryðjuverk með aðstoð Asíuþjóða. Bush sagði að Khalid Sheikh Mo- hammed, sem er grunaður um að hafa skipulagt hryðjuverkin í Bandaríkin 11. september 2001, hefði hafið skipulagningu árás- arinnar á skýjakljúfinn í Los Angel- es í október sama ár. Sagði Bush að í stað araba hefði meiningin verið sú að beita ungum mönnum frá SA- Asíu sem skipuleggjendur töldu ekki vekja eins miklar grunsemdir. Búið að handsama alla fjóra „Ég held að hann sé aðeins að ýkja,“ sagði Clive Williams, sérfræð- ingur í öryggis- og varnarmálum við Australian National University, um yfirlýsingar Bush Bandaríkja- forseta. Sagði Williams að þó að al- Qaeda hefði látið sér detta árás sem þessi í hug þá hafi liðsmenn samtak- anna varla verið mjög langt á veg komnir með skipulagningu hennar. Bush sagði að ungu mennirnir, sem fremja áttu hryðjuverkið, hefðu farið á fund Osama bin Laden áður en undirbúningur hófst fyrir alvöru, en áætlanirnar runnu út í sandinn þegar ónefnt ríki í Suðaustur-Asíu fangaði ónefndan háttsettan al- Qaeda-liða. Bush sagði að indónesíski klerk- urinn Hambali, einn af leiðtogum hryðjuverkahreyfingarinnar Jem- aah Islamiyah, hefði tekið þátt í undirbúningi árásarinnar. Er haft eftir Frances Townsend, ráðgjafa Bandaríkjaforseta um hryðjuverka- varnir, að allir fjórir liðsmenn sell- unnar, sem átti að fremja hryðju- verkið, hefðu verið handsamaðir. En hún neitaði að nefna þau fjögur ríki í Suður- og Suðaustur-Asíu sem áttu þátt í að þeir náðust og þar með var komið í veg fyrir hryðjuverkið. Fyrir liggur hins vegar að Ham- bali var handtekinn í Taílandi árið 2003 og Khalid Sheikh Mohammed, sem kallaður hefur verið „heilinn“ og er sagður hafa verið þriðji áhrifamesti aðilinn í al-Qaeda, var handtekinn snemma sama ár í Pak- istan. Rohan Gunaratna, yfirmaður rannsókna á hryðjuverkum við Institute of Defence and Strategic Studies í Singapúr, sagði engan vafa leika á því að Hambali hefði verið al- Qaeda innan handar og að til um- ræðu hefðu verið frekari hryðju- verk í Bandaríkin. Hann tók hins vegar undir með Williams að málið hefði aðeins verið á umræðustigi. Indónesíski sérfræðingurinn Kusnanto Anggoro benti á að erfitt væri að staðfesta yfirlýsingar Bush, jafnvel þó að sannarlega sé líklegt að róttæklingar í Suðaustur-Asíu hefðu viljað taka þátt í verkefni sem þessu. „Vandinn er þessi: hvers vegna lýsir Bush þessu yfir núna?“ sagði Anggoro. Sagði hann að lík- lega væri Bandaríkjaforseti að greina frá þessu núna til að fá ríki í Voru tillögur um árás aðeins á umræðustigi? Sérfræðingar velta fyrir sér hvers vegna Bush greinir nú frá hugmyndum hryðjuverkamanna um árás á Los Angeles
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.